Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 6
6 „Mac, drengur minn, við stöndum á eldgígs- barmi,“ tautaði Williams þegar þeir gengu aft- ur inn í borðstofuna. „Nágrennið hérna er eld- fjall, sem komið er að gosi, og það þarf ekki nema smáhvell til að koma af stað ógurlegu sprengigosi." „En hvað gætu þorpsbúar svo sem gert? spurði Davidson vantrúaður. „Ég skal segja ykkur, herrar mínir, hvað þeir geta gert," sagði veitingamaðurinn, sem fylgzt hafði með þeim. „Ég er hvorki afglapi né gunga, eins og þið hafið ef til vill fundið, en öðru hverju fylltist ég reglulegum kvíða. Ef Everdon lávarð- ur bætir einu skammarstriki við hin fyrri, þá verður engin leið að halda þorpsbúum í skefj- um. Þeir taka lögin í sínar eigin hendur." „Hættulegt." „Þú skalt ekki treysta því,“ sagði veitinga- maðurinn snöggt. „Tveir getal leikið sama leik og Everdon. Hann reigsar um allt héraðið, eins og aðalsoflátungar fyrri daga, með yfirgang og ó- jöfnuð, til að þjóna lunderni sínu og tilhneig- ingum. En brátt kemur að því að hann gerir þetta einu sinni of oft — og þá munu héraðs- búar í gremju sinni fylkja liði og gera aðför að höllinni og brenna hana til ösku.“ Hann horfði alvarlega á gesti sina. „Og ég, til dæmis, myndi ekki lyfta minnsta fingri til að aftra þeim.“ Williams var að hugsa um að skýra hr. Dever- eux frá að þeir félagar væru frá Scotland Yard, en ákvað að leyna því fyrst um sinn. Hann ósk- aði að heyra meira. „Tvöfalt ranglæti skapar ekki- eitt réttlæti, hr. Devereux," sagði hann og skellti í góm. „Þetta væri glæpsamlegt atferli.“ „Hvað um það. Fólkið hefur þolað svo mik- inn yfirgang, að það lætur ekki bjóða sér meira og virðir öll lög að vettugi. Ef til vill vitið þér ekki að allt er þegar tilbúið? Já, fullkomlega undirbúið. Tvö hundruð menn með blys og vopn, altilbúnir. Þegar kallið kemur, verður aðför hafin að höll Everdons innan einnar stundar. Ekkert getur þá komið í veg fyrir eyðilegg- ingu hallarinnar, og Everdon lávarður má telja sig heppinn, ef hann sleppur lifandi úr þeir leik.“ „Jæja, þetta eru fréttir, kalla ég,“ sagði Will- iams lágt. „Og hvað segir lögreglan um þetta? Þér ætlið ekki að telja okkur trú um að lög- reglan hérna viti ekkert um þennan „leynilega" undirbúning?" „Lögreglan hérna!" endurtók veitingamaður- inn hlæjandi. „Einn undirforingi og tveir karl- fauskar — og allir heyrnarlausir." Hann bandaði frá sér. „Blindir líka, eins og uglur í sólskini. Ef eitthvað gerist út við höllina, þá verður lög- reglan að eltast við veiðiþjófa tiu kílómetra í burtu. Þegar þeir fá vitneskju um atburðina, verður of seint fyrir þá að gera nokkuð." Hann hélt áfram, og Williams og Davidson litu hvor á annan. „Dálaglegt fólk!“ sagði hinn síðarnefndi „Þvl skyldi þetta ekki geta verið bezta fólk,“ muldraði yfirforinginn. „Jafnvel ágætis fólk grípur stundum til óyndisúrræða, þegar það hef- ur verið æst upp að ófyrirsynju. Mér hefur kom- ið svo fyrir, Mac, að| mál manna hér í þorpinu sé rétt mynd af hugum fólksins. 1 niu af tíu til- fellum situr við talið eitt. Þetta er undantekn- ingin. Talið þagnar og athafnir taka í taum- ana.“ „Það skyldi þó ekki verða í nótt?" sagði David- son ákafur. „Ég vona ekki . . . og þó,“ bætti Williams við, „ef til vill vona ég það samt. Og ég skal segja þér eitt, drengur minn, að ef eitthvað gerist í nótt, þá tökum við þátt í þeim aðgerðum — með lögunum." Davidson varð undrandi. „Á móti fólkinu ?