Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 29, 1952 11 Framhaldssaga: Konkvest 21 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY á, niður við ströndina. Ég ætla að halda staðn- um leyndum, ef þér er það ekki mótfallið. Hús- ið er á mjög einmanalegum stað á ströndinni, fimm til sex mílur frá næsta byggðu bóli. Ég hef ákveðið, að Everdon lávarður þarfnist svo sem hálfsmánaðar hvíldar og einveru." „Ég veit ekki hver tilgangur þinn er, en ég skal veðja, að það er eitthvað áhrifamikið," taut- aði Williams. „En það er eitt, sem ég á bágt með að skilja. Hvers vegna í ósköpunum gerð- irðu þá heimsku, að látast vera Everdon?" „Ég var ekki að leika hann, Bill Williams," andmælti Norman. „Dagsbirtan hefði komið öllu upp, meira að segja birtan af bílljósunum. Ég vissi að múgurinn var í æsingu. Ég var í bifreið Everdons og það var nóg að ég æpti hræðsluóp með rödd Everdons, — ég er dálítið leikinn í að líkja eftir málróm manna, Bill. Myrkrið olli því, að þeir sáu mig aldrei greinilega." „En hversvegna vera að þessu ? Finnst þér gaman að láta hengja þig?“ „Ég bjóst hálftíhvoru við einhverju af þessu tagi, og bjó mig undir það . . . Þetta uppátæki var eiginlega gert í þeim tilgangi að tefja fyrir þeim — gefa Everdon nægilegt forskot til að komast undan. Sjáðu til, þegar skrillinn kemst að því að skakkur maður var hengdur, verður of seint að veita hinum rétta eftirför. Það er ekkert rangt við þetta skipulag, — finnst þér?“ „Margt, — en haltu áfram.“ „Ég ætlaði að aka á ská þvert yfir trjágarð- inn frá þessum stað og fara út á aðalveginn um miðhliðið; þá hefði ég ekið beint inn í æstan árásarlýðinn. En sú fyrirhöfn var tekin af mér, þvi að ég rakst á þennan minni flokk óróa- seggjanna mér að óvörum. Þú skalt hætta að gera þér grillur út af aðförinni að höllinni. Fréttin um að Everdon hafi verið hengdur, berst fljótlega, og ef það kælir ekki blóðið í óróa- seggjunum, þá er ég illa svikinn." „Þessi tilgáta er ekki aðeins ólíkleg, heldur líka gagnslaus," sagði Williams hörkulega. „Að- eins lítill hluti múgsins veit nokkuð um heng- inguna, og að öllum líkindum er atburður af því tagi miklu líklegri en nokkuð annað til að vekja verstu hvatir skrílsins. Við verðum að stemma stigu við þetta — og ef þú vilt ekki hjálpa mér, þá geri ég það sjálfur." „Uss, uss, Bill. Þú ert svo ólíkur sjálfum þér. Ég hélt að við værum sammála . . .“ „Þar hyggur þú rangt. Ég hef aldrei látið slíkt í ljós við þig, Konkvest, og mun ekki heldur gera það núna. Og ég segi þér hreinskilnislega, að ég mun ekki standa aðgerðlaus hjá, meðan dýrmætum eignum er spillt eða þær eyðilagðar af hamslausum og heimskum skríl." Konkvest varð áhyggjufullur á svipinn. „Jæja, ég skal viðurkenna, að þú þekkir meira til múgæsinga en ég, Bill Williams," sagði hann með alvörusvip. „Ef þú segir þetta satt, mun ég þegar hefjast handa. Ef til vill hefur þessi skolla- leikur gengið of langt . . .“ „Já, það minnir mig á — skollaleikur; auðvit- að var þetta skollaleikur. Ég á við stúlkuna — vinnustúlkuna, sem féll í hallarsíkið ? Hún er auðvitað ekki dauðari en þú varst áðan, þegar við héldum að þú værir dauður. Ég skal éta hattinn minn upp á það.“ „Þú hittir naglann beint á höfuðið, Bill. Hún er bráðlifandi. Það var hægðarleikur að leika á þessa óttaslegnu aula með dálitlu loddarabragði og ofurlítilli klínu af rauðlituðum vökva. Ég sá um að Everdon aðgætti þetta ekki mjög nákvæm- lega . . . Ég beitti þessu bragði til að koma öllu af stað — vekja reiði fólksins og fá það til að gera aðför að höllinni, og skjóta Everdon lávarði skelk i bringu. Þetta tókst eins og í sögu. Hann hefur nú hlaupið í felur, til staðar, sem ég hafði undirbúið. Af þessum sök- um er mér hið mesta áhugamál að þú hverfir náðarsamlegast burt af leiksviðinu. Ef þú ferð að leita að Everdon og þér tekst að finna hann, þá er öll mín fyrirhöfn unnin fyrir gíg." „Ég ætla að gleyma Everdon i svipinn," sagði Williams. „Hvernig er það með stúlkuna? Hún er auðvitað engin venjuleg vinnustúlk. Hvernig tókst þér að fá hana til þessa hættulega skolla- leiks?" „Kæri vinur! Fía mín er til í allt . . .