Vikan


Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 12.06.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1952 13 Með hœversku Hún hafði þegar vaiið úr glæsi- legum vörum verzlunarinnar ótrú- lega dýrt ilmvatniSglas og næfur- þunna nælonsokka. Hvað ætli hún taki næst? Ungur, laglegur maður í snjáðum íötum spurði sjálfan sig þessarar spurningar og elti hana í hæfilegri íjarlægð. Hann þekkti hana ekki, en hafði komið auga á hana fyrir nokkr- um minútum, þegar hann átti leið gegnum snyrtivörudeildina. Hver hef ði ekki veitt þessari barna- legu og fallegu stúlku athygli ? Hún var há, ljósrauðhærð, glæsileg, með vöxt eins og filmstjarna og nælon- klædda fætur af þeirri gerð, sem hefur sömu áhrif á karlmannsaugu og tveir sterkir segulpólar. Hvílíkt andlit — það var eins og draumsýn. Hann hrökk við þegar hann kom auga á hana, einmitt um leið og hún tók litla glasið með dýrmætu, ilmandi dropunum, sem var til sýnis innan um hin ilmvatnsglösin á borðinu. Pyrst datt honum í hug að ganga strax til verks á venjulegan, hæ- verskan og árangursríkan hátt — eða átti hann að virða hana örlítið nán- ar fyrir sér? Hann tók síðari kost- inn. Og þegar hún gekk út úr ilm- vatnsdeildinni var hann á hælunum á henni. Næst valdi hún sokkadeildina, þar sem hún var svo heppin að eignast nælonsokka. Því næst stefndi hún — og hann á eftir — niður stigann að eldhúsáhalda-deildinni á fimmtu hæð. Gat það verið að hún hefði áhuga á einhverju þar? Hann var að hugsa $&n; Síðasti sjens: það er seðlaveskið, sem ég vil fá! um, hvort ekki væri kominn tími til að hefjast handa. Hún hafði auðsjá- anlega ekki orðið vör við hann enn- þá en . . . Hvað var nú þetta? Hann hrökk upp af hugsunum sínum. Hann sá hana þjóta, eins og gripna skyndi- legu hugboði, að lyftunum, sem auð- velda samgöngurnar milli átta hæða verzlunarinnar. Og henni tókst að smjúga inn, áður en lyftudrengurinn lokaði hurðinni. Gramur eins og veiðimaður, sem sér dýrmæta bráð sleppa, horfði hann á litlu rauðu lampana utan við lyftuna. Nú kvikn- aði á f jórðu hæðar lampanum og nú þriðju hæðar. Svo hún var á leiðinni í húsgagnadeildina. Pjandinn hafi það . . . hann bölv- aði með sjálfum sér. Myndi hún hverfa svona fyrir augunum á hon- tim ? Nei, það skyldi hún ekki gera. Viðskiptavinir og afgreiðslufólk horfði undrandi á hann, þegar hann hljóp að stiganum, sem hún hafði lokkað hann upp í. Og oftar en einu sinni lá við að hann stæði á höfðinu, þegar hann þaut, með vaxandi hraða, niður stigann. En hann dró samt sem aður ekki úr ferðinni. Þvert á móti. Eftir ótrúlega skamman tíma stóð liann lafmóður í fólksmergðinni á neðstu hæð. Hann leitaði ósjálfrátt við inngang- inn. Var hann of seinn, þrátt fyrir allt? . . . Nei, svei mér þá, þarna var hún, á leiðinni að sveifluhurð- inni. Án þess að líta til hægri eða vinstri ruddist hann gegn fólksstraumnum, þar sem allir virtust vera á leið í hina áttina. