Vikan


Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 19.06.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 24, 1952 r ..—.... . i——n • HEIMILIÐ • V .■■■■■!■ . ... Matseðillinn Eggjarönd með grænmeti: Þeytið vel þrjú. egg og hrærið með 2% dl. af mjólk. Setjið þetta í hring- form, sem áður hefur verið vel smurt með köldu smjörlíki. Sjóðið i 15—20 mínútur í vatni, þar til eggin eru soðin stíf, en ekki lengur. Hvolfið hringnum á fat og fyllið með græn- um baunum. Síðan má leggja gulræt- ur eða baunir utan um á fatið. Berið Smjör eða flesk með. Grasamjólk: 1 líter mjólk, % 1. vatn, 15 gr. fjallagrös, 2—3 msk. sykur, salt. Fjallagrösin brúnuð í sykrinum. Heitu mjólkurblandi helt yfir. Soðið í nokkrar mínútur. Sykri og salti bætt út í eftir smekk. Fjallagrösin má einnig sjóða í mjólkurblandinu. Sykri og salti bætt út I áður en framreitt er. Steiktar gnlrætar: Þetta er indælis réttur. Afhýðið gulræturnar og skerið í aflangar lengjur, og sjóðið þær þar til þær eru jneirar. Látið vatnið siga vel úr þeim Lengjunum er velt upp úr raspi og —— síðan upp úr mjöljafningi sem gerður er þannig, að vatni og mjöli er bland- að saman í fremur þykkan jafning. Lengjunum er siðan aftur velt upp úr raspi, og steiktar þar til þær eru orðnar þéttar og með fallega brúnni skorpu. Framborið með sítrónusósu. Sítrónu-sósan er þannig búin til, að smjörlíki og mjöl er bakað upp og þynnt með gulrótarsoðinu, einni eggjarauðu er bætt út í og salti og sítrónusafa eftir þörfum. Ef vænni sneið af köldu smjörlíki er að loknu bætt út í, fær sósan sérlega fínt bragð. Kartöfluréttur: Heitar, soðnar kartöflur eru hakk- aðar i kjötkvöminni. Kúffullur disk- ur af slíkum kartöflujafningi er lát- inn á pönnu ásamt nokkrum eggja- rauðum og litilli sneið af smjörlíki. Bakist við hægan hita, þar til jafn- ingurinn er laus við pönnuna. Hrær- ið ekki í, en þrýstið jafningnum vel niður á pönnuna og snúið honum. Þegar þetta er orðið vel heitt er það Utið kólna á diski. Hnoðað upp í kúlur, sem velt er upp úr raspi, síð- an úr eggjahvítum og að lokum aft- ur úr raspi. Steikt ljósbrúnt í feiti. Ef heitt er í veðri má bera mayonais- sósu með. TÍZKUGREIN Það er leiðigjarnt að vera alltaf i sama kjólnum. Á þvi má ráða bót með því að fá sér einfalda kjóla, sem síðan má breyta. Litið þið t. d. á þennan gráa ullartaukjól, sem er hentugur á skrifstofuna. Fyrsta árið geturðu haft hann, óhnepptan í háls- inn og komið þar fyrir stönguðu hvítu brjósti. Hvítar stangaðar erm- ar ná frá hálfsíðum ermum kjólsins og fram á hendur. Vasar og ermar cru skreytt með hnöppum. Á annarri myndinni eru hálsmál og ermar skreytt hvítum leggingum. Heppileg- ast er að nota þessa hugmynd þegar kjóllinn fer að slitna á olbogunum, svo taka verður ermarnar af. Þriðja myndin sýnir hvernig hvít rykkt pífa breytir 3vip kjólsins. Og á fjórðu myndinni eru aftur notaðir hnappar, en röndótt efni lagt með kraganum og látið enda í lítilli slaufu. Auk þess má skipta um lit á beltinu og hengja camlitan klút I það. Á sumrin þegar heitt er má nota ,svona kjól fyrir útikjól og nota t. d. við hann gula hanzka og hálsklút eða setja á hann hvítan stóran kraga og nota hvítan hatt og hanzka við. Ef þú velur þér lit á kjólinn og snið, sem gott er að breyta, eru alveg óþrjótandi möguleikar til að gera úr honum nýja flík. En þetta þarf að athuga áður en hann er saumaður. - Dýragarðurinn - # o ☆ Maðurinn með kattarsvipinn hef- ur flosmjúk hand- tök, hjarta úr steini og er hrað- lýginn. Hann á einhverntíma eftir að láta þig gráta, væna mín. Þaö er erfitt fyrir ósíiiita for- eldra að ala upp hörn. eftir Carry Cleveland Myers Ph. D. Það er mjög erfitt fyrir barn, sem er að vaxa, að taka framförum ef annað foreldranna er mjög óstillt í hegðun sinni og handleiðslu. Enn erfiðara getur það verið fyrir barnið, ef foreldrarnir eru óstillt hvort við annað, sérstaklega ef þau eru ósammála um uppeldi barnsins, þegar það er viðstatt. Afleiðingin af þessu verður sú að ef annað foreldrið hallast að einni leið hættir hinu til að hallast að því gagnstæða. Sá sem er meinlaus verður enn meinlausari og sá sem er strangur verður enn. strangari. Og vesalings barnið á sér hvergi griðland. Árekstrar vegna skoðana. Setjum svo að þú værir æfð barna- hjúkrunarkona og ættir mann, sem ekki væri á sama máli um reglur og aga. Setjum svo að þú og maðurinn þinn ættuð ekki í neinum erfiðleik- um við