Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 28, 1952 3 p * / boði brœðraþjóðarinnar á Islandi. eftir stud. Mag. art. NORMAN GRYTDAL. ÍSLAND hefur alltaf verið mér kært — og þegar ég 1946 fékk það viðfangsefni sem blaðamaður, að eiga viðtal við Vil- hjálm Finsen sendiherra á. Grand hotel í Oslo (hann var þá fulltrúi íslands í Stokk- hólmi), trúði ég honum auðvitað fyrir draumi mínum að koma einhverntíma hingað. Þá vildi svo vel til að fyrsti ís- lenzki fiskibáturinn, sem byggður var í Svíþjóð, átti að leggja úr höfn eftir tvær vikur og áður en ég eða konan míri gát- um áttað okkur, vorum við um borð í ,,Arinbirni“ og sigldum áleiðis til íslands í sameinaða frétta og sumarleyfisferð. Við dvöldumst hér í tvo mánuði í það skipti, en það er önnur saga! Nú er ég hér aftur — þátttakandi í sumarnámskeiði í íslenzku við Háskólann — ásamt syni mínum, sem sér nú land- ið í fyrsta skipti. Veðraguðinn tók alúðlega og brosandi á móti okkur — svo ég tali ekki um stjórn- endur Háskólans! Föstudaginn 13. júní var námskeiðið sett af próf. dr. Steingrími J. Þorsteins- syni, deildarforseta norrænudeildarinnar og þar vorum við kynnt kennara okkar og leiðsögumanni, Halldóri Halldórssyni dósent. Hann lét okkur strax hef ja nám- ið, sem alls ekki var auðvelt fyrir Dani, Finna, Norðmenn eða Svía, þ. e. a. s. að læra íslenzku! Síðdegis þann dag tók rektor magnificus, próf. dr. Alexander Jóhannesson á móti okkur á skrifstofu sinni, þar sem hann heilsaði okkur og ræddi við hvern einstakan. Á dagskránni, sem við fengum þegar við innrituðumst heima stóð „stjórnendur áskilja sér rétt til breytinga". Og ham- ingjan veit að henni var breytt! Nýja dag- skráin sem við fengum var aukin og end- urbætt — og hefur allan tímann verið „krydduð“ nýjum og ákaflega ánægjuleg- um breytingum. Frá þessum fyrstu dögum, sem voru dálítið óreglubundnir og lausir í reipun- um, minnist ég einkum hinnar hátíðlegu móttöku, sem Norræna félagið bauð okk- ur til í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 14. júní, þar sem þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rosinkrans fylgdi okkur um bygginguna, — boðsmiðanna á sýningu Brúðuheimilis- ins daginn eftir og að við fengum að vera viðstödd síðustu æfingu á óperettunni Leðurblakan. Ég hefi alltaf haft mikinn áhuga fyrir leiklist — og ég verð að segja að ég var mjög hrifinn af þessari vel æfðu, listrænu sýningu, sem við sáum! Sunnudaginn 15. júní fórum við í mjög skemmtilega bílferð til Krýsuvíkur, dag- inn eftir sáum við kvikmynd af þjóðhátíð- ardegi Islands í öllu sínu litskrúði og með blaktandi fána — en ég tók í fyrsta skipti þátt í honum daginn eftir. En helgin og þjóðhátíðardagurinn liðu fljótt — miðvikudaginn 18. kl. 10 sátum við aftur á skólabekknum hjá Halldóri — eins og við höfum gert milli 10—12 á hverjum degi síðan — og skrifuðum á ís- lenzku. Síðdegis vorum við gestir Hafnar- fjarðarbæjar. — Bæjarstjórinn Helgi Hannesson og skólastjóri Gagnfræðaskól- ans sýndu okkur skólann, skrúðgarðinn og bæinn. Við fengum kaffi og kökur í Alþýðuhúsinu og þar hélt Helgi stutta ræðu — á íslenzku. Ég er ekki viss um að allir hafi skilið hana, þó Helgi talaði mjög skýrt og hægt, eins vera ber þegar talað er til útlendinga, en við skildum öll að orðin voru sögð af einlægni og gestrisni. Nei — nú gleymdi ég næstum að segja frá því að við skoðuðum hina stóru verk- smiðju, sem framleiðir ofna, ísskápa o. fl. Á eftir stönzuðum við á Bessastöðum — þar sem ráðsmaðurinn Jónassen réði ríkjum um sinn og sýndi okkur þennan Normann Grytdal er norskur stúdent, sem tók þátt í nýafstöðnu íslenzkunámskeiði við Háskólann. Myndin hér að ofan er af honum, konu hans frú Tordis og syni þeirra Knut. Vikan bað Grytdal að skrifa um námskeiðið og dvöl sina hér, auk nokkurra orða um sjálfan sig, og þau koma hér á eftir: „Rithöfundur skrifar auðvitað aðeins frá eigin brjósti og þegar ég lít til baka yfir tuttugu ára fullorðinsár mín, á ég bæði góðar og slæmar minningar. Ágrip — nokkurs konar æfiágrip — ja-há. Bóndi 15 ára gamall, stúdent 20 ára, járnbrautarstarfsmaður, skrifstofumaður, næturvörður, bókbindari — aðstoðarmaður í prentsmiðju, setjari og prófarkalesari, kennari, blaðamaður — í stuttu máli sagt — nokkurs konar æfintýramaður. En rauði þráðurinn í því öllu: að skrifa.