Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 23, 1952 11 SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 23 20. KAFLI. Woody kom aftur með nýburstuð reiðstígvél í hendinni. Hann var í góðú skapi. „Hvað finnst þér, Sue?" „En, Woody, hver skaut þá úr Furuskógi?" Hann gekk út að glugganum og horfði niður á stígvélin: „Einhver, sem var á veiðum," sagði liann, „það hefur verið óhappaskot og svo hefur hann orðið hræddur og flúið." „Og Jeremy — hvernig skýrir þú það?" „Sam Bronson hefur barið og hrætt hann." „1 gærkveldi og í fyrradag, á ég við." „Hann er enn hræddur og taugaóstyrkur. Karólína frænka dekrar svo við hestana sína og hundana, að þeir verða að dekurdýrum." Hélt hann í raun og yeru nú, um hábjartan öaginn, að málið værí leyst ? Hún sá ekki framan í hann. „En dr. Luddington hefði aldrei verndað Sam Bronson svo að Jed yrði dæmdur sekur." „Þú getur ekkert vitað um, hvað hann hefði gert eða ekki gert. Við skulum halda okkur að staðreyndunum, sem eru þær, að Sam Bronson skaut sig." „Hvernig útskýrir þú það sem kom fyrir í gærkveldi — og reimina?" Það dimmdi yfir svip Woodys. „Hamingjan góða, Sue, vilt þú alls ekki trúa þessu ? Geturðu ekki skilið, að það hjálpar þér ?. Og lögreglan segir þetta líka, er það ekki ? Að minnsta kosti andmælir hún því ekki. Heldurðu að Henley við- urkenni þessa skýringu, ef hann tryoi henni ekki ? Eða lögreglustjórinn ? Þú ættir að vera ánægð . . ." „Hvað finnst Fitz?" „Mér er alveg sama hvað Fitz finnst. En þú verður of sein, ef þú ferð ekki að klæða þig. Ég skal kom upp með morgunmatinn. Wat sendi mér veiðihest. Það er skepna sem horfandi er á — dökkjörp hryssa. Hvernig skyldi það ganga með buxurnar mínar?" Hann fór fram í eld- húsið. Vantrú hennar hafði dregið úr kæti hans, og röddin var biðjandi, þegar hann kom upp með morgunmatinn. Hann barði að herbergisdyrum hennar eftir að hún hafði farið í bað: „Hér er morgunmaturinn þinn. Það hafa margir hringt til þín, Sue. Þú ættir að heyra til þeirra. Þau hafa öll lesið blöðin og fréttin hefur flogið um allt. Ég er svo fegin vegna þín og Jeds, sér- staklega þín vegna. Vinir Karólínu, mín og þín hafa hringt, og Sepson dómari líka. Hann sagði, að nú væri þetta allt búið og hann óskaði okkur til hamingju og — vertu nú skynsöm, Sue og hættu að hugsa um — allt mögulegt. Láttu lög- regluna um það." Það heyrðist glamur, þegar hann setti ffakk- ann á gólfið fyrir utan dyrnar. Hættu að hugsa um allt mögulegt, hugsaði Sue, t. d. sjúklinginn, sem ekki var hægt að finna og hringdi til hennar og Jeds og bað þau að koma. Það gat vel hafa verið Sam Bronson, sem vildi draga þau inn í málið. Svo var það samtal dr. Luddingtons við einhvern. Hversvegna hafði læknirinn þá sagt í símann, það sem Lissy . . ." Rödd Woodys hélt áfram að vera biðjandi. „Lissy gamla Jenkins. Hún bjó til þessa sögu mörgum dögum eftir dauða dr. Luddingtons. Hlustaðu nú á, Sue, segðu þetta ekki við nokk- urn mann. Láttu alla trúa þessu. Ekki láta þau fara að efast." En hvernig gat Woody trúað þessu? Eða vildi hann aðeins trúa þvi ? Ráðlegging hans var ákaf- lega skynsamleg. Og meira en það, því