Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 20, 1952 Stúdentar eiga ekki að gifta sig Framhald af bls'. 13. „Nei, hvað hér er notalegt," sagði Eva og leit í kringum sig., ,,En hvað allt er hreint og snyrti- legt. — Ef við ekki vissum að svo er ekki, mund- um við gruna, að kvenmanns-hendur væru með í leiknum." Hún forðaði sér undan olnbogaskotinu, sem ég gaf henni bak við pabba og hljóp hlæjandi fram í eldhúsið. Brátt gerði pabbi sér erindi fram og ég heyrði þau tala saman og hlæja dátt bak við lokaða hurðina. Ég sat eins og á nálum. öllum gestunum fannst, að þetta hefði yerið óvenjulega skemmtilegur endir á óvenjulega skemmtilegu kvöldi, þegar þeir kvöddu um þrjú leytið. Eva ein þakkaði hvorki fyrir sig né fór. Hún lét fara vel um sig á legubekknum og daðraði skammarlega við vesalings pabba. Og gamli maðurinn var auðvitað í sjöunda himni. „Svona stúlku vildi ég einmitt fá fyrir tengda- dóttur," sagði hann og skálaði við mig. „Það sé ég," svaraði ég skapillur. „Er ekki komínn tími til að þrjátiu ára stúdentinn fari í rúmið? Klukkan er að verða fjögur." „Alls ekki," sagði Eva. „Fyrst ætla ég að kenna Emil að dansa samba." Það var þýðingarlaust að mótmæla og stuttu seinna dönsuðu Eva og pabbi samba, svo gólfið hristist. , Þegar pabbi gekk fram' í anddyrið, til að sækja meira vín í ferðatöskuna sína, bauð ég Evu upp í dans. Ég kleip hana fast til að hefna mín og muldraði reiður: „Þú skalt sjá eftir þessu. Ég hafði alls ekki búizt við þessu af þér." „Er það satt. Það á nú samt eftir að versna, elskan mín." Eg skildi hvað hún átti við, þegar pabbi kom inn með Ijósbláan náttkjól i hendinni. „Hvað er þetta, þorparinn þinn?" spurði hann. „Þetta lítur út eins og náttkjóll — en hvern- ig . . ." „Einmitt það, og hvers vegna er slíkur klæðn- aður í íbúðinni þinni?" „En, elsku pabbi, ég skil alls ekki . . ." „Svo þú skilur það ekki. En pabbi þinn er ekki svo heimskur, að hann skilji það ekki. Að þú skulir ekki skammast þín, Bertil, að leika svona á pabba þinn. Svo þú hefur ekki skipt þér af ungu stúlkunum hér í Uppsölum. Þú situr alltaf heima og lest, er það ekki? Ég mátti svosem vita hvernig nám það er, sem þú stundar. En það versta er, að þú skulir dirfast að bjóða elskulegri stúlku, einsl og ungfrú Evu, inn í þetta lastabæli." „Já, það má nú segja, það finnst mér reglu- lega gremjulegt," endurtók Eva. „Égr ætla ¦— ég ætla að fara heinunúna. Ég vil ekki vera hér lengur." Mig langaði heldur ekki til að vera kyrr. Þetta var ekki réttur tími til útskýringa, það gerði ég mér grein fyrir. Og áður en ég gat opnað munninn, hafði Eva kysst pabba lauslega á kinn- ina og var horfin út um dyrnar. Þegar ég hafði hert upp hugann til að tala við pabba, bandaði hann frá sér: „Nei, engar útskýringar núna, klukkan er orðin of margt. Við tölum saman á morgun. Þú átt eftir að sjá eftir þessu." Sunnudagsmorgun. Þurr háls, vont skap, hræðileg óregla í íbúðinni, engin Eva, og eng- inn kátur snáði. Aðeins pabbi — og hann bylti sér í rúminu eins og hvalur og sendi mér öðru hvoru ógnandi augnaráð. Mér heppnaðist einhvernveginn að taka svolítið til í íbúðinni og tina saman eitthvað í morgun- verðinn. „Ég fer með lestinni klukkan hálf þrjú," til- kynnti pabbi skyndilega, „það gleður þig vafa- laust." „Elsku pabbi, ég verð að segja þér nokkuð . . ." Nú hringdi bjallan. Mig grunaði, að það væri Eva, sem væri komin aftur til að flækja málið og ég flýtti mér að opna hurðina. Þarna stóð lagleg 623. