Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 27, 1952 PÓSTURINN • Bud Abbottt og Lou Costello hitt- ust 1930 og fóru að leika saman í revíum. Þeir voru þá báðir orðnir frægir gamanleik- arar. Abbott, sem er fæddur í Atl- antic City 1895, lagði strax út á leikbrautina. En Costello, sem er tíu árum yngri, byrjaði sem blaða- sali, og síðan sem Bud Abbott skrifstofumaður á ísbar. Síðan þessir tveir gamanleik- arar hittust hefur allt gengið þeim í haginn. 1939 fengu þeir fyrsta kvik- myndasamninginn og hafa síðan ver- ið meðal tekju- hæstu leikara Ameríku. Leikur þeirra er skop án nokkurs takmarks eða dýpri skiln- ings. Lou Costello Þeir hafa leikið í mörgum kvik- myndum, sem hér hafa verið sýndar. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spumingum fyrir mig. 1. Hvaða litir klæða mig bezt? Ég er heldur grönn, ljóshærð með grá augu og ljósa húð. 2. Tír hverju er gott að þvo sér um höfuðið til þess að ekki komi mógrá slikja á það? Viltu kenna mér ráð til að halda húðinni hvítri og mjúkri ? 4. Hvað á ég að vera þung, ég er 14 ára 168 cm. á hæð? Sigga Vigga. Svar: 1. Þú ættir að klæðast köld- um litum: grábláu, eða bláfjólubláu. Rósrautt, brúnt og bleikt fer þér líka vel. — 2. Það er undir háralit þínum komið. Það er gamalt og gott ráð að hella örlitlu ediki, eða sitrónusafa, ef þú ert ljóshærð, út í skolvatnið, þegar þú þværð þér. Húðina þarf að hreinsa vel með mjúku kremi á kvöldin og þvo hana svo með köldu vatni á eftir. — 4. Þú átt að vega 62,88 'kg. Kæra Vika! Þú vildir vist ekki vera svo góð að segja okkur eitthvað um hjónin og kvikmyndaleikarana Larry Parks og Betty Garrett. Með þakklæti Birna og Vala. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeihs 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. Larry Parks er fæddur í Kansas í Bandaríkjunum. Hóf nám í læknis- fræði, en hætti við það til að leika og fékk smáhlutverk á Broadway. Hann hefur leikið í kvikmyndum síð- an 1941, og vakti mikla athygli í myndinni um æfi A1 Johnson, þar sem A1 söng sjálfur en Larry lék hann. Síðan hefur hann fengið mörg hlutverk. Hann er 5 fet og sex þuml- ungar á hæð, hefur brúnt hár og brún augu. Betty Garret, kona hans, er 5 fet og 5 þumlungar á hæð, hefur blá augu og ljóst hár. _ Hún kom til Hollywood 1947 og vakti strax mikla athygli í léttum skrautsýningar- myndum. Svar til „einnar í vandrœðum“. Marlon Brando er ný amerísk stjarna. Hann varð frægui' fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Streetcar named Desire“, þar sem hann lék á móti Vivian Leigh. 1 þessari mynd leikur hann fallegan rudda og gerir það með afbrigðum vel. Nú hafa Ameríkanar sent mynd með honum í aðalhlutverkinu á alþjóða kvik- myndakeppnina í Cannes. Þar leikur hann ómenntaðan mexikanskan bónda. Fyrir nokkrum vikum lék hann á leiksviði í París og á að leika þar í nýrri kvikmynd. Eftir það er hann ráðinn til að leika i nýjustu mynd Italans Rossolini á móti Ingrid Bergman. Af þessu sést að hann er á hraðri leið upp á frægðartindinn. 2. Blá húð getur stafað af innri truflunum og er þá bezt að leita læknis. Einnig getur það stafað af skorti á C vitamíni og ber þá mest á því i skammdeginu. C vitamín er t d. í grænmeti og aldinum. 