Vikan


Vikan - 12.06.1952, Page 3

Vikan - 12.06.1952, Page 3
VIKAN, nr. 23, 1952 3 FORSETAEFNIN (Sjá forsíðu). ASGEIR ASGEIRSSON Ásgeir Ásgeirsson er fæddur 13. maí 1894 i Kóranesi á Mýrum vestra. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson, kaupmaður þar, Felixsonar Vestfjarðapóst og Jensina Björg Matthiasdóttir, trésmiðs í Reykjavík, Markússonar. • Ásgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1912 og kandidat í guðfræði við Háskóla Islands 1915. Á skólaárunum stundaði hann verkamanna- og kaupavinnu. 1916—17 stundaði Ásgeir framhaldsnám i guðfræði og heimspeki við háskólana í Kaupmannahöfn og TJppsölum. Biskupsskrifari var hann 1915—16 og hankaritari i Landsbankanum 1917—18. Kennari við Kennaraskólann 1918—27. Fræðslumálastjóri 1926—31 og aftur 1934—38. Ásgeir var fjármála- ráðherra frá 1931—34 og jafnframt forsætisráð- herra frá 1932—34. Hann var skipaður banka- stjóri við Útvegsbanka Islands 1938 og hefir verið það síðan. Ásgeir Ásgeirsson var kosinn alþingismaður iyrir Vestur-lsafjarðarsýslu árið 1923 og hefir jafnan verið endurkosinn siðan. Hann var forseti Sameinaðs Alþingis Alþingishátiðarárið 1930. Hann sat í milliþinganefndum í bankamálum 1925—26 og 1936—37. Formaður gengis- og gjald- eyrisnefndar 1927-—35. 1 utanríkismálanefnd, aðalmaður eða varamaður 1928—31 og 1938 og siðan. 1 viðskiftasamninganefnd við Bandarikin 1941. 1 samninganefnd utanrikisviðskifta 1942 og síðan. Fulltrúi Islands á fjármálafundi í Bretton Woods 1944. 1 stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1946. Sat á aðalfundi Hinna Sameinuðu Þjóða í New York 1947 og París 1948. Ásgeir átti sæti í undirbúningsnefnd Alþingishátíðar- nefndar 1926—30 og undirbúningsnefnd Lýðveld- ishátíðar 1943—44. Ásgeir hefir verið formaður stjórnar Stúdentagarðanna frá 1937. Ásgeir Ásgeirsson er kvæntur Dóru Þórhalls- dóttur, biskups, Bjarnasonar í Laufási i Reykja- vík. Þeirra börn eru: 1. Þórhallur, skrifstofustjóri i Viðskiftaráðuneytinu, kvæntur Lilly Knudsen, af norsk-ameriskum ættum. 2. Vala, gift Gunnari Thoroddsen, alþingismanni og borgarstjóra í Reykjavík. 3. Björg, gift Páli Ásgeiri Tryggva- syni, fulltrúa í Utanríkisráðuneytinu og formanni Stúdentafélags Reykjavíkur. BJARNI JÓNSSON Bjarni Jónsson er fæddur 21. október 1881, i Mýrarholti, Reykjavík. Hann er sonur Jóns tómthúsmanns Oddsonar frá Laxárnesi í Kjós og konu hans Ólafar Hafliðadóttur í Reykjavík Nikulássonar. Hann varð stúdent 1902 og tók kandidatspróf í guðfræði í Kaupmannahöfn 1907. 1907—10 var liann skólastjóri barna-og unglingaskólans á Isa- firði. Annar prestur við Dómkirkjuna í Reykja- vík varð hann 1910, en skipaður var hann dóm- kirkjuprestur i Reykjavík 1924. Prófastur í Kjal- arnesþingi 1932—38. Vígslubiskup i Skálholts- stifti hinu forna 1937. Bjarni fór oft erlendis á prestsárum sinum, sat m. a. hið almenna kirkju- þing í Stokkhólmi 1925. Hann hefur verið for- maður K.F.U.M. frá 1911. Hann er formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur, í