Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 27, 1952 Aima hafði ráðagerðina í huganum, en hún gat ekki fengið sig til að koma henni í framkvæmd íyrir augunum á Jóhönnu. Hún hafði ekki brjóst í sér til að gera það. Hún sat bara róleg og tal- aði glaðlega og sendi manninum öðru hvoru hríf- andi bros. Eftir nokkrar mínútur sagðist hún aðeins hafa litið inn af því hún gekk framhjá og nú yrði hún að fara. Þetta fór alveg eins og hún hafði gert ráð fyrir, Lárus Fielding tók hatt sinn og sagðist líka þurfa að fara. Jóhanna hafði varla sagt orð. Hún hafði bara setið og horft á þau til skiptis stirðnuðu augna- ráði og kreist hendurnar í kjöltu sér. Hún fylgdi þeim fram, en á síðasta augnabliki greip hún í handlegg Lárusar. „Lárus, bíddu augnablik — heyrðu“, bað hún með sama einkennilega hása rómnum. Þó Anna liti niður, sá hún að hann losaði ró- lega handlegg sinn. „Vertu sæl, vina mín“, sagði hann og gekk nið- ur stigann á eftir Önnu, án þess að lita á stúlk- una, sem stóð stirðnuð i dyrunum. Bíllinn hans beið fyrir utan og hann stanzaði við hliðina á Önnu. „Má ég aka þér — þangað sem þú ert að fara?“ Hann brosti til hennar og Anna fór að skilja hvernig á því stóð, að Jóhanna var svona hrifin. „Þakka þér fyrir", sagði hún, ,,en ég hef satt að segja ekki enn ákveðið hvert ég ætla að fara.“ „Við gætum ef til vill ákveðið það saman?" Hún brosti til hans. „Það gætum við.“ Ráðagerð hennar var þegar komin í fram- kvæmd. Það leið ein vika, — tvær vikur. Lárus hitti Önnu á hverjum degi, en Jóhönnu ekki. Það var óheppilegt að Mikael Killikk skyldi vera á ferðalagi allan þennan tíma, hugsaði Anna. Hann vann fyrir flugmálaráðuneytið að þýðingarmiklum og leynilegum tilraunum og til að hafa frið vann hann oft í tilraunastofu sinni uppi í sveit. En Anna vonaði, að þegar Jóhanna væri laus undan töfrum Lárusar, herti hún upp hugann og skildi hvar hamingjuna væri að finna. Nú voru aðeins þrjár vikur til brúðkaupsins. En Anna hafði enga hugmynd um hvað fram fór á milli Jóhönnu og Lárusar nokkrum dögum seinna. Jóhanna kom kvöld nokkurt í íbúð Lár- usar og tók ekki til greina afsakanir hans um að hann væri að fara út. „Ætlarðu út með Önnu?“ spurði hún. „Já, hefurðu nokkuð á móti því“, sagði hann rólega. „Hún stelur þér frá mér,“ tilkynnti hún hárri ásakandi röddu. „Kæra Jóhanna, vertu nú ekki æst“. „En það er satt. Þú hefur ekki litið við mér síðan þú hittir hana. Reyndu ekki að neita því.“ Hann sendi henni kuldalegt augnaráð. Hann ákvað allt í einu að ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll. „Alveg rétt,“ sagði hann ruddaleg'a, „ég ætla ekki að neita því. Já, ég er ástfanginn af henni. Þessi tilfinning er mjög ólík þeirri sem ég bar til þín. Þú hefur alltaf verið — ja, hlekkur um fætur mínar. Þú horfir alltaf á mig augnaráði tryggs hunds. Mér verður óglatt við það. Þú varst alltof auðveldur ástarsigur til að þú getir krafizt nokkurs núna.“ Hrollur fór um Jóhönnu. „Mér finnst Anna meira aðlaðandi," hélt hann áfram og lét hana finna til harðra, beittra svipu- högganna. „Tíu sinnum meira aðlaðandi. Hún hefur meiri glóð í litla fingrinum en þú í öllum likamanum. Ég hefði aldrei litið á þig, ef þú hefðir ekki sýnt það svona greinilega að þú vild- ir mig — þú bauðst mér blátt áfram að ganga svo langt sem mig langaði til. Mér fannst það mjög ánægjulegt, en slikt varir ekki lengi. Og Það þýðir ekkert að reyna að halda því áfram. Það er lokið og ekkert meira að tala um.