3. Þú átt að vega 64,30 kg. 4. Þér fara rauðir litir vel, einnig hvitir og svartir litir. Fjólublátt, grænblátt og dökk blátt ætti líka að fara þér vel. Annars þarf ég helzt að vita hvort háraliturinn er svartur eða dökkbrúnn og eins hvernig húð- in er á litinn. Skriftin er áferðarfalleg. Svar til Hrefnu Egilsdóttur: 1. Þú átt að vega 60,20 kg. Fita getur stafað af því að þú borðir of mikið eða skjaldkyrtillinn, heilading- ullinn eða kynkyrtlarnir starfi of mikið. Mér finnst þó iíklegast að þetta stafi af því að þú hreyfir þig of lítið til að eyða því sem þú borð- ar. Reyndu megrunarfæði. Máltíðun- um má haga svona: Morgunverður: Kaffi með rjóma Norge — íslarn I Noregi, innan lands eða öðrun . löndum, getur hve: i valið sér í gegnum Islandia í bréfavin við sitt hæfi. Skrif | ið eftir upplýsingum. BR.fFAKlOBBUR.INN |IUANDIA Reykjavík og sakkaríni (ekki sykri), 50 gr. af brauði með 15 gr. af smjöri. 1 lin- soðið egg. Ostur og áskurður úr kjöti. Undanrenna. Hádegisverður: Kjöt eða fiskur með 300 gr. af grænmeti. Kjöt-, grænmetis- eða aldinsúpa eða graut- ur. Kvöldverður: 50 gr. af brauði og 15 gr. af smjöri með osti og 300 gr. af grænmeti, te og undanrenna. Gert er ráð fyrir að til matreiðsl- unnar fari 35 gr. af smjöri 30 gr. af rjóma og 1 egg. Leyft er að drekka kaffi, te og undanrennu, en hvers konar áfengi bannað. Endirinn á bréfinu verður að bíða betri tima. Kæra Vika, Með hjálp bróður síns hefur mað- urinn minn getað stundað nám og komist í góða stöðu. En til allrar óhamingju er bróðirinn nirfill. ‘Mað- urinn minn fylgir öllum hans ráð- leggingum og við verðum að lifa hundalífi. Foreldrar mínir skilja ekki hvers vegna mér er haldið ut- an við skemmtanir vina minna. Þau hafa haft orð á því. Jafnskjótt og mágur minn kemur inn fyrir dyr er maðurinn minn á móti mér. Eins og við gætum verið hamingjusöm! Hvað á ég að gera? Svar: Bezta lausn vandamálsins væri að haldi manninum þinum langt frá báðum fjölskyldunum, sem vilja FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 —■ Reykjavík gera hjónaband þitt að orustuvelli. En 1 bili verðurðu að láta þér nægja að skilja stríðsaðilana að. Láttu manninn þinn aldrei vera einan inn- an um vini þína, bjóddu einkavin- um hans líka. Talaðu aldrei um galla mágs þíns og bjóddu honum eins oft og fjölskyldu þinni . . . en ekki með þeim. Leyfðu engum að setja út á eða hafa á móti manni þínum í ná- vist þinni. Þú verður að taka hann eins og hann er. Þyggðu ekki boð sem hann vill ekki fara í. Hann mun þá vonandi svara í sömu mynt. BRÉFASAMBÖND Birting á nafm, aidri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Guðni Á. Sigurðsson (við ungt fólk 15—19 ára), Sörlaskjóli 40, Reykjavík. Þessi mynd er tekin af Eisenhower í Noregi í síðustu ferð hans, þegar hann ræddi við fulltrúa Noregs og Danmerkur um flugstöðvar í þessum löndum. Aður en þér gangið til hvílu . Til þess að vernda húð yðar ættuð þér að verja nokkrum mínutum á hverju kveldi til að snyrta andlit yðar og hendur með Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir and= litshúðina og hendurnar verffa mjúkar og fallegar. Nivea.krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri huðfitu. Þess vegna gengur það djúpt inn i huðina, og hefir áhrif langt inn fyrir yfirborð hörundsins. Þess vegna er Nivea.krem svo gott fyrir húffina. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.