Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 26, 1952 7 Úr, elzta borg heimsins. Framliáld af bls. 3. Grafir þriðju konungsættarinnar í Úr, en frömuður þeirra var Úr-Nammú, fund- ust 1930. Á þeirra tímum var mikil vel- megun í landinu. Framleiðslan var flutt til nálægra geymsluhúsa, nokkrum hluta hennar var neytt þegar í stað, en afgang- urinn geymdur, þangað til skortur steðj- aði að sakir óáranar eða stríðs. Kvittan- ir voru gefnar og nákvæmir reikningar haldnir, lán veitt, enda þótt vextir væru háir. Hús hafa verið grafin upp tuttugu fetum undir yfirborði, eða frá tímum Abrahams. Þau voru byggð úr brenndum múrsteini. Prestarnir ástunduðu spásagn- ir með því að rýna í kindalifur eða upp í stjömurnar. Það var upphaf falsvísinda, sem nefnd hafa verið stjörnuspáfræði. Lifur með spádómsteiknuvi. Svona skyggndust prestar Babýloniu inn í fram- tíðina. Nútímaheimurinn er ekki á ýmsum svið- um eins nýr og við gjarnan hyggjum. Ýmis íorm í byggingarlist hafa sveigt til hins afturhalla forms Ziggúratsins, sem einnig má telja fyrirmynd kirkjuturna, og sum- ir myndhöggvarar hafa tekið upp frum- stæð hlutföll í myndum sínum, eða öllu heldur mishlutföll. Enda þótt við búum ekki til grafhýsi undir húsum okkar, eins og gert var í Úr, er tiginborið fólk enn í dag lagt til hvíldar í helgum bygg- ingum, svo sem Westminster Abbey og St. Pálskirkju í London. Syndaflóöið, í bábylónskum sögum. I Úr var öll hirðin greftruð með kon- ungum sínum. Ekki er álitið, að fólkið hafi verið tekið af lífi á grimmilegan hátt, heldur hefur líklega hver og einn framið sjálfsmorð með því að eta banvænt eitur. Karlar og konur, sumar með gullkamba í hári, hermenn með spjótsfjaðrir úr gulli eða silfri, hirðþjónar og eklar, uxar og asnar hafa fundizt líkt og þeim hefði verið skipað í fylkingu. Uxunum var beitt fyrir vagnana, svo fljótt væri hægt að grípa til þeirra í framhaldslífinu. Erfðasagnir um flóðið mikla er til með næstum öllum þjóðum. Óhætt er að full- yrða, að gífurlegt flóð hafi átt sér stað í neðri dal anna Efrats og Tígris um 3200 f. Kr. Bæði fornleifafræðingar og jarð- fræðingar hafa sannað það. Frásagnir Babyloníumanna af synda- flóðinu má lesa af bökuðum leirtöflum: Úta-Napishtim er þeirra Nói. Guðirnir vöruðu hann við og hann byggði sér geysi- stórt skip með sjö þilförum og á hverju þilfari voru níu káettur. Þegar hann, fjölskylda hans, dýrin öll og stýrimaður- inn nefndur Puzur-Amurru hafði stigið á skipið, tók regnið að streyma, eldingar þutu um himininn, og veröldin öll lukt- ist æstum vötnum. Á sjöunda degi nam skipið staðar uppi á háum tindi. Önnur babylónsk saga segir frá fyrsta flugmanninum. Hann var hirðingi og nefndist Etana, en hjörð hans hætti að auka kyn sitt. Þá heyrði hann, að á himn- um yxi planta, sem læknaði ófrjósemi, og hann fékk talið uglu á að fljúga með sig þangað upp. Guðirnir urðu afbrýðisamir, óttuðust stærilæti hins jarðneska mann, °g þegar Etana átti skammt eftir steypt- ist hann og uglan til jarðar. Líklega er talið að Egyptar hafi tekið eftir Babyloníumönnum notkum múrsteins í byggingum. 1 Kish kom í ljós, að þeir höfðu fyrstir manna skreytt þiljur húsa eins og nú er svo algengt. Margvíslegar myndir birtust. Uxar drógu plóga og vagna með leðurhjólum. Menn mjólkuðu kýr og sátu fyrir aftan þær, en ekki til hliðar, það tíðkast ennþá á Italíu, og þannig mjólka Arabar kindur sínar og geitur. — Landeigendur voru frjálsir, en fjöldi þræla vann óæðri störfin. ENDURFUNÐUR Framhald af bls. 4. Hann hugsaði um þetta, þangað til það olli honum óþægindum; honum hafði fyrst dottið þetta í hug þegar hann kom að henni í herbergi prinsessunnar. Hann var ekkert reiður; þetta var ekki sama konan, sem hann horfði á núna — og þessi granna, litla, æsta brúða liðna tímans. Hvað átti hann að gera? Hvernig átti hann að ávarpa hana? og hvað að segja við hana? Hafði hún þekkt hann aftur? Lestin stoppaði aftur. Hann stóð upp, hneigði sig og sagði: „Bertha, get ég náð í eitthvað handa þér.