Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 26, 1952 o Framhaldssaga: Konkvest 17 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY aði framan við Kóng-shöxuos-gistihúsið, eins og óboðinn og óvelkominn gestur. Maður í samfest- ingi kom að bifreið þeirra félaga. „Ætlið þið að stanza hérna, herrar mínir?" „Já — dálitið." „Get ég aðstoðað yður á einhvern hátt?“ „Nei, þakka yður fyrir,“ sagði Williams um leið og hann steig út úr bílnum. „Við ætlum að fá okkur kvöldverð, en ég held að allt t,á í lagi með bilinn. Þetta er fallegt þorp,“ bætti hann við og bandaði stórri hendinni. „Skemmtilegur gam- aldags-svipur á öllu — og friðsældarblær.“ Maðurinn varð kyndugur á svipinn. „Ef til vill er ekki alltaf svo friðsældarlegt hérna, herra minn.“ „Hvað eigið þér við?“ „Ekkert, herra minn,“ svaraði maðurinn og flýtti sér frá þeim, eins og hann hefði talað af sér. Williams og Davidson gengu inn i gamla, forn- tízkulega gistihúsið. Þeir höfðu sloppið frá Ever- donhöllinni án þess að vekja grun lávarðarins. Williams hafði leikið snoturt rifrildi við von Haupt barón um leið og hann fór þaðan, og baróninn hafði hótað að láta flytja þá félaga burtu með valdi, ef þeir snáfuöu ekki burtu strax. Það gekk talsvert á — og eftir burtför þeirra hafði Konkvest au líkindum farið beint til lávarðarins níeð ýkta sögu af frekju og fram- bleypni WUliams. Eigandl Kóngshöfðuðsins reyndist vera mað- ur vel á sig kominn, í stuttum pokabuxum — nokkurskonar nútimasnið af klæðaburði gest- gjafa fyrri tíma. Hann skýrði gestunum frá því, með keim af Oxford-framburði, að hann héti Oswald Devereux, fyrrverandi ofursti i enska hernum, og fylgdi þeim inn í fallega borðstofu með eikarþiljum. Þar logaði bjartur eldur á arni og fyrir gluggunum voru ljósleit gluggatjöld. „Ekki sem verst, Mac, — langt frá því,“ sagði Williams geispandi, um leið og hann teygði úr fótunum í rúmgóðum leðurhjegindstól. „Tekur fram öllu þessu nýtízkuprjáli. Ég hef engin not íyrir þessa svokölluðu hægindastóla með renglu- legum pípufótum; fáðu mér heldur myndarlegan stól, eins og þennan. Nú skulum við láta fara vel um okkur, dálitla stund. Liggur ekkert á — ekki vitund." „Hvað áttu við?“ sagði Davidson. „Viltu hafa auga með hvernig Konkvest reiðir af ?“ „Ég veit ekki. Hvað getum við aðhafzt? Eng- inn glæpur hefur verið framinn, og við erum bara hlutlausir áhorfendur." „Hlutlausir? O-já." „Vertu ekki með þessi leiðinlegu amerísku crðatiltæki, drengur minn,“ sagði Williams. um leið og hann tróð í pípu sína. „Þú sérð of marg- ar Hollywood-kvikmyndir." „Jæja, vertu ekki að reyna að telja manni trú um það, að við séum aðeins hlutlausir áhorfend- ur. Við erum að skyggnast eftir Konkvest, — ekki satt?“ „Enn ertu við efnið! Farðu varlega í að nefna nöfn, Mac,“ aðvaraði yfirforinginn. „Á þessum slóðum er hann von Haupt barón. Skiftir það okkur nokkra vitund, þótt hann sé að leika hið æfaforna trúnaðarbragð við hallarherrann ? Ég er óvanalega skilningssljór í kvöld, svo ekki sé meira sagt. Og þar að auki er ég haldinn þeim heimskulega veikleika, að skipta mér ekki af annarra málum!“ „Það nálgast það að vera löstur," sagði und- irforinginn blátt áfram. „Þá það. En þetta er vist: Við stönzum hérna í gistihúsinu nokkra klukkutíma og hlustum á hjal manna hér um slóðir. Ég el ekki í brjósti liina minnstu tortryggni gagnyart Konkvest, en það gerir engum mein, þótt við aukum þekkingu okkar á því að leggja eyrun við drykkjustofu- tali manna hérna. Milli okkar sagt, Mac, kemur mér til hugar, að Konkvest vindi bráðan bug að því að setja hinn stórkostlega sjónleik, sem hann minntist á, á svið — bara fyrir okkur. Hann er greiðvikinn náungi, stundum.“ „Mér skildist, að við ættum ekki að nefna nafn hans ?“ „Ekki hátt — eins og þú gerðir.“ „Tókstu eftir veitingamanninum, þegar þú sagðir að við værum að koma frá Everdonsetr- inu?“ spurði Davidson. „Hann hélt að visu áfram að vera alúðlegur, en framkoma hans varð dá- lítiö þvinguð. Þó hann brosti, þá var eitthvað kuldalegt í svipnum — eins og þessi upplýsing hefði gert okkur eitthvað grunsamlega í aug- um hans.“ „Og nú er hann sjálfsagt búinn að segja frá þessu í ölstofunni," sagði Williams og reis á fæt- ur. -,,Það væri kanske rétt að við gengjum þang- að inn og reyndum að koma í veg fyrir misskiln- ing. Everdonhöllin virðist vera óvinsæl hér um slóðir. Við heyrum ekki mikið raddir almenn- ings, ef við erum tortryggðir.