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að biðja afsökunar, þegar hann steig ofan á einhvern — og það gerði hann oft. Hann hugsaði eingöngu um að ná henni, áður en hún kæmist út og hyrfi fyrir fullt. og allt inn í mannþröngina fyrir utan. Hann náði henni á síðasta augna- bliki. Hún var aðeins nokkra metra frá dyrunum. Og án þess að hika tók hann í handlegginn á henni og sagði kurteislega: „Ég held ekki, að þér hafið veitt þvi athygli, ungfrú, að ég hefi elt yður síðan þér voruð í ilmvatnsdeildinni — og vitið þér hvers vegna?" Hún stanzaði undir eins. Svo leit hún á hann með sægrænum augun- um og sendi honum kuldalegt augna- ráð, sem hefði vaí'alaust rekið alla aðra í burtu. ,,Nei, og mig langar ekki til að vita það. Viljið þér gjöra svo vel að láta mig í friði." Hún sagði þetta eins frávísandi og hægt var að segja það. , En í stað þess að gefast upp, greip hann fast og næstum ruddalega um úlnliðinn á henni, þegar hún ætlaði að halda áfram. Svipur hans var grafalvarlegur þegar hann sagði: „Alls ekki, ungfrú. Ég er leynilög- reglumaður verzlunarinnar — og þegar ungar stúlkur taka dýrt ilm- vatn og nælonsokka án þess að borga þá, get ég hreint ekki látið þær í friði." Úr ýmsum áttum — Hal Denever leikur þá list að kasta hnífum, og honum finnst þrjú slys á sextán árum þremur slysum of mikið. Hann kastar hnífunum um- hverfis stúlku, sem stendur upp við þil, og nýlega skarst einn lokkur af stúlkunni, sem er svissnesk að ætt- erni og heitir Olga. En þetta var Olgu að kenna, því að hún hreyfði sig. ,,Það var könguló að skríða upp kálfann á mér," sagði hún. Þar áður fékk hún hníf í mjöðmina. Það var líka af því að hún hreyfði sig. Denever hefur kastað hnífum í sextán ár. Hann skiptir sýningum sínum niður í þrjú atriði og í hverju atriði varpar hann tólf hnífum að stúlkunni. Hnífarnir eru sextán þuml- ungar að lengd, vega hver um sig eitt og hálft pund. Þeir eru mjög oddhvassir. Þegar Olga er spurð, hvort hún sé ekki hrædd meðan hnifunum er kastað, svarar hún: ,,Nei alls ekki. Ég nýt spenningsins." BIBLlUMYNDIR 1. mynd: Móses kom niður af fjall- inu og sagði fólkinu írá lögmálum Guðs. ,,Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hé- góma ? 2. mynd: Þegar Jesús talaði við mannfjöldann sagði hann: ,,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en þú skalt halda eiða þína við Drottinn. Þér eig- ið alls ekki að sverja, hvorki v'ið himininn, því hann er hásæti Guðs, né við jórðina, þvi hún er skör fóta hans, ekki heldur við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs." J& £ 3. mynd: Og Farísearnir og fræðl- mennirnir spyrja hann: „Hvi fylgja lærisveinar þinir ekki erfikenningu fyrri tíðar manna, heldur neyta mat- ar með vanhelgum höndum? Hann svaraði þeim, að þeir væru hræsnar- ar, sem heiðruðu Guð með vörunum, en hjarta þeirra væri langt í burtu." 4. mynd: Er Jesús var á stað nokkrum að biðjast fyrir, bað einn lærisveinanna hann um að kehna þeim að biðja og Jesús sagði: „Er þér biðjið fyrir þá segið: Faöir, helgist nafn þitt, komi ríki þitt." ÚKRADDARINN FRÆKNt Allt í einu sá hann fram undan sér risa einn mikinn, sem sat í makindum á stór- um steini. Risinn leit við honum og sagði: ,,Þú ert nú meiri sperð- illinn." En skraddarinn benti á beltið, og þá gat risinn séð, að þetta var enginn væsk- 111. „Þá hlýtur þú þetta eftir mér," inn, tók upp stein svo vatnið draup geta leikið sagði ris- og kreisti, úr honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.