Vikan


Vikan - 12.06.1952, Qupperneq 4

Vikan - 12.06.1952, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 23, 1952 Fyrsta miðdegisverðarboðið eftir EDWARD THYBO. AU VORU ung, nýgift og höfðu hingað til verið fullkomlega hamingjusöm. Svo þurfti hún einmitt að gráta niðúr í kaffið sitt þetta kvöld, þegar hann var stoltur og ánægður. t>etta var í fyrsta skiptið sem hún grét niður í kaffi- bollann (eða yfirleitt nokkurs staðar), síðan þau giftu sig. Og ástæðan fyrir því var sú, að hann hafði fúslega lofað yfirmanni sínum að bjóða Albino forstjóra til veizlu. Hann var ungur — fullur sjálfstrausts og viss um velgengni sína í „Búðingaverksmiðju Tittle- tons“ — hann hafði unnið á skrifstofunni í þrjú ár, fjórum sinnum verið hækkaður í tigninni og sá nú um auglýsingadeildina. Þetta var lítil deild — því Tittletons-búðingar voru mjög góðir — en Charles Weston var þó deildarstjóri þar. Snemma um morguninn hafði Tittleton sjálfur kallað hann inn á skrifstofu sína. „Ungi maður, þér hafið mikinn áhuga fyrir fyrirtækinu, er það ekRi?“ Charles viðurkenndi það og roðnaði. „Það held ég líka — þessvegna ætla ég að biðja yður um að gera mér greiða. Ég hefi boðið Albino, forstjóra heildsöluverzlunar nokkurrar í Edinborg, til miðdegisverðar laugardaginn 10. þ m., en konan mín er veik og vill helzt ekki hafa nein óþægindi. Þér eruð giftur og hafið heimili, getið þér ekki tekið þetta að yður?“ „Það vil ég mjög gjarnan, forstjóri.“ „Þér fáið auðvitað þóknun fyrir þetta, Weston. Við ætlum að fá Aibino til að kaupa búðingana okkar — hann hefur af einhverjum ástæðum fengið ótrú á þeim — ég skil það ekki. Fyrir- tæki hans kaupir sex þúsund tylftir á ári. Ef þér gætuð haft góðan — ekki of íburðarmikinn —• miðdegisverð, sem endar með vel skreyttum, góðum búðing frá okkur, þá held ég að hann væri fáanlegur til að skipta við okkur. Svo ég tali eins og mér býr i brjósti, Weston, þá líkar mér mjög vel við yður og ef þér getið gert Albino ánægðan, þá stendur yður opin staðan sem deildarstjóri í samningadeildinni, þegar Person hættir í næsta mánuði . . .“ „En við eigum ekki nægan borðbúnað, og við eigum engin föt. Við eigum ekkert." sagði frú Sonja grátandi. „Vertu róleg,“ sagði Charles. „Við fáum það sem okkur vantar að láni hjá fjölskyldu okkar." „Og maturinn! Slíkir forstjórar eru áreiðanlega vanir . . ,Ja, búðinginn skal ég útvega . . . vertu nú ró- leg. Forstjórinn sagði að þetta ætti að vera mjög látlaus miðdegisverður og hann bað mig um að bjóða nokkrum vinum okkar . . . þeir verða að vera í kvöldklæðnaði . . .“ „Kvöldklæðnaði, þá verðum við að hafa súpu, fisk, steik og ábæti . . . hvað finnst þér um baunasúpu með rjóma, hún lítur svo vel út . . .“ „Albino veit að við fáum hana í dósum í verk- smiðjunni . . . og þá heldur hann að við höfum hana af því að hún er ódýr . . . ég sting upp á hrognum . . .“ „Þú færð þau líka fyrir lægra verð hjá Simp- son . . .“ „Einmitt þess vegna, en Albino veit ekkert. um það . . .“ „Þá verðum við að bjóða Simpson og konu hans.“ „Já það verðum við að gera . . . svo getum við haft fiskflök með sveppum, humar o. s. frv., og svo gæs með brúnuðum kartöflum og sultu.