Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 20, 1952 13 Skraddarinn FRÆKNI Hann skar sér þykka sneið, smuröi hana síðan »og drap ofan á hunangi. En þegar hann ætlaði að bíta í sneiðina, flykktust að henni heill herskari af flug- um; þær höfðu fundið lyktina af hunanginu. Við það fylltist skraddar- inn réttlátri reiði og fór að slá kvarðanum út í loftið. Og að síðustu hitti hann sjö flugur í einu höggi. Og þær féllu dauðar niður á borðið. BIBLlUMYNDIR 1. mynd: Nú var maður nokkur af flokki Faríseanna að nafni Nikódem- us, ráðherra meðal Gyðinga. Hann kom til hans um nótt og sagði við hann: Rabbí, vér vitum, að þú ert lærimeistari kominn frá Guði, þvi að enginn getur gjört þessi tákn sem þú gjörir, nema Guð sé með honum. Jesús svaraði og sagði við hann: Sannlega, sannlega segi ég þér: eng- inn getur séð guðriki nema hann endurfæðist. 2. mynd: Nikódemus segir við hann, hvernig getur nokkur fæðzt, þegar hann er orðinn gamall ? Hvort getur hann aftur komizt inn í kvið móður sinnar og fæðzt? Jesús svar- aði: Sannlega, sannlega segi ég þér, ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komizt inn i guðsríkið. Það, sem' af holdinu er fætt, er hold, og það, sem af andanum er fætt, er andi. 3. mynd: Þjónarnir komu þá aftur til æðstu prestanna og Paríseanna, og þeir sögðu við þá: Hví komuð þér ekki með hann. Þjónarnir svöruðu: Aldrei hefir nokkur maður talað þannig. Farisearnir svöruðu þeim þá: Hafið þér nú einnig látið leiðast afvega? . . . Nikódemus, — sá, sem kom til hans fyrrum, þótt hann væri 'einn af þeim, — segir við þá: Dæm- ir lögmál vort nokkurn mann, nema hann hafi yfirheyrt hann áður og víti, hvað hann hefst að? 4. mynd: En Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú, en heimul- lega, af ótta við Gyðingana, bað síð- an Pilatus um, að hann mætti taka líkama Jesú ofan, og leyfði Pílatus það. Hann kom því og tók líkama hans. En Nokódemus, hann, sem í fyrstunni hafði komið til Jesú um nótt, kom einnig og hafði með sér hér um bil hundrað pund af myrru blönduðu alóe. Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann í líndúk með ilmjurtum, eins og siður er iijá Gyð- ingum að búa lík til greftrunar. En á þeim stað þar, sem hann hafði ver- ið krossfestur, var grasgarður, og í grasgarðinum ný gröf, sem enginn hafði enn verið lagður í. Þar lögðu þeir þá Jesúm, — því að gröfin var þar nærri — vegna aðfangadags Gyðinga. Heimsf ramleiðslan setti met árið 1951 12% meiri en árið áður. Pramleiðslan í heiminum var í fyrra 12% meiri en árið 1950 og hvorki meira né minna en 75% meiri en 1937, að því er skýrt er frá í hagskýrslum S.Þ. fyrir síðastlið- inn mánuð. Enda þótt framleiðslan hafi þannig aukizt verulega, er fram- leiðsluaukningin í mörgum löndum minni en árið áður, og þá einkum á siðari hluta ársins. öll lönd, sem gert hafa grein fyrir framleiðslu sinni, hafa þó getað auk- ið framleiðsluna miðað við 1950. Ráð- stjórnarríkin juku framleiðsluna um 16% og Bandaríkin um 10%. Norð- urlöndin juku einnig framleiðslu sina á árinu: Pinnland um 18%, Noregur 5%, Svíþjóð 4% og Danmörk 1%. . Vestur-Þýzkaland hef ur aukið framleiðsluna um 21%, Austur- Þýzkaland um 22%, Pólland um 24% og Japan um 39%. ÚR ÝMSUM ÁTTUM — Kona, nokkur í Tennessee í Eanda- ríkjunum vaknaði ekki alls