Vikan


Vikan - 29.05.1952, Page 7

Vikan - 29.05.1952, Page 7
VIKAN, nr. 21, 1952 7 Konur íorsetanna Langlifi kvenna er sannað með út- reikningi tryggingarfélaganna. Þetta gildir fyrir allar stéttir þjóðfélagsins. 1 Englandi hafa tvær af þrem drottn- ingum — þær Elísabet ekkjudrottn- ing og Mary ekkjudrottning — lifað menn sína. Bandarikin eiga líka fjór- ar „æðstu konur“ — Frú Harry S. Truman, Frú F. D. Roosvelt, frú Calvin Coolidge og frú Woodrow Wilson. Þrjár hinar síðastnefndu lifa menn sína,, sem allir dóu fyrir mörg- um árum. Frú Calvin Coolidge er ekkja Cal- vin Coolidge forseta. En hann fæddist í Plymouth í Bandaríkjunum 1872. Hann hlaut menntun sína við Am- herst-háskóla og varð hæstaréttar- málaflutningsmaður árið 1897. Hann var borgarstjóri í Norhthamton, fylkisstjóri í Massachusetts og öðl- •aðist almennar vinsældir í lögreglu- verkfalli i Boston 1919. 1923 var ■Calvin Coolidge kosinn 30. forseti Bandarikjanna. Þrátt fyrir olíu- hneyksli og deilur við þingið, átti hann miklum vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar vegna fjármála- vits og hinna háu hugmynda sinna um ábyrgð fólksins. Aðalframkvæmd- irnar á stjórnartímabili hans voru lækkun ríkisskuldanna um % billion dollara á ári, endurskoðun fjárlag- anna og Parísarsamningurinn. Hann baðst undan endurkosningu 1928. Frú Woodrow Wilson er ekkja Thomas Woodrow Wilson, sem var 28. forseti Bandaríkjanna, og fædd- ist 28. des. 1856 í Staunton. Eftir að hann útskrifaðist úr Princeton- háskóla, stundaði hann nám í Virgi- niu og við John Hopkins-háskóla. Hann kvæntist fyrst Ellen Loise Axton og átti með henni þrjár dæt- ur. Hún dó 1914 og ári seinna gift- ist hann Edith Bolling Galt, sem lifir hann. 1910 sagði hann af sér forsetastöð- unni við Princeton-háskóla, en henni hafði hann þá gegnt í 8 ár og varð fylkisstjóri í New Jersey. 1912 varð hann forseti Bandaríkjanna og skip- aði Franklin D. Roosevelt aðstoðar- í'itara flotans. Hlutleysisstefna hans, eftir að stríðið brauzt út, aflaði hon- um svo mikilla óvinsælda, að hann var endurkosinn forseti 1916 með mjög litlum meirihluta. Þegar hann gerði sér grein fyrir því, að stríðið var óhjákvæmilegt, ákvað hann að hefjast handa af fullum krafti. Eftir það efidi hann herinn með þvi að losa hann við öll afskipti stjórnmála- manna og koma honum undir eina stjórn. 8. janúar 1918 lagði Wilson frarn uppkast að friðarsamningum í 14 greinum, sem áttu að tryggja varan- legan frið í heiminum. Eftir stríðið fór hann tvisvar til Evrópu og tók þátt í friðarsamningunum. Þegar hann kom úr seinni ferðinni, lagði hann af stað í langa ferð um Banda- ríkin, gegn vilja læknanna, til að vinna Þjóðabandalaginu fylgi, en hann var einn þeirra, sem fyrst unnu að stofnun þess. 1 þeirri ferð fékk hann taugaáfall, sem gerði hann örkumla til æfiloka, 3. febrúar 1924. Frú Truman er kona Harr.y S. Trumans-, sem varð 33. forseti Banda- rík.janna 12. april 1945, þegar Franklin D. Roosevelt dó nokkrum mánuðum eftir forsetakosningar. Fyrsta verkið sem beið hans var að ljúka síðari heimsstyrjöldinni. Hann veitti Franciskó-ráðstefnunni, sem haldin var til að stofna Sameinuðu þjóðirnar, fullan stuðning og opnaði sjálfur þá ráðstefnu með ræðu. Truman fæddist á bóndabæ í Montana 8. maí 1884 og stundaði nám þar. Hann barðist sem yfirfor- ingi í Frakklandi og þegar stríðinu lauk setti hann upp garnverzlun i borginni Kansas. 