Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 29, 1952 • HEIMILIÐ • ...■— Matseðillinn lírussel kex: 3 kg. hveiti, 2 — smjörlíki, 1 — sykur. Hellið hveitinu í hrúgu á borðið og hnoðið sykrinum og smjörlikinu inn í það. Deigið þarf að bíða í nokkra klukkutíma áður en það er bakað. Brusselkexið hefur margskon- ar lögun. Deiginu er rúllað upp í 3 sm. þykka rúllu, sem síðan er velt upp úr söx- uðum molasykri. Látið rúllima harðna á köldum stað og skerið hana síðan í fremur þykkar skífur. 1 aðra tegundina er deiginu skipt í tvennt og 2 msk. af kakói hnoðað inn í annan helminginn. Skiptið deig- inu aftur, svo úr því verði tveir dökk- ir bitar og tveir ljósir. Leggið bitana þannig saman, að ljóst deig liggi á milli dökkra bita og öfugt. Rúllið þessu upp í eina rúllu og skerið nið- ur þannig að kakan myndi tígla. 1 marmarakökurnar er ljósri og dökkri rúllu snúið þétt saman eins og snæri. Þegar svo búin er til ein jöfn rúlla úr þessum báðum, bland- ast litirnir saman og kakan verður röndótt þegar skorið er í skífur. 1 „finsku pinnana" er deiginu rúll- að upp í fingurbreiðar stengur, sem síðan er skipt í bita á stærð við eld- spítur. En stengurnar eru lagðar hlið við hlið er hægt að skipta þeim þann- ig öllum í einu. Strjúkið síðan yfir þær með þeyttum eggjum eða eggja- hvítu. Hverjum bita er síðan dýft í saxaðan molasykur eða niðurskorn- ar möndlur, Allar kökurnar eru síðan bakaðar ljósgular i miðlungsheitum ofni (225°). Skornu kökurnar í 3—5 mín- útur, en pinnarnir i 10 mín. tTr þess- um skammti verða um 75 skornar kökur eða 60 pinnar. Það er mjög fallegt að bera allar þessar kökur fram á einu fati, því þær líta vel út. Tomat farsé: Tómatarnir eru holaðir innan og kúffylltir með hökkuðum kartöflum. Siðan er raspi stráð yfir og tómöt- unum raðað á plötu. Bakist í 10 mín- útur. Tómatkjarnana má geyma i tómatsúpu. Brauð með osti: Fransbrauðssneiðar eru smurðar með smjöri. 3 egg hrærð saman við 250 gr. af rifnum osti, dálítið af salti og mustarði. Þessari blöndu er smurt á brauðið, sem síðan er látið i volg- an ofninn. Stillið ofninn á mesta hita eftir nokkrar minútur, og þegar brauðið hefur verið þar í 15 minút- ur, er það tilbúið á borðið. Diskinn má skreyta.með radísum og salat- blöðum. Nóttin þegar rúmið féll Framhald af bls. 4 hélt, að kviknað væri í húsinu. ,,Ég kem! Ég kem stfax!" vældi hann sljórri syfjuröddu — hann var lengi að vakna til fullnustu. Móðir mín hélt ennþá að hann væri limlestur undir rúminu og skynjaði i ákalli háns „Ég kem strax!" hinn kvíðvæna, auðmjúka hreim þess manns, sem býr sig undir að ganga fyrir drottinn sinn. „Hann er að deyja!“ æpti hún. „Allt í lagi!“ kallaði Briggs full- vissandi til hennar. „Allt í lagi með mig!" Ennþá hélt hann, að mamma armæddist yfir þvi, hve hann sjálfur hefði verið hætt kominn. Ég fann að lokum kveikjarann i herberginu, opnaði dyrnar, og Briggs og ég slóg- umst í hóp með hinum við háalofts- dyrnar. Hundurinn, sem aldrei hafði getizt að Briggs, stökk á hann — hélt vist að hann væri þungamiðjan í öll- um ósköpunum — og Roj varð að ráðast á Rex og halda honum. Nú heyrðum við, að pabbi var að burð- ast fram úr rúminu uppi á lofti. Roj rykkti háaloftshurðinni upp á gátt, i volduðu átaki, og pabbi kom niður stigann, syfjaður og önuglyndur, en heill og óskaddaður. Mamma byrjaði að skæla, þegar hún sá hann. Rex fór að góla. „Hvað í himninum eiga þessi ósköp að þýða?“ spurði pabbi. Skýringarnar féllu nú hver að ann- arri eins og bitar í risastórri sam- setningarþraut. Pabbi fékk kvef, af því hann var að striplast þetta ber- fættur, en engar aðrar slæmar af- leiðingr hlutust af. „Fegin var ég," sagði mamma, sem ætið leit á bjart- ari hlið hlutanna, „að afi þinn var ekki heima!“ Dýragaröurinn Fiskurinn hefur kalt blóð og það hefur mað- urinn, sem lítur svona út, líka. Konur gera oft þá ástæðum! TÍZKUMYND Laufléttur kjóll og svíf- andi, plíseruð slæða sveifl- ast eins og „mobile" (hreyfi- mynd) eftir Calder. Sjáið þið hve vel þessi ljósrauði kjóll fer við „höggmynd" Calders. Þarna höfum við á sömu myndinni nýjungar í höggmyndalist og tízku- teiknun. Kjóllinn er gerður af franska tízkuhúsinu Dessés. Hann má nota frá 6 síð- degis til kl. 6 að morgni, hvort sem er í kokteilboð, matarveizlu eða á ball. Mobilin eftir Calder eru marglitir málmdiskar, sem tengdir eru saman með málmþráðum. Við minnstu snertingu eða golu hreyfast þeir á ákaflega skemmti- legan hátt og ef rafstraumi er hleypt á þá, þýtur í þeim eins og laufi á trjám. Högg- myndir Calders ná alltaí meiri og meiri vinsældum listfræðinga og al- mennings. 1 vor var hann fenginn til að skreyta með verkum sínum leik- svið í nýju leikriti, sem sýnt var í París. Calder er 200 punda Ameríkumaður, fæddur 1898 og lítur út eins og góður risi. Hann á búgarð í Connecticut, en mesta náægja hans er að lyfta sér upp með vinum sínum á Montparnasse. 1927 stofnaði hann „Litla sirkusinn", sem í voru brúður með einkennilega fætur og hendur, fyrsti vísirinn að járnmyndum hans eins og þær eru í dag. Hann hafði á hendi skreytingu heimssýningarinnar í New York 1938, þar sem hann bjó meðal annars til ballet með 14 gosbrunnum. Síðan hefur hann unnið að hög^- myndum sínum. Calder hefur ekki aðeins tekizt að valda hreyfingu, heldur líka að hafa hana á valdi sínu. ★ Slæmt veður: Stökk húð. NIVEA b ætir úr því. Jafnskjótt og þér hafið nuddað \ Niveaskremi á húðina, \ verður hún aftur slétt og mjúk. Því að: Niveassnyrt« ing er rétt húðsnyrting, áhrif þess stafa frá euzerit.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.