Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 26, 1952 3 UR, ELZTA BORG HEIMSINS. Úr bókinni Furðuverk mannkynsins, eftir Harold Wheeler. T^INS og hálfmáni í lögun teygðist hið -*-J frjósama landsvæði við útjaðar eyði- markar Arabíu. I vestri var Miðjarðar- hafið, í norðri og austri fjallgarðarnir miklu, í suðri og austri Persíuflói. Hálf- máninn spannaði Palestínu, Fenikíu, Sýr- land, Assyríu, Akkad og Súmer, en tvö þau síðast töldu eru venjulega samnefnd Babylonía. Hér mættust kynflokkar og blönduðust; þjóðum Austur- og Vestur- landa hafa um árþúsundir lostið hér sam- an, þær hafa barizt hér af hatrömmum fjandskap. Hinir semizku hjarðflokkar Arabíu upp- götvuðu landgæðin á þessu svæði, og létu reka þangað með hjarðir sínar yfir sendn- ar auðnirnar. Einn ættflokkurinn bættist við af öðrum. Þetta tók margar aldir. Kananítar héldu til Palestínu, Amorítar lögðu um síðir Babýloníu undir sig, ann- ar kynflokkur hagnýtti sér hin góðu hafnarstæði í Norðursýrlandi og opnaði brátt verzlunarleiðir yfir höfin. Það voru Feníkar og nafn þeirra varð þekkt víða um heim, ef til vill allt til Englands. I Babyloníu var hveitið næstum eins frjósamt og illgresi. „Af öllum þeim lönd- um, sem við þekkjum, er kornið arðsam- ast hér,“ ritar Heródót, hinn skarp- skyggni, víðföruli Grikki, sem samdi fyrstu veraldarsöguna. í suðurhluta lands- ins staðsetja hebresk munnmæli garðinn Eden. Jarðvegurinn var frjósamur af framburði ánna tveggja, Efrats og Tigris, döðlupálmarnir voru grózkumiklir og nær- tækur leir til húsabyggingar. Allt þetta olli því að landið varð enginn rósemdar- staður. Þvert á móti ólu borgríkin inn- byrðis á afbrýðisemi, sem oft leiddi til ófriðar. Fólk það, sem lagði undir sig austur- hluta hálfmánans, kom ekki utan úr eyði- mörkinni. Talið er, að það hafi flutzt frá Indlandi, yfir Zagrosfjöll, eða farið á bátum með fram ströndum Indlandshafs og Persíuflóa. Úr og íbúar þess. Þetta voru Súmerar, sem virðast hafa komið til Babyloníu um 5000 f. Kr. og þegar fram líða stundir þurrka þeir mýr- lendið og búa til áveitur þar sem þurrara er, grafa skurði, koma sér upp miklum búpeningshjörðum, og líklega hafa þeir notað vagna á undan vatnabúunum í Sviss. Lestir kaupmanna fóru um landið, og bátar eftir ánum. Letur þeirra var fleygrúnir, og þeir rituðu með stíl skýrsl- ur og skjöl á leirspjöld. Þeir fundu upp nýtt dagatal, sem brátt þarfnaðist endur- bóta, því að nýr mánuður byrjaði hjá þeim með nýju tungli. Þeir steyptu úr kopar, byggðu hús og turna til dýrðar guðunum, héldu þræla og mynduðu fjölda borgríkja. Þetta var greindur og atorku- samur þjóðflokkur. Aðalhafnarborg Súmera var Eridu. Hún stóð þá við vatn, sem þeir tengdu með skurði við Efrat, en er nú langt uppi í landi. Meðal helztu konungssetranna voru Kish, Erech, Babylon, Lagasj og Úr. Nippúr var hin heilaga borg Súmera, Jerú- salem þeirra, helguð Enlil, guði loftsins. Sumar þessara borga eru týndar með öllu. Vera má, að menning þeirra sé jafn- gömul, ef ekki eldri en menning Egypta, og að kaupmenn þeirra hafi ferðazt allt til Skilly-eyja (klasi undan Kornwell í Englandi), til að ná sér í tin í brons- blönduna. Líklega er elzta stórborg heimsins reist af Súmerum. Er hér átt við Úr, ættborg Abrahams. Menning hennar hélzt um þrjátíu aldir, enda þótt hún yrði fyrir á- rásum, væri