Vikan


Vikan - 29.05.1952, Qupperneq 2

Vikan - 29.05.1952, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 21, 1952, Leikrit sýnd á vegum Bandalags íslenzkra íeikfélaga PÓSTURINN * Kæra Vika! Nú læt ég loksins verða af því að skrifa þér í von um að fá svar. Geturðu ekki sagt mér eitthvað um Elisabeth Taylor. Hvað er hún göm- ul og er hún gift? Með beztu kveðjum. Dóra og Gunna. Svar: Elisabeth Taylor er fædd i London 27. febrúar 1932 og er þvi liðlega tvitug. Hún byrjaði frægðar- feril sinn ung, því þegar hún var þriggja ára gömul dansaði hún í veizlu sem haldin var fyrir ensku prinsessurnar. 7 ára gömul fluttist hún með foreldr- um sínum tii Bandaríkjanna. Þar sá kvik- myndastjóri nokk- ur litlu stúlkuna og hún hefur síðan leikið í fjölda kvikmynda t. d. myndunum um Lassie, fallega, trygga hundinn. Elisabeth er bláeyg og hefur brúnt fallegt hár. Já, þó Elisabeth Taylor sé ekki nema tvítug er hún tvígift. Hún giftist enska kvikmyndaleikaranum Michael Wilding fyrir nokkrum vik- um í Lundúnum og höfðu Lundúna- i)löðin gaman af því að birta smá- viðtöl og skrítlur um hana. T. d. átti brúðkaupið að fara fram nokkrum klukkutímum eftir að brúðurin kom til Englands með flugvél, en þá kom babb í bátinn, því að hún hafði gleymt að taka með sér nokkur vott- orð um að hún væri skilin við fyrri mann sinn. 1 einu viðtali lýsti hún því yfir að giftingarhringir væru of dýrir í Englandi og þess vegna hefði hún sjálf tekið með sér hring frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alla erfið- leika er hún nú harðgift hinum fræga enska leikara, sem er tuttugu árum eidri en hún. Svar til einnar 17 ára. 1. Henry Wadsworth Longfellow var einn af vinsælustu ljóðskáldum Bandarikjanna. Hann er fæddur í Portland, Maine, 27. febrúar 1807. Eftir stúdentspróf var hann ýmist háskólakennari heima eða í Harvard. Á einni af þessum ferðum hans dó fyrri kona hans. Hann kvæntist aftur í Sviss 1843, Elísabetu Appeleton. Frá 1836 kenndi hann óslitið i 18 ár við Harvard-háskóla og gerði á því tímabili beztu kvæði sín. Árið 1861 varð hann fyrir annarri mikilli sorg, þegar kviknaði í sum- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■j Tímaritið SAMTÍÐIN ■ ■ Flytur snjallar sögur, fróðlegar I greinar, bráðsmellnar skopsögur, S iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. : 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. : Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75. : arkjól konu hans og varð það dauða- slys. Þegar Longfellow loks náði sér eftir þetta áfall, þýddi hann Divinia Comedia eftir Dante. Hann dó í Cambridge 24. marz 1882. Kæra Vika. Viltu svara eftirfarandi: 1. Hvaða litir fara mér bezt? Ég er há og grönn með blágrá augu, skolleitt hár? 2. Ég er 166 cm. há, hvað á ég að vera þung? Er ég of há? 3. Hvað á ég að gera til að fá hvítar hendur ? 4. Ég er alltaf með bólur á and- litinu, hvernig á ég að ná þeim af? Ég vona að þú svarir þessu nú, Vika mín. Þín Hollý. Svar til Hollýar: 1. Þú ættir að klæðast grænum eða bláum litum. Fjólublátt, rauð- fjólublátt og gulrautt eru líka ágæt- ir litir fyrir þig. 2. 61.44 kg. er rétt þyngd fyrir þig. Þú ert ekkert of há. 3. Farðu aldrei út hanzkalaus, skolaðu sápuna vel af höndunum þegar þú þværð þær og þurrkaðu þær vel. Berðu handáburð á þær á kvöld- in og nuddaðu honum vel inn í hör- undið. 4. Það er ekkert óeðlilegt þó þú hafir bólur á andlitinu. Þær hverfa af sjálfu sér eftir nokkurn tíma. Gættu þess aðeins að kreista þær ekki, svo ekki komi ör. BÍÍÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Einar Gíslason (við stúlkur 17—22 ára, mynd fylgi), Höfn, Hornafirði. Þorgeir Kristjánsson (við stúlkui' 16 —20 ára, mynd fylgi), Höfn, Hornafirði. Svafa Gunnarsdóttir (við pilta 15— 18 ára, mynd fylgi), Höfn, Horna- firði. Ása Þóra Núpan (við pilta 17—20 ára), Höfn, Hornafirði. Norge — ísland í Noregi, innan- lands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrif- ið eftir upplýsingum. BR.fFAKlOBBURlNN DIANDIA Reykjavík 4‘ ■•■■II*UIIIII1MIIIIIMIIIIMIIIIIMMIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIHM*II"'>V Snemma í maímánuði var efnt til réttnefndrar leikviku hér í Reykja- vík. Það var Bandalag íslenzkra leikfélaga sem beitti sér fyrir því að leikfélög úr nágrenni bæjarins héldu þangað með leikrit sín, og fengu þar með færi á að sýna í Iðnó, hvaða töggur væri í þeim. Þetta var r.okkurs konar liðskönnun. Og tveir eru kostir þeirrar liðskönnunar. I fyrsta lagi öðlast áhorfendur hér nána vissu um hvað er að gerast i ieikmálum utan höfuðstaðarins, og ef til vill geta þeir eygt einhvern meðal óvaninganna, sem ætti skilið meiri frama.. 