hún gat ekkert annað gert en að fylgja henni. „Það sagði Fitz líka," sagði hann. „En þú sagðir að þér væri alveg sama um hvað Fitz segði." „Ég átti ekki við það. Ég sagði það af því þú hélzt áfram að mótmæla, Sue. Hann sagði, að við skyldum hegða okkur eins og við tryðum því. Það getur verið satt. Ef til vill er þetta tilviljun — eða brjálaður maður sem —" rödd hans var óákveðin og hann hætti. „Vertu nú góð og hættu að mótmæla nokkrum manni." „Já, það skal ég gera. Það skil ég. Þakka þér fyrir morgunmatinn." Þegar hún var búin að borða kom Karólína inn til hennar. Það var önnur Karólína, eðlileg, virðu- leg, með glansandi svartan hatt, hárið vandlega greitt og fallega bundinn hálsklút. Hún reið alltaf í söðli. Pilsið hennar var þungt, slétt og vel burstað og bláu augun glömpuðu. „Sue," sagði hún og kyssti hana. Karólína var heldur spör á blíðuatlot. Þessi koss sagðí allt, sem hún var of hrærð til að segja með orðum. Sue horfði á hana og gat ekki fengið af sér að segja við Karólínu það, sem hún hafði sagt við Woody. „Þetta hefur verið langur sprettur með mörgum hindrunum, Sue. En nú er það búið. Allir hafa hringt. Mér fannst það einkennilegt, að þau gerðu það ekki fyrr, en nú skil ég hvers vegna. Þau sýndu okkur samúð á þann hátt að láta okkur í friði." Hún gekk að snyrtiborði Sue. „Ég bað Krisy um að taka til fötin þín. Nú skal ég finna hálsklút handa þér. Hefirðu gullnálina hennar mömmu þinnar?" Það var eina gullnálin, sem mamma hennar hafði notað til að næla hálsklútinn sinn. Karó- lina hafði gefið henni hann þegar hún var sextán ára gömul. „Greiddu þér vel, Sue," sagði hún, „vel greitt hár og vel bundinn hálsklútur." „Já, elsku frænka." „Ég held að Jeremy sé orðinn nógu góður, en vertu ekki hörð við hann við girðingarnar, eí hann vill fara fram hjá þeim, hann er að verða haltur aftur og þá færðu einhvern af veiðihestum Wats." „Ég skal gæta þess." „Og mundu svo, Sue . . ." Allt í einu var Sue gripin fögnuði eins og aðrir. Glaðlega greip hún fram í fyrir Karólínu: „að fara hratt yfir skurði og hægt í skógi. Ef girð- ingar eru fyrir, þá að láta hann stökkva yfir. Taktu ákvörðun og fylgdu henni. Haltu þér alltaf frá hundununw" En Karólína brosti ekki — henni var alvara. „Og ef þú ætlar niður á jörðina, þá hafðu hök- una niður á bringu." Það var algengt að tala þannig um að detta af baki. Það fór hrollur um Sue. Hún yrði aldrei eins dugleg og óhrædd á hestbaki og hún ætti að vera, eftir að hafa lært hjá Karólínu. Hún hafði oft dottið af baki — alltof oft, og það hafði alltaf gerzt svo skyndilega, að hún aðeins hafði tíma til að hugsa um að forða sér frá hófunum. En hún vissi hvað Karólína átti við. Stífur háls gat brotnað. Hún sagði iéttilega: „Auðvitað, ég skal muna það," en hún óskaði þess, að hún þyrfti ekki að fara á veiðar. Karólína dró úr hræðslu hennar með því að segja glaðlega um leið og hún fór: „Ég er svo ánægð, Sue, og svo þakklát. Nú finnst mér það alveg rétt að hafa veiðidansleik- inn svona fljótt eftir dauða dr. Luddingtons. Finnst þér það ekki lík'a?" „Jú, hann hafði viljað hafa þetta svona." Karó- lína kinkaði