Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 26, 1952 13 FRIMERKI OG FRÍMERKJASOFNUN Áhöld: Það eru ekki margbrotin áhöld sem byrjendur og vanir frímerkja- safnarar þurfa, en vegna byrj- enda skal ég hér nefna það nauð- synlegasta. Frímerkjatöng þurfa all- ir frímerkjasafnarar að hafa og venja sig á að nota hana og snerta helzt sem allra minnst á frímerkj- unum nema með tönginni. Eftir nokkra æfingu finnst mönnum það fljótlegra, þægilegra og hreinlegra að nota töng heldur en fingurna. Frímerkjatengur eru til af ýmsum gerðum og með mismunandi verði eft- ir því hve vandaðar þær eru og hvernig þær líta út. Frimerkjalímmiðar eru notaðir til þess að festa frímerkin með inn í albúm eða hefti. Minnist þess að nota aldrei öðruvísi límpappír til þess að líma merkin inn, vegna þess að það getur eyðilagt merkin ef notaður er límpappír með slæmu lími. Þið bleytið örlítið svolítinn blett á öðrum enda límmiðans festið hann við frimerkið, brjótið miðann (ef hann er ekki þegar brotinn) bleytið hann örlítið á sem minnstum bletti og festið í albúmið. Kaupið ekki ódýrustu tegundir af límmiðum, þær dýrustu eru ekki dýrari en svo að all- ir geta veitt séi þær án erfiðleika og það borgar sig vegna frímerkjanna. Fyrir ónotuð frimerki fást stundum sérstakir límmiðar, þeir skemma alls ekki límið á merkjunum og er þvi rétt að nota þá fyrir ónotuð merki þegar hægt er að fá þá, þeir eru talsvert dýrari en venjulegir miðar. Albúm er nauösynlegt fyrir alla sausa 1 kvöld verðum við að láta hend- ur standa fram úr ermum, því að við eigum engin kol til að hita upp húsið! safnara, jafnt byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Fyrir þá sem eru að byrja er einnig gott að nota inn- stungubækur, en þær eru nokkuð dýrar ef þær eru stórar og vandað- ar. 1 þær er merkjunum stungið í þar til gerðar ræmur en ekki límd inn. Albúm fást af fjölda mörgum gerðum og mjög mismunandi verð- um t. d. allt frá kr. 5.00 og upp i kr. 1000.00 stykkið. Rúðustrikuð al- búm eru að ýmsu leyti heppileg en ef til vill er þó ekki ráðlegt fyrrr yngstu safnarana að byrja með þau. Takkamál er til þess að mæla takkana á hliðum merkjanna, þau eru ódýr ef þau eru úr pappa en nauð- synleg hverjum safnara þar sem mis- munandi grófgerðir takkar eru stund- um það eina sem munar á tveimur útgáfum og getur munað mörg húndrað prósent á verði slíkra merkja, og eru þess þó nokkur dæmi um íslenzk frimerki þó þar komi reyndar einnig til munur vatns- merkja á sumum tegundunum. Vatnsmerkjaskálar eru grunnar svartlakkaðar skálar sem merkin eru lögð í þegar maður er að reyna að sjá vatnsmerkin í pappírnum, stund- um er nauðsynlegt að bleyta þau í benzíni til þess að sjá vatnsmerkin en það vil ég þó ekki ráðleggja yngstu söfnurunum vegna eldhættu sem stafar af því. Stækkunargler er nauðsynlegt að hafa. Það þarf ekki að vera stórt eða dýrt en getur oft verið mjög nauðsynlegt t. d. til þess að lesa mjög smátt letur í frímerkjum o. þ. h. Frímsrkjalistar (katalogar) eru nauðsynlegir öllum söfnurum, alveg sérstaklega þó þeim sem nota rúðu- strikuð albúm og þeim sem skifta við erlenda safnara. Jón Agnars. tjrvalshcfti sen«l árei'ðanlegum söfnur- um, án skuldbindingar um kaup. 1 heftunum