Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 29, 1952 hann eins og dáleidd kanína á slöngu. Hann gekk til hennar og tók aftur um úlnlið hennar. Og nú æpti hún — hátt. örvæntingarfullt óp, um leið og hún barðist um með öllum þeim kröft- um, sem hún hafði fyrir að ráða. En hann lyfti henni upp og bar hana út um dymar og upp stigann. Hún vissi ekki hvað hún sagði eða gerði. Hún hafði skyndilega misst eiginleikann til að hugsa skýrt. Langt í burtu heyrði hún hann segja: „Það þýðir ekkert fyrir þig að berjast um. Þú færð nú þina hegningu — þú og hann. Eg hélt honum utan við yfirheyrsluna, af því ég vildi sjá um hegninguna sjálfur. Og þetta mun svíða honum sárast.“ Hann sparkaði hurð opinni og Anna sá nú aft- ur lampaljós. Lampinn stóð á náttborði við rúm. Þarna voru stór og gamaldags húsgögn. Meg gamla hlaut að hafa sett lampann þarna — það var undirbúningur hennar undir brúðkaupsnótt. Ó, hamingjan góða, þetta var brúðkaupsnótt hennar og í stað eiginmannsins . . . Um leið og hann sleppti henni hljóp hún að hurðinni, en hann náði í hana oð rak hana til baka. Svo hallaði hann sér upp að hurðinni. ,,Nú máttu fara úr brúðarkjólnum," sagði hann lágt. Augu hans blikuðu eins og stál. „Farðu úr honum, annars færi ég . . .“ „Ef þú vogar þér,“ hvæsti hún, „ef þú vogar þér . . .“ Hann greip í hálsmálið og reif kjólinn niður. Hún kom ekki upp nokkru hljóði. Kjóllinn datt niður og hún stóð þar i þunnum undirkjólnum. Hann lyfti henni upp og kastaði henni á rúmið og þegar hún reyndi að rísa upp ýtti hann henni niður aftur með járnkrumlunum. Hún starði í augu hans og allt í einu lá hún kyrr. Þó hjarta hennar berðist enn, virtist hún alveg róleg — ró örvæntingarinnar. Það þýddi ekkert að brjótast um — hann hafði sýnt henni hve lítils hún mátti sín gegn kröftum hans. Ágætt, hún ætlaði ekki að veita honum þá ánægju að sýna honum hve óttaslegin hún var. Hún ætlaði að fela ótta sinn. Rödd hennar heyrðist varla, en henni heppnað- ist að vera róleg. „Jæja, þú vinnur, er það ekki? Nú geturðu framkvæmt fólskuverk þitt.“ En hann hreyfði sig ekki — horfði bara á hana. Hár hennar breiddist út á koddann og svört augun störðu á hann. Hann hélt enn um naktar axlir hennar og eitt augnablik skulfu hendur hans. Svo sleppti hann henni og reis upp. Hann stakk höndunum hægt í vasana. „Ef til vill — liggur ekki vel á mér í kvöld, þrátt fyrir allt,“ sagði hann harkalega. Hann gekk fram að hurðinni, en stanzaði svo. „Ég læt koma með töskuna þína upp. Þú færð ekki að fara. Hegningunni er bara frestað." Anna lá hreyfingarlaus nokkur augnablik eftir að hann var farinn. Hún gat varla trúað þessu. Svo heyrði hún orð hans aftur: Það liggur ekki vel á mér. En svo kæmu fleiri kvöld. Hann lék sér að henni eins og köttur að mús. Hann mundi ekki sleppa henni. Hún heyrði fótatak hans í stiganum. Hann lét töskuna inn fyrir dyrnar, lokaði hurðinni og hún heyrði lykli snúið í skránni. Þegar Anna vaknaði næsta morgun leit hún rugluð i kringum sig. Skyndilega mundi hún allt. Hvaða auðmýkingar og hörmungar biðu hennar nú? Hún reis á fætur og þvoði sér úr fornfálegu fati, sem þama stóð. Svo klæddi hún sig. Van- trúuð tók hún í hurðina, en hún var opín. Hún gekk niður. Mikael Killikk stóð í and- dyrinu. Hann var í flónelsbuxum og brúnni sport- skyrtu, sem var opin í hálsinn. Hárið féll niður á ennið. Hann leit upp og kom auga á hana. Anna fann að hún roðnaði og örlitill roði kom jafnvel í Ijós á sólbrenndum kinnum hans. Nokkrum sinnum virtist hann ætla að segja eitthvað, en hætti við það. Að lokum sagði hann: „Góðan daginn, frú Fielding. Ég ætlaði að fara að senda Meg upp til að vekja þig. Ég gat ekki beðið lengur með morgunmatinn." „Ég ætla ekki að borða morgunmat,“ sagði Anna hörkulega. „Ég ætla yfirleitt ekki að borða í þessu húsi.