kolli, þurrkaði augun með handa- bakinu og fór niður. Setjum svo, að Karólína hafi rétt fyrir sér. Lögreglan hafði tekið skýringuna gilda, og lög- reglan hafði venjulega rétt fyrir sér. Stundum skildi maður ekki ástæðuna — en þeir höfðu alltaf góða og gilda ástæðu, Setjum svo, að þeir hefðu einhverja merkilega skýringu, sem gæfi svar við spurningum hennar. Það hélt Woody. Þau voru komin á bak, þegar hún kom niður. Woody var ekki meðlimur í klúbbnum, af því að hann var svo lítið heima, en hann var alltaf velkominn þátttakandi. Hann var ekki í rauðum jakka, en leit mjög vel út í svarta reiðjakkan- um sínum og buxunum, sem Krisy hafði hreins- að. Karólína, sem var á Geneva, var eins og hluti af hestinum. Hún sat léttilega og örugg- lega og Sue horfði undrandi á hve vel hún sat í söðli — það gat hún ekki gert sjálf. Hún vildi halda sér me3 fótunum — en það var líka dá- lítið hættulegt, því Jeremy gamli tók það sem bendingu um að stökkva. Það yrði hún að muna. Jeremy horfði ánægður í áttina til hennar, Geneva dansaði af gleði, Lij kom til að hjálpa henni á bak og hún veifaði ánægð þar sem hún stóð við þakdyrnar. Þau veifuðu öll aftur og riðu af stað. Veðrið var gott. Dálítið kalt á þessum tíma árs en lygnt. Allir áttu að hittast á malbornu torg- inu fyrir framan hið fallega og stóra hús Ruby- ar og Wats. Hún var ekki góð reiðkona og langaði ekki til að vera það, en henni þótti gam- an á hestbaki. Brakið í hnakknum, vindurinn sem straukst um hár hennar og eftirvæntingin höfðu góð áhrif á hana. Anægjan hafði sléttað áhyggjuhrukkurnar á andliti Karólínu og hún beygði sig fram og klappaði Geneva bliðlega á hálsinn. Woody gat varla stillt sig um að reyna hvað lánshesturinn gæti farið hratt. Hann sagði Sue, að þetta væri yndisleg skepna og bætti einhverju við um að hestar væru eins og skip. Það er liklega rétt, hugsaði Sue. Ef til vill finnur maður á hestbaki til einhverrar meiri sælu en líkamlegrar vellíðunnar og ánægjunnar af að hreyfa sig. Það er ef til vill gleði yfir að vera svo nálægt jörðinni og skapara hennar. Hún sagði þetta ekki við Woody, sem hefði áreiðanlega sprett úr spori og skammazt sín fyrir, að hún skyldi geta látið svona rugl út úr sér. Þau riðu inn á landareign Luddingtons. En hvað ég hefi saknað alls þessa, hugsaði Sue. Þetta er landið mitt og vinir mínir. Rauð- cg svartklæddu reiðmennirnir, og hestarnir, sem voru ánægðir og eftirvæntingarfullir og vissu hvað var i vændum — voru allir í einni bendu í rykinu sem þyrlaðist upp. Karólína renndi aug- unum yfir hundahópinn, því hún hafði valið þá og æft þá að nokkru leyti. Þeir biðu nú með eftirvæntingu eftir merki frá henni. Dobberley-veiðarnar voru ekki aðalveiðarnar, svo ekki tóku aðrir gestir en Woody þátt í þeim, en allir meðlimirnir voru þarna og þeir sögð- ust allir hafa sömu skoðun um þær og Karó- lína. Þeir söfnuðust allir kringum Karólínu, Woody og Sue. Bob Hallock kom og tók þegj- andi í höndina á henni. Jed var að tala við for- ingja veiðanna. Hann veifaði og kom í áttina til þeirra, en einhver stöðvaði hann, auðsjáanlega

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.