Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 5
“VIKAN, nr. 29, 1952 5 „Ég geng,“ hvœsti hún. „Þú snertir mig þá minna." ✓ Hún heyrði hláturinn í rödd hans, þegar hann svaraði: „Það lítur út fyrir að okkar biði skemmtilegur tími, frú Fielding. Nú skal ég taka töskuna þína.“ Anna gerði sér seinna í hugarlund, hvemig þau hefðu litið út — hún staulaðist og hrasaði á eftir honum og hann dró hana — unga konu í velktu brúðarskarti með flaksandi hárið — áfram hröðum skrefum yfir votan sandinn, meðan sjór- inn hækkaði báðumegin og lokaði leiðinni að baki þeirra. Hún reyndi að tala við hann og orðin komu slitrótt. „Þú sagðist ætla að láta mig hljóta sömu með- ferð og Jóhanna hlaut hjá Lárusi. En hann ætl- aði aldrei að gera henni illt — hann -— hann — varð fyrir miklu áfalli þegar hann vissi hvernig í öllu lá. Hann grunaði ekki . . .“ En hann svaraði ekki og veitti orðum hennar enga athygli. Hún var lafmóð og þreytt þegar þau að lok- um komu út í eyna. Lítill stígur lá upp á hæð- ina og þar sá hún móta fyrir húsi. Það var eins og hluti af klettunum, grátt og veðurbarið. Hér var svo hræðilega einmanalegt og hún varð aft- ur hrædd þegar henni datt í hug að þau væru hér ein. Hann dró hana með valdi síðasta spölinn, opn- aði dyrnar og ýtti henni inn. Vindurinn skellti hurðinni aftur að baki þeirra. Mikael hélt enn föstu taki um úlnlið hennar og dró hana áfram gegnum anddyrið og inn i stóra stofu. Hér stóð lampi á borði og lýsti upp her- bergið. Anna sá hægindastóla, bókahillur og teppi á gólfinu. Borðið dró að sér athygli hennar. Það var lagt á það fyrri tvo. Hér var þá einhver annar, einhver sem gætti hússins. Hún var ekki ein með honum. Meðan hún var að hugsa um þetta kom þessi einhver inn í herbergið. Það var kona. önnu létti. Hamingjunni sé lof, það var þá önnur kona þarna. Konan var mjög einkennileg í útliti — hvítt ógreitt hárið slútti yfir arnarandlit með stóru bognu nefi og líkaminn var magur og sina- ber. Hún hneigði sig að gömlum sið fyrir Mikael; svo horfði hún stingandi augum á önnu — hún virti fyrir sér rifna og vota hvita kjólinn hennar og svo afmyndaðist tannlaus munnur hennar í brosi. Já, hún er hræðileg, hugsaði Anna hrædd. En hún var samt kona og hún myndi áreiðanlega hjálpa henni, þegar hún hefði útskýrt vandræði sín fyrir henni. Hún greip tækifærið nokkru seinna þegar Mikael gekk inn í hitt herbergið. „Hann flutti mig hingað með valdi,“ byrjaði Anna lágri og biðjandi röddu. „Viltu nú ekki hjálpa mér til að komast héðan og segja mér hve- nær ég kemst í land . . Konan starði bara á hana þessum stingandi augum, en svaraði ekki. „Ó, þú verður að hjálpa mér,“ hélt Anna áfram örvæntingarfull. „Ef til vill er hann góður við þig en hann ætlar að — ó skilurðu ekki? Eg er í hræðilegri hættu, ég verð að komast héðan.“ Konan fór aftur að brosa og síðan hló hún ógeðslegum hlátri, sem lét önnu renna kalt vatn FORSAGA: Jóhanna og Anna eru vinkonur. Jóhanna hafði trúlofazt Mikk- ael Killikk fyrir nokkru, en hann fer í ferðalag. Á meðan kynnist hún Lárusi Fielding, sem knýr hana til ásta við sig. Brátt'hittir Lárus Önnu. Þá varpar hann Jóhönnu frá sér, og fer að stíga í væng- inn við vinkonu hennar. Jóhanna verður hrygg og reið og segir honum, að hún sé ófrisk, en Lárus hristir hana af sér og hleypur burt. Nokkru síðar kemur Mikk- ael til bæjarins, og Jóhanna flýtir sér til hans. Hún segist komin til að sjá hann i síðasta sinn og tjáir honum hún sé van- fær eftir Lárus. Síðan deyr hún í faðmi hans. Lárus og Anna eru saman eftir sem áður, og að því kemur, að hann fær hana til að játast sér. Þau eru gefin sam- an. Eftir brúðkaupið halda ungu hjónin heim til sin, en ekki eru þau fyrr komin inn i íbúðina en Mikael ræðst inn til þeirra, fjötrar Lárus og nemur á burt Önnu. Hann ekur henni lengi eftir þjóð- veginum, síðan nemur hann staðar og þegar Anna stígur út, sér hún smáa eyju undan landi, og liggur rif út í eyjuna. milli skinns og hörunds. Hún greip í handlegg hennar. „Skilurðu ekki hvað ég er að segja . . .“ Hún hætti skyndilega. Mikael stóð í dyrunum. Hann gaf konunni merki og hún fór út. „Meg gamla er heyrnarlaus,“ sagði hann blíð- lega, „og auk þess hálfbrjáluð. Það var farið mjög illa með hána heima í þorpinu hennar. Börn- in hlupu á eftir henni og stríddu henni. Ég flutti hana hingað og síðan hefur hún verið fús til að kyssa fætur mína.