Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 24, 1952 9 FRÉTTAMYNDIR Taylor, amerískur hershöfðingi heilsar Baptiste Piron belgískum hershöfðingja (t. v.) Silvercruys barón, belgíski sendiherrann í Banda- ríkjunum horfir á. Piron var í boði hermálaráðuneytisins á tveggja vikna ferðalag til að skoða bandarískar her- og æfingarstöðvar. Kvikmyndaleikkonan Jan Sterling kyssir Don W. Beeks á sýningar- ferð tii 31. herdeildarinnar í Kóreu. Jan og maður hennar, Paul Douglas skemmtu hermönnunum, þrátt fyrir snjó og byl. Skömmu eftir að þa,u fóru varð herdeildin fyrir stórskotaliðsáhlaupi. Liðþjálfi nokkur frá Michi- gan í Bandaríkjunum æfir sig á nýrri tegund af hriðskota- byssum, seni skjóta fyrir horn. Byssan var endurbætt ef tir beiðni hermanna í Kóreu. Kúl- an er 45 mm. í þvermál og skotin 450 á mín. 82 feta langt skip liggur á rifr einu, mílu austur af Monika i Kaliforníu, síðan það fékk brotsjó á sig í óveðri. Eigandanum Qg skipshöfninni, 11 manns, var bjargað með björgunarköðlum og skipið verður dregið upp, ef það brotnar ekki, áður en veðrið læg- ir við strönd Suður-Kaliforníu. H.-G.-sextettinn Vestmannaeyjum. Frá vinstri, neðri röð: Háraldui' Guðmundsson, stjórnandi, trompet, Gísli Bryngeirsson, klarinett, Árni Elfar, trombon, Gísli Brynjólfsson, gítar og Axel Kristjánsson kontra- bassi. Efri röð: Sigurður Guðmundsson, trommur, Jón Þorgilsson söngv- ari og Höskuldur Stefánsson, píanó. Þeir lögðu af stað i ferðalag laugardaginn 7. júní og ætluðu úm Suð- urland til Víkur, síðan vestur, norður og austur. Búast má Við að ferðúi' taki 6—7 vikur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.