Vikan


Vikan - 12.06.1952, Page 14

Vikan - 12.06.1952, Page 14
14 VIKAN, nr. 23, 1952 Fyrsta miðdegis.... j Framhald af bls. 4. Charles var í baði þegar fyrstu gestirnir komu, en fimm mínútum seinna var hann kominn í smoking og hristi kokkteil handa gestunum, sem auðvitað komu allir tímanlega í þetta sinn. Hve lengi geta menn staðið og drukkið kokkteil. í>au yrðu að biða eftir hrognunum, sem Simpson- verzlunin hafði lofað að senda með sérstökum sendli. Það kom í ljós, að Albino forstjóri var lítill, elskulegur maður. Hann gaf Sonju blóm. Það var þó huggun í því, að hann var elskulegur. Að lokum komu hrognin og Sonja fór fram. Charles opnaði dyrnar og allir settust til borðs. Nokkrir einkavinir Westons hrukku við, þegar þeir sáu borðið, en Albino brosti. „En hvað þetta er skemmtilega skreytt,“ hróp- aði hann (Charles roðnaði). „Það eru engin tvö glös eins. Þetta verð ég að segja konunni minni. Þetta er frumleg hugmynd." „Já, fj'rst fáum við . . .“ „Charles fékk ekki að ljúka setningunni. Sonja stóð í dyrunum og setti fingurinn aðvarandi á munninn. Þegar hann þagnaði, hélt hún áfram: „Pyrst fáum við fiskflök . . . Charles, viltu sækja fatið fram,“ og hún byrjaði að kveikja á kertunum. „Við höfum gleymt brauðinu," hvíslaði hún þegar hann gekk fram hjá henni. „Við verðum að bíða með hrognin þar til seinna í kvöld, við getum hringt í verzlunina núna.“ „Stúlkan okkar varð auðvitað fyrir óhappi,“ sagði Sonja hátt. „En ég vona að þetta verði samt sem áður skemmtilegt . . . viljið þér Rín- arvín eða franskt vín, Tittleton forstjóri ?“ „Það verður indælt að fá eitthvað að borða," sagði Albino. „Ég þoli ekki þennan illa tilbúna mat á hótelinu.“ Blóðið næstum storknaði í æðum gestanna við að heyra ömurlegt ýlfur. „Afsakið," sagði Sonja, „þetta er hundurinn." En hún vissi ekki af hverju hundurinn ýlfraði. Hún hljóp fram í eldhúsið og Tittleton á eft- ir. Þar lá Charles á hnjánum á gólfinu og var að skafa fiskflök í humarsósu upp af gólfinu." „Hvað hefirðu gert?“ Sonja beit í varirnar og Charles vissi, að hann myndi elska hana alla ævi fyrir að hlæja næst- um eðlilega og vera róleg . . . „Eg rann og fatið datt úr höndunum á mér . . .“ stamaði hann ruglaður. Hann leit á Tittleton. Hann var ekki nærri eins vingjarnlegur og hann hefði átt að vera. Hann var á þessu augnabliki fremur reiður hús- bóndi en gestur. „Þá getum við ekki annað gert, en að byrja á næsta rétti," sagði Sonja. „Það getur ekki verið neitt að gæsinni“, og hún opnaði ofninn. Þarna lá gæsin, böðuð feiti, ljósbrún, mjúlc og falleg. Charles hellti vini í glös gestanna. Eftir fimm mínútur kom Sonja inn með gæsina umkringda fallegum, brúnum kartöflum og heitri sósu. Hún er bezta húsmóðir heimsins, hugsaði Charles. Albino brosti enn. Hann var góðhjartaður maður, en enginn engill. Brosið var dálítið stirt. Svipur Tittletons var eins og óveðursský . . . „Jæja,“ sagði Sonja og brosti blíðlega, „nú getum við byrjað.“ Hún stakk gafflinum í gæs- ina og ætlaði að fara að skera hana, þegar hún rann út af diskinum, yfir borðið og í kjöltu Albino forstjóra. Þaðan rann hún niður á gólf, þar sem hundurinn tók hana. Þetta var of mikið fyrir Sonju. Hún seig nið- ur á stólinn með tárin i augunum. Tittleton var reiður. „Afsakið," sagi hann, „en tími minn og Al- binos forstjóra er of dýrmætur til að eyða hon- um í svona heimskupör. Eg sting upp á þvi að við förum á einhvern stað, þar sem . . .“ „Augnablik!" sagði Charles örvæntingarfullur. KROSSGÁTA VIKUNNAR 626. mótsgóð (forn ritháttur). — 32. rugl. •— 34. druslu. — 36. vantrúin. — 38. fangamark félags. — 39. æði. — 40. bókblindur. — 41. mannsnafn. — 42. ókostir. — 44. vörur. — 46. vendi. — 47. gælunafn. — 49. vamarlaus. — 51. tegund karl- manns, þf. — 53. eyktarmark. — 55. hristi. — 57. æðir. — 59. hlaupi. — 61. fæða. — 62. ættar- nafn. ■— 63. æði. — 66. upphrópun. — 68. frum- efnistákn. Lóðrétt skýring: 1. nes. — 2. frost í lim, þgf. — 3. tré. ■— 4. borða. — 5. op. — 6. íþróttafélag. — 8. keyra. —- 9. þyngdareining. — 10. veitt vernd. — 11. önn- in. — 12. lærði. — 13. tónaröð. — 16. ólíkt. ■—• 19. líkamshluti. — 21. veit ánægju. — 24. ginni. — 26. gróðurreitur. — 29. á báti, þf. — 31. við- Lárétt skýring: 1. öfug. — 7. kunnugt. — 14. svik. — 15. gras- svörður. — 