Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 20, 1952 mundi hún það: Þegar Woody hafði komið inn í biðstofu dr. Luddingtons, hafði sá, sem var að tala við dr. Luddington inni í lækningastofunni, slegið með keyrinu á stígvélin. Var það Kamilla? En það sannaði ekkert. Það gat hver sem er gert í taugaóstyrk og leiðslu, alveg eins og Kam- illa gerði núna. Hin köldu bláu augu Kamillu lágu svo djúpt að þau sýndust alveg svört. Hún var grönn, glæsileg og beinvaxin, en það hvíldi festa og kraftur yfir breiðu enninu, stutta nefinu og sterklegri hökunni. Þrátt fyrir glæsileika hennar og spengileika bar mest á þungum tilfinninga- lausum krafti. „Svo þú heldur því fram, að það hafi ekki verið Woody," sagði hún. ,,En ég hefi ekki hugs- að mér að taka með silkihönzkum á þessu, Sue Poore. Við höfum þekkzt lengi. Ég ætla að segja þér nákvæmlega hvað ég hugsa, hvað ég veit, og hvað ég geri, ef þú . . . ." hún sló keyrinu í stíg- vélin og hætti . . ." ef þú ekki hagar þér skyn- samlega. Ég skal segja þér, að ég veit, að þú drapst Ernestínu." Sue reis á fætur, algerlega yfirbuguð: „Hvað áttu við?" ,,Ég ákvað að segja það engum og það gerði ég ekki. Allir hafa spurt mig hvort ég viti eitt- hvað — Jed og Fitz líka, en auðvitað lögreglan fyrst og fremst. En Ernestína var dáin og það gat ekki vakið hana upp. Jed var ákærður og ég vildi frelsa hann og ég skildi, að ef ég segði það, gerði ég aðstöðuna verri fyrir hann. Ég hafði þó ekki séð þig skjóta hana." „Kamilla." Sue settist niður og þrýsti höndun- um að gagnaugunum. Hún varð að finna leið út úr þessari flækju, sem hún ekki hafði vitað að var til og það yrði ekki auðvelt. Það var það aldrei, þegar Kamilla átti í hlut. Sue sagði við sjálfa sig, að hún yrði að fara sér hægt: j,Kam- illa — það er liklegra betra að þú byrjir á byrjun- inni. Þú'sagðir, að þú vissir hversvegna Erne- stína sendi boð eftir mér." Kamilla kinkaði kolli og sló með keyrinu. „Já, það þori ég að segja að ég viti. Hún og Jed lentu í hræðilegu rifrildi. Ég heyrði það. Ég var að klæða mig, til að fara til Fitz. Ernestína var reið. Hún sagðist ætla að fara frá honum. Hún var þreytt á því lífi sem hann lifði. Hún sagði, að hann hefði enga metorðagirni, að hún skildi svei mér ná í það sem hún vildi og að hún ætlaði að yfirgefa hann. „Já, en Jed hefur ekkert sagt um það. Og þegar Woody sagði frá hvernig Ernestina hafði barm- að sér, leit Jed út fyrir að vera mjög undrandi." „Hann hefur alls ekki trúað því," sagði Kam- illa. „Ernestina gat stundum verið reglulega and- styggileg," bætti hún við hugsandi. „En svo sagðí Jed að hann elskaði þig og ætlaði að giftast þér og að Ernestína skyldi ekki halda, að hún yfir- gæfi hann, því það væri þveröfugt — eða eitt- hvað i þá áttina . . ." Kamilla þagnaði og leit á Sue eins og hún væri að reyna að muna hvert smáatriði í deilunni, sem hún hafði heyrt og sagði að lokum: „Það var hræðileg deila. Ég hugsaði hvað eftir annað um hvað það væri heppilegt, að þjónustufólkið væri ekki heima. Svo kom Ernestína fram í anddyrið og ég heyrði að hún hringdi í þig. Þessvegna veit ég það." „Þessvegna veizt þú . . ." Sue fannst hún vera að drukkna. „Já, hún hringdi auðvitað til að segja þér að láta Jed vera, og að hún myndi koma í veg fyr- ir skilnað. Þú þekktir Ernestinu, Sue. Enda þótt hún vildi ekki sjálf halda í Jed, vildi hún ekki, að nokkur gæti sagt, að þú hefðir tekið hann frá henni. Sue dró djúpt andann og neyddi sig til að segja rólega: „En Kamilla, hvernig veiztu, að það var það, sem Ernestína ætlaði að segja?" „Hvað annað gat það verið?" sagði Kamilla °g yppti öxlum. Hún horfði forvitin á Sue og spurði: „Hefur Jed alls ekki minnzt á þetta við pig?" „Ég vissi að þau hófðu deilt, en ekki allt þetta." „Karlmaður viðurkennir aldrei, að kona hans hafi yfirtökin," svaraði Kamilla. „Og þegar hún var skotin — ja, þá var auðvitað viturlegast, að þegja. Shepson dómari hefði heldur ekki leyft honum að segja það. Þessvegna sagði ég það ekki heldur við yfirheyrsluna, eða þegar lögreglan spurði mig." „Já, en hversvegna . . ." sagði Sue rugluð og Kamilla horfði óþolinmóð á hana. „Hamingjan góða, Sue, þú veizt mjög vel, að Jed sér fyrir mér," sagði hún hreinskilnislega. Ef aðeins að Fitz væri hér! Hann gæti fundið samhengi í þessu hraða, ruglingslega orða- flóði. Sue var viss um, að það væri eitthvað þýð- ingarmikið, einhver spurning, sem hún ætti að bera fram og að eitthvað, sem Kamilla hafði sagt, hefði gefið henni tilefni til þess. Svo rann það allt í einu upp fyrir henni: „Hvað vildi Erne- stina?" hafði Karólína einu sinni spurt. Hún mætti hinu rólega augnaráði Ernestínu og spurði varlega til að hræða hana ekki. „Heldur þú að Ernestínu hafi verið alvara?" „Alvara? Hún var bálreið! Ef þú hefðir verið þar, veit ég ekki hvað hún hefði gert. Ég hefi brotið heilann um, hvað eiginlega kom fyrir . . . Og ég held ég viti það. Ég held ekki, að þú hafir gert það viljandi." Aftur fannst Sue dökkar bylgjur skella yfir sig. „Þú heldur þó ekki að ég . . ." „Nei, auðvitað hefur þú aldrei gert slíkt með köldu blóði, Sue. Ég hefi ekki eitt einasta augna- 'blik haft slæma samvizku, vegna þess að ég sagði ekki frá því sem ég vissi. Ég held, að þegar þú komst hafi Ernestína enn verið svo reið, að hún var næstum óutreiknanleg. Ef til vill sá hún þig og Jed hittast og ganga niður að kofanum. Það veit ég ekki. En ég held, að hún hafi tekið fram skammbyssuna til að ógna þér með henni og ég get hugsað mér, að þú hafir reynt að taka hana af henni, eða eitthvað í þá áttina — og svo hljóp skotið af. En hversvegna átti ég að segja frá því?" Kamilla reis upp og gekk fram að hurð- inni. „Ekki þegar lögreglufulltrúinn hringdi og sagðist ætla að taka þig fasta, og ég hefði jafn- vel ekki sagt frá því þó þeir hefðu tekið þig. Ég fór strax heim og sagði Jed frá hand- töku skipuninni. Hann varð alveg utan við sig. Ég held líka, að hann haldi að þú hafir gert það, Sue, en það segir hann aldrei. Ég fékk mér vænan sopa, sem ég tók með mér upp í herbergið mitt og komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að ég skyldi aldrei segja frá því, því ég gat skilið, að það mundi vera slæmt fyrir þig og þá . . ." það kom undarlegur kuldaglampi í augu hennar: „þá hefði ég ekki getað hindrað það sem koma mundi. Þú varst svo hrædd, að þú vissir ekki hvað þú gerðir. En ég mun ekki gefa þér neitt tækifæri!" „Hvað ertu að segja . . ." „Alveg eins og dr. Luddington gerði. Ég varð dauðskelkuð. Ég hafði ekki einu sinni heyrt Jed aka í burtu og svo hringdi hann allt í einu frá dr. Luddington og sagði, að læknirinn hafi verið skotinn. Það var hræðilegt — það sama hafði komið fyrir hann og Ernestinu. Hvaða gagn mundi það gera, þó ég segði eitthvað ? Og ég er ekkert hrædd við þig, þvi — það er að segja, ég er það alls ekki." „En Kamilla, það var ekki ég. Það er hræði- legt að . . ." „Þú hefur sjálfsagt ekki ætlað að gera það. Ég get vel skilið hvernig það hefur verið. En mér finnst ekki, að þú hefðir átt að hringja í Jed og draga hann inn í málið — en auðvitað — þú varst hrædd . . ." „Ég fullvissa þig um að ég gerði það ekki. Viltu svo hætta." „Jed segir aldrei neitt. Hann mun halda áfram að fullyrða, að það hafi verið sjúklingur." Efst til vinstri: Gurnardinn er fiskur, sem gengur, flýgur og syndir. — Efst í miðjunni: Hermenn Warrior-kynflokksins í Afríku bera höfuðfat með vísundahornum. Það er bundið undír hökuna með bandi úr tígrísdýratönnum. — Til hægri: Fyrirmyndin að þessari lækningabrúðu Indjánanna var trúboði nokkur sem kom til Mulatas-eyjanna og læknaði sjúka. — Neðst til vinstri: Hvað eru margar gúmmiplantekrur á Indlandi? 14.000.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.