hertekin og jöfnuð við jörðu, og reist á ný. Meðan ættfaðir Gyðinga átti þarna heima, var hún fyrir löngu kom- in af bernskuskeiði og lá við ströndina, en þegar rústir hennar voru fyrst rann- sakaðar 1854, hafði hún fjarlægzt strönd- ina um hundrað milur, vegna framburð- ar ánna. I þessum geysimiklu og auðnar- legu rústum, sem regnið hefur þvegið og sólin glóðhitað um tvær þúsundir ára, þar fundu greftrarmenn, og halda áfram að finna, ýmsar minjar, sem fylla svo mjög út í hina sögulegu eyðu þessa tímabils. Elzta bréfið, tímasett frá því um 5000 f. Kr. fannst við Tell-el-Obeid, réttar fjór- ar mílur austur af Úr, og líklega útborg hennar. Það fjallar um kaup eða leigu á lóð, og var í umslagi úr leir. Það var grafið í grunni hofs eins, en sá siður hef- ur haldizt allt fram á þennan dag. Sívaln- ingur, sem hafði að geyma orðsendingu, var grafinn í grunn á svæði heimssýning- arinnar í New York 1938, og margvíslegir munir, sem sýndu ýmsar hliðar hversdags- lífs tuttugustu aldarinnar voru múraðir í grunn hinnar nýju Voterlúbrúar í Lund- únum. Elzta málmstyttan var grafin úr jörðu við Tell-el-Obeid. Elzti bronsstíllinn, sem notaður var til leturgerðar (fleygrúnir), fannst í nánd við Babylon. Fyrir 4000 ár- um steig innborinn maður fæti í mjúkt leirlag og hefur sporið haldizt allt til þessa dags. Meðal annars sem fund- izt hefur má nefna höggmyndarbrot af engli, það elzta af sinni tegund, högg- mynd af hrúti handsömuðum í kjarri, kappakstursstjóri með níu hestum fyrir, skólatafla og hluti af orðabók í baby- lónsku. 1 1. Mósebók, þar sem segir frá ætt- erni Abrahams, eða Abrams eins og nafn- ið er stafað, fjallar einn kafli um það, þegar ættkvíslir Nóa settust að á láglendi Sínearlands, en það er nafn Biblíunnar á Babylon. ,,Og þeir sögðu hver við annan,“ stendur þar, „Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til him- ins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina." Babelturninn. Úr-Nammú konungur byrjaði að reisa þessa byggingu, sem nú er þekkt með nafn- inu Babelturninn, og hefur hún verið graf- in upp, enda þótt hún væri hrunin til jarð- ar þegar á dögum Alexanders mikla (356 —323 f. Kr.). Úr-Nammú byggði einnig Ziggúrat, sem var bæði í senn hof og virki. Síðan eru liðnar fimmtíu og þrjár aldir. Bygging þessi var hlaðin úr múr- steini og líktist að sumu leyti þreppýra- mídum Egyptalands, nema hvað það hafði rið og stigaþrep, sem lágu milli hinna þriggja hæða. Uppi á toppinum var helgi- dómur, sem hafði að geyma styttu af Nanner, tunglgyðjunni. Ziggúratið var nokkurskonar gervifjall úr múrsteini. Það átti að flytja niður á láglendið svip fjallanna í héruðunum, þaðan sem Súmerar komu, því að í fjöll- unum trúðu þeir að guðirnir byggju. Á þrepum Ziggúratsins voru síðan gróð- ursett tré af miklu hugviti, svo að fjalls- svipurinn kæmi betur í ljós. Mörgum öld- um síðar var turninn skreyttur blá-glerj- uðum tígulsteini. Grunnur hans var 210 fet á lengd og 138 fet á breidd. Framhald á bls. 7. BabylónsJcur konungur leiöir liersveit til orustu Hin fræga griska breiðfylking þekktist meðal Súmera, enda þótt hún sé talin uppfundin ».f Filippusi Makedoníukonungi. Hermennirnir halda spjótum sínum lárétt, verja gervallan líkamann með skjöld- um, nema höfuðið, sem ber hjálm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.