stjórnarnefnd Kvenna- skólans í Reykjavík og sömuleiðis í stjórn Hins íslenzka Biblíufélags, og i stjórn Prestafélags Isl'ands var hann um langt árabil. Bjarni hefur verið prófdómari í guðfræði við Háskólann frá stofnun hans. Hann lét af embætti dómprófasts og dómkirkjuprests í Reykjavík í júní 1951, starfi vígslubiskups hefur hann gegnt til þessa. Bjarni Jónsson er kvæntur Áslaugu Ágústs- dóttur verzlunarstjóra á Isafirði Benediktssonar. Þeirra börn eru: Ólöf, gift Agnari Kl. Jónssyni sendiherra; Ágúst, skrifstofustjóri hjá Islenzkum endurtryggingum, kvæntur Ragnheiði dóttur Hans Eide kaupmanns; Anna, gift Jóni Eiríks- syni verzlunarmanni. GÍSLI SVEINSSON Gísli Sveinsson er fæddur 7. des. 1880 að Sand- felli í Öræfum, sonur séra Sveins Eirikssonar, al- þingismanns Austur-Skaftfellinga, prests að Ás- um í Skaftártungu, og konu hans Guðríðar Páls- dóttur. Móðir Sveins prests var Sigríður, dóttir Sveins læknis Pálssonar í Vík í Mýrdal. Gísli Sveinsson varð stúdent 1903 og tók lög- fræðipróf 1910. Á skólaárum sínum var hann um tíma á Akureyri og þá settur sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Full- trúi var hann á Þingvallafundi 1907. Málaflutn- ingsmaður var hann við landsyfirdóminn í Reykjavík 1910—18, unz hann var skipaður sýslu- maður Skaftafellssýslu, en því starfi gegndi hann allt til ársins 1947, er hann var skipaður sendi- herra í Osló. Lausn frá sendiherrastörfum fékk hann 1950. Hann var alþingismaður V.-Skafta- fellssýslu 1916—21, 1933—42 og 1946—47, lands- kjörinn þingmaður frá og með sumarþingi 1942 —46; forseti sameinaðs þings 1941—42 og 1943 —45; málflutningsmaður Landsbanka Islands 1912—18; sat í rannsóknarnefnd gjaldkeramáls sama banka 1912; skipaður í milliþinganefnd um Flóaáveituna 1916, og í milliþinganefnd um bankamál 1937, kjörinn af Alþingi i dansk-ís- lenzku sambandslaganefndina 1937 og sat í henni til 1939; formaður milliþinganefndar um stjórn- arskrármálið 1942—47; skipaður i milliþinga- nefnd um póstmál 1943, skipaður í Alþingissögu- nefnd 1943; kirkjuráðsmaður 1937—47; for- göngumaður og síðar forseti Hinna almennu kirkjufunda til 1947, form. Félags héraðsdómara 1941—47 og heiðursforseti þess; formaður spari- sjóðs V.-Skaftf. um tíma. Gísli er kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur Jóns trésmíðameistara i Reykjavík Pálssonar. Börn þeirra: Guðríður gift Finni Guðmundssyni dr. rer. nat.; Sigríður Stefanía; Sveinn flugmaður og Guðlaug. Aumingja Pjotr œtlaöi aö fá sér vodkaglas, en í þess stað tókjiann parafín . . . AF MISGÁNINGI Smásaga eftir ANTON TCHEKOW. PJOTR PETROVITS STRITSÍN, frændi maddönu Ivanóv, ekkju offurstans, — maðurinn sem rændur var nýju skóhlífun- um í fyrra — kom heim úr skírnarveizlu klukkan tvö um nótt. Hann tók af sér hatt, skó og frakka frammi í forstofu til þess að vekja ekki ráðskonuna, og tiplaði síðan inn í herbergið sitt án þess að draga andann. Svo byrjaði hann að hátta sig í myrkrinu. Stritsín er bæði hreinlífur og reglusam- ur. Það er meinlætasvipur