Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 28, 1952 sneri sér við og leit í sömu átt, sá hann Mikael Killikk í dyrunum. Anna hafði ekki nefnt það, að hún hefði séð hann í kirkjunni og hún skildi ekki hvers vegna hann elti þau. Því það hlaut hann að hafa gert. Hún sá aftur þetta einkennilega bros í grá- um augum hans og blóðið storknaði i æðum hennar. Lárus gat ekki komið upp orði og Mikael rauf að lokum þögnina. „Mér datt í hug að þið gerðuð þetta án þess - að láta ykkur bregða, er það ekki?“ sagði hann chugnanlega rólegri röddu. ,,Ég hefi beðið þessa dags. Hún er falleg, er hún það ekki?“ Hann leit snöggvast á önnu. „Gerðu þér ekki of há- ar vonir um brúðkaupsnóttina," bætti hann ruddalega við, „þvi hún eyðir henni ekki hjá þér.“ Lárus réðist skyndilega á Mikael, en lenti á krepptum hnefa, sem varpaði honum aftur á bak á gólfið. Anna æpti upp og ætlaði að hlaupa til hans, en Mikael stöðvaði hana. „Hann jafnar sig eftir augnablik," sagði hann og aftur lék þetta einkennilega bros um varir hans. „Já, hann er að jafna sig.“ Anna eyddi ekkivtímanum í að tala. Þó hún væri alveg rugluð hljóp hún eftir vatni. Hún sá ekki reipið sem Mikael tók upp úr vasanum. Þegar hún kom aftur sat Lárus í stól og var farinn að hreyfa höfuðið, en Anna sá sér til skelfingar að fætur hans og hendur voru bundn- ar við stólinn. Aftur hindraði Mikael hana í að komast til hans. Hann greip fast um úlnlið hennar og hvern- ig sem hún barðist um, gat hún ekki losað sig. „Slepptu mér — ruddinn þinn — slepptu." Hann tók vatnsglasið úr hendi hennar og skvetti vatninu í andlit Lárusar, sem opnaði aug- un ruglaður. „Hlustaðu nú á,“ skipaði Mikael hörkulega. „Reyndu að skilja þetta og gleymdu því ekki. Þú drapst konuna, sem ég elskaði. Nú ætla ég að taka konuna, sem þú giftist." Lárus var enn of máttfarinn til að tala, en hann skildi vel hótunina, sem lá í orðum Mikaels. Anna barðist um til að losa sig. Hún opnaði munninn til að kalla á hjálp, en Mikael stakk vasaklút upp í hana. Hann brosti til hennar. „Ég kem í stað brúðgumans í nótt, frú Field- ing,“ sagði hann. Hana svimaði við að sjá hatrið í augum hans þegar hann sagði þessi orð. Hún vissi að hún gat engrar miskunnar vænzt af þessum manni. Hann tók rólega annan vasaklút upp úr vasa sínum og batt hendur hennar fyrir aftan bak. Þegar það var búið sagði hann: „Þetta er taskan þín, er það ekki?“ hún stóð tilbúin við dyrnar, merkt A.F., nýju upphafs- stöfimum hennar. „Þú þarft á fötum að halda, þar sem við ætlum að dveljast. Jæja, ég held að við séum tilbúin til að leggja af stað, frú Field- ing.“ Lárus stundi og barðist um í stólnum og þegar Mikael gekk til hans, hrökk hann í kút, eins og hann byggist við nýju höggi. Mikael horfði augnablik á hann með háðsglampa í augunum. Svo tók hann kápu, sem lá á stólbaki og lagði hana yfir axlir önnu. Hann tók töskuna hennar og lagði handlegginn fast um mitti hennar, leiddi hana gegnum dyrnar og lokaði á eftir þeim. Hann fór með hana niður bakdyrastigann svo þau mættu engum og að bílnum sem beið við aymar. Hann hafði auðsjáanlega undirbúið allt vandlega. Hann opnaði bilhurðina og lagði hana á gólfið. Hann batt fætur hennar með enn ein- um vasaklút. Anna horfði framaní hörkulegt andlit hans með daufa háðsglottinu og spurði sjálfa sig, hvort þetta væri ekki andstyggileg martröð. Mikael henti kápunni yfir hana. Svo settist hann við stýrið og bíllinn lagði af stað. Hún lá þarna skjálfandi og hrædd. En að lok- um varð þreytan að sljóleika. Hún hafði enga hugmynd um hvert þau fóru. Einu sinni sagði hann: „Mér þykir það leiðinlegt, að ég get ekki boðið þér miðdegismat, frú Fielding. En ef ég tæki klútinn út úr þér, svo þú gætir borðað, mund- irðu æpa á hjálp. Svo þú verðurxað vera matar- laus í dag.