1919 giftist hann Bess Wallace og á með henni eina dóttur, Margréti. Trumam stundaði nám við lagahá- skóla 1923—1925 og varð eftir það dómari í Missouri í 10 ár. 1944 var hann kosinn varaforseti Bandaríkj- anna. Stefna Trumans í utanrikismálum miðast að stuðningi við þær þjóðir, sem styðja vestrænt lýðræði og bar- áttu gegn áhrifum kommúnista. Þessi stefna hefur bæði fylgi Repu- blikana og Demokrata. 1 innanlands- málum hefur hann þó ekki stuðning Republikana. 1948 var Truman endurkosinn Frú Calvin Coolidge Frú Woodrow Wilson forseti. Frú Roosevelt er kona Franklin Delano Roosevelt, 32. forseta Banda- ríkjanna, sem fæddist í Hyde Park í New York, 30. janúar 1882. Eftir að hafa lokið laganámi við Harvard- háskóla og Columbia-háskóla varð hann hæstaréttarlögmaður 25 ára gamall. 1905 kvæntist hann Eleanor Roose- velt, frænku sinni, sem alltaf hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, haldið ræður og skrifað í blöðin. Hún er nú einn af fulltrúum Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu Þjóðunum og á sæti í Mannréttindanefndinni. Roosevelt byrjaði afskipti sín af stjórnmálum 1910 og vann það ár óvæntan sigur í þingkosningum. 1 fyrri heimstyrjöldinni var hann að- stoðarritari í flotanum og 1920 var hann valinn frambjóðandi Demokrata til varaforsetastöðunnar. 1921 leit út fyrir að starfi hans væri lokið, þegar hann fékk lömunarveiki, en þrem árum seinna hóf hann aftur stjórnmálabaráttu sína. 1928, þegar Roosevelt var kosinn fylkisstjóri New York-rikis, barðist hann fyrir betri félagsmálalöggjöf en nokkurn tíma hafði þekkzt þar. 1932, þegar kreppan stóð sem hæst, var Roosevelt kosinn forseti. Eftir kosninguna hóf hann baráttu til að bæta fjárhaginn með stefnu, sem miðaði að því að auka kaupgetu þjóðarinnar með beinum og óbeinum fjárframlögum neytendanna. Á ár- unum fyrir heimstyrjöldina barðist hann á móti einræði með því að reyna að sameina lýðræðisríkin og koma á einangrun árásarríkja. Þjóðin sam- þykkti stefnu hans 1940, með því að kjósa hann forseta i þriðja sinn, en það er einsdæmi í sögu Bandaríkj- anna. Eftir árás Japana á Pearl Harbor og þátttöku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni, stjómaði Roosevelt baráttunni bæði á vígvöllunum og heima fyrir og lagði mikla áherzlu á samvinnu bandamanna. Hann tók þáft í ráðstefnum með æðstu mönn- um bandalagsríkjanna. Eftir Yalta- ráðstefnuna í Suður-Rússlandi, var Roosevelt, sem hafði verið kosinn for- seti í fjórða sinn, við mjög slæma heilsu. 12. apríl 1945 dó hann af blóðmissi. Frú Truman F'rú Roosevelt TILK YNNING um lóðahreinsun Samkvæmt 10. og 11. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Lóðaeigendur eru hér með áminntir um að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyrir 2. júní n. k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseigenda. Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, sími 3210. / Reykjavík, 15. maí 1952. J Heilbrigðisnefnd.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.