Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1952 5 Framhaldssaga: Konkvest 15 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY Santling- ofursti laut áfram i stólnum með undr- unarsvip. „En mér heyrðist þér scgja, að við skyldum ■ekki taka mark á oflátungshætti Everdons ?“ ■sagði hann. „Þér hafið nokkuð fljótt breytt um skoðun, finnst mér.“ „Það er af sérstakri ástæðu, herra minn. Auð- vitað skýri ég lögreglunni á staðnum frá erindi mínu.“ Williams var orðinn ákafur. „Ég hef verið að bíða eftir tækifæri til að hitta þennan Ever- dons-þrjót, og þarna er það. Auk þess á ég dá- litið annað erindi, herra minn. Hafið þér séð þetta?“ Hann tók upp veskið og dró úr því sam- ■an brotna úrklippu úr einu af blöðum samkvæmis- Jífsins. Þetta var ljósmynd af Everdon lávarði i hópi vina sinna við veðreiðarnar í Kempton Park. Hópurinn stóð kringum hinn stóra kapp- akstursbíl lávarðarins, — leikfang sem hafði kostað ufn tíu þúsund sterlingspund. „Lítið þér á þennan, herra minn,“ sagði Williams og setti úrklippuna fyrir framan ofurst- ann. „Ekki Everdon, heldur þennan, sem stendur við hlið hans, r— þann með einglyrnið, ljósa hárið og höfðingjasvipinn." Ofurstinn virti ljósmyndina fyrir sér með at- hygli og sá að ljóshærði maðurinn með ein- glyrnið var í undirskrift myndarinnar nefndur „Barón Rudolf von Haupt, gæðingur lávarðar- ins.“ „Gæðingur!" sagði ofurstinn. „Það er nokkuð miðaldalegt." „Þetta er samt sannleikur," sagði Williams. „Hvar sem Everdon fer, er von Haupt barón eklti fjarri. Everdon er hégómlegur — hefur heila „hirð“ manns kringum sig. Ég þarf víst ekki að skýra yður frá framferði hans, herra minn . . . öll klíkan kemur kannske í næturklúbb ein- hversstaðar í Vestur London, sundrar allri skemmtiskrá kvöldsins og kemur öllu á ringul- reið. Everdon getur leyft sér þetta; hann eys út fé eins og vatni og forstjórar næturklúbbanna þora blátt áfram ekki að styggja hann.“ „Já, bann er montrass og hrokagikkur," sagði ofurstinn samþykkjandi og hleypti brúnum, „Af hverju bentuð þér mér sérstaklega á von Haupt barón ?“ „Af því að ég hygg að það geti verið mjög Iróölegt að virða baróninn nánar fyrir sér,“ sagði Williams íbygginn. „Ég held það muni borga sig. Og þetta er ágætt tækifæri fyrir mig til að virða Everdon rækilega fyrir mér. Strákapör hans eru sífellt að fara í vöxt og ég vildi mikið vinna til að geta komið fram einhverri sök á hendur honum." „Jæja, Williams, ég skal senda símskeyti og segja Everdon lávarði að búast við yður í kvöld. Það ætti að vera vel þess vert, að koma á Ever- don-setrið,“ sagði ofurstinn. „Höllin er líkust lénsherra-kastála frá miðöldum, og mér skilst að Everdon hafi látið grafa upp vígisgröfina kring- um lcastalann; jafnvel látið endurgera vindubrúna yfir vígisgröfina svo hægt er að draga hana upp og hleypa niður að vild, eins og í gamla daga. Hann lifir eins og aðalsmaður fyrri alda. Eftir að þeir höfðu ræðst við enn um stimd, kvaddi Williams. Hann ók svo út til Litla Ever- don í lögreglubíl og hafði aðstoðarmann sinn með sér. Davidson undirforingi var ekkert á móti ferð út i sveit, því London var dimm og leiðinleg. Everdon-setrið reyndist vera gömul vegleg höll, er stóð um tveim mílum hinum megin við Litla Everdon — eitt þessara smáþorpa, er leyn- ast í fellingum Surrey-hæðanna. 1 þorpinu voru mestmegnis lítil falleg hús í gamaldags stíl, og mörg forntízkuleg veitingahús. Á fyrri öldum líöfðu þrælar Everdonanna aðallega komið frá íbúum þorpsins. Landið umhverfis, á margra mílna svæði, var eingöngu akurlendi. „Það er hressandi að komast einstaka sinnum út úr brælunni og anda að sér hreinu ensku sveita- lofti, Bill,“ sagði Davidson; þeir töluðust oft við sem jafningjar, þegar þeir voru tveir einir. „Tókstu eftir Kóngshöfuðs gistihúsinu, þegar við íórum þar framhjá, rétt áðan ? Mér komu í hug póstvagnarnir, með prjónandi hestum og gamal- dags hestasveinum.“ „Mjög sennileg hugmynd, sonur sæll,“ sagði Williams samþykkjandi. „Kóngshöfuðs gistihúsið er eitt frægasta, af gömlu pósthúsunum á Suður- Englandi. 1 gamla daga var það eitt af aðal- póststöðvunum, þótt ná sé það aðeins rólegur, forntízkulegur veitingastaður i sveitaþorpi. Við skulum koma þangað siðar og fá okkur eitthvað í svanginn.“ „En það getur verið að Everdon lávarður bjóði okkur að borða hjá sér.