tveggja ára gamalt barn ykkar, en hefðuð lent í miklu basli með það síðan nýja barnfóstran kom fyrir 6 mánuðum. Gerðu þér i hugarlund hvilíkar deilur þið eigið i vændum, ef eldra barnið sem er á erfiðasta aldri og hættir til afbrýðissemi, ekki beygir sig undir sama aga og það gerði þeg- ar það var einkabarn, einkum ef fað- irinn neitar að beita sér við þetta barn eða skiptir sér af þegar þú gerir það. Sem hjúkrunarkona hefirðu lík- lega ekki æfingu í að vinna börn með góðu og þekkir ekki aðra eins þrjósku. Slík hjúkrunarkona skrifar: „Við höfum næstum alltaf getað leyst öll vandamál varðandi barn ckkar tveggja ára gamalt. En síðan annað bam okkar fæddist fyrir 6 mánuðum höfum við öll verið óham- ingjusöm. Maðurinn minn vill ekki aga eldra barn okkar, nema þegar það truflar hann og ef hann hegnir því tekur hann það oftast upp og gælir við það á eftir. Þegar hann er viðstaddur er barnið ógegnið og óviðráðanlegt. Ef ég leiðrétti það, finnur hann að því fyrir framan barnið og lætur það oft endurtaka það sem því var hegnt íyrir.“ Móðirin kvartar undan því að barn- ið sé nú aftur farið að væta buxurn- ar af þrjózku, en segir að barnið „hafi verið vel undir það búið, að eignast nýjan bróður,“ því sé leyft að hjálpa honum og sé veitt tilhlýði- leg athygli. Reyndu vopnahlé. Svar mitt er: Ég vildi að ég vissi hvernig hægt er að breyta manni þínum. Reyndu að semja við hann áð- ur en þú tekur ákvörðun, í þeirri von að hann geri það líka; einkum um að hann hætti að skipta sér af því þegar þú ert að fást við barnið. Ef þú hefur lesið bók mína um „Afbrýðissemi og þrjózku" geturðu gert þér grein fyrir þvi að þú hefur lag of mikla áherzlu á þvingun, en elcki nóg á þolinmæði og að hjálpa barninu • til að finna til öryggis. Og ef þú slakar dálítið á hvað strang- leika og aga snertir getur verið að maðurinn þinn dragi sig í hlé. Hrós- aðu honum fyrir þá blíðu, sem hann sýnir barninu, en reyndu að koma honum í skilning um að hann eigi að veita hana þegar hún geri mest gagn. Ekki kemur mánudagur. Framhald af bls. 7. þeir væru ekki komnir eftir fimmtán mínútur, yrðu þeir lokaðir úti. Og þá vissu þeir, að það hlyti að vera aftur sunnudagur, og sofnuðu aftur, og áður en varði heyrðu þeir aftur í kirkjuklukkunum. Það skar úr, að það var sunnudagur, og þeir vissu það fyrir vist. Og í öðrum bæjum þar í grennd fóru menn ekki til vinnu, og þá vissu þeir líka, að það var sunnudagur. Þeir fóru S sparifötin, dunduðu í garð- inum, dyttuðu að ýmsu heima fyrir, en bömin fóru ekki í skóla, og allir hvíldust, svo að lúnir líkamarnir hresstust og kættust á ný. Daginn eftir fór sú fregn eins og eldur í sinu um allt Yorkshire, að dagamir í vikimni hefðu stöðvazt við ^unnudag, og þetta barst upp með Tynefljóti, þar sem skipasmiðimir unnu, yfir í Lancashire, þar sem ung- lingar stóðu við vefi og snældur í verksmiðjum, niður í Svartahérað, — þar vinna menn við stál og fara niður í námur, og þaðan í Stafford- shire, en þar starfa menn við leir- keragerð og bifreiðasmíðar. Blöðin sendu fréttasnata um allar trissur til þess að rannsaka, hvað orðið hefði um týndu dagana, og einn þeirra kom í þorpið og hitti Kapper gamla að máli. Hann hló dátt, þang- að til Ian Cawper kom á vettvang. Ian Cawper var ótvírætt stærsti mað- ur í Yorkshire, auk þess vildi svo til, að hann var án alls efa stærsti og sterkasti maður á Englandi. Og hann bað piltinn frá blaðinu um penny, og því næst beygði hann pen- inginn, þangað til hann hrökk í sund- ur, og pilturinn frá blaðinu hætti að hlæja. „Jæja, drengur minn,“ sagði Ian. „Ætli það sé ekki bezt fyrir þig að síma blaðinu þínu, að það sé sunnu- dagur.“ „Það er sjálfsagt," svaraði ungi maðurinn; hann skildi fyrr en skall í tönnum. En enda þótt þessi dásamlegu tíð- indi, að það var enn sunnudagur, vektu mikla þakklátssemi í hjörtum allra þeirra, sem unnu langan vinnu- dag við stál og trjávið og baðmull og jám og gler og vefnað og pappír og silki, í eldsmiðjum og járnsmiðj- um og plötusmiðjum, við snældur og vefstóla og mótvélar og bora og rennibekki, þá voru samt nokkrir menn, sem misstu stillinguna við þetta kraftaverk. Og enda þótt allir Framhald á bls. 13. Þekking er nauðsynlegt skjól og hæli ellinni; og ef við gróðursetjum ekki, meðan við erum ung, veita trén okkur enga forsælu, þegar við eldumst. — (Lord Chesterfield.) ! ! !

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.