Vikan


Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 17.07.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 28, 1952 11 Framhaldssaga: Konkvest Williams var að búa sig undir að skerast í leikinn. Hann gekk frá undirmanni sínum og lét hann tala út í bláinn; hann stefndi beint til forystumanna fylkingarinnar, stanzaði hjá þeim og brá hendinni á loft og gaf strangt merki um að stanza. „Hinkrið við — nemið staðar!“ hrópaði hann. „Bezt fyrir yður að láta þetta hlutlaus'c, kunn- ingi,“ sagði einn forustumannanna, Iiraftalegur náungi, sem hafði heykvísl að vopni. „Okkur er alvara í þetta sinn.“ Pylkingin hafði stanzað óreglulega við orð Williams — að minnsta kosti fremsti hluti henn- ar. Þeir aftari hópuðust fram á við og töluðu hátt. „Bíðið við, segi ég!“ sagði Williams. „Þetta tiltæki er hrein heimska. Hugsið ykkur vel um, áður en þið gerizt lögbrjótar . . .“ „I nótt erum við lögin,“ öskraði maðurinn með heykvislina. „Heyr!“ öskraði mannfjöldinn. „Þér vitið ekki hvað kom fyrir hana Elsu litlu mína,“ sagði rjóður maður og þéttvaxinn um leið og hann þokaði sér fram. „Hún var í vist á lávarðssetrinu og Everdon, óþokkinn, komst yfir hana . . . Þegar hún fann, að hún var þung- uð, stökk hún í stóru tjörnina og drekkti sér!“ „Hengjum hann — hengjum svínið!" „Já, og hvernig var það ekki með hana Dóru frænku mína?“ hrópaði annar. „Hún var líka í vist í höllinni . . .“ „Ég efast hreint ekki um að Everdon sé eins vondur og þið segið, en það er alvarlegur hlut- ur að taka lögin í sínar hendur, eins og þið ætlið að gera,“ hrópaði Williams ákafur. „Hvað hef- ur hann aðhafzt í kvöld, sem hefur æst ykkur svona upp?“ „Yður er heppilegra að skipta yður ekki af þessu, herra minn,“ sagði gildvaxni bóndinn er hafði rætt við Williams fyrr um kvöldið, í öl- stofunni í Kóngshöfðinu. „Við eigum ekkert sök- ótt við yður og óskum ekki að gera yður mein. Everdon lávarður er sá, sem við höfum erindi við.“ „Hversvegna? Hvað hefur hann gert?“ „Eruð þér ekki búinn að heyra það?“ spurði bóndinn reiðilega. „Hann hefur drepið stúlku — og ef til vill er það ekki það versta. Hrinti henni út um einn gluggann á efri hæðunum nið- ur í hallarsíkið; hún var dregin upp úr vatninu, dauð. Hamingjan góða! Þetta verður síðasta fólskuverkið sem hann vinnur. Við ætlum að taka hann I nótt.“ Williams brá við þessa frásögn, og hann gat skilið hið hættulega hugarástand, sem þetta hafði vakið hjá fólkinu. En hann gerði samt eina tilraun enn til að stöðva uppþotið. „Takið eftir — öll saman!" hrópaði hann. ,,Ef Everdon hefur framið morð, þá eru lög i þessu landi sem munu láta hann sæta ábyrgð gerða sinna. Allir menn, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, eiga rétt á óhlutdrægri rannsókn í máli sínu." „Farið til fjandans!" öskraði maðurinn með heykrókinn. „Hann er enginn maður — hann er djöfull! Við ætlum okkur að ná honum! Og við ætlum að hengja hann umsvifalaust í næsta tré, strax þegar okkur tekst að leggja hendur á hans skítuga skrokk." „Heyr — hengjum hann!“ öskrin sem fylgdu þessu, kæfðu ger- samlega öll mótmæli Williams. Til enn frekari áherzlu, lagði einn óróaseggurinn, sem misst hafði þolinmæðina, langri stöng grimmdarlega til hans. Stöngin lenti í kvið Williams af miklu afli og hann hentist aftur yfir sig og lenti á sit- jandanum utan við veginn og stóð á öndinni af kvölum. En skríllinn geystist áfram og skildi hann eftir emjandi. „Ertu meiddur, Bill?“ spurði Davidson á- hyggjufullur. „Hvern fjandann heldurðu? Hvernig heldurðu að þér yrði við að fá bölvaða smíðapallsstöng í kviðinn ? Bölvaður veri þorparinn, sem gerði þetta!" Hann staulaðist á fætur með kvölum og hélt um kviðinn. Skríllinn, sem nú var orðinn mörg hundruð manns, hélt áfram göngunni eftir sveita- veginum er lá til hallar Everdons. „Við getum ekkert gert, Bill,“ sagði Davidson og þótti vænt um að félagi hans var ekki alvar- lega meiddur. „Við neyðumst til að láta þá halda áformi sínu áfram. Við, aðeins tveir — ég á við . . .“ „Komdu, — til baka til gistihússins." „Til hvers? Viltu fá að drekka?" „Eg skal ekki neita þvi að Everdon er þorp- ari og kannski á hann skilið að hengjast án dóms og laga — en það er skylda okkar að stöðva það, ef við getum," sagði Williams hörku- lega. „Einhver verður að stöðva þetta brjálæði, og við erum einu mennirnir hérna i þorpinu með vitglóru í kollinum?" „En hvað getum við gert?