Vikan


Vikan - 12.06.1952, Page 12

Vikan - 12.06.1952, Page 12
12 VIKAN, nr. 23, 1952 til að óska honum til hamingju. Kamilla sat bein og glæsileg í söðlinum og glímdi við hest sinn. Hún veifaði glaðlega til Sue. Áður en Jed komst alla leið til þeirra var lagt af stað og Sue hélt á eftir Karólínu og Woody. Jed, sem reið á undan, sneri sér við og veifaði. Fitz sást hvergi. Sue svipaðist um eftir honum og talaði róandi við Jeremy, sem var orðinn óþolinmóður af öllum þessum undirbúningi. Þau riðu framhjá Luddingtonskóginum —• það kom öllum saman um að gera — nema auðvitað ef hundarnir leiddu þau þangað seinna. Þau riöu yfir Luddington- engið og stönzuðu, þegar temjarinn safnaði hundunum saman framan við nokkra runna og bakka. Ruby reið svo hratt til þeirra að Jeremy hrökk við. Sue sat hann og Ruby sagði: „Þú ætt- ir að binda rautt band í taglið á honum. Ég vissi ekki að hann er slægur.“ „Það er hann heldur ekki,“ sagði Sue móð af að halda aftur af Jeremy, sem hélt áfram að iða undir henni. Ruby var falleg og tignarleg með dökkt hár- ið tekið í stóran hnút í hnakkanum og í svört- um reiðjakka. „Mér finnst, að ég eigi að segja þér, Sue, að ég er næstum því ánægð yfir þessu sem kom fyrir Sam Bronson — mér hefur aldrei likað við hann.“ „Hlustið þið,“ sagði Karólína og horfði hvasst. á kjarrið nokkra metra í burtu. En Ruby hélt áfram, meðan Jeremy iðaði hræddur. „Það útskýrir allt. Ég var ekki viss um að það væri rétt'af Wat að leggja svo fast að ykkur að taka þátt í veiðunum í dag, en nú sé ég að hann hafði rétt fyrir sér. Veiztu hvað," hélt hún áfram dreymandi, „þetta minnir mig á daginn sem Ernestína var drepin." „Þetta er Rambler, hlustið þið á,“ sagði Karó- lína hvasst. „Þegiðu nú Ruby. Rambler mistekst aldrei." Það heyrðist hátt hvellt ýlfur inni í kjarrinu. Eæði Karólína og Rambler höfðu rétt fyrir sér. Þessu var svarað af annarri rödd og aftur ann- arri. Reiðmennirnir tóku í taumana og biðu æst- ir. Hjarta Sue sló hraðar, hún var bæði ánægð og hrædd. Allt í einu hljómaði flautan, há og hvell. Á þessu augnabliki hætti Sue alltaf að vera hún sjálf, Sue Poore, og varð einhver allt önn- ur, sem ekki hafði tíma til að hugsa um neitt annað en að halda sér á hestinum og reyna að muna ráðleggingu Karólínu: „Ríddu ekki beint af augum — ákveddu hvert þú ætlar." Hún þaut yfir engið og fann fremur en sá hvernig hitt reiðfólkið dreifðist. Einhver hafði séð refinn. Hún sá snöggvast veiðimann, sem stóð með hattinn á lofti við bugðuna á veginum. Þau eltu refinn yfir engið og heiðina. Hann skreið undir girð- ingu og hundarnir á eftir. Það sást ekki annað en þyrping af brúnum og hvítum skottum sem hreyfðust ákaft. Sýndu hestinum hindranirnar. Eins og venjulega fékk hún kökk í hálsinn, um leið og Jeremy stökk og kom glæsilega nið-' ur hinumegin. Hann var ekki lengur haltur, Þau voru nú nálægt setri Bob Hallock og riðu inn yfir akrana. Veldu þér skurð með vatni í — þeir eru erfiðastir. En hér voru engir skurð- ir með vatni í, og nú beygði refurinn til hliðar og Jeremy elti á fleygiferð. Sue fannst hún ekki geta dregið. andann. Nú riðu þau til baka í gegn- um mjög blautt engi. Þau fóru hægar, en hún gat hvorki komið auga á Woody né Karólínu. Hvítt og svart, stökkvandi hestar og hundar, allt var á ringulreið. Refurinn lét þau elta sig inn í Luddington- skóginn. Þau voru komin þangað áður en Sue áttaði sig, því hún var svo önnum kafin við að stjórna Jeremy •— ríddu hægt gegnum skóginn, hægt gegnum skóg — og á næsta augnabliki voru allir litir og allur hávaði horfinn bak við hálf- útsprungin grenitrén. Sue hægði ferðina. Jeremy kunni ekki við það og kastaði höfðinu til. Hún kom að læknum, sem hún hafði stokkið yfir á leiðinni til dr. Ludding- tons og áður en hún gat farið eftir ráðlegging- um Karólínu hafði Jeremy stokkið svo hratt yfir, að hún var næstum dottin af baki. Grein- arnar slógust í andlitið á henni og hatturinn var næstum dottinn. Hún stanzaði Jeremy, honum til mikillar reiði. Hana verkjaði í handleggina þeg- ar henni tókst loksins að láta hann standa