“ „Ekki það ? En þú skalt nú samt borða morg- unmat í dag. Ef þú heldur að það sé auðveld lausn á málinu að svelta, þá hefirðu rangt fyrir þér. Ég felli mig ekki við svona vitleysu." „Þú getur ekki neytt mig til að borða, ef ég vil það ekki,“ sagði hún æst. „Get ég það ekki?“ sagði hann elskulega. Hún hafði haldið að hún væri þegar búin að tæma auðmýkingarbikarinn, en nú kom annað í ljós. Hann þrýsti henni niður í stól og settist á arminn. Hún gat barist um eins og hún vildi — hún gat bitið saman tönnunum og ákveðið að gera ekki það sem hann hann vildi — en það kom að engu gagni. Hann beygði höfuð hennar aftur á bak og hélt því í olbogabót sinni eins og i skrúf- lykli. Svo byrjaði hann að mata hana eins og hún væri barn. Hún varð blátt áfram að tyggja og renna niður ef hún ætlaði ekki að kafna. Hún horfði í brosandi augu hans, þegar hann beygði sig yfir hana. „Slepptu mér, ég skal borða sjálf,“ hvæsti hún skyndilega. „Snertu mig bara ekki og þá skal ég borða sjálf.“ Hann sleppti henni og settist rólega við hinn enda borðsins. En hann gætti þess að hún borð- aði af disknum sínum. „Ur því þú hagar þér eins og bam, verður að koma fram við þig eins og barn,“ sagði hann með sinni óþolandi, rólegu rödd. „Ég ætla að nota tækifærið til að aðvara þig. Ég var að synda í morgun, en ég er óvenju góður sundmaður. Það liggur hættulegur straumur út frá eyjunni og svo eru klettamir ekki hættulausir. Ef þér hefur dottið í hug að flýja á þann hátt, þá er þér betra að hætta við það. Ég held þér hér eins lengi og ég vil — og vinur okkar, Lárus Fielding, fær nægan tíma til að gera sér í hugarlund, hvað við erum að gera. En ef þú verður svo barnaleg að reyna að flýja, mun ég fara með þig eins og barn. Ég mun leggja þig á hné mér og flengja þig.“ Anna reyndi að hlæja, en gat það ekki. Hún var hrædd við hann — mjög hrædd ■—■ en hún óttaðist enn meira að láta hann sjá það. Hún vonaði að þögn hennar sýndi rólegan virðuleik. En hjarta hennar sló óreglulega — hún hugsaði: Flótti! er ég of hrædd til að reyna það — en ég verð. Eftir morgunmatinn gekk Mikael inn I rann- sóknarstofuna. Anna gat séð hann úr anddyrinu. Rannsóknarstofan var stórt herbergi, sem náði þvert yfir húsið. Þar voru alls konar tæki og flöskur. Hún gerði sér grein fyrir því að meðan hann var þar, gat hann ekki gætt hennar. Honum fannst það auðsjáanlega ekki skipta máli nú, því eyðið lá undir sjó. Það hafði fallið að snemma um morguninn, svo sjórinn gat ekki verið mjög djúpur yfir eyðinu nú, að minnsta kosti ekki eins djúpur og hann yrði seinna. Nú yrði hún að reyna. En hvemig átti hún að sleppa út, án þess að Meg gamla yrði vör við? Gömlu konunni hafði áreiðanlega verið falið að gæta hennar. Á þessu augnabliki var hún önnum kafin við að koma silfurborðbúnaðinum fyrir inni í skáp, en Anna fann, að hún fylgdi henni með augunum. Að lokum gekk hún að sófanum, sem sneri út að glugganum og lagðist niður eins og hún vildi hvíla sig. Meg gamla gat ekki séð hana, þvi að borðið skyggði á. Og úr því hún var heyrn- arlaus, gat hún ekki heyrt til hennar. Hjón skilja í Hollywood! ■k 'k Hollywood er alræmd fyrir hjóna- skilnaði, og hér segir frá einum slík- um. Franchot Tone er þekktur kvik- myndaleikari, og talsvert hlutgeng- ur, lék meðal annars í Uppreisninni á Bounty. Hann var kvæntur konu, Barböru að nafni, en þau urðu ásátt um að skilja. En þá spyrnir frúin við fótum og krefst af Tone 1.500 dala mánaðagreiðslu. Auðvitað fór málið fyrir dóm. Og hér sjást hin skildu ásamt lögfræðingum sinum. Málið fór svo, að kröfunni var neitað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.