“ Síðar vonast Vikan til að geta birt mynd af öllum þátttakendum námskeiðsins. fallega búgarð. Heimurinn er undarlega lítill, því þegar hann var á bændaskóla í Noregi, bjó hann í næsta húsi við mig, án þess að við þekktumst. Fimmtudaginn 19. júní bauð Reykja- víkurbær okkur í skemmtiferð til Þing- valla, Sogsvirkjunarinnar og aðalstöðva Hitaveitunnar. Verkfræðingarnir Stein- grímur Jónsson og Helgi Sigurðsson voru gestgjafar og leiðsögumenn, en próf. dr. Einar Ól. Sveinsson sýndi okkur sögu- staði og hélt mjög fræðandi fyrirlestur undir berum himni. Við Sogsvirkjunina fengum við kaffi, gengum inn í fyrstu stóru jarðgöngin á Islandi, og skoðuðum stífluna — þó ættland mitt standi nokk- uð framarlega með tilliti til stórra orku- vera, verð ég að játa að ég varð mjög hrifinn af því, sem hér hefur verið gert og á að gera. Eftir að hafa neytt kvöldverðar í Val- höll var haldið til aðalbækistöðva hita- veitunnar á Reykjum, þar sem við feng- um tækifæri til að skoða þetta náttúru- fyrirbrigði, sem ekki er til heima hjá okk- ur. Hin mikla tækni, sem þarna er beitt við öryggistæki, mælingar og stjórn, gerði okkur mállaus af undrun. Næstu viku skoðuðum við höggmynda- safn Einars Jónssonar og Þjóðminjasafn- ið, þar sem Kristján Eldjám hélt skil- merkilegt erindi í hinum ófullgerða fyrir- lestrasal um menjar víkingaaldarinnar. Ég ætla að nota tækifærið til að votta viðurkenningu mína fyrir hinn ágæta að- búnað, sem sögulegar menjar hafa feng- ið hér. Málverkasafnið var líka mjög eft- irtektarvert, þó það — eins og vill brenna við í flestum löndum — sýni ekki þver- skurð af íslenzkri málarlist. Við skemmt- um okkur um stund í vaxmyndasafninu, þar sem menn úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins virtust kæra sig kollótta um nær- göngulan og fjörugan áhuga okkar. Og þó Kristján sé ekki sérlega hrifinn af þess- ari deild, þá verð ég að segja að ég hafði mjög gaman af henni, þar sem ég hefi aldrei fyrr séð slíkt. Auk þessa höfum við farið stuttar ferðir í Hvalfjörð, að Gullfossi og Geysir, flogið kringum landið fyrir 100 kr. á mann, og hlustað á fyrirlestra prófessor- anna. Að lokum: Hjartanlegar þakkir Sendi ég^ stjórnendum Háskóla íslands, mennta- málaráðherra, starfsmönnum Nýja Garðs, veitingahúsinu Skjaldbreið, bílstjórunum og öllum þeim, sem afskipti hafa haft af stúdentum frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð. „Villta“ kaffið í Abessiníu er orðin tekjulind. Skapar ef til vill nýja mögnleika til kaffiræktunar. 1 fyrra flutti Abessinía út 100 þúsund sekki af „villtu" kaffi, og um þessar mundir er unnið að því að reyna að hagnýta þessa auðlind frá náttúrunnar hendi. Því hefur ríkisstjórn Abessiníu snúið sér til Alþjóða landbúnaðarstofnunarinnar og leitað að- stoðar hennar, og FAO hefur sent sérfræðing á sviði kaffiræktar til Afríku, og er það Dr. Pierre G. Sylvain. Dr. Sylvain fær það hlutverk, að kynna sér þetta kaffi, sem vex villt, og rannsókn hans kann að fá mikla þýðingu fyrir öll lönd, sem rækta kaffi. Um margra ára skeið hefur hættulegur sveppur, hemileia vastatrix, herjað á kaffiekr- imum og stundum eyðilagt alla uppskeruna. Með- al annars hefur sveppur þessi eyðilagt kaffirækt- ina á Ceylon. Hinsvegar hefur kaffið, sem vex villt í Abessiníu, ekki orðið fyrir áhrifum af þessum sveppum og þvi hefur mönnum látið sér til hugar koma, að reyna að blanda saman villtri kaffiplöntu og ræktaðri og reyna þannig að fá fram afbrigði, sem ekki er móttækilegt fyrir skemmdum af völdum sveppanna, en hefur sam- tímis keim og frjósemi ræktuðu plöntunnar. Dr. Silvain er þeirrar skoðunar, að kaffiplant- an í Abessiníu kunni að reynast betri en þær tegundir, sem hingað til hafa verið ræktaðar. Með tilraunum hans er fylgzt af miklum áhuga í kaffiræktarlöndunum. Nú má enginn halda, að „villt“ kaffi sé eitt- hvað nýtt undir sólinni. Dr. Sylvain hefur rifj- að upp gömlu söguna frá árinu 850 e. Kr. um munkinn, sem tók eftir því hvað geitur hans urðu fjörugar, er þær höfðu jórtrað á blöðum frá sígrænum runna, sem óx í fjallshliðinni. Munkurinn reyndi sjálfur að bragða ávexti runn- ans og kynntist hinum hressandi áhrifum. Hann fór ekki í launkofa með vitneskju sina — og þar með hófst saga kaffidrykkjunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.