kyrr- an. Hún sat kyrr, til að ná andanum og laga hattinn. Hún hlustaði. Eftir hljóðinu að dæma, höfðu veiðimennirnir beygt til hægri út á bakk- ana. Hún sneri sér við og áttaði sig á því, sér til mikillar gremju, að hún hafði dregizt aftur úr. Karólína og Woody, sem var betri nemandi en hún hlutu að vera langt á undan. Þau myndu verða viðstödd „drápið" og hún vonaði hálft í hvoru að refnum tækist að sleppa. Allt í einu varð hún vör við, að hún hafði ekki ein dregizt aftur úr. Hún heyrði i reið- manni einhversstaðar inni í skóginum. Hún varð ekki hrædd strax. Hann hafði bara orðið á eftir eins og hún sjálf. Hún sagði eitt- hvað við Jeremy og hann lagði hægt af stað yfir ójöfnurnar. Hinn reiðmaðurinn dró úr ferðinni. Jeremy . reisti skyndilega höfuðið, sperrti eyrun, og fór að hlaupa. 21. KAFLI. Sue hélt sér dauðahaldi. Jeremy flaug yfir lækinn aftur eins og fugl og augnabliki seinna voru þau komin út úr skóg- inum og þutu yfir engin. Láta hann aðeins hlaupa, láta hann hlaupa, þangað til hann verður rólegur. Hún varð óljóst vör við að annar reið- maður kom á móti henni, ekki frá skóginum, heldur úr hinni áttinni. Reiðmaðurinn, sem var í rauðum jakka, reið upp að hlið hennar, Jeremy dró úr ferðinni, og stanzaði að lokum titrandi og móður. Sue klappaði Jeremy með skjálfandi hendi og talaði við hann hálkæfðri röddu. Fitz kom til hennar: „Er nokkuð að þér, Sue?“ Hún kinkaði kolli. „Hvað varð hann hræddur við?“ Hún benti inn í skóginn: „Það var reiðmaður þarria — mjög nálægt . . .“ „Bíddu hérna." Hún hafði nú jafnað sig og lét sig renna af baki. Eins og venjulega fannst henni mjög hátt til jarðar. Hún teymdi Jeremy og lagði af stað með hann um leið og hún talaði lágt og róandi við hann. Eftir augnablik kom Fitz út úr skóg- inum: „Hver var það?“ spurði hún. „Það veit ég ekki. Hann var horfinn. Ég hefði átt að gæta þín betur. Ég elti þig, þvi ég hélt að ef það væri einhver, sem er með á veiðunum í dag — en svo var ég allt í einu kominn á slíka ferð að ég missti sjónar á þér.“ Hann fór af baki og lagði höndina á sveittan háls Jeremys: „Hann er orðinn rólegur aftur, Sue. Viltu halda áfram? Viltu ekki koma yfir að húsi dr. Ludd- ingtons með mér? Það er ekki langt í burtu og veiðimennirnir eru komnir yfir að Piney Ridge. Lofaðu mér að hjálpa þér . . .“ Jeremy var nú eins rólegur og gamall vagn- hestur. En Sue gat ekki hætt að horfa á eyru hans, þegar hún var komin á bak. Þau riðu bæði gegnum skóginn, i áttina að húsi dr. Ludding- tons: „Fitz, allir halda að það hafi verið Sam Bronson," sagði hún, „blöðin og lögreglan . . „Já, að minnsta kosti láta þeir alla halda að þeir trúi því. Og eitt er áreiðanlegt. Þú verður að hegða þér eins og þú trúir því. Því ef einhver sem er hræddur og heldur að þú vitir of mikið — ef þú gætir sannfært þennan mann um að þú haldir að það sé Sam Bronson, að þú efist ekki um það — í stuttu máli sagt, ef þú gætir sannfært þann, sem var í Furuskógi þennan dag um að þú trúir að það hafi verið Sam Bronson, þá hefði þessi umræddi maður ekki nokkra ástæðu til — þú yrðir öruggari. Vona ég,“ bætti hann við. „Fitz, þú ert á svipinn eins og — hvað held- ur þú sjálfur? Getur það hafa verið Bronson?" „Ef ég segði þér hvað ég held núna, myndir þú . . . hérna eigum við að fara yfir. Sýndu mér hvar þú sást reiðmanninn um daginn." Hún sýndi honum það eins nákvæmlega og hún gat. Þau riðu upp að húsi dr. Luddingtons, en nú reið Fitz á undan, svo hún gat ekki talað við hann. Þau riðu að hesthúsinu og að hurðinni, þar sem Sue hafði stigið af baki og Jeremy frísaði og tifaði. Fitz tók í tauminn og sagði Sue að fara af baki. Hún opnaði hurðina og Fitz reyndi að teyma Jeremy inn, en hann vildi ekki Til vinstri: Það er þrístungið í gegnum eyrun á konum af Castlerosso-ættbálknum. — Efst til hægri: Risakolkrabbinn var álitinn ímynduð skepna, orðin til í frásögum sjómanna, þangað til 1870. — Neðst til hægri: Hver er þyngd Lithium, sem er léttasti þekkti málmurinn? Málm- urinn hefir helmingi minni eðlisþyngd en vatn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.