“ „Vissulega." „Þú átt þó ekki við, að þú ætlir að ganga í lið með Everdon?" „Ég á einmitt við það.“ „En hann er ósvífinn himdur .. .“ „Hamingjan góða! Ertu lögregluforingi eða ætlarðu að verða einn þessara þorpara hérna í sveitinni?" Williams talaði af talsverðum þunga. „Ég er í engum efa um það, að Everdon verð- skuldar vítiseld og eilífa tortímingu. En hitt er jafnvíst, að við erum lögreglumenn, og ef menn ganga í berhögg við lögin, verðum við að gera það sem við getum til að aftra því.“ „Undantekningar eru frá öllum reglum," sagði VIKAN, nr. 26, 1952 Davidson, „og ef lögreglan hérna á staðnum er sjónlaus og heyrnarlaus . . .“ ......þá getum við líka verið það?“ tók Williams fram í. „Það er nú svo, — en gleymdu ekki Konkvest. Við getum haldið áfram að lát- ast ekki vita neitt öðrum frekar um von Haupt barón; en þegar hinn mikli atburður gerist — sém rekur að fyrr eða síðar — þá er það verk Konkvests; hann er potturinn og pannan í öllu saman. Hann sagði okkur þetta óbeint í dag. Ég þori nærri aðl veðja, að hann er líka bak við þessa óánægju fólksins." „Það finnst mér frekar ólíklegt, Bill . . .“ „Ég viðurkenni það,“ sagði Williams seinlega. „Möglið var byrjað áður en hann birtist á svið- inu en ég skal ábyrgjast, að hann hefur blásið að glóðinni og aukið óánægjuna um allan helm- ing. Hann mun ekki láta sér nægja að hvetja lávarðinn til heimskuparanna, — það er trúa mín, að hann noti hina alþekktu brellni sina til að steypa Everdon á höfuðið beint í voðann." „Ég get ekki ennþá skilið, hversvegna við ætt- um að skipta okkur af þessu. Maðurinn er þjóð- félagsmein." „Og hvað þá? Hversvegna ætti mönnum að líðast að eyðileggja eina af fegurstu höllum Surrey, þótt eigandi hennar sá skálkur og ill- menni ? Það getur hæglega komið að þvi, að höllin verði síðar eign fólksins — lýðsins, sem þú vilt svo gjarnan halda uppi vörn fyrir. Það er óvenjulega illskeyttur uppreisnarhugur í mönnum hér í þorpinu — uppreinsarhugur gegn lögum og rétti. Og slíkt er ætíð hættulegt. Ég býst við að við getum orðið að einhverju liði . . . án þess að hnýsast um of í málefni Kon- kvests. Ég geri nefnilega ráð fyrir, að þessi „múguppreisn", eða hvað sem úr þessu spinnst, sé aðeins áfangi að aðaltakmarkinu." Davidson undirforingja létti sýnilega. „Hversvegna sagðir þú þetta ekki fyrr, Bill ?“ spurði hann. „Með öðrum orðum: Við munum leika okkar hlutverk sem verðir laganna til að fullnægja samvizku okkar, — en ekki hindra Konkvest á nokkurn hátt.“ „Hvernig geturðu talað svona, Mac?“ spurði yfirforinginn með miklum vandlætingarsvip. „Ekki sagði ég neitt í þessa átt.“ En það var glettnisglampi í augunum . . . Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Þetta er dásamlegt, einmitt það sem mig vantar á skrifstofuna mína. Ég hefi aldrei séð vatn svona eðlilegt. Lilli: Hérna pabbi og mundu nú að slá á naglann en ekki fingurinn á þér. Pabbinn: Það verður ánægjulegt að horfa á mynd- ina þegar ég hefi hengt hana upp. Hún mun hressa mig í sumarhitunum. Pabbinn: Horfðu á hana, Lilli. Hún Pabbinn: Hvað er þetta. Hún er svo raunveru- Lilli: Hamingjan góða, pabbi. Þessi listamaður er sann- er svo raunveruleg að maður finnur leg að ég held þetta sé ekta vatn. Ég verj^ víst arlega góður málari. næstum úðann. að taka hana niður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.