fyrir löngu eftir að hafa sofið í tólf ár. „Mér líður prýðilega," sagði hún, „ég er fegin ég skuli hafa losnað við stríðið." Metið hefur samt sænsk kona, sem sofnaði þrettán ára og vaknaði þrjá- tíu og tveim árum síðar. Herra A. Gruen, verzlunarmaður i Vínarborg, ætlaði að fara í háttinn, en þá gat hann ekki með nokkru móti sofnað. Hann vakti í nitján ár, en ástæðan fyrir andvökunni var heilamar, sem hann hlaut í fyrra stríðinu. Ákveðið var að skera hann upp. Hann var svæfður á skurðarborð- inu, en svo var engin leið að vekja hann, þegar uppskurðinum var lokið. Og hann vaknaði ekki aftur fyrr en eftir þrjú ár. „Ég hlýt hafa verið að bæta mér upp svefnleysi fyrri ára," sagði hann þegar hann opnaði augun.- William nokkur Kolson í Suður- afriku tapaði svefni sjötíu og þriggja ára að aldri. Hann lifði fjörutíu og fimm ár í viðbót. Þá var hann dag einn kallaður sem vitni í réttarhöld- um. Og honum leiddist svo málþófið, að hann steinsofnaði. Sálfræðingar segja, að annar hver maður sofi of mikið vegna (a) áhyggna, (b) vonleysis, (c) leiða, (d) ónógs áhuga á vökunni. Ég skil ekki hvernig mér tókst að lifa þangað til veitingahúsinu var lokað. Það var eins og að ganga á þræði yfir hyldýpi. Að lokum var farið að slökkva ljósin og gömlu mennirnir fengu nóg að gera við að pukrast ofan í veski sín. Þá kom annað áfallið. „Heyrðu nú, Bertil," sagði pabbi fjörlega, þú hef- ur svo stórt herbergi, að þú getur vel gefið okkur eitthvert snarl að borða. Eg 4 eina flösku i ferðatösk- unni minni og ég veit að þú átt brauð og smjör. Eg er viss um að lífið yrði svolítið skemmtilegra, ekki satt?" Pimm mímitum síðar þeystist hóp- ur inn í litla innganginn okkar. Framhald á bls. 14. VLva& á ég að. gera? Framhald af bls. 10. svartar þunnar peysur, stuttir, þröng- ir jakkar með plíseruðum pilsum, þannig lítur klæðnaðurinn minn út. Eg gæti mín, að nota ekki herra- dragtir, sem gera mig eldri, lághæla skó, sem láta mig lita út eins og barn eða stutt pils. Ég get aftur á móti klæðzt plíseruðu pilsum, sem eru svo mikið notuð um þessar mund- ir, og ef ég fer út til að dansa, fer og í víða, létta og litrika kjóla. Skærir litir og langar rendur stækka mig og vekja athygli á því að ég er til, því án þeirra liti ég út eins og litil stúlka, og ég vil láta taka mig alvar- lega. Þó mig langi alltaf til að vera berhöfðuð, á ég nokkra háa strá- hatta, sem eru mjög fallegir." Stúdentar éiga ekki að, gif ta. sig. Framhald af bls. 4. Félagar minir störðu undrandi á Evu og mig, og ég varð að gretta mig hræðilega, til að fá þá til að þegja. En sá sem ekki gat þagað var pabbi. „Svo þetta er ungfrú Eva," sagði hann glaðlega. „Sonur minn hefur talað svo mikið' um yður, aS mér finnst við vera gamlir kunn- ingjar." „Nei, hefur hann gert það?" sagði Eva daðurslega. „Og Bertil hefur líka talað svo mikið um pabba sinn við mig, að mér finnst við næstum vera i sömu fjölskyldunni. Má ég kalla þig frænda?" „Frænda? Ekki til að tala um. Þú átt að kalla mig Emil, því það heiti ég. Ertu ekki sammála, Eva Htla?" ,,Jú, þakka þér fyrir, kæri Emil," sagði Eva og brosti himinglöð. M53 SSS--^- ¦ R;y; '«= "f^'-hiv f--.n ;¦- <¦¦ ý J3>~ir*?-f Nei, ungfrú. Ekki þessi náttföt, ég gæti aldrei sofið í þeim.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.