Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 24, 1952 þér. Ég get ekki álltaf lokað augunum, Ef þú hyggst að ljúka dvöl þinni hér með þvi að fremja stórrán ..." „Fjandinn hafi þig, Bill Williams, — hvern heldur þú mig? Ótíndan rummung?" greip Konkvest fram í gremjulega. „Þú þekkir mig þó betur en svo. Ef þig langar til að vera rudda- legur, þá snúðu þér heldur að saurlífisseggnum, höfuðpaurnum. Hamingjan góða!“ Hann þagnaði og dæsti. „Ég vissi, að þú mundir ekki ganga i þessa viðvaningslegu gildru. Einhver minntist á þig við morgunverðarborðið, og þá fór Everdon að hlæja eins og hýena og sagðist skyldi útvega gestunum nýstárlega skemmtun. Hún var sú, að fá þig hingað, koma þér á stað í þjófaleit, og rugla þig svo á allan hátt með lygaþvættingi.“ „Og bjánarnir!“ sagði Davidson með fyrirlitn- ingu. „Ég sagði líka Everdon þetta, en hann er hrokafífl og heldur að hann viti allt. Þú ættir að sjá svikamylluna, sem þeir voru að byggja allan daginn . . . Allan tímann, eftir að skeytið var sent, hafa aulabárðarnir verið að undirbúa þetta. Ég get hugsað, að þeir séu hálfsneyptir núna, greyin." „Þér er víst ekki sama, þó þú segðir mér hvaða meðul þú ætlar að nota handa Everdon?“ „Afsakaðu, Williams.“ „Er þetta nei?“ „Það er nei.“ „Jæja, neitaðu ekki að ég hafi aðvarað þig. Ef þú gengur of langt, þá get ég ekki gert hið minnsta til að hjálpa þér. Við Mac verðum að fara . . ." Williams þagnaði og varð hugsandi á svipinn. „Ef þú þarft að ná sambandi við okk- ur síðar, þá verðum við í Kóngshöfuðs-gistihús- inu. Við ætlum að borða þar og munum ekki hraða burtför okkar.“ „Fallega gert af þér, Bill,“ sagði Konkvest viðurkennandi. „Lofaðu mér bara að enda þetta verk mitt, en að því loknu mun endir verða bund- inn á illvirki Everdons að eilífu. Ég hef allt til- búið fyrir hinn stórfenglega sjónleik.“ „Hvaða sjónleik." „Ég er aftur farinn að verða of opinskár,“ sagði Konkvest þurrlega. „Einn hlut gét ég samt sagt þér: Ég dvelst ekki minútu lengur í þessu húsi en ég er neyddur til. Mér rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég kem ná- lægt Everdon. Ég er að fá sífellt meiri andstyggð á honum og það er að verða mér æ örðugra að leika hlutverk mitt sem hundhlýðinn sam- þykkjandi og dylja tilfinningar mínar. En mér hefur samt tekizt þetta svo vel, að Everdon mundi éta úr lófa mínum; hann treystir mér svo vel, að hann hefur gert mig að trúnaðarritara sínum með fullu valdi.“ „Valdi yfir peningum hans — ha? Og hann er niiljónaeigandi.“ „Enn ertu við sama heygarðshornið, Bill; ég les hug þinn eins og bók, — og þú hefur al- rangt fyrir þér,“ sagði Vígdjarfi ofurhuginn grimmdarlega. „Ég hef engan áhuga fyrir pen- ingum hans. Það hefur tekið mig margar vikur og mikla fyrirhöfn að vinna traust mannsins. Ef hann væri heimskur, væri vandinn lítill. En hann er enginn heimskingi. Hann er slægur og hug- kvæmur — og hugkvæmni hans í sambandi við skemmtanalíf hans vekur andstyggð mina. Saur- lifnaðar- og svallveizlur þær, sem haldnar hafa verið hér, í þessari heiðvirðu gömlu höll, eru þjóðarhneyksli ... og þó hefur aðeins örlítið kvisast út.“ „Er það svo slæmt?