Vikan


Vikan - 12.06.1952, Side 10

Vikan - 12.06.1952, Side 10
10 VIKAN, nr. 23, 1952 • HEIMILIÐ • Kökuuppskriftir Horn: 250 gr. hveiti, 100 gr. smjörlíki, 2 tsk. lyftiduft, % tsk. sykur, y2 tsk. salt, iy2 dl. mjólk. Deigið er hnoðað. öllu þurru blandað saman, smjörlíkið mulið út í og hnoðað upp með mjólkinni. Deigið er hnoðað vel, flatt út og skor- ið í þríhyrninga, sem síðan eru vafð- ii upp svo oddurinn verði að neðan. Homin smurð að ofan með eggi og bökuð ljósgul við góðan hita. Borðuð með smjöri. Kaffihringir: 1 pundi hveiti, 125 gr. sykur, 100 gr. smjörlíki, 1 egg, 1 tsk. lyfti- duft, 2 dl. mjólk. Öllu þurru blandað saman og það hnoðað vel upp með mjólkinni og egginu. Flatt út, en ekki mjög þunnt. og skorið í kringlóttar kökur, sem aftur er skorið innan úr svo þær myndi hringi. Jurtafeiti hituð í potti, hringirnir brúnaðir i henni og látnir á pappír þegar þeir eru teknir upp úr. Þetta deig má líka nota í kleinur. Brúnaðir hveitibrauðsten- ingar: 150 gr. hveitibrauð, 1 msk. syk- ur, 2 msk. smjörliki. Hveitibrauðsneiðar eru skornar í teninga, sem látnir eru á pönnu ásamt smjörlíkinu og sykrinum. Hrærið vel í meðan teningarnir eru að brúnast og einnig eftir að pannan hefir verið tekin af plötunni og þeir eru að kólna. Teningarnir eru born- ir kaldir með súpu. HtSRÁÐ Það er betra að smyrja kökuform- ið með tólg eða svínafeiti en smjöri og smjörlíki, þvi að þá festist kak- an síður við formið. * Ef kakan festist af einhverri ástæðu er ágætt að setja formið í heitt vatn í eina eða tvær mínútur. Hún losnar þá að vörmu spori. * Gott ráð, þegar verið er að baka eða sjóða, og húsmóðirin hefur störf- um að gegna annarsstaðar í húsinu, er það, að setja vekjaraklukkuna á þá stund, þegar líta þarf efttir matn- um eða kökunum. Þetta mun spara margar brenndar kökur og eyðilagða rétti. * Gúmmíhœlar og gúmmígólfábreið- ur hlífa fótum þeirra, sem þurfa að ganga eða standa mikið. Mjóir og háir tréhælar eru alverstir fyrir fólk, sem notar fæturna mikið. * Að brydda með silkiböndum er hægt verk, ef strauað er brot eftir miðju bandinu endilöngu. Þá er hægt að festa bryddinguna á með einum saum. Það er líka til hægðarauka, ef spretta á því upp aftur. Mikill munur á hjónabandi í heiminum 1 Svíþjóð geta fráskildar konur verið dæmdar til að borga viðurværi fyrrverandi eiginmanns sins, ef hann er ekki sjálfur fær um að sjá fyrir sér. 1 Sovétríkjunum þekkist ekki hugtakið trúlofun. 1 Brasilíu hefur gift kona sama lagalegan rétt og ómyndug börn, fólk, sem svipt er fjárráðum eða „indjánar, sem búa í frumskógunum." Þetta eru dæmi um þann fróðleik, sem er að finna í bráðabirgðaskýrslu, sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa gert fyrir Kvenréttindanefndina. Þessi nefnd kom saman 30. apríl s. 1. Skýrslan fæst við vandamál eins og giftingar, skilnaði, lagalegan rétt hjóna hvors um sig og lagalegan rétt barna og foreldra. 1 skýrslunni segir: 1 mörgum lönd- um er lágmarksaldur til giftinga 12 ára fyrir kvenfólk en 14 ára fyrir karlmenn. Meðal þessarra landa eru Bolivía, Tsíle, Kolombía, Kúba, Ekvador, Suður-Rodesia, Irland (kat- óiski hlutinn), Ástralía og Nýja Sjáland. 1 Kosta Rika er lágmarks- aldur 15 ára fyrir bæði kynin, og í Nikaragua 15 ára fyrir karlmenn og 14 ára fyrir kvenfólk. Hæsti lág- marksaldur gildir í löndum eins og t. d. Danmörku, Svíþjóð og nokkrum ríkjum Bandaríkjanna (einnig á Is- landi), en hann er 21 árs fyrir karl- menn og 18 ára fyrir konur. Lagalegur réttur við skilnað er líka mjög mismunandi. 1 Suður- Afríku getur kona ekki krafizt neinn- ar aðstoðar af manni sínum, hvort þeirra sem hefur valdið skilnaðinum. Hið gagnstæða gildir í Sviþjóð, þar sem maðurinn verður að sjá konu sinni og börnum fyrir lífsviðurværi, nema hún vinni fyrir nægilega miklu til lifsviðurværis. 