“ Bíllinn þaut áfram. Hve langt ætluðu þau ? Ætlaði hann aldrei að stanza ? Og þó óttaðist hún það mest — hvað yrði um hana þegar þau stönz- uðu? Það var farið að rökkva og kominn vindur. Henni fannst stundum að hún heyrði hafið skella á klettum — hljóðið hvarf öðm hvom en heyrð- ist svo aftur. Vegurinn var mjög ójafn og þak- inn holum. Að lokum stanzaði bíllinn. Hún heyrði Mikael Killikk fara út og opna bílhurðina. Það for hroll- ur um hana þegar hann snerti hana,' en hann hló lágt og setti hana í sætið. Hún var öll aum og stirð eftir að hafa legið svo lengi í sömu skorðum á bílgólfinu. Hún leit ráðþrota í kringum sig. Þau voru stödd á auðri strandlengju og hún heyrði brimið brjóta við klettana. Hann tók klútinn út úr henni. „Hér er enginn í margra mílna fjarlægð," sagði hann, „svo þú mátt æpa eins og þú getur — það er að segja, ef þú hefur enn krafta til að hljóða.“ Hann leysti hendur hennar og fætur og hún reyndi að gera sér í hugarlund, hvers vegna hann hefði stanzað hér. Hér var ekkert hús — ekkert annað en skúr, sem var kominn að falli. „Ég skil bílinn eftir hér,“ sagði hann eins og hann vissi- hvað hún var að hugsa um. „Ég get ekki tekið hann með mér heim. Ég bý þarna úti.“ Hann benti. Langt úti, við endann á eiði, var eitthvað, sem líktist klettaey. „Það er ekki enn fallið að,“ sagði hann. „Ég flýtti mér, því þaff er aðeins hægt að kom- ast þangað þegar lágsjávað er. Eftir nokkrar mínútur verður eyjan umkringd sjó.“ Hann hló dálítið. „Oftast er þetta eyja.“ Hann settist aftur inn í bílinn og keyrði hann inn í skúrinn. Skyndilega opnaði Anna hurð- ia og stökk út. Mikael flýtti sér ekki einu sinni þegar hún hljóp af stað. Hann náði henni eftir nokkur skref og hélt henni með annarri hendi meðan hann læsti skúrnum. Hún gat ekki hreyft sig án þess að finna til nístandi sársauka. „Nú verðum við að flýta okkur,“ sagði hann. Hann ætlaði að draga hana með sér, en Anna barðist eins og villidýr. Hún sló hann með lausu hendinni og reiðiorðin streymdu af vörum henn- ar. En það var eins og að skvetta vatni á gæs. „Þú rífur brúðarkjólinn þinn, frú Fielding," sagði hann. ,,Og ég er hræddur um að hann hafi þegar fengið slæma meðferð. Segðu mér aðeins, ætlarðu að ganga, eða á ég að bera þig?“ Hvað gat hún gert án nokkurra hjálpar. En að hann héldi á henni — nei, aldrei. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Sæl elskan, hvar er Lilli? Anna frænka: Þykir þér ekki vænt um að frænka Mamman: Anna frænka er nýkomin — hann er uppi að hjálpa er komin. Gefðu mér lítinn koss. henni við að taka upp úr töskunum sínum. Lilli: Mér þykir vænt um að sjá þig en . . . Anna frænka: Ég hefi hérna smágjöf handa Anna frænka: Kysstu mig og þá skal ég gefa Lilli: Mér þykir brjóstsykur ekki svo góður. þér. Hér er stór kassi, fullur af sælgæti. þér kassann með sælgætinu. Lilli: Hn hvað það er gaman. Fáðu mér hann. Lilli: Fyrir koss?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.