“ „Verra. Ég er hreint ekki að ýkja, þegar ég segi ykkur að þetta erkiárans afsprengi hefur eyðilagt líf fjölda glæsilegra ungmenna og meyja. Áhrif hans og athafnir eru hundrað af hundraði framdar í svívirðilegum og siðspillandi tilgangi, og hann hefur getað farið sínu fram vegna hinna gífurlegu auðæfa sinna. Atvikið í sambandi við Bobby Ólífant var bara eitt af mörgum, Bill. Eiturlyf . . . Ég gæti sagt þér frá ýmsu í því sambandi . . .“ „Þú átt við að hann noti eiturlyf?" „Vertu blessaður, — snertir þau ekki. Hann arekkur eins og fiskur, en hann er alltof slung- inn til að neyta eiturlyfja. Nei, það notar hann handa saklausum ungum stúlkum, sem ekki eru nógu leiðitamar. Fjandinn sjálfur, skilurðu ekki fyrr en skellur í tönnunum? Veiztu ekki hvaða áhrif eiturlyf hafa til að buga viðnámsþrek ó- spilltra stúlkna . . . Og það djöfullegasta við þetta allt er, að þegar þær eru á annað borð byrjaðar, þá halda þær áfram — og hann heldur áfram að svala sívaxandi eiturlöngun þeirra. Ég veit um þrjú sjálfsmorð, að minnsta kosti, síð- ustu átján mánuðina, sem hægt er að rekja beint til áhrifa og athafna Everdons." „Þetta tekur út yfir allan þjófabálk," sagði Williams og strauk hendinni um rjóðan vangann.. „Maður gæti vænzt þess að maður af aðalsættum sem sjálfsagt hefur fengið uppeldi í samræmi við þá stöðu sína I lífinu að .bera lávarðartitil, mundi hika við . . .“ „Nei, bíddu nú við! Hvaðan kemur þér vit- neskjan um hið göfuga ætterni ?“ greip Konkvest fram I stuttaralega. „Faðir hans var sannur aðalsmaður, það er rétt, en hann var fátækur og ættaróðalið var að fara forgörðum. Lávarðurinn sálugi kvæntist amerískri miljóneradóttir. Þaðan stafar hinn núverandi Everdon-auður . . . Og veiztu hvað, Bill?“ „Hvað svo sem?“ „Það kom á daginn, að auðkýfingurinn ame- ríski var eigandi og aðaldriffjöðurin i stórkost- legu vínsmyglunarfyrirtæki. Mér skilst að reynt hafi verið' að þagga niður, eins og unnt var, blaðaskrif um þetta hneyxlismál. Að þessu at- huguðu er hægt að gera sér grein fyrir hinu dreggjaða blóði, sem rennur i æðum þessa dánu- manns! Á aðra hliðina er blóð aðalsmannsins — með hneigð til ofstopa og drottnunargirni mið- aldahöfðingja. Á hina hliðina amerísk glæpa- hneigð og ósvífni á hæsta stigi. Óhugnanlegur samhristingur! “ „Nokkurskonar ræningjahöfðingi," sagði David- son. „Fortakslaust," samsinnti Konkvest. „Ef ég gæti gengið eins í berhögg við siði og venjur og Everdon gerir — og kannske dálítið lengra — þá mundi ég taka eitt af gömlu sverð- unum í höllinni hérna og reka hann í gegn. En vegna hinna sljóu og óþjálu lagasetninga nútím- ans mundi það teljast rnorð." „Komdu, Mac — við skulum fara,“ sagði Williams hörkulega. „Við erum ekkert forvitnir lengur?" XI KAPlTULI. Þorpið þegjandalega. Ibúar stóra, dreifbyggða þorpsins Litla Ever- don dottuðu drungalega í húminu, þegar bifreið Bill Williams rann inn á markaðstorgið og stanz- Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Hér er matarkarfan ykkar. Skemmtu þér nú vel i útilegunni með pabba þínum. Lilli: Húrra. Pabbinn: Þú hefur látið góðu, heimabökuðu kökurnar þinar með. Mér þykir þær svo góðar. Lilli: Við skulum borða núna, pabbi. Ég er svangur. Pabbinn: Það er ég líka. Bíddu, ég ætla að velja einhvern stað. N-e-i, þarna er heppilegur blettur. Lilli: Já, en hvar eru kökumar. Merkið: Hætta, aðgangur bannaður. Skotsvæði. Pabbinn: Þetta er þægilegur og skugg- sæll staður, bak við merkið hérna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.