“ „Okkur nægir ekki ein gæs og við höfum eng- an gasofn.“ „Við getum fengið hann. Vertu nú svolítið lip- ur, Sonja. Þetta lagast allt saman. Ég skal hjálpa þér eins mikið og ég get . . .“ Á mánudaginn voru boðskortin send, með mið- degisverðarboði þann 10. Kvöldklæðnaður . . . Þegar Sonja hafði tekið málið í sínar hend- ur, varð hún rólegri. Hún hafði strax fengið eldabusku og þjónustustúlku til að koma á laug- ardaginn. Þau rhundu verða tiu auk þeirra. Aftur á móti varð Charles stöðugt taugaóstyrk- ari, þegar nær dró veizlunni. Vandamálin marg- földuðust í huga hans. Hann átti að sjá um vínin. Hve mikið ætli tíu manns drekki? Nægðu tvær flöskur af hvítvíni með fiskinum ? Hvaða vín drekka menn með hrognum, þegar næsti réttur er fiskur? Og glösin? Þau höfðu fengið þrennskonar glos lán- uð, en ef þau hefðu kokkteil, yrði að þvo eitt- hvað af glösum . . . og ef bíllinn, sem átti að koma með glösin keyrði út í skurð . . . eða elda- buskan yrði veik á síðasta augnabliki . . .“ Slík vandamál héldu vöku fyrir Charles á næt- urnar. Þetta var fyrsta veizlan hans. Og þó# hann hefði oft verið boðinn til annarra gat hann ömögulega munað alla þessa smámuni. Hvernig átti hann að skemrata húsbónda sínum og AI- bino, þegar þeir kæmu? Það var ekki hægt að ræða um búðinginn og pöntunina strax . . . það fór kuldahrollur um hann, þegar hann hugsaði um þá dauðaþögn, sem hlyti að ríkja . . . „Þetta fer allt vel,“ sagði Sonja, „við erum ekki fyrsta fólkið sem býður fólki heim.“ „Ef þeir gleyma, að þeir eiga að koma og við bíðum með matinn til klukkan tíu . . . eigum við að hringja í alla klukkutíma áður, til að minna þá á það?“ Sonja hló dátt. „Það er ekki hægt. Ég held að umhugsunin um veizluna hafi ruglað þig. Mundu eftir því, að alltaf, ef maður á von á einhverju slæmu, þá gerist það ekki . . . þú getur verið viss um að það gengur vel . . .“ „Já, þú hefur rétt fyrir þér,“ sagði Charles og létti, „það fer allt öðruvísi en maður býst við.“ Það fór líka öðruvísi. Daginn fyrir veizluna sat Charles á skrifstof- unni rétt fyrir lokunartíma og var að reikna út, hve mikið af tóbaki hann þyrfti að kaupa, þegar forstjórinn kom inn. IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIJ I VEIZTU - 7 [ E 1. Fyrir tæpum fjörutíum árum féll loft- i E steinn, sem nægja mundi til að ger- E eyða New* York borg, í skógi nokkrum | í Asíu. Hvers vegna loga steinarnir á i I falli sínu til jarðarinnar? i i 2. Hvað hétu synir Síðu-Halls? i i 3. Hvað er að sörlast í einhverju? = i 4. Hvenær var Barnavinafélagið Sumar- i i gjöf stofnað? i E 5. Hver er sú hin fríða, i á fróni situr hauka, i i og bein manna E \ fyrir innyfli brúkar. | i 6. Úr hverju eru oblátur gerðar? i 7. Hver leikur aðalhlutverk í kvikmynd- = inni Sunset Boulevard? É | 8. Hvað vegur heili í manni ? En í hesti ? i i 9. Hvað verða hestar yfirleitt gamlir? i 10. Hvenær oðlaðist Reykjavík kaupstað- i i arréttindi ? i i Sjá svör á bls. 14. i ..... 11111111111 n ii iii iihi(ihiiiiiiiiihii,iiii,,||||I,||||I,,||,||,,,Í', Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Hún var skörungur mikill og kvenna fríðust sýnum. Hún var svo hög, að fáar konur voru jafnhagar. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörðust og drengur góður, þar sem vel skyldi vera.“ Hver var þessi kona og hvar er henni lýst? Svar á bls. 14. „Við sjáumst þá í kvöld, Weston. Ég ætla sjálf- ur að sækja Albino á hótelið. Hann hlakkar til að kynnast yður. Hann er orðinn svo leiður á stórum veizlum og þykir svo vænt um að mega koma á þægilegt heimili, þar sem hann getur blátt áfram . . .“ „1 kvöld . . . forstjórinn sagði laugardaginn 10.“ „Já. Það er sá tíundi í dag, er það ekki, þó ekki sé laugardagur. Verið þér sælir, Weston.“ Strax og Tittleton var horfinn út úr dyrunum, þreif Charles frakkan sinn af snaganum og hljóp út úr skrifstofunni. Það var sá tíundi. Hann hafði haldið að sá tiundi væri á laugardegi. Hvernig gat hann verið svona heimskur, að að- gæta ekki almanakið. Sonja var að hræra í vellingspotti, þegar hann kom inn í eldhúsið. Hann útskýrði ófarirnar fyrir henni. „Verða þeir hér eftir þrjá tíma? Það er ekki satt, Charles.“ „Jú, barnið mitt . . . það er hræðilegt . . . nú skal ég hringja undir eins á ráðningarskrif- stofuna og fá eldabuskuna hingað strax . . . í bil . . .“ „Og glösin, sem Elín frænka ætlaði að lána okkur . . .“ „Og diskarnir frá Brown . . . bara róleg . . . ég skal sjá um þetta allt . . .“ En hann var ekki rólegur sjálfur. Köldum svita sló út um hann allan og eftir nokkra klukku- tíma kæmu allir í kvöldklæðnaði. Hann hringdi í ráðningarstofuna. Þeir höfðu enga eldabusku i kvöld og hann fengi varla nokkra í allri London . . . Þegar hann kom fram í eldhúsið með þessar fréttir, fannst honum ekki önnur úrræði en að kasta sér í ána. „Og gæsin,“ hrópaði hann. „Hvar er hún.“ „Hún hangir úti í glugga,“ sagði Sonja. „Og við getum fljótlega fengið fiskflök . . . við út- búum þau sjálf. Charles við megum ekki gefast upp . . . þetta skal takast. Nú hleyp ég eftir fiskinum og þú getur hringt í Elínu frænku á rneðan." „Ég hefi sjálf gesti í kvöld,“ sagði Elín frænka hvöss, ,,og við ætlum að nota glösin og borð- skreytinguna .. . þú baðst um það á morgun . . .“ „Já, Elín frænka . . . ég er önnum kafinn núna, Elín frænka . . .“ Hann lagði tólið niður. Á þessu augnabliki gat hann ekki hugsað sér neitt hræðilegra en að eiga von á gestum. „Okkur tekst þetta,“ sagði Sonja, eldrauð í kinnum. „Við fáum glösin lánuð hjá einhverjum öðrum. Allir eiga nokkur glös — og hvað gerir til þó þau séu ekki öll eins . . . aðeins ef vínið er gott, þú segir að það sé ágætt og það höf- um við.“ „Komdu héma Tot,“ hrópaði Charles reiður. Það var hundurinn, sem hafði stokkið upp á borð- ið og þefað af gæsinni. „Vertu ekki æstur,“ sagði Sonja. „Þetta er að minnsta kosti ekki hundinum að kenna." Charles hefði getað grátið af. sneypu og blygð- un, þegar hann klukkutíma seinna virti fyrir sér borðið, sem var allt annað en fallega skreytt veizluborð. Glösin voru sitt af hvoru tagi — fengin að láni hjá íbúum hússins. Þau höfðu hjálpazt að í eldhúsinu. Sonja hafði útbúið fisk- flökin, soðið kartöflur og þetta beið þess að verða brúnað. Gæsin var að brúnast í ofninum. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.