á andliti hans, hann les ekki annað en guðsorðabækur og predikanasöfn. En í skírnarveizlunni varð hann svo frá sér numinn af gleði vegna hins happadrjúga barnsburðar Ljubóvu Spiridonóvnu, að hann gat ekki neitað sér um að drekka f jögur glös af vodka, bragð- ið af því fannst honum einhversstaðar mitt á milli ediks og laxerolíu. En áfeng- um drykkjum svipar mjög til saltvatns og dýrðarljómans: þeim mun drjúgar sem þú kneifar, þeim mun sárari verður þorsti þinn. Og nú, þegar Stritsín ætlaði að bregða sér úr buxunum, gagntekst hann allt í einu óskaplegri þrá eftir meira víni. „Ætli Dasenka eigi ekki vodkaflösku í innra horninu í eldhússkápnum,“ hugsaði hann. „Hún ætti ekki að sjá neitt þó ég fengi mér eitt glas.“ Hann hikaði um stund, meðan hann yfir- vann óttann, en lagði síðan á stað fram í eldhús og allt að skápnum. Hann opn- aði skáphurðina af varkárni, fann flösku í innra horninu og hellti sér í glas, setti flöskuna á sama stað, gerði krossmark yfir glasið og tók út. Og þá gerðust furðu- legir hlutir. Stritsín þeyttist af ógurlegu afli frá skápnum og yfir að kistunni. Það var eins og af völdum sprengju. Hann sá leiftur fyrir augum sér, það var eins og hann hefði fallið oní pytt fullan af blóðsugum. Hann hélt í fyrstu hann hefði gleypt dýnamít í stað vodka, og nú sprakk líkami hans í loft upp, síðan hús- ið, og öll gatan . . . Höfuð hans, hand- leggir, fætur — allt virtist þetta rifna frá búknum og þjóta einhvem skrattann út í buskann. Hann lá hreyfingarlaus á kistunni eitt- hvað kringum þrjár mínútur, dró varla andann, þá reis hann á fætur og sagði við sjálfan sig: „Hvar er ég niður kom- inn?“ Það fyrsta sem hann varð sér greini- lega meðvitandi eftir að hann rankaði við sér var óskapleg megna af parafínolíu. „Heilaga guðsmóðir,“ hugsaði hann með hryllingi, „ég hef drukkið parafín- olíu en ekki vodka.“ Þegar honum flaug í hug hann hefði étið eitur, fóru kuldastraumar um líkama hans, síðan bullhitnaði hann allur. Hann þóttist þess fullviss, að þetta væri eitur, bæði var þefur í eldhúsinu, og svo var brunabragð í munni hans, leiftur fyrir augunum, klukkuhljómur í kollinum og kveisuverkir í maganum. Af því hann fann dauðann nálgast og vildi ekki blekkja sig með neinum tálvonum, þá langaði hann nú til að kveðja það fólk, sem í námunda var, og hélt inn í herbergi Das- enku (þar sem hann var ekkill, bjó hjá honum tengdasystir hans nefnd Dasenka, öldruð maddama, sem hélt handa honum heimili). „Dasenka,“ sagði hann klökkri röddu um leið og hann gekk inn í herbergið, „elsku Dasenka.“ Eitthvað muldraði í myrkrinu og gaf frá sér djúpt andvarp. „Dasenka!“ „Eh? Hvað?“ svaraði hvell og hröð kvenmannsrödd. „Er þetta þú, Pjotr Petróvits? Ertu kominn heim? Nú, og hvað er svo að? Hvað var bamið skírt? og hver var guðmóðir þess?“ „Það var hún Natalja Andrejevna Vali- kosvjetskí, og guðfaðirinn var Pavel Ivan« its Betsonnitsin . . . Ég . . . ég held, Dasenka, að ég sé að deyja. Og barnið Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.