Vikan


Vikan - 29.05.1952, Qupperneq 6

Vikan - 29.05.1952, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 21, 1952 ógjarna komast í vandraeði út af erlendum aðals- mönnum. Það eru alvarlegir hlutir; gætu valdið milliríkjadeilum . . .“ Hann þagnaði, því Konkvest hvarf hlæjandi út úr dyrunum. „Þetta er allt gott og græskulaust gaman, Fía,“ tautaði Vígreifi ofurhuginn. „Ekkert er skemmti- legra en að fá Bill Williams eitthvað til að brjóta heilann um.“ „Þú gætir hæglega leikið þann leik einu sinni of oft, drengur minn,“ sagði kona hans í aðvör- unartón. „Var ekki hættulegt að gefa honum þessa bendingu um von Haupt barón? Ef eitt- hvað merkilegt kemur fyrir í sambandi við hann þá veit hann strax að þú ert potturinn og pann- an.“ „Einmitt það sem ég óska, elskan mín,“ sagði Konkvest hlæjandi. „Ef til vill þarfnast ég hjálp- ar Bills og aðstoðar, — hann er mesta hjálpar- hella ef í nauðir rekur, þótt hann sé lögreglu- maður — og hjálp hans gæti verið mikilvæg I vissum atriðum fyrirætlunar minnar. Jæja, við skulum fara og finna Bobby litlu . . . Ég sting upp á að við tökum hana með okkur til Con- quest Court og látum hana dvelja hjá okkur í nokkra daga — nema, þú sért ennþá ofnæm fyrir ljósa hárinu." Áður en þau komust að dyrunum á svefnher- bergi Bobby, heyrðu þau einhverja háreysti fram- an til á ganginum. Ungur maður, óhreinn og másandi, sem auðsjáanlega var mikið niðri fyrir, var þar kominn — Roy Gillespie í eigin persónu. „Hvar er hún?“ kallaði hann og hljóp til þeirra. „Hæ, rólegur. Hver eruð þér.“ Konkvest greip um handlegg unga mannsins. „Ætli ég viti það annars ekki. Takið þessu rólega, lagsmaður. Bobby litlu líður ágætlega . . .“ „Þeir voru að segja mér fréttirnar niðri,“ hélt Gillispie áfram, með andköfum. „Bölvaðir þorsk- hausarnir! Að láta sér detta í hug að Bobby hefði framið morðið! Ég hafði ekki hugmynd um neitt — það hefur verið mikið um búðagluggabrot og gripdeildir í þokunni í kvöld, og bölvaður ritstjór- inn lét mig vera á þönum af þeim sökum. . . . Er það satt, að ekkert sé að henni? Þeir sögðu þá ótrúlegu fregn, að Cardew læknir hefði verið handtekinn í sambandi við morðið. Eruð þér einn af mönnum Scotland Yard?“ „Nei. Ég heiti Konkvest . . .“ „Hvaða asni get ég verið!“ sagði ungi blaða- maðurinn og horfði á Norman af áhuga og for- vitni. „Lögregluþjónninn niðri sagði mér að það hefði verið þér, sem handtókuð Cardew. Jæja, hver skollinn! Norman Konkvest, ha? Og frú Konkvest! Mig hefur langað afarmikið til að hitta ykkur i langan tíma. Það var leiðinlegt, að ég skyldi hitta ykkur einmitt þegar ég er í öng- um mínum út af Bobby.“ „Engin þörf á kvíða lengur, kunningi — við erum einmitt á leiðinni til hennar,“ sagði Nor- man. „Þér skulið bara fylgjast með okkur. Þér megið treysta orðum mínum í því, að stúlkan yðar er hejl á húfi.“ Gillespie læddist á tánum inn i svefnherbergið og hélt fyrst að Konkvest hefði verið að undir- búa sig undir slæmar fréttir með orðum sínum um að Bobby liði vel, því stúlkan lá í rúminu og virtist vera meðvitundarlaus. Frú Beeding sat við rúmið. Engar fregnir af atvikum þeim er breytt höfðu öllu viðhorfði morðmálsins, höfðu borizt inn til þeirra. ,,Það er til einskis, herra minn. Þér getið ekki talað við hana núna,“ hvíslaði kona dyravarðar- ins. „Auminginn, þetta hefur verið mikið áfall fyrir hana.“ „Þér sögðuð, að ekkert amaði að henni," taut- aði Gillespie angistarfullur. „Bobby! Þetta er ég — Roy.