Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 28, 1952 GÖMLU HJÓNIN , eftir ALPHONSE DAUDET. „Er bréf til mín, Azan?“ „Já, herra . . . það er frá París.“ Azan gamli var mjög stoltur af því að bréfið var frá París . . . en það var ég ekki. Ég hafði hugboð um að þetta óvænta Parísarbréf, sem lagt var á borð mitt svo snemma morguns, myndi eyðileggja fyrir mér daginn. Mér skjátlaðist ekki, það fáið þið nú að heyra: „Þú þarft að gera mér greiða, vinur minn. Þú átt að loka myllunni þinni í einn dag og fara strax til Eyguiéres. Það er stórt þorp, nokkra kílometra frá heimili þínu, — ágæt skemmtiganga. Þegar þú kemur þangað spyrðu um munaðarleys- ingjahælið. Við hælið er lítið hús með gráum gluggahlerum og matjurtagarði bak við. Þú gengur inn án þess að berja að dyrum — dymar eru alltaf opnar, — og um leið og þú gengur inn skaltu kalla hátt: „Góðan daginn, gott fólk! Ég er vinur Maurice“. Þá muntu sjá tvö gamal- menni — þau eru gömul, fjörgömul — sitja djúpt niðri í hægindastólunum sín- um og breiða út faðminn á móti þér. Þú faðmar þau af öllu hjarta, eins og það væri ég. Því næst spjallið þið saman; þau tala um mig, aðeins um mig; þau segja þér ótal heimskulegar smásögur, sem þú hlustar á, án þess að hlæja . . . þú hlærð ekki, er það? . . . Þetta er afi minn og amma, sem lifa aðeins fyrir mig og sem ég hefi ekki séð í tíu ár . . . Tíu ár, það er langur tími! En hvað skal gera! París heldur í mig; og þau eru háöldruð . . . þau eru svo gömul að þau myndu farast á leiðinni, ef þau kæmu að heimsækja mig . . . Til allrar hamingju ert þú þarna, kæri malari og vesalings gömlu hjónun- um mun finnast að þau faðmi mig að nokkru leyti þegar þau faðma þig. Ég hefi svo oft talað um þig við þau og um okkar góðu vináttu, sem . . .“ Fjandinn hirði alla vináttu! Þennan morgun var Ijómandi veður, en ekki veður til að hlaupa eftir þjóðveginum: allt of mikið mistur og of mikið sólskin, þetta var reglulegur sveitadagur. Þegar þetta bölvað bréf kom, hafði ég einmitt fundið mér griðland milli tveggja kletta og mig dreymdi um að liggja þar allan daginn, eins og eðía, sleikja sólskinið og hlusta á söng furutrjánna. En hvað gat ég gert? Ég lokaði myllunni minni nöldrandi og stakk lyklinum í holu. Ég var með staf- inn minn og pípuna mína, svo nú gat ég lagt af stað. Ég kom til Eyguiéres um klukkan tvö. Þorpið var alveg mannlaust, allir voru úti á ökrunum. Skortítlurnar suðuðu í trjám húsagarðanna, sem voru þakin hvítu ryki. Á ráðhústorginu baðaði asni sig í sólinni, dúfuhópur sat á kirkjutuminum, en ég sá engan sem gat vísað mér á munaðarleys- ingjahælið. Til allrar hamingju kony ég allt í einu auga á gamla galdranorn, sem spann kengbogin í króknum við dyrnar sínar; ég sagði henni að hverju ég væri að leita; þar sem þessi norn var mjög mátt- ug, þurfti hún ekki annað en að lyfta snælduteininum: jafnskjótt birtist munað- arleysingjahælið fyrir framan mig. Þetta var ljótt og svart stórt hús, sem virtist stolt af því að sýna gamlan rauðan stein- kross, með latneskri áletrun, fyrir ofan bogadyrnar. Við hliðina á þessu húsi sá ég annað minna. Gráir gluggahlerar, matjurtagarð- ur bakvið . . . ég þekkti það strax og gekk inn, án þess að berja að dyrum. Alla mína æfi mun ég minnast þessa langa, svala og kyrrláta inngangs milli rauðmálaðra múrveggja, garðsins, sem sást gegnum litríkt tjald og sérstaklega blómakeranna og slitnu læsinganna. Mér fannst ég vera að heimsækja höfðingja frá annarri öld. Gegnum hálfopna hurð vinstra megin við enda gangsins heyrðist tikkið í stórri klukku og barnsrödd, rödd skólabarns sem stanzar við hvert atkvæði: Þá sagð-i sánkt-i I-rena. Ég er heit-i-korn drott-ins. Ég verð að mal-ast und-ir tönn- um dýr-a hans . . . Ég læddist að dyrun- um og gægðist inn . . . í kyrrlátu, hálfdimmu, litlu herbergi svaf gamall maður með rauð kinnbein, og hrukkóttur fram á fingurgóma. Munnur- inn var opinn og hendurnar lágu á hnján- um. Við fætur hans las lítil bláklædd stúlka — í stórri pílagrímskápu og með lítinn hatt, búningi munaðarleysingja — um heilaga Irenu í bók, sem var stærri en hún sjálf. Þessi ágæti lestur hafði orkað á allt húsið. Gamli maðurinn svaf í hægindastól, mýflugurnar á pallinum, og kanarífuglarnir í búri sínu í glugg- anum. Stóra klukkan hraut tik tak, tik tak. Ekkert í herberginu var vakandi nema stór ljósrönd, sem þrengdi sér bein og hvít milli gluggatjaldanna, hún tifaði f jörlega og