“ „Hann má bjóða okkur hvað sem honum sýn- ist, — en þú munt ekki sjá mig setjast við borð hans,“ tautaði Williams. „Vertu eltki barnalegur, Mac. Við erum bara lögreglumenn, jafnvel þótt við komum frá Skotland Yard, og ef Everdon býður okkur að borða, þá setur hann okkur í eldhúsið." Þeir höfðu beygt inn í Everdon trjágarðinn, gegnum skrautlegt járnhlið. Ökubrautinni var sýnilega ágætlega viðhaldið, og þegar þeir komu auga á höllina, sem stóð á hæð, gat Davidson ekki stillt sig um að láta aðdáun sina í ljós. Everdon-setrið var í sannleika sagt einn göfug- asti hlekkur Englands við fortíðina. Það var fög- ur steinbygging með fallegum turnum og spír- um, brjóstvirkjum með vígskörðum og mjóum djúpum gluggum. Aðalbyggingin var á alla vegu umlukt breiðri vígisgröf með grasbökkum að utanverðu og rennsléttum völlum og fögrum görðum. Innan við vígisgröfina féll vatnið þétt upp að veggjum hallarinnar. En beint fram undan akbrautinni og hinu stórfenglega hallarhliði var afskaplega mikil vindubrú í fellistöðu. „Mér verður flökurt við að hugsa til þess að slíkur erkiþrjótur skuli eiga þennan yndislega stað,“ sagði Williams og fnæsti. „Peningaóþef- inn leggur af honum i allar áttir, — hann á marg- ar húseignir í Vestur London, og þar er húsa- leigan reiknuð í tölum stjarnfræðinga. Hann litur á Everdon-höllina sem leikfang. Þrjóturinn hefur ekkert ættarstolt, enda er hann útskúfaður og fyrirlitinn af öllum stórættum landsins. Og hann blátt áfram stærir sig af þvi. Bifreiðin fór með hnykkjum og skrykkjum yfir vindubrúna og um leið sló stóra klukkan í aðal- turninum sex dimm högg. Áður en þeir Scotland Yard félagarnir komust út úr bílnum, þustu ein- kennisbúnir þjónar út um hallarhliðið og settu sig i stellingar eins og varðmenn. Þegar kom inn í höllina, stóðu þar fleiri þjónar eins klæddir. Maður í skrautlegum einkennisbúningi gekk til gestanna. „Nöfn yðar?“ spurði hann þóttalega. „Það er búizt við okkur,“ sagði yfirforinginn snúðuglega. „Við eru frá Scotland Yard. Ég heiti Williams yfirforingi og þetta er Davidson leyni- lögregluforingi." „Þér gangið þessa leið,“ sagði hinn, ,,og bíðið þess að lávarðinum þóknist að taka á móti yður.“ Þeim var fylgt inn í skrautlegt móttökuher- bergi. „Hans hágöfgi er í augnablikinu að spila „snooker" við van Haupt barón,“ sagði þjónn- inn, um leið og hann lítillækkaði sig til að stað- næmast í dyrunum meðan þeir gengu inn. „Þér munuð verða kallaðir, þegar hans hágöfgi er til- búinn að taka móti yður.“ Hann fór út og lokaði hurðinni. Davidson und- irforingi glápti grimmdarlega á meinlaust borð- ið og sneri sér svo að Williams. „Hvern fjandann á þetta að þýða, Bill?“ „Þett'ai er til að sýnast," sagði Williams og tók þessu rólega. „En mér líka þessar móttökur bölvanlega . . .“ „Þetta er til að láta okkur skilja hvar við sé- um,“ tók Williams fram í stuttaralega. „Við er- um bara skarnið undir fótum hans. Það má ekki ónáða hann frá spilunum vegna manna á borð við okkur.“ „En hversvegna læturðu bjóða þér þetta?“ sagði Davidson hissa. „Hversvegna gengurðu ekki fjúkandi reiður út í salinn og . . .“ „Af þvi mig langar að sjá hve langt þessi Everdon-skepna gengur," svaraði Williams. „Ég hef í huga að sjá hverju fram fer dálitla stund, og svo, þegar mér finnst tími til, ætla ég að láta hann fá það óþvegið framan í sig.“ Þeir urðu að biða í fimm mínútum . . . tíu mínútur . . . fimmtán. Enginn kom í nálægð við þá. Davidson varð því óþolinmóðari sem lengur leið, en Williams sat í hægindastólnum, rólegur eins og vanalega, og brosti. En vargshugur duld- ist bak við breiða brosið. „1 hamingjubænum, Mac, vertu ekki að þess- um kjánalátum, eins og köttur á heitum stein- um,“ sagði hann. „Ég er búinn að segja þér að þetta er aðeins gert til að sýnast. Hann getur lát- iö okkur biða í hálftíma . . . Bíðum við, einhver er að koma.“ Þetta var rétt. Skrautklæddi þjónninn birtist og tilkynnti að hans hágöfgi mundi taka á móti gestunum í stóra móttökusalnum. Þarnæst var Scotland Yard félögunum fylgt — ekki aðeins af þessum eina þjóni heldur fjórum öðrum að auki — eftir löngum gangi inn í annað herbergi. Við miklar vængjahurðir hinum megin i herberg- inu stóðu enn aðrir þjónar á verði. Davidson fannst allur þessi þjónaskari og prjál minná sig á íburðarmiklar kvikmyndir af hirðlífi, er hann hafði séð. Öll þessi viðhöfn og þetta hégóm- lega skraut var líkast sýningu úr Hollywood ævintýri. Dyrnar opnuðust og Bill Williams og aðstoðar- maður hans stóðu augliti til auglitis við höfuð- paura staðarlns. X. KAPlTULI. Baróninn niikilláti. „Williams yfirforingi og Davidson undirforingi frá Scotland Yard,“ kallaði ltynnirinn. Williams deplaði augunum og Davidson fannst hann þurfa að klípa sig til að ganga úr skugga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.