17. fylgj- endur stjórnmálastefnu. ;— 18. skilningur. — 20. láta. — 22. ræma. — 23. krydd. — 25. tunga. — 26. tré. — 27. for- skeyti. — 28. skamm- stofun í verzlunarmáli. — 30. látinn utanríkis- ráðherra. — 32. lindi. — 33. skorningur. — 35. friðurinn. — 36. hjálparsögn. — 37. feng- ur (forn ritháttur). — 39. mjög. — 40. skap- stilltir. — 42. heims- hluti. — 43. þreytt. — 45. fugl. — 46. sker. — 48. ílát. — 50. tónn. — 51. himneska veru. — 52. gap. — 54. fanga- mark félags. — 55. vatn. — 56. fangamark félags. —- 58. helgirit. — 60. glæni. — 62. vökna. — 64. líkamssvæði. — 65. án nokkurs félaga. —• 67. — 70. blaut. — 71. úr. málmhúða. — 69. band. Lausn á 625. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. meis. — 5. óbó. — 7. baga. — 11. klif. — 13. auga. — 15. Áki. — 17. rostung. — 20. urð. — 22. toll. — 23. rúinn. — 24. stör. — 25. ull. — 26. alr. — 27. gat. — 29. ina. — 30. skán. — 31. aðal. — 34. leita. — 35. niðar. ■— 38. sjal. — 39. gína. — 40. flakk. — 44. djásn. — 48. agar. — 49. rasi. — 51. rok. — 53. afi. — 54. aða. — 55. bak. — 57. okar. — 58. ask- ur. — 60. peli. — 6R kar. — 62. Artemis. — 64. ill. — 65. foli. — 67. rögn. — 69. sagt. — 70. smá. — 71. láni. Lóðrétt: 2. ekill. — 3. il. — 4. sir. — 6. bati. — 7. bug. —- 8. ag. — 9. Gauti. — 10. gátu. — 12. forlát. — 13. annaði. — 14. aðra. — 16. koli. — 18. súrna. — 19. ungan. — 21. röng. — 26. aki. — 28. tað. — 30. sella. — 32. lagsi. — 33. ást. — 34. laf. — 36. Rín. — 37. hal. — 41. aga. — 42. kafari. — 43. Krist. — 44. draum. — 45. jaðrir. — 46. Ása. -— 47. þoka. — 50. fall. — 51. roka. — 52. karfa. — 55. beinn. — 56. kili. — 59. keim. — 62. alt. — 63. söl. — 66. og. — 68. gá. „Augnablik, forstjóri. Það bezta er eftir. Búð- ingurinn er eftir. Búðingurinn okkar." Hann hljóp fram í eldhúsið og hellti ávöxtun- um með kandíssykrinum yfir bezta búðinginn frá Tittleton-verksmiðjunni. Það var dauðaþögn meðan Charles setti skál með búðingi fyrir framan hvern gestanna. Jafn- vel Albino lét ekki á sér bæra og þorði ekki að líta framan í Sonju eða Charles. Sonja hafði farið með hann fram í baðherberg- ið og nuddað úr fötum hans með votum klút. „Eg hef ekkert borðað síðan I morgun,“ muldr- aði hann við borðfélaga sinn . . . Hvort það var eftir eða þrjár skeiðar af búð- ingi sem andlit Albinos fór að Ijóma, það fáum við aldrei að vita. Því hann réðist á búðinginn með áfergju og gleypti hann eins og hundur gleypir pylsu. Gulir búðingsbitarnir hurfu upp í hann eins og hnetur í apa. Hann þurrkaði sér um munninn og sagði móð- ur: „Eg skil þetta ekki — mér hafa aldrei þótt góðir búðingur — en þessi, þetta er ekki búð- ingur, þetta er lostæti. Þetta er, — ég á ekki orð til að lýsa því >— stórkostlegt. Er hann frá Tittleton ?“ „Já, hann er það,“ sagði Charles, „þetta er búðingurinn, sem kostar 87 aura kílóið og við gefum 16%% afslátt ef þér kaupið yfir 100 kassa og 2% afslátt fyrir staðgreiðslu. „Ég var óttalegur kjáni, Weston. Afsakið mig. En við, gömlu mennimir, verðum að læra af unga fólkinu. En þið lékuð þennan gamanleik svo vel, að ég hélt í raun og veru að maturinn hefði eyðilagzt óviljandi . . . nú skil ég auðvitað að það var af ásettu ráði gert . . . og það er ágætis hugmynd. Svöngum manni finnst allt gott. Bezti matur, sem ég hefi smakkað var kartöflugrautur, sem ég fékk í stríðinu eftir þriggja daga sult . . . og hvað framtíð yðar viðvíkur hefi ég ákveðið að . . . O. s. frv. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Hildigunnur Starkaðardóttir. I Njálu. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Lofsteinar falla með geysilegum hraða, og núningsmótstaða loftsins veldur því, að steinninn glóhitnar og brennur. 2. Synir Halls á Síðu voru þeir Þorsteinn og Egill, Þorvaldur og Ljótur og Þiðrandi, þann er sagt er, að dísir vægi. 3. Það er að böðlast áfram. 4. 11. apríl, 1924. 5. Fingurbjörg. 6. Þær eru að jafnaði gerðar úr ógerjuðu hveitimjölsdegi, sem flatt er út í þunnar skifur og steikt. síðan eða þurrkað við háan hita. 7. Gloria Swanson. 8. Heilinn vegur 1300 g. í manni, 600 g. I hesti. 9. Ekki er óalgengt hestar verði 20—30 vetra, og til eru dæmi um, að hestar hafi orðið fimmtugir. 10. 18. ágúst 1786.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.