Vikan


Vikan - 12.06.1952, Qupperneq 2

Vikan - 12.06.1952, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 23, 1952; PÓSTURINN ■ Clark Gable er fæddur 1. febrúar 1901. Hann vann fyrst allskonar vinnu við leikhúsin og- jafnvel farinn að leika á sviði áð- ur en hann komst að kvikmyndunum 1930. Hann, varð brátt einn vinsæl- asti kvikmynda- leikari heimsins og hefur haldið þeim vinsældum síðan, þó hann hyrfi af sjónar- sviðinu öll stríðs- árin, meðan hann var herforingi í flugliðinu. Hann hefur skapað marg- ar sérkennilegar og vel mótaðar manngerðir í kvikmyndunum og leik- ur hans er alltaf ferskur og djarfur, hvort sem um er að ræða létt grín- hlutverk eða hlutverk alvarlegs eðlis. Clark er 6 fet og 1 þumlungur á hæð, hefur brúnt hár og ljósgrá augu. Hann er nýskilinn við aðra konu sína (sú fyrsta, Carol Lombart, fórst í flugslysi) og hefur lýst því vfir við blaðamenn, að hann sé ekki ákveðinn í að lifa einlífi það sem eftir er æfinnar. Hann vinnur nú að nýrri kvikmynd í Prakklandi. Flestir hér á landi muna sjálfsagt bezt eftir honum sem Ret Butler í myndinni ,,Á hverfanda hveli",, sem hefur verið sýnd hér við og við. Af öðrum myndum má nefna San Pran- cisco, Stormy Wether, The Impostor of Moontide. Kæra Vika! Viltu*gjöra svo vel að segja mér hvar trúboðsskólinn er hér á landi og hvað heitir forstöðumaður skól- ans. Hvað er gjaldið hátt fyrir að vera þar. H. J. K. Svar: Það er enginn trúboðsskóli hér á landi, en það er til trúboðs- félag. Islenzkir trúboðar hafa flestir stundað nám í Noregi. Kæra Vika! Geturðu frætt mig um það hvers vegna fullorðið fólk virðist aldrei geta lært að opna sígarettupakka rétt: Það á að rifa helminginn af öðrum endanum en ekki alveg annan endann af, svo að sígaretturnar detta út eða velta hver um aðra. Ég hef veitt því athygli, að foreldrar mínir og kunn- ingjar þeirra fara svona að. Dóra. Svar: Þú leysir vandamálið um að opna sígarettupakka alveg rétt. Ef til vill hugsar fullorðið fólk ekki svo mikið um svona smámuni og þarf Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögnr, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. heldur ekki sýna öðrum, að það kunni að opna sígarettupakka. Þú hefur líklega lært hvernig þessir pakkar eru opnaðir af amerísku kvik- myndunum því þar er sigarettunum pakkað í slíkar umbúðir. Eldra fólk- ið hefur aftur á móti vanizt pökkum, sem ekki þarf að rífa upp. Halló Vika! Þakka þér innilega allt skemmti- legt, sem þú hefur birt mér og öðr- um til ánægju, sérstaklega fram- haldssögurnar þínar. Ég er hér með 5 spurningar sem ég bið þig að svara: 1. Ég er að verða fimmtán ára, 167 cm. á hæð, hvað á ég að vera þung. 2. Hvaða litir klæða mig bezt. Ég er skolhærð með græn augu. 3. Hvað þarf ég að hafa háa eink- unn til að komast í Menntaskólann. 4. Þarf ég að kunna mikið í reikn- ingi, ef ég ætla að fara i máladeild. 5. Hvernig er réttritunin, ég spyr ekki um skriftina þvi ég hefi fengið nógu miklar skammir fyrir hana. Þakka fyrirfram svörin. Ungfrú X. Svar: 1. Þú átt að vega 62 kg. — 2. Þú ættir að klæðast grámuðum og rauðum litum, svart og hvítt eru líka ágætir litir. ^uiiiiuiiiaiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiMiiiriiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii >, Norge — Island j I Noregi, innan- \ lands eða öðrum I löndum, getur hver i valið sér í gegnum Islandia, 1 bréfavin við sitt hæfi. Skrif- | ið eftir upplýsingum. 