Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 27, 1952 F---------- IRETTAMYNDIR Robert Taft veifar til stuðningsmanna sinna þegar hann geng- ur inn í aðalstöðvar Taftmanna við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Veggirnir eru skreyttir með myndum af hon- um sjálfum. 9 í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum er „Keisaradalur- inn“, þurr og heit slétta. Hann liggur allur neðan við sjávar- mál og um 300 fet neðan við yfirborð Kolorado-árinnar, sem er á r.orðurmörkum dalsins, og því hefur hann orðið fyrir ótal mörgum flóðum. Þar rignir næstum aldrei en áveitur og flóð- garðar hafa gert dalinn að mjög frjósömu landi. Mohammed bóndi er innflytjandi frá Pakistan (hinumegin á hnettinum). Hann sést hér á myndinni ásamt verkstjóra sín- um, sem er að sýna honum hlújárn. Aftar á myndinni sést hvernig þessi hlújárn eru notuð til að rífa upp sykurrófuplönt- ur til- að þær plöntur sem skildar eru eftir hafi nægilegt rúm til að vaxa. 1 vor ætti Mohamed að fá 16—17 tonn af sykur- rófum upp úr hverri ekru lands. Fyrsta opinbera starf Elisabetar H. var að gefa „fátækrapeninga" í Westminster-kastala. Þessi mynt er slegin sérstaklega og hefði átt að bera mynd drottningarinnar, en tíminn var of naumur, svo á þeim var mynd Georgs konungs VI. Hér sést drottningin ganga fram hjá heið- ursverði eftir að úthlutuninni var lokið. Mikil kosningarbarátta stendur nú yfir í Bandartkjunum. Hún mun ná hámarki sínu í nóvember þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Eftir að hafa verið valdir af flokkum sínum ferðast íorsetaefnin og varaforsetaefnin um landið til að vinna fylgi. Milljónir manna fylgjast með ferðum þeirra og ræðum gegnum sjónvarpið, útvarpið, og blöðin. Kosningar til smærri embætta fara fram um leið. Hér sést umsækjandi um héraðsstjóraembætti í Ohio heimsækja bónda nokkurn og útskýra skoðanir sínar fyrir honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.