“ Þegar hann sá fölt, óhamingjusamlegt andlit hennar, leit hann niður og óskaði að hún færi. „Það er þetta, sem við þurfum að tala um,“ sagði Jóhanna og vætti varirnar. „Ég — við eig- um von á barni.“ Hann leit snöggt upp. Nokkrar mínútur gat hann ekkert sagt. „Góður guð — að þetta skyldi einmitt henda mig.“ Hann hætti augnablik og þegar hann hélt áfram var rödd hans kuldaleg og reigingsleg. „En ég sé ekki að ég þurfi að hafa áhyggjur af því. Þetta er þér sjálfri að kenna. Og ef þú heldur að ég giftist þér, þá hefirðu rangt fyrir þér mín kæra. Ég vil aðeins giftast einni konu og það er A_nna. Þú verður sjálf að bjarga þér úr þessum vandræðum." Hann brosti háðslega þegar hann bætti við. „Ég skal segja þér hvernig þú getur gert það. Þú hefur ekki sleppt Mikael Kiilikk enn, er það ? Þú gazt ekki fengið þig til þess? Allt í lagi, láttu það halda áfram eins og ákveðið var. Þú verður falleg og virðu- leg brúður. Enginn þarf að vita að maðurinn þinn á ekki barnið — ekki einu sinni Killikk sjálfur." Tveir rauðir blettir komu á kinnar Jóhönnu, en hún sagði ekkert. Það var eins og hún yrði mállaus þegar hún horfði á hann. „Það er betra að þú farir núna, Jóhanna,“ sagði hann rólega. „Við viljum ekki halda þessu samtáli áfram, er það?“ Hann tók í handlegg hennar og leiddi hana fram að hurðinni og við snertinguna var eins og Jóhanna vaknaði af dvalanum. Orðin ultu fram á varir hennar. Ekki ásakanir — ekki reiði- orð. Nei, aðeins ruglingsleg þjáningarorð. Hún féll á hné og faðmaði fætur hans. Rödd hennar var hás. „Þú mátt ekki svíkja mig . . .“ En Lárus laut niður og dró hana miskunnar- laust á fætur. Án þess að segja eitt orð fylgdi hann henni fram að hurðinni og ýtti henni út fyrir. Næsta föstudagskvöld kom Mikael Killikk á litla þægilega hótelið, sem hann var vanur að búa í. Það var of seint að hringja í Jóhönnu, hugs- aði hann, en hann hafði skrifað henni og látið hana vita, að hann væri að koma í bæinn. Hann hafði hugsað um hana allan tímann meðan hann var í burtu. Hann hafði litla, fallega andlitið hennar alltaf í huga, Bráðlega — mjög bráðlega mundu þau gifta sig og hann ætti hana alveg. Hann var varla kominn heim fyrir hálftima, þegar ein af stúlkum hótelsins kom upp og til- kynnti að ung stúlka væri niðri og vildi tala við hann. Jóhanna? hugsaði hann dálítið undrandi. Það var orðið framorðið. Gat nokkuð verið að. „Hún lítur mjög illa út,“ bætti stúlkan við. „Hvað segið þér? Látið hana koma upp.“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Hvað er að Frissa? Frissi: Hvernig gat ég gert þetta? Gvendur: Sá á von á góðu. Hann gleymdi afmælisdegi kon- Pabbinn: Hertu upp hugann. Hún gleymir þessu. unnar sinnar. Lilli: Mamma er búin að skipta um föt fyrir afmælisveizluna. Pabbinn: Hamingjan góða, afmælið hennar. Pabbinn: Ég verð að ná í blóm og sælgæti og — Mamman: Ert þetta þú, elskan? Ég þarf að segja þér nokkuð. Mamman: Klara frænka á afmæli í dag. Ég ætla að halda veizlu fyrir hana. Hvað er að þér? Þú ert svo fölur. Pabbinn: Mér — mér líður vel — núna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.