1 öðru lagi hlýtur þetta verða leikfélögunum sjálfum til örv- unar, þau hljóta finna um leið til styrks síns eða vanmáttar, og eiga sökum þess hægara með að beina starfi sínu inn á réttar brautir í framtíðinni. En þessar leiksýningar vekja ýmsar umþenkingar, og þær um- þenkingar leiða til nokkurra von- brigða. Og vonbrigðin spretta af því að hér virðist ekki unnið að með hinu rétta hugarfari; því að ég held ekki sé hægt að meta leik þessa fólks á annan hátt en þann að vega þá al- vöru og alúð, sem þeir leggja í leik- inn, og þá gleði, sem þeir sjálfir (og áhorfendurnir) öðlazt í leiknum. Það er varla leyfilegt að bera að leik þeirra sama mælikvarða og leik þjálfaðra leikara, sem notið hafa menntunar í þessari grein, jafnvel þó að samvizkan bjóði okkur svo að gera. Leiklistinni er hér beitt sem alþýðulegu þroska- og skemmtunar- tæki. Því ekki hafa það í huga? Ef það telst ekki rétt, er ekki annað að gera fyrir gagnrýninn en leggja nið- ur rófuna og laumast burt. Og að loknum þessum hugleiðing- um til skýringar sjónarmiðinu hlýtur það að játast, að Leikfélag Hver- gerðinga hafði hið rétta hugarfar. Það sýndi erfitt leikrit, Á útleið, nán- ast sorgarleik, og öll meðferð þeirra stóð hinum framar: hún var hnökra- litil, þó ekki næði hún æskilegri hæð, en ég held, að allir hafi fundið, að þetta fólk lagði sig í líma. Indriði Waage stjórnaði leikritinu og eiga Hvergerðingar áreiðanlega stóra hönk upp í hans bak fyrir prýðilega tilsögn. Borgnesingar gengu einnig heilhuga til leiks í Ævintýri á gönguför uncjir stjórn Gunnars Eyjólfssonar, sumir þeirra höfðu þokkalega söngrödd, og þeir fluttu leikritið af gleði. Ennfremur leikur Leikfélag Hafnfirðinga Allrasálna- messu undir stjórn Einars Pálsson- ar mjög þokkalega, með þeim gest- lék líka æfður leikari, Þorgrímur Einarsson, svo að dálítið svindl var í spilinu, en það er bara saklaust svindl. Þó ber enn nú enn að víta þessa leikfélaga fyrir slælega kunn- áttu í textanum: þessi sýning var einnig hnökrameiri en tvær hinar fyrrnefndu, en leikstjóranum tókst sem betur fór að ná nokkuð af vo- veifleikanum, sem einkennir leikritið og mun hann í því efni hafa notið góðs styrks Lothars Grunds tjalda- málara. En svo kastaði tólftunum, þegar Leikfélag Akranesinga tildr- aðist upp á sviðið með Bogabúð: það var engu líkara en verið væri að sýna óæfðan leik, meira að segja stóð einn leikendanna svo kyrfilega á gati, að hann kunni ekki nema hósta og sveifla staf sínum. Gekk svo góða stund. I hléinu á eftir kom leikstjór- inn fram fyrir tjaldið og bað afsök- unar, sagði leikandann, sem leika átti, forfallaðan og annan hafa orðið að hlaupa í skarðið vitaóundirbúinn. Svoleiðis afsökun er sem betur fer ekki til. Annar leikandi var þarna Bístamandi, auðheyrilega fyrir van- kunnáttu sakir. Getur Leikfélag Akranesinga ekki fundið neinn lak- ari stað en Iðnó til að gera gabb að fólki ? Leikstjóri var Sveinbjörn Jónsson. Síðasta leikritið sýnt á veg- um Bandalagsins var svo aftur Allrasálnamessa, nú í meðferð Sel- fycsinga. Þeim stjórnaði einnig Sveinbjörn Jónsson. Þetta er fyrsta leikrit félagsins og er rétt að láta það njóta málsháttarins: enginn er smiður i fyrsta sinn, en leiktjöldin hjá þeim voru ákaflega slæm, og allt skipulag á sviðinu. Þessi leikfélög þurfa að aga sig mikið, áður en þau sýna aftur í Iðnó. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi Allrasálnamessu undir stjórn Einars Páls- sonar. Þorgrímur Einarsson leikari, héðan úr Reykjavík, gestlék með þeim aðalhlutverk. Hér sjást Auður Guðmundsdóttir, Hulda Runólfsdóttir og Þorgrímur Einarsson. IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.