“ „Við getum tekið bílinn og ekið til hallarinn- ar — og komið þangað á undan skrílnum." „Þú ert brjálaður! Hvernig ættum við að kom- ast þangað á undan mannföldanum?" Undirfor- inginn talaði gremjulega. „Dettur þér í hug, að æstur mannfjöldinn sleppi okkur fram hjá sér? Vegurinn er algerlega lokaður af mannfjöldan- um . . >“ „Það eru nokkur tvöföld hlið á hallartrjágarð- inum rétt utan, við þorpið — ég sá þau þegar við ókum út að höllinni í dag,“ sagði Williams stutt- aralega. „Við getum stytt okkur leið með því að fara um þau og komizt til hallarinnar á undan skrílnum." Frá öllum hliðum barst liðsauki, er sameinað- ist aðalfylkingu hinna hefndarþyrstu héraðsbúa. Hann barst úr hliðargötum og eftir göngustíg- um um engin frá fjarliggjandi búgörðum. Frétt- irnar höfðu borizt eins og eldur í sinu um hérað- ið og kurr sá, er fréttirnar vakti var illsvitandi fyrir Everdon, ef hann næðist. Eldfjallið var tekið að gjósa. Mánuðum saman hafði íbúum þessa friðsæla sveitahéraðs smátt og smátt verið að hitna í hamsi undirniðri — og þegar gosið loksins kom, var það hamslaust og ógurlegt. Þetta sem gerzt hafði í höllinni í kvöld, hlaut framar öllu öðru að hleypa ógnunum af stað. Falleg vinnustúlka var dauð — drepin vegna holdfýsnar Everdons. Engum í þessum æsta hópi kom til hugar að grennslast eftir nánkri atriðum þessa sorgar- leiks; stúlkan var dauð og menn lögðu þann skilning í dánarorsökina sem hverjum þóknað- ist. Saurlifnaður Everdons réð afstöðu manna og spillti mjög fyrir honum. Fjölda þessara manna hafði ekki komið til hugar að brjóta lögin, þegar þeir gengu í lið með óróaseggjunum; þeir ætluðu sér aðeins að safnast saman við höllina og mótmæla ■— láta í ljós andúð sína á ómenninu. En eins og venja er þar sem skríll er á ferð, smituðust þeir af æsingu og voru tilbúnir að leggja eld í höllina, þegar þangað var komið. Hinn óstýrilátari hluti sóknarliðsins — rudd- arnir og angurgaparnir — voru reiðubúnir að ganga enn lengra. Skrilseðlið „prjónaði" í þeim „eins og ljón á vegi“. Ætlun þeira var að taka Everdon sjálfan höndum, og ef þeim tækist það, skyldi hann fá skammar skriftir. Þessi hluti sóknarliðsins sleit sig frá aðalfylk- ingunni án þess að því væri veitt eftirtekt. skömmu eftir að komið var út fyrir þorpið. Ef til vill var eðlilegt, að þessir tveir hlutar liðs- ins fylgdust ekki að. Óróaseggirnir, er voru und- ir forustu stórvaxins illmennis, Tom Purkiss að nafni, klifruðu yfir tvöfalda hliðið á hallartrjá- garðinum, en frá því lá óljós gata beint yfir að vagna- og hesthúsum hallarinnar. Þetta var sú leiðar stytting, sem Williams yfirforingi hafði veitt eftirtekt. „Þessa leið, félagar!" hrópaði Tom Purkiss. „Við verðum á undan. Við skulum reka mont- rassana út!“ „1 síkið með þá!“ „Heyr, — kvensniftirnar líka! Þær eru einsk- isnýtar, allar saman!" Purkiss var atvinnulaus verkamaður ■— einskis nýtur dólgur, sem sífellt átti í illdeilum og drakk sig blindfullan ef hann hafði peninga til þess — hinn versti vandræðagepill á allan hátt. Einmitt maður til að hafa forystuna að verkn- aði eins og þessum. „Bíðið hægan þangað til við gómum bölvaðan lávarðslubbann!" öskraði Purkiss. „Við skulum hengja svínið — það skulum við gera, drengir! Og hvers vegna ekki ? Hann er morðingi, •— ekki satt?“ „Já, og verra en það.“ „I Ameríku kalla þeir þetta „Lynching" (henging án dóms og laga),“ hélt Purkiss áfram. „Eg hef séð það á kvikmyndum hjá Marley Ditton. Þeir þurfa ekki að vera að burðast með morðingja í Ameríku. Þeir hengja þá bara upp." Harrn tældi unglingana áfram, æsti þá upp meira og meira og lét þá gleyma því að þeir voru í hjarta sínu ungir löghlýðnir borgarar. Á augnabliki eins og þessu var æsingin smitandi og skrílsæðið var hið drottnandi áfl. Purkiss og félagar hans, þrjátíu í hóp, voru komnir miðja vegu til hallarinnar, þegar fram- ljós á bifreið komu í augsýn skammt framundan þeim. Kraftmikill, opinn bíll, hálfgerður kapp- akstursvagn, kom ruggandi og riðandi eftir ó- sléttum vegslóðanum. Hann fór hægt. Framljós bílsins féllu á hópinn . . . og maðurinn við stýr- ið laust upp hræðsluópi. Hann reyndi í ofboði að snúa bifreiðinni út af veginum, en í hræðslunni og fuminu stöðvaði hann vélina. Á næsta augna- bliki stökk skríllinn að vagninum og umkringdi hann. „Það er hann! Það er Everdon lávarður!" „Drögum hann út!“ „Reyndi að læðast burt eftir leynistígum, bleyðan!" „Já, en það mistókst!" öskraði Tom Purkiss. „Við höfum náð honum, drengir."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.