8 R. f FAKLÓBBURlNN IUANDIA| Reykjavík ‘ MIMUMMMMUMIIM"IIIMI"M,IIII""IM"„"„I„"„„MMII,*>* 3. Fyrsti og annar bekkur hafa verið felldir niður við Menntaskól- ann í Reykjavík. Ef þú ætlar í þann skóla, þarftu fyrst að taka landspróf. 4. Skólinn skiptist í deildir þegar komið er upp í fjórða bekk. Fyrstu þrjá bekkina er krafizt jafn mikillar reikningskunnáttu af öllum. 5. Bréfið er nokkuð rétt skrifað, en vonandi hefur þú ekki verið svo lengi í enskumælandi landi, að þú sért búin að gleyma íslenzku kveðjunni. „So long“ er ekki íslenzka. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Jakobína Jóhannsdóttir (við ungt fólk 11—13 ára), Grund, Saurbæ, Dalasýslu. Margrét Ragnarsdóttir (við ungt fólk 17—22 ára), Grund, Homafirði. Hanna Jónsdóttir (við ungt fólk 15 —18 ára), Akurnesi, Hornafirði. Ásdís Marteinsdóttir (við ungt fólk 14—18 ára), Ási, Hornafirði. Þórunn Árnadóttir (17—25 ára), Halldóra S. Árnadóttir (15—20 ára), Guðrún Árnadóttir (13—15 ára). Allar að Heiðarseli, Siðu, V,- Skaftafellssýslu, um Kbkl. Sigurbjörg Vigfúsdóttir (14—16 ára), Sigurrós Gunnarsdóttir (20—30 ára), Jón E. Gunnarsson (17—20 ára). öll að Borgarfelli, Skaftártungu, V.- Skaftafellssýslu. Jón Þorleifsson (við stúlkur 17—18 ára), Þorsteinn Gislason (við stúlkur 17— 25 ára), Steinþór Jóhannsson (við stúlkur 16 —25 ára), Arnar Sigurðsson (við stúlkur 16—17 ára), Egill Benediktsson (við stúlkur 18— 25 ára), Guðný Steingxímsdóttir (við pilta 18 —25 ára), Guðlaugur Guðjónsson (við pilta 18 —25 ára). Öll í Vegamannatjöld- um, Landbroti, V.-Skaftafellssýslu, um Kbkl. Sigga segir frá ... . . . auðvitað kemur mér það ekk- ert við, en ef við hugsum alltaf þannig, getum við aldrei talað um annað en veðrið. Auk þess var ég svo að segja vinkona fyrri konu Henriks, svo það er alls ekki óvið- eigandi, þó ég segi þér svolítið frá honum. Hann skildi Dóru, fyrri kon- una sína, alltaf eftir eina heima, þeg- ar hann fór út og það var reglulega illa gert af honum, því hún var fal- leg og elskuleg og ekki nærri eins einkennileg og seinni konan hans. Ég ætla ekki að tala illa um hana, en svipurinn á henni er þannig, að ég slæ henni gullhamra ef ég segi að hann sé frekjulegur. Auk þess dreg- ur Henrik, sem þú veizt að vill fara út einn, hana alltaf með sér í Íeik- húsið og í veitingahús. Þetta er ein- mitt það sem ég ætlaði að tala um. Hvar heldurðu að fiskur liggi undir steini ? Mig grunar hvernig í því liggur, en það er auðvitað aðeins ágizkun, mig grunar að hér sé um eina einustu ástæðu að ræða — hann gerir það til að losna við að kyssa hana áður en hann fer. ^LllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIII||i||,i„|l|l|flllllliMillllMllllillllll|l|i|lM|,|MIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIM"l""""|"llll"l"l||lll"""|""""l"llllllll|ll|||||l|||||l|||||ll POLYAC Enska plastmálningin er komin Hún er auðveld í notkun, þekur vel og þornar fljótt. Margir litir. — Pantanir óskast sóttar strax. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 3184. iiiii .................................................................................................................................................................»»»*............................................. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.