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. fugl. — 6. spillum. — 9. grandi. — 10. op. — 11. líkamshluti. — 13. á byssu. — 15. sterkar. — 17. óhreinka. — 18. ökumann. — 20. sjómað- ur. '— 24. semur. — 25. gjafir. — 27. eldhús- áhald. — 29. festa sam- an. — 31. ráða. — 32. kvenmannsnafn. — 33. kát. — 35. gróðri. — 37. hryggir. — 40. rekald. — 41. sterk. — 43. beitu. — 46. erfiðleikar. — 48. peninga. — 49. eldsneyti. — 50. líkamshluti. — 51. fjár. — 52. á litinn. Lóðrétt skýring: 1. brunninn. — 2. mat- urinn. — 3. mynt. —¦ 4. tanga. — 5^ dvelja. — 6. gengur. — 7. vindur. — 8. litskrúðuga. — 12. gusir. — 14. logsuða. — 16. skammi. — 19. ílát. — 21. heiðurinn. — 22. skammtað. — 23: knýja. kró. — 29. tónverk. — 30. reitur. — 34. missir. —¦ 36 — 26. gagn. — 28. útlim. — 31. gróður- bera skraut. — 38. skák. — 39. hestsnafn. — 42. ana. — 44. eldur. — 45. kvikmyndaleikari. — 47. grýtt land. Lausn á 622. krossgátu Vikunnar. L,árétt: 1. sr. — 3. aftökupallur. — 13. kúa. — 15. rexa. — 16. eina. — 17. annríki. — 18. sak- aði. — 20. run. — 21. neina. — 24. Esta. — 27. angráður. — 29. aðspurt. — 31. nam. —¦ 32. Una. — 33. sinnugur. — 35. grip. — 36. ss. — 38. N.D. — 39. sæg. — 40. S.A. — 41. ra. — 42. safn. — 44. skrukkur. — 47. ófu. — 48. þau. — 49. reyfari. — 50. tilbekni. — 52. anis. —i 53. kannt. — 55. tin. — 57. aflimi. — 59. aug- liti. — 61. fræi. — 62. munr. — 63. run. — 64. firnalengdin. — 65. rg. Lóðrétt: 1. skarlatsótt. — 2. Rúnu. — 4. frí- stund. — 5. tek. — 6. öxin. — 7. K.A. — 8. prangar. — 9. Lea. — 10. liðaður. — 11. Uni. —¦ 12. Ra. — 14. anness. — 18. sinnugur. — 19. karm. — 22. ea. — 23. kraparigning. — 25. spinn. — 26. arn. — 28. unir. — 30. tuskunni. — 34. gær. — 35. gaufi. — 37. safi. — 40. skynugri. — 43. fullfær. — 44. sakamál. — 45. KEA. — 46. rastir. — 48. þeki. — 51. in. — 54. taug. — 56. itur. — 57. Ari. — 58. lin. — 60. und. — 61. ff. — 62. mn. kona í loðkápu, ákveðin á svipinn. Hún hélt á Lilla, sem skellihló. „Pa-pa, pa-pa, pa-pa . . ." „Hvað á þetta að þýða," sagði ég og deplaði augunum framan í Lilla sem hló enn meira. „Þér verðið að afsaka, en ég get ekki haft barnið lengur," sagði konan, „ég er boðin út." Rétt í þessu staulaðist pabbi fram og hárið á honum stóð beint út í loftið. „Hvað gengur eig- inlega á hér?" hrópaði hann. „Hver á þetta barn?" „Ungi maðurinn á það," svaraði konan styggi- lega. „Barninu er öðru hvoru komið fyrir hjá mér, þegar ..." „Att þú.þetta barn, Bertil?" rödd hans hljóm- aði eins og lúðurinn á dómsdegi. „Já, pabbi, ég . . ." „Nú, jæja, látið mig hafa barnið. Hér er borg- unin fyrir ómakið." Hreykin stakk konan nokkrum seðlum niður í töskuna sína og fór. Ég gekk inn í stofuna með pabba og Lilla á hælunum á mér. Svo gafst ég upp og útskýrði allt, þ. e. a. s. í ákafanum gleymdi ég að taka það fram, að Eva væri eiginkona mín. Hún tók reyndar sjálf að sér þá hlið málsins. Hún stóð allt í einu á miðju gólfi, eins og friðarengill, ef hægt er að hugsa sér friðarengil með lokk fram á ennið, í sið- buxum, og með fallegasta munn í heimi. „Það var ég, sem freistaði hans með eplinu," sagði hún og horfði einarðlega á pabba. „En það er ekki mér að kenna, að hjúskap okkar hefur verið haldið leyndum — það vona ég að þú skiljir af því þú ert svo skilningsgóður og félagslyndur, eins og ég hefi nú sýnt Bertil fram á." Pabbi hélt enn á Lilla og horfði á okkur á víxl. Hann reyndi að vera byrstur, en augna- krókarnir hlýddu ekki. „Svo við dönsuðum samba," muldraði hann, „til að grafa undan reglum tengdapabba, er það ekki? Ef til vill hafði ég gott af því. Til hvers var ég lika að létta mér upp?" „Þetta máttu ekki segja, Emil," sagði Eva elskulega. „Það var reglulega skemmtilegt, með- an það stóð yfir. Og ef ég hefði ekki hitt Bertil á undan þér . . ." „Þakka þér fyrir stúlka min, það er fallega sagt," tautaði pabbi. „Ég verð að fyrirgefa ykkur, þó ekki væri nema vegna drengsins. Da-da hvað heitir litli maðurinn?" Eva brosti og ætlaði að fara að svara, þegar ég stöðvaði hana. Ég sá að varir hennar mynduðu orðið Emil, en það fannst mér of langt gengið, svo ég lokaði þeim á þann eina hátt sem hægt er. Yfir öxlina á henni sá ég, að pabbi lék sér að ávextinum af hjónabandi stúdentsins. Svar við mannlýsingarspurningu á bls. 4: Ormur Stórólfsson. I Orms þætti Stór- ólfssonar. Hann heitir Regnbogabrúin og er í Útaríki. H. C. Andersen. Eldur undir potti. Lung er skip, en lungur er hestur, og; lungi er kjarni, t. d. lunginn úr heyinu. Rót, stöngull og blað. 20. apríl 1950. Magellan. Hún er töluð af einni milljón manna i Wales. 1707. 1 Miðafríku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.