Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 24, 1952 PÓSTURINN Það skýrir ef til vill hve fljótt hún varð fræg filmstjarna að hún hefur leikið stúlk- ur af fjölmörgum þjóðernum, kin- verskar, pólskar, arabiskar o. s. frv. Hún er líka sjálf af mjög blönduðu þjóðerni, því hún er af frönskum, írskum, spönskum og sænskum ætt- um, menntuð í Sviss, talar frönsku og er gift Rússa. Gene Tirney er fædd í New York 20. nóvember 1920 og alin upp á fremur ríku amerísku heimili. Fjöl- skylda hennar var á móti því að hún gerðist leikkona, en faðir henn- ar gaf samþykki sitt og trúði því að liún, gæfist upp. En hann gleymdi að talia tillit til fegurðar dótturinnar, sem strax útvegaði henni hlutverk. Gene leikur oft vondar konur, sem . gera allt til að fá vilja sínum fram- gengt. Bezta mynd hennar er talin vera Lára. Aðrar myndir, sem hafa verið sýndar hér eru: Dragon Wyck, Vofan og frú Muir, Látum drottinn dæma o. fl. Gene Tierney er 5 fet og 5 þuml- ungar á hæð, hefur rauðbrúnt hár og græn augu. Gene Tierney j Tímaritið SAMTÍÐIN ■ ■ Flytur snjallar sögur, fróðlegar : greinar, bráðsmellnar skopsögur, : iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. ■ 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. ■ Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. ■ Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. RRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Hér er bréf frá ástralskri stúlku, sem kynnzt hefur frú Edith Guð- mundsson, og þyrstir í fróðleik um Island: Dear Icelandic boys and girls, I am an Australian girl aged six- teen, and I would like to correspond with an Icelandic boy or girl about my own age. Recently, an Icelandic lady, Mrs. Godmunson, visited our town and told us some interesting facts about Ice- land, and showed us some films, but I would like to learn more, because Iceland is so different to Australia. If you would like to write to me, here is the address. Miss Ruth Yorrell. 1 Dalley Street, Junee, New South Wales, Australia. Atli örvar (við ungt fólk 13—16 ára), Brimhólabraut 9, Vestmanna- eyjum. Örn Einarsson (við ungt fólk 15—17 ára), Faxastíg 4, Vestmannaeyjum. Elsa B. Jósepsdóttir (við pilta 17— 30 ára, mynd fylgi), Breiðabóls- stað, Skógarströnd, SnæSellsnes- sýslu. AÐALFUIMDLR Aðalfundur tjtvegsbanka Islands h.f. verður haldinn í húsi bank- ans í Reykjavík föstud. 20. júní 1952, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Crtvegsbank- ans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikriingsuppgerð fyrir árið 1951. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjómar fyrir reikningsskil. 4. Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra varafulltrúa í fulltrúaráð. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 16. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hluta- bréfin séu sýnd. Gtibú bankans hafa umboð til að athuga hluta- bréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 16. maí 1952. F. h. fulltrúaráðsins Stefán Jóh. Stefánsson. LArus Fjeldsted. Brúðuheimili Ibsens í Þjóðleikhúsinu. Frú TORE SEGELCKE leikur Nóru. 1 byrjun júní gerðust mikil tíðindi í Þjóðleikhúsinu. Fyrst sýndi danski leikflokkurinn afbragðsleik, en varla voru sýningar þeirra niður fallnar þegar Brúðuheimili Ibsens var frum- sýnt með eina ágætustu leikkonu Norðmanna í hlutverki Nóru. Svona heimsóknir væru vel þegnar á hverju vori. Þeim fylgir hressandi þytur. Frú Tore er óvenjuleg leikkona, yfir- máta eðlileg í fasi og öllum leik, hún otar ekki tækni sinni framan í áhorf- endur, heldur dylur hana. Það var mikill lærdómur að sjá hana leika. Ekki er gott að segja hversu oft hún hefur leikið Nóru, það hlýtur að skipta mörgum tugum, því að fyrst lék hún Nóru 1936, síðan hefur hún oft leikið hana, bæði heima og er- lendis. Meðal annarra hlutverka hef- ur hún svo leikið Heilaga-Jóhönnu í leikriti Bemards Shaws, Ófelíu i Hamlet og Regínu í Afturgöngunum. Hún er ein mikilvirtasta leikkona Norðmanna, viðurkennd afbragðs- leikkona um alla Skandenavíu og ef til vill víðar. Óhætt er að fullyrða hún hafi unnið sér hérlendis þá hylii sem seint dvínar. Haraldur Björnsson stjórnaði æf- ingum innlendu leikaranna þangað til frú Tore kom, auk þess lék hann eitt af stærri hlutverkunum, Krog- stad, af mikilli prýði, og var sá eini hinna íslenzku, sem hafði algjörlega i fullu tré við frúna. Valur Gislason lék eiginmann hennar, Helmer. Ind- riði Waage lék Rank lækni og Arn- dís Björnsdóttir frú Linde. Ibsen ritaði Brúðuheimilið suður í Rómu 1879. Með því hóf hann raun- sæja leikritagerð upp í það öndvegi sem hún hefur ekki hrapað úr síðan. Leikritið fjallar um hina sígildu við- leitni einstaklingsins til að hefjast til manndóms. Nóra sviptir frá sér blekkingunni og stigur nakin fram fyrir raimveruna. 1 leikslok kann hún engan mun á réttu og röngu, brjóstvit hennar sjálfrar annarsvegar, blind trú á yfirburði eiginmannsins hins- vegar gerruglaði hana í ríminu. Jafn- tram stakk Ibsen á einu sollnasta kíli samtímans, hinni siðferðis- og efnahagslegu undirokun konunnar, þeirri lygaást hjónabandsins sem reyndist stækasta eigingirni þegar skyggnzt var niöur í kjölinn. Um þetta leyti rikti alger karlastjórn i Evrópu, karlmenn mótuou siðferðis- lögmálin, þeirra sjónarmið giltu. Konan var tæplega talin skynsemis- vera, hún skyldi ala börn og vera eiginmanninum til glingurs, líkt og brúður börnum. Ibsen sótti efnið til kvikunnar. Þess vegna varð svo mik- ill styr um leikritiö, fláræðið var af- hjúpað. Það þurfti enga hurðarskelli, heldur hógdræga túlkun. Og leikritið ritaði hann á eðlilegu hversdagsmáli sem þó laut leikrænum lögmálum, það var auðskilið hverju barni. E. E. H. Valur Gíslason sem Helmer, Tore Segelcke sem Nóra. Indriði Waage sem Rank læknir, Valur Gíslason sem Helmer, Tore Segelcke sem Nóra. CrR ÍMSUM Attum — Svo sannarlega skulum við hlæja. Það er minnsta óhóf, sem nokkur getur leyft sér. Það kemur blóðinu á hreyfingu, þenur út brjóstkassann, hressir við starfsemi tauganna, hreinsar köngulóarvefina burt úr hugsun okkar og veitir öllu líffæra- kerfinu slíka mögnun, að engin raf- hlaða kemst til jafns við hressandi hlátur. — (Wm. Matthews). Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.