steig lítil dansspor. Og í öllu þessu móki hélt barnið áfram lestrinum alvarlegt á svipinn: Jafn-skjótt réð-ust tvö ljó-n á han-a og gleypt-u han-a. Á þessu augnabliki gekk ég inn. Þó að ljón ^iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiir^ | VEIZTU -? | 1. Hvernig stendur á því, að vírspotti, f sem brugðið er yfir um ísmola og smá- | lóð hangir neðan í, smáskerst gegnum f ísinn, en molinn verður þó heill sem í áður ? i = 2. Hvað er að vera slyðrulegur? i i 3. Hverju svaraði Hallgerður, er Gunnar ; kvaddi hana með þessum orðum: ,,Ver : þú dæl, meðan ég er heiman, og sýn : af þér enga fárskapi, þar sem við vini j i mína er um að eiga." = f 4. Hvað hét síðasti keisari Rómarikis ? I = 5. Hvað er „barnamold", sem oft safnast i á botni tjarna og stöðuvatna? f 6. Hver reisti fyrstu fiskimjölsverksmiðju f f hér á landi og hvenær? I i 7. Hver var Sandro Botticelli ? f 8. Til hvers er kalí notaður, og hvar eru f mestu kalinámur heimsins? f f 9. Hvaða eftirnöfn eru algengust í Dan- i i mörku ? i f 10. Tveir Indjánar ganga hjá garði. Litli í Indjáninn er sonur stóra Indjánans, en i stóri Indjáninn er ekki faðir hans. f Hvernig eru þeir skyldir? Sjá svör á bls. 14. f Felldur Atli Ásmundsson. Það var einn dag nokkru fyrir miðsumar, að Þorbjörn öxnamegin reið til Bjargs. Hann var svo búinn, að hann hafði hjálm á höfði og gyrður við sverð og spjót í hendi; það var fjaðraspjót og breið mjög fjöðrin. Væta var úti um dag- inn. Atli hafði sent húskarla sína til sláttar, en menn hans sumir voru norður við Horn til afla. Atli var heima og fáir menn aðrir. Þoi'björn kom þar nær hádegi um daginn. Hann var einn í ferð og reið að útidyrum. Aftur var hurð, en engir menn úti. Þorbjörn drap á dyr og fór síðan á bak húsum, svo.að mátti eigi sjá hann frá dyrunum. Heimamenn heyrðu, að barið var, og gekk út kona ein. Þorbjörn hafði svip af konunni og lét ekki sjá sig, því að hann ætlaði annað að vinna. Hún kom í stofu. Atli spurði, hvað komið var. Hún kvaðst ekki hafa séð kom- ið úti. Og er þau töluðu þetta, þá laust Þorbjörn mikið högg á dyrnar. Þá mælti Atli: „Mig vill sá finna, og mun hann eiga erindi við mig, hversu þarft sem er.“ Gekk hann þá fram og út í dyrnar; hann sá engan úti. Væta var úti mikil, og því gekk hann eigi út og hélt sinni hendi í hvorn dyrustafinn og litast svo um. 1 því bili snaraði Þorbjörn fram fyrir dyrnar og lagði tveim höndum til Atla með spjótinu á honum miðjum, svo að stóð í gegnum hann. Atli mælti við, er hann fékk lagið: „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin," segir hann. Síðan féll hann fram á þröskuldinn. (Úr Grettlu.). heilagrar Irenu hefðu stokkið inn í her- bergið, hefðu þau ekki vakið meiri undrun en ég gerði. Þetta varð regluleg leiksýn- ing. Litla stúlkan rak upp óp, stóra bók- in datt, kanarífuglarnir og mýflugurnar vöknuðu, klukkan sló, gamli maðurinn stökk upp úr stólnum og ég stanzaði á þröskuldinum, því þetta ruglaði mig dá- lítið í ríminu, og hrópaði hátt : „Góðan daginn, gott fólk. Ég er vinur Maurice.“ Ó, ég vildi að þið hefðuð séð gamla manninn, ég vildi að þið hefðuð séð hann koma á móti mér með útbreiddan faðm- inn, faðma mig að sér, þrýsta hönd mína, og snúast ringlaður á gólfinu um leið og hann tautaði: „Guð minn góður, guð minn góður.“ Allar hrukkurnar á andliti hans hlógu. Hann roðnaði og stamaði. Því næst gekk hann yfir í hinn enda her- bergisins og kallaði: „Mamma litla!“ Hurð opnaðist og skref, létt eins og mús gengi um, heyrðust í ganginum . . . það var mamma litla. Ekkert veit ég fal- legra en þessa gömlu konu með húfuna sína bundna undir kverk, í nunnulega kjólnum sínum og með útsaumaða sjal- ið, sem hún lyfti með annarri hendi til að hneigja sig fyrir mér samkvæmt gömlum sið . . . Það var ákaflega áhrifamikið. Þau voru mjög lík. Það hefði mátt kalla hann mömmu litlu líka, ef hann hefði haft gulu borðana kringum andlitið eins og hún. Hin raunverulega mamma hafði bara grátið meira um dagana og hún var enn hrukkóttari en hin. Hún hafði líka við hlið sér barn frá munaðarleysingjahælinu, lítinn vörð í blárri skikkju, sem aldrei skildi við hana: Það er ekki hægt að hugsa sér neitt meira hrífandi en að sjá munaðarleysingjana gæta þannig gamla fólksins. Þegar mamma litla kom inn var hún fyrst mjög virðuleg í framkomu, en nokk- ur skýringarorð frá gamla manninum settu hana út af laginu: Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.