“ Hann brosti til hennar. „Nei, hún mun ekki hjálpa þér, frú Fielding. Hún gegn- ir engum nema mér. Ég hefi sagt henni að þú sért konan mín — mjög slæm eiginkona — sem villt yfirgefa mig. Og hún ætlar að hjálpa mér til að gæta þin hér.“ Þarna hvarf hennar síðasta von. Anna horfði utan við sig á gömlu konuna koma inn með diskana og láta þá á borðið. Og meðan hún gerði það starði hún á brúðarkjól önnu. Anna leit niður og allt í einu fannst henni kjóllinn gera gys að sér. „Ég vil fara úr kjólnum. Hann hefur verið mér nógu lengi til óþæginda. Ég þoli þetta ekki. Ég vil fara í eitthvað annað,“ æpti hún æst. „Alls ekki: mér finnst þessi hvíti kjóll falleg- ur, frú Fielding," sagði hann rólega. „Hann minnir mig á að þú ert brúður. Hvítur kjóll, tákn hreinnar og ósnortinnar brúður." Anna fann hvernig hún fölnaði. Meg gamla læddist fram og þau voru ein. „Seztu, frú Fielding." Þessi andstyggilega, kurteisa rödd, og þetta illkvittnislega orð „frú Fielding", minnti hana alltaf á að hún var kona Lárusar. „Ég vil ekki borða með þér,“ æpti hún. „En þú vilt samt setjast." Hödd hans var enn rólegri, en hönd hans ýtti á öxl hennar og skyndilega sat hún á stólnum. Hann settist á móti henni og augnatillit hans gaf til kynna að betra væri að sitja kyrr. Hún byrjaði að tala. „Þú hefur haft klút uppi i mér i allan dag, svo ég hefi ekki getað talað. Nú viltu ef til vill hlusta „Segðu það sem þig langar til.“ Þetta kæruleysi afvopnaði hana, en hún hélt örvæntingarfull áfram: „Ég var byrjuð á að segja þér frá Lárusi.“ Hún þagnaði augnablik. Hún gat ekki sagt að Jóhanna hefði gefið Lárusi und- ir fótinn. „Hann vissi ekkert um barnið,“ sagði hún. „Hann vissi það ekki fyrr en of seint. Þetta var hræðilegt áfall fyrir okkur bæði.“ „Þú lýgur,“ sagði hann hægt. „Hann vissi það og þú vissir það. Þú náðir honum frá henni og sást um að hann losaði sig við hana.“ Anna starði lömuð á hann, svo sagði hún óða- mála: „Það getur ekki verið að þú trúir þessu sjálf- ur. Hefirðu flutt mig hingað af því þú álítur að við þurfum bæði hegningar við ? En þetta er ekki satt — þú verður að hlusta á mig. Jóhanna var bezta vinkona mín. Ég reyndi aðeins að hjálpa henni. Ég reyndi að slíta hana frá Lárusi og snúa henni til þín. Ég áleit að hún yrði ham- ingjusamari þannig. Ég vissi ekki að hún ætti von á barni. Mig grunaði ekki einu sinni að hún og Lárus . . .“ Hún gat ekki haldið áfram meðan hann horfði svona á hana. Hún fann að ekkert af því, sem hún hafði sagt, hafði haft áhrif á hann. „Þú trúir mér ekki?“ stamaði hún. „Nei — ekki einu orði.“ Hana langaði til að endurtaka það sem hún hafði sagt — æpa sannleikann framan í hann. En hún vissi að það gagnaði ekki. 1 staðinn reyndi hún nýja aðferð: „Þú hlýtur að vera vitlaus, ef þú ímyndar þér eitt augnablik að þú sleppir með þetta svívirði- lega athæfi," hvæsti hún æst. „Lárus mun elta okkur —■ hann fær hjálp hjá lögreglunni . . .“ „Ég efast um það,“ sagði Mikael þurrlega. „Ef hann fer til lögreglunnar kemst öll sagan á kreik og færir honum alla þá skömm og sví- virðu, sem líkskoðunin hefði leitt yfir hann, ef ég hefði sagt sannleikann um hann og Jóhönnu. Ef til vill skilur Lárus Fielding nú, hvers vegna ég sagði ekkert þá.“ Anna var gripin örvæntingu, en hún gerði eina tilraun enn. „Ég fullvissa þig um að hann mun finna okk- ur — og hann mun sjá um að þú hljótir makleg málagjöld." „Einn? Það efast ég um,“ sagði Mikael háðs- lega. „Það er ekki til afskekktari staður á Eng- landi —- ég valdi hann einmitt þess vegna. Ég þurfti að gera nokkrar leynilegar tilraunir fyrir stjórnina í byrjun stríðsins. Enginn þekkir hann. Nei -— Lárus Fielding skal fá hegningu fyrir það sem hann hefur gert — og það skalt þú líka.“ Anna gerði enga tilraun til að borða. Mikael þóttist hafa góða lyst, en Anna sá að í raun og veru nartaði hann í matinn. Hvorugt þeirra sagði fleira. Meg gamla kom inn til að taka af borðinu. Þegar hún var farin varð aftur þessi hræðilega þögn i stofunni. Eftir augnablik æpi ég, hugsaði Anna, ég æpi. Mikael stóð við annan bogagluggann og blað- aði í bók, en hún vissi að hann las ekki. Skyndi- lega 'kastaði hann bókinni frá sér og sneri sér að henni. „Ég kom með þig hingað i einum tilgangi. Og nú ætla ég ekki að bíða lengur. Hann gekk fram að hurðinni og hélt henni opinni. „Komdu með mér upp.“ Anna hreyfði sig ekki, hún sat og starði á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.