1 Englandi og Norður-lrlandi geta konur borið fram fleiri ástæður til skilnaðar en karl- menn, en í Persíu getur karlmaður skilið við konu sína af hvaða ástæðu sem hann vill, en kona getur því að- eins fengið skilnað, að maður henn- ar sé annaðhvort afbrýðissamur eða ófrjór. Fjölskyldan Orðið fjölskylda hefur mjög mis- munandi merkingu í ýmsum löndum. Sums staðar er álitið að maðurinn sé höfuð fjölskyldunnar, en í löndum, sem lengra eru á veg komin, hafa maðurinn og konan stjórnina á hendi í sameiningu. 1 nokkrum hluta Kan- ada, nokkrum löndum Evrópu og í Suður-Ameríku er staða konunnar innan fjöiskyldunnar sú sama og ákveðið var í „Code Napoleon", sem var saminn 1804. Þannig er hol- lenzka eiginkonan neydd til að fylgja manni sínum hvert sem hann vill. 1 Frakklandi, þar sem þessi -k -k ir Dýra- garöurinn Maðurinn með hanasvipinn. Þið kannizt allar við þessa æstu og uppstökku manntegund. Gætið ykkar! Karlmenn eru svo miklar skepn- ur!! Samt sem áður dást konurnar að þeim eða að minnsta kosti um- bera þá, þrátt fyrir allar þeirra ýkjusögur, tóbakslyktina af þeim og hve kæruleysislega þeir búa til stríð og börn! Allt þetta auk einhverra einkagalla . . . Maður verður að kynn- ast þeim til að geta gert sér grein ífyrir skaplyndi þejirra, þegar þeir koma úr veiðiferð, hreyknir af að hafa drepið lítinn fisk eða þegar þeir snúast hjólbeinóttir við kvenfólkið eða setja upp skáldasvipinn. Þetta er sprenghlægilegt! Nú ætlum við að sýna ykkur, hvernig karlmenn koma raunsæjum og hugsandi kon- um fyrir sjónir og eins hvernig þú ættir að sjá þá, ungfrú góð, til að komast hjá mistökum, sem græta munu foreldra þína. lög voru samin, hafa þau verið endurskoðuð, en ekki breytt svo mikið að konan hafi sömu réttindi og maðurinn. Það má dæma konu, sem fremur hjúskaparbrot, í þriggja mán- aða til tveggja ára fangelsis, en „eiginmann, sem hefir haldið hjákonu á sameiginlegu heimili hjónanna má dæma í 6000—12000 franka sekt.“ Á Italíu er maöur og kona skuld- bundin til að búa saman, vera hvort öðru trú og hjálpast að og konan er skyldug til að vera manni sínum trygg, jafnvel eftir að skiinaður hef- ur farið fram. Maður, sem drepur eða særir fyrrverandi konu sína fyrir hjúskaparbot, hlýtur mjög litla hegn- ingu. 1 Sovétríkjunum, Tékkoslóvakiu, Póllandi, Rúmeníu og Jugoslavíu hafa hjón sama lagalegan rétt. Börn fædd utan hjónabands hafa i mjög fáum löndum sama rétt og hjóna- bandsbörn. Lög flestra landa binda þau móðurinni, en hika við að við- urkenna skyldleik þeirra við föður- inn . . . sennilega vegna réttinda hjónabandsbarna hans. STORSMYGL A HAFINU Bandarikin hafa svo miklar á- hyggjur útaf smygli eiturlyfja meðal Sjómanna, að í Washington hefur verið lagt til, að gerður verði sér- stakur listi svartur yfir alla sjó- menn, sem einu sinni hafa verið staðnir að þvi að smygla eiturlyfjum. Þetta hefur þó ekki komizt í fram- kvæmd, en áhyggjur Bandaríkjanna eru auðskildar þegar þess er gætt, að árið 1951 fundust eiturlyf á 224 skip- um í alþjóðasiglingum og er það helmingi meira en árið áður. 91 þess- ara skipa var amerískt og 44 voru ensk. Til' eru smyglarar, sem ekki hafa tíma til að bíða eftir tækifæri til að smygla sjóleiðis. Þeir nota flugvél- arnar. 1 skýrslu, sem skrifstofur S.Þ. hafa nýlega kunngert varðandi smygl eiturlyfja í fyrra, er getið um smygl- tilraunir með flugvélum margra flug- félaga, þeirra á meðal nokkurra heimsþekktra félaga, en þær tilraunir hafa þó mistekizt. | Aðalfundur LOFTLEIÐA H.F. í verður haldinn laugardaginn 28. júní næstkomandi kl. 2 e. h. í \ \ Tjarnarcafe uppi. ; | Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 'u (■iiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiasiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.