“ Þegar þeir gengu um lágreistan ganginn á leið til ölstofunnar, heyrði þeir óminn af áköfum samræðum; en allt datt í dúnalogn, þegar þeir gengu inn I stofuna. Veitingastofan var eins gamaldags og borðstofan, sem þeir komu úr, og gestirnir voru í fullu samræmi við umhverfið. Williams og Davidson voru satt að segja alveg utanyeltu í þeim félagsskap. Gólfið var stráð sandi og eldur snarkaði á opnum arninum, loftið var þrungið tóbaksreyk, sem blandaðist þef af sveitamiði. Það var búið að kveikja á tveim gamaldags olíulömpum, er liéngu niður úr loftinu og sendu þægilega birtu um ölstofuna. Þarna inni voru sjö eða átta karl- menn, er ýmist stóðu við skenkiborðið eða sátu við sterkleg smá borð. Tveir gestanna voru gild- vaxnir sveitamenn i röndóttum strigabuxum og legghlífum — að líkindum bændur úr nágrenn- inu. Aðrir tveir virtust vera einhverskonar iðn- aðarmenn og hinir voru harðhentir landbúnaðar- verkamenn. „Sælir verið þið allir,“ sagði Williams alúð- lega um leið og hann gekk að söluborðinu. „Ég heiti Williams. Ég vænti þess að þér gerið mér þann heiður að tæma glös yklcar og láta fylla þau aftur á minn kostnað." - Það varð löng, óheillavænleg þögn. „Nei, þakka yður fyrir, herra minn,“ sagði annar bóndinn seinlega. „Það er ekki venja okk- ar að drekka með ókunnugum." Samþykkis-kliður heyrðist frá hinum. Þetta var slæm byrjun. Williams fann hina sömu þumbaralegu andúð leggja móti sér, er hann hafði fundið til strax við komu sina i þorpið. „Þetta eru ekki sérlega vinalegar móttökur," sagði Williams^stillilega. „Ef til vill kærum við okkur ekkert um að sýna nein vinarhót,“ svaraði bóndinn. „Við er- um dálitið vandfýsnir hérna. Að minnsta lcosti kærum við okkur ekkert um að hafa nein mök við fólk, sem er í heimsókn á lávarðssetrinu.“ „Jæja þá, — mér þykir vænt um að þér sögð- uð þetta, því það gerir mér fært að leiðrétta misskilning,“ sagði Williams og brosti út undir eyru. „Fyrir tæpum hálftíma var mér og félaga mínum svo að segja sparkað út úr Everdon- höllinni.“ „Sparkað út?“ sagði bóndinn af auknum áhuga. „Hversvegna ?“ „Það var smáræði. Ég sagði Everdon lávarði bara til syndanna,” svaraði Williams. „Hann fékk ckkur hingað frá London með brögðum; hélt vist að hann gæti haft okkur að háði og spé fyrir heimslcustu gesti sína. Þp.ð var nærri að mér komio að slá svínið um koll.“ Hann leit í kring- um sig og sá andúðina i hverju andliti. „Mig langar ekkert til að móðga neinn hérna, en ég segi það hreint við hvern sem heyra vill, að ég álít Everdon lávarð ósvífinn þorpara." Framkoma allra þeirra, sem þarna voru inni, breyttist á svipstundu. Bros færðust yfir and- litin og ánægjukliður heyrðist frá öllum. Bónd- inn stórvaxni, sem haft hafði orð fyrir hinum, ljómaði af ánægju og vinleitni. „Þér móðgið engan með þessum ummælum, herra minn,“ sagði hann hiklaust. „Komið hérna, drengir, upp með glösin. Þar sem þessi herra hefur gefið lávarðsskepnunni heitið „ósvífinn þorpari“, þá er hann einn af oss.“ „Já, vissulega!“ sagði einn hinna. Hið þvingaða andrúmsloft hvarf nú með öllu. Glösin voru barmafyllt, og að innilegri og sam- eiginlegri ósk allra viðstaddra var drukkið fyrir eilífri útskúfum og glötun Everdons lávarðar. Það virtist vera venja þarna í þorpinu, að drekka ekki lávarðinum til heilla, heldur til böls og tortímingar. Þetta veitti Scotland Yard-mönnunum innsýn í ástandið þarna. Everdon virtist gersneiddur öll- um þeim eiginleikum, sem leiða til vinsælda eða velvildar hjá þeim sem umgengust hann. Jafn- vel hinir lítilmótlegustu af landsetum hans, sem höfðu verið aldir upp við það frá barnæsku að taka ofan höfuðfatið fyrir lávarðinum í höll- inni, skyrptu fyrirlitlega þegar nafn hans var nefnt. Williams hafði búizt við að sjá þarna einhverjar menjar fornrar og rótgróinnar virð- ingar fyrir lávarðinum. En fjarri fór því. Þeir fengu margt að heyra eftir þetta, einlcan- lega eftir að Williams hafði látið fylla glösin aftur, og hið þriðja sinn. Þeir opnuðu hugi sína eins og blóm í morgunsólinni. Þeir sögðu frá hinu hneykslanlega framferði fólkcins í höll lá- varðarins. Þótt Willianjs tæki sumum þessum sögum með noklcurri varfærni, þá vissi hann að margt af þessu studdist við sjálfan veruleik- ann. Everdon hafði tekizt að egna alla upp á móti sér, og það svo mjög, að Williams komst að þeirri niðurstöðu, að héraðsbúar væru allir í upp- reisnarhug og óvíst hvenær upp úr syði og til raunhæfra atburða drægi, ef þorpara og fólsku- verkum lávarðarins linnti ekki fljótlega. Williams virtist sem ástandið hefði verið að smáversna seinustu mánuðina og komu þeirra félaga til Litla Everdon virtist hafa borið að á mjög alvarlegu augnabliki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.