“ Hún virti hann fyrir sér frá hvorfli til ilja og svaraði, án þess að sýna nokkur merki undrunar eða reiði, og algerlega áhugalaust: „Mig vantar ekkert, þakka þér fyrir." Hann steig út og gekk fram og aftur um stöðvarpallinn til að átta sig, eins og til að ná sér eftir fall. Hvað átti hann að gera núna? Ef hann færði sig í annan vagn, liti út eins og hann væri að flýja. Átti hann að vera kurteis eða ástleitinn? Þá liti út eins og hann væri að biðja fyrirgefningar. Átti hann að tala eins og yfirmaður hennar? Það liti heimskulega út og a.uk þess hafði hann engan rétt til þess. Hann fór inn og settist í sæti sitt. Meðan hann var í burtu hafði hún í flýti lag- að hár sitt og föt og teygði nú ánægjulega úr sér á bekknum, án þess að sýna nokkra geðs- hræringu. Hann sneri sér að henni og sagði: „Kæra Bertha, fyrst við höfum hitzt af einkennilegri tilviljun eftir sex ára skilnað — skilnað með fullri vinsemd — eigum við þá að halda áfram að líta hvort á annað sem ósættandi óvini? Við érum lokuð inni saman, augliti til auglitis, sem er mjög slæmt eða ágætt. Ég ætla ekki að skipta um vagn, svo finnst þér ekki að við ætt- um að tala saman sem vinir það sem eftir er ferðarinnar ?“ Pramhald á bls. 14. Úr ýmsum áttum — Lúöurþeytarinn á hraðlestinni. Hljóðið berst með 340 m hraða á sekúndu. Ef hraðlest færi 350 m á sek., nefnilega hraðar en hljóðið, og stæði maður upp á þeirri lest og þeytti lúður, þá mundi hið furðuleg- asta koma í ljós. Lúðurþeytarinn og samferðamenn hans mundu ekki heyra neitt í lúðrinum, jafnvel þótt hann væri þeyttur af öllu afli, — það er ósköp skiljanlegt, því að lestin æki burt frá hljóðinu. Og næmi lest- in staðar væri heppilegast fyrir lúð- urþeytarann að hætta að blása, því að nú gæti hann í ró hlýtt á tónana, sem hann áður hafði blásið í lúður- inn, aðeins í annarri röð. Síðustu tón- arnir yrðu fyrstir, því að þeir þyrftu | Tímaritið SAMTÍÐIN \ : : : Flytur snjallar sögur, fróðlegar : : greinar, bráðsmellnar skopsögur, : 5 iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. : ■ 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : ■ Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. ■ ; Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. ; að berast stytztu leiðina, og allra seinast mundu fyrstu tónarnir koma. Hvemig múmíur voru tilbúnar. Forn-Egyptar smurðu hina fram- liðnu, því að þeir trúðu, að þeir hefðu not af líkömum sínum hinum megin grafar. Smurningin tók langan tíma og kostaði mikla peninga, og marg- víslegum aðferðum var beitt. Heilinn og önnur líffæri voru fyrst skorin burt og lögð í krukkur. Kryddjurtir voru lagðar í þeirra stað, kviðurinn vandlega saumaður saman og líkam- inn geymdur í salt- og sódaupplausn í tíu vikur. Síðan var líkaminn þurrk- aður, smurður og vafinn þétt með líni, en það var stundum vætt í við- arkvoðu og málað, svo að það líktist útliti hins andaða. Stundum var lík- aminn aðeins þveginn, stundum var aðeins húð og bein skilið eftir. Snemma á árum voru líkkisturnar gerðar sem likastar húsum, en smám saman færðust þær nær formi líkam- ans. Alls kyns munir voru lagðir með líkunum. Lík Tut-ankh-amen var lok- að niðri í sjö kistum, og í hverri kistu var múmía úr skíru gulli. „Skólaspeki“: BRÉFASAMBÖND Amerika var uppgötvuð, af þvi mönnum langaði til að vita, hvort þeir bráðnuðu við að fara yfir mið- bauginn. FRÍMERKJ ASKIPT1 I Sendið mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl | *oo erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavik Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Aðalbjörg Árnadóttir og jóna Gunnarsdóttir (við ungt fólk 14—16 ára), Vopnafirði. Auður Stella Þórðardóttir (við ungt fólk 14—16 ára), Deildartúni 10, Akranesi. Carol Mc. Cibbon (16—18 ára), Badminton Road, Downend, Brist- ol, Glos, England. „ Noríre — ísland = 0/^/7 0 I Noregi, innan- | = lands eða öðrum I löndum, getur hver | valið sér í gegnum Islandia, | bréfavin við sitt hæfi. Skrif- | ið eftir upplýsingum. SRfFAKiÚBBURlNN lUANDIAj Reykjavík

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.