“ Augnalok stúlkunnar titruðu aðeins. „Stökktu upp, stelpukjáni, — þarflaust að halda áfram skollaleikum," sagði Konkvest og beygði sig yfir rúmið. „Við erum búnir að hafa upp á morðingjanum og þú ert hreinsuð af öllum grun.“ Bobby settist upprétt í rúminu, svo snögglega, að frú Beeding varð dauðskelkuð. Hún var í öll- um fötum og hafði aðeins hvílst undir sænginni. Hún stökk fram á gólfið, og var í næsta stökki komin í faðm Gillispies. „Mér er næst að halda, Fía mín, að okkur sé ekki lengur þörf hér,“ tautaði Konkvest. IX. KAPlTULI. Lávarðurinn skipár fyrir. Um mánuði eftir að atburðir þeir gerðust, sem sagt hefur verið frá hér að framan, var Joy á gangi niður Piccadilly. Það var mesta heppni að þessi gönguför hennar endaði ekki í sjúkrahúsi, og það var aðeins fimi hennar og snarræði að þakka að svo fór ekki. Þótt komið væri fram yfir dagmál, vildi svo til í þetta sinn, að gatan var að mestu auð á þeim stað sem þetta gerðist og Joy gekk áhyggju- laus þvert yfir götuna. Þá sér hún allt í einu út undan sér bifreið renna sér í boga á fleygiferð og stefna beint á sig. Þetta var afarskrautlegur og rennilegur skemmtivagn . . . Hún stökk til baka upp á gangstéttina af miklu snarræði, en svo nærri lá árekstri, að hún fann bílinn strjúk- ast við sig, um leið og hún komst upp á stéttina. „Almáttugur!“ sagði hún másandi. Eftir ástæðum var þetta ekki of sterklega að orðið kveðið. En bíðum við. Hún var að jafna sig eftir skelkinn og hafði ekki ennþá sótt í sig veðrið til gagnáhlaups. Öllum stúlkum er mót- fallið að vera neyddar til að halda fimleikasýn- ingu á miðju Piccadilly og láta vegfarendur glápa á sig. Rennilega bifreiðin hafði stanzað rétt eftir að hún fór fram hjá Joy, og hún var ekki sein að átta sig á því, hvervegna bíllinn hafði sveigt upp að gangstéttinni og stanzað þarna. Skap hennar mýktist ekki við þá vit- neskju. Önnur bifreið af svipaðri gerð stóð upp við gangstéttina þarna rétt framundan; við stýrið á þeirri bifreið sat falleg stúlka í áberandi íburð- armiklum búningi. Það var þessi kona, sem hafði gefið manninum í hinum bílnum merkið, sem kom honum til að beygja upp að gangstétt- inni, þvert ofan í allar umferðarreglur og venj- ur. Án þess einu sinni að láta aftur, til að gæta að stúlkunni, sem hann var svo nærri búinn að Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Jón: Hver heldurðu að vinni á kappreiðunum á sunnudag- inn ? Jónatan; Manstu eftir fimm stafa orði, sem þýðir „mjög gott“ ? Jóhannes: Munduð þið fara á knattspyrnuleikinn eða á bió, ef þið væruð í mínum sporum? Ég verð að fara út með börnin. Kalli: Ég ætla í bílferð. Ég hefi þetta kort, en geturðu sagt mér hvaða leið ég á að fara? Pabbinn: Hlustið þið á mig. Ég er að reyna að vinna. Siggi: Hver heldurðu að verði kosinn ? Ég get ekki reiknað það út. 1. rödd: Hver heldurðu að vinni boxið í sjónvarpinu í kvöld? 2. rödd: Geturðu skipt 100 krónum? 3. rödd: Hvert er bezt að fara, ef maður ætlar að bjóða kunningja út að borða? 4. rödd: Heldurðu að það rigni á morg- un? Ég ætla með nesti upp í sveit, Pabbinn: Hvernig er hægt að festa hugann við vinnuna. Ég ætla heim til að Ijúka við þetta. Lilli: Pabbi, viltu sýna mér hvernig á að setja mótorbátinn í gang inni í baðherberginu.. Pabbinn: Ó, hamingjan hjálpi mér. Eldabuskan: Hvar léztu hamarinn? Og hvað viltu í mið- dagsmat.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.