eru aðallega sett frá ýms- um löndum. Iinrðargjald kr. 4.00 í ónotuðuin frímerkjum verður að fylgja hverri pöntun. Jón Agnars Frímerkjaverzlun P. O. Box 356, Reykjavík. PÖSTURINN Kæra Vika mín. Svo er mál með vexti, að ég hefi haft sambönd við ýmsa erlenda heimaþjálfunarskóla (Home training course) og fengið þær upplýsingar, að hægt sé að læra um viðgerðir á rafmagnsvélum og ýmsu öðru. Og þar með að þeir sendi nemendum sínum ýmislegt efni og tæki sem þeir telja nauðsynleg við framkvæmd verksins. Nú langar mig til þess að spyrja þig hvort einhverjar hömlur séu lagðar á svona nokkuð. Mér er kunnugt um að Viðtækja- verzlun Rikisins hefur einkaleyfi á öllu sem viðkemur viðtækjum og þar að lútandi. Kostnaðurinn er ekki ýkja mikill og gætirðu máske frætt mig á þvi hvort hann mundi yfirfærður í banka hérlendis. Þessi sambönd sem ég hefi haft eru frá Ameríku og koma því dollarar til greina. Eins langar mig til að vita hvort nokkrir tollar séu lagðir á svona viðskipti og þá, hvað mörg procent. Þinn lesandi Halli K. E.s. Ég vonast eftir svari eða leið- beiningum um hvert hægt sé að snúa sér með nákvæmar upplýsingar. Svar: Slíkar vörur eru tollskyldar, jafnvel þó þær séu ætlaðar til kennslu, og þú yrðir að hafa sam- band við Viðtækjastofu ríkisins um innflutning þeirra. Þú verður að sækja um gjaldeyrisleyfi á venjuleg- an hátt og helzt að leggja með vott- orð frá skólanum um að þú ætlir að stunda þar nám. Það verður tölu- vert umstang fyrir þig að byrja og margar skrifstofur að leita til. Ég vona samt að þetta gangi vel, því hugmyndin er ágæt. SPAKMÆLI Góðgerðasamt fólk er oft mjög ein- hliða og vafstrar ósköpin öll og er oft ekki sérstaklega vinsamlegt, ef aðrir vilja ekki vera góðir og ham- ingjusamir eftir þeirra geðþótta. ! ! ! Ráðvandir menn óttast hvorki ljós né skugga. — Thomas Fuller). BIBLÍUMYNDIR 1. mynd: Þegar Jerús talaði við lærisveina sína, stuttu áður en hann var krossfestur, líkti hann sér við vínvið og þeim við greinar hans: „sá, sem er í mér og ég í honum, hann ber mikinn ávöxt, því að án mín getið þér alls ekkert gjört." 2. mynd: 1 bréfi sínu til Rómverja, sendi Páll kveðju mönnum og kon- um, sem höfðu unnið fyrir Krist, með því jafnvel að hætta lifi sínu til að útbreiða fagnaðarboðskapinn. Hann áminnti þá um, að hafa gát á þeim, er vektu sundurþykkju með- al þeirra. 3. mynd: Páll skrifaði Filippímönn- um að þcir skyldu „gjöra allt án mogls oa efablendni . . . og haldið fast við orð lifsins mér til hróss á degi Krists, að ég hafi ekki hlaupið til ónýtis né erfiðað til ónýtis." 4. mynd: 1 bréfi til Kólossuftianna skrifaði Páll „allt um mína hagi mun Týkikus, minn elskaði bróðir og trúi aðstoðarmaður og samverka- maöur í þjónustu Drottins, láta yð- ur vita . . . til þess að hann huggi hjörtu yðar.“ s KRADDARINN FRÆKNI Fuglinn varð frelsinu feg- inn, flaug hátt í loft upp og kom ekki aftur. „Ekki ertu sá aukvisi, sem þú segist vera,“ sagði risinn, „en nú vil ég reyna með þér aðra þrekraun." „Viltu ekki hjálpa mér að bera spýtugreyið, sem ligg- ur þarna?“ „Sjálfsagt," sagði skradd- arinn og hoppaði upp á grenitréð um leið og risinn hóf sinn enda upp á herðar sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.