Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 23, 1952 FRÉTTAMYNDIR Námumennirnir Walter Yarosh (til hægri) og Charles Micklo (til vinstri) segja Phillip Melley, lögreglumanni frá reynslu sinni, eftir að þeir sluppu upp úr kolanámunni í Forrestville í Pensilvania. Pimm félagar þeirra drukknuðu, þegar vatn flóði inn í námu- göngin eftir sprengingu. Kvikmyndaleikarinn Alan Ladd og kona hans Sue Carol voru valin af verzlunarmönnum Hollywood „fyrirmyndarhjón ársins". Alan og Sue Ladd, sem eiga f jögur börn, sjást hér með tvö þeirra, Alana 8 ára og David 5 ára. Þau hafa verið gift 10 ár. Kvikmyndaleikkonan Lana Turner, sem hefir klæðzt lífstykki í nokkrar vikur, meðan hún leikur í kvikmynd nokkurri í Hollywood, segir: „Stundaglass-vöxtur var rétti vöxt- urinn fyrir stúlkur, sem vildu hafa aðdráttarafl fyrir spjátrunga." • Hér er mynd, tekin úr lofti, af afturhluta hins óheppna olíuskips „Fort Merker", þar sem það er dregið áleiðis til Rhode Island, með þrettán menn um borð. Fimm menn fórust þegar skipið brotn- aði um miðjuna í norð-austan stormi. Annað olíuskip, „Pendleton", hlaut svipuð örlög og fórust níu menn af þvi. Strandvarðskip björguðu hinum. Efst til hægri: Þrír af hinum þrettán sjómönnum, sem skildir voru eftir um borð, skála þegar þeir koma í höfn á Rhode Island.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.