“ „Hvað!" „Já, auðvitað." „Hamingjan góða! Svo þú hefur dregið hana inn í þennan fjanda? Vílirðu ekkert fyrir þér, Konkvest?" „Segðu þetta ekki, vinur," svaraði Norman. „Hún vildi óðfús taka þetta hlutverk að sér. Ég vorkenni þér, Bill. Þú virðist ekki skilja, að verk eins og þetta er hrífandi skemmtilegt og spennandi. Við nutum þess innilega — bæði tvö. Hún kom til hallarinnar fyrir tveim dögum — Rawlings bryti réð hana eftir minni fyrirskipan. Everdon hefur falið mér umráð yfir öllu slíku . . .“ „Ég skil, auðvitað, að þér var engin skotaskuld úr að fá hana ráðna, — það var hægðarleikur," tók Williams fram I. „En Everdon þekkir hana — hann ók nærri því yfir hana á Piccadilly fyrir nokkrum dögum og gaf henni svo bílinn sinn. Hvernig gat hún verið skartklædd hefðar- frú á Piccadilly annan daginn og óbreytt vinnu- stúlka hinn?" Konkvest hló. „Hann sá hana á Piccadilly í tvær mínútur eða svo — og hann sá hana alls ekki hérna í höllinni.“ „Sá hana ekki? En mér skildist . . .“ „Ekki almennilega. Hún reyndi auðvitað að sneiða hjá honum þangað til á hinu áríðandi augnabliki — þegar ég náði sambandi við hana í innanhússímanum og sagði henni að komið væri að hennar atriði. Menn eins og Everdon „sjá" alls ekki vinnufólkið." „En hann gerði tilraun til að kyssa hana og flæmdi hana út um gluggann . . .“ „Allt þetta var leikaraskapur, Bill," útskýrði Konkvest fjörlega. „Illa lýstur gangur — lín- geymsla með ljós aðeins í loftinu — stúlka, sem brosir ögrandi til lávarðarins og deplar til hans augunum. Hún gætti þess vandlega, að hann sæi aldrei beint framan í sig í sterku ljósi. Þar að auki er Fía dökkhærð, en Mary vinnustúlka rauðhærð." „Jæja — þú hefur sannfært mig. Þetta virðist ekki svo óhugsanlegt, þegar þú hefur útskýrt það," muldraði yfirforinginn. „Það er nægilega líklegt til að vera hreinn sannleikur. Hún þurfti ekki annað en örfa hann dálítið upp, látast svo verða hrædd og hopa út um gluggann, — sem hún hafði skilið eftir op- inn í þessu skyni. Fia getur kafað eins og fisk- ur, og auðvitað voru þurr föt handa henni tii að skipta um, í vopnasalnum. Ég sá um að litlu dyrnar á úthlið salsins voru ólæstar, — og Everdon var allt of hræddur til þess að honum kæmi til hugar að minnast nokkuð á það. Ég læsti hurðinni þegar við fórum þaðan út, svo að enginn kemst inn þangað." „Hún er þá þama ennþá?" „Já, hún bíður merkis um að öllu sé óhætt," svaraði Norman. „Hún hafði búið sig undir það; hún vissi að hún myndi þurfa að bíða einn, tvo klukkutíma, — og prjóna. Þetta var lafhægt, Bill. Eftir „sorgaratburðinn" leyfði ég engum að athuga hana, og ég vissi að fregnin um „dauða" hennar myndi spyrjast til þorpsins inn- an stundar." „Jæja, ég ætla að sinna mínum eigin störf- um," sagði Williams varlega. „Aðeins þó að vissu marki. Enginn hefur verið hengdur og enginn dáið af slysförum í höllinni. Enginn glæpur hef- ur verið framinn — ennþá." „Og það verður enginn glæpur framinn, svo teljandi sé, — að minnsta kosti ekkert sem þú getur neitt grætt á,“ sagði Norman jafnalvar- lega. „Everdon er stokkinn á burt og hann mun ekki fá fréttir af því að „dauða" stúlkan sé á lifi fyrr en um seinan. Hann sér engin dagblöð í felustað sínum og hann er of hræddur um sjálfan sig til að þora að stinga höfðinu út um dyrnar, hvað þá meira." „Um seinan til hvers?" spurði Williams. „Ef þér er ekki þvert um geð, Bill, þá skul- um við tala um eitthvað annað," sagði Norman tungumjúkur. „Er ekki timi til kominn að við gerum einhverjar ráðstafanir gagnvart skríln- um ?“ „Jú, ég býst við þvi," samsinnti yfirforinginn. „Aðeins eitt ennþá — hvernig í fjandanum komstu hjá að kyrkjast, þegar þeir hengdu þig?" „Ekkert var auðveldara," sagði Konkvest hlæj- andi. „Ég vissi, að það gat verið nokkur hætta á að ég yrði hengdur án dóms og laga, — ég var á leiðinni beint til árásarliðsins með þeim ásetningi, að láta handtaka mig, svo að ég undir- bjó mig á einfaldan hátt. Lítið á." Hann greip um það sem virtist vera húðin á hálsi hans og flysjaði það af. Undir því kom í ljós haglega gerður stálkragi. „Jæja, hver skollinn!" sagði Williams. „Hvilíkur maður!" sagði Davidson undirforingi með aðdáun. „Allt er undir því komið, að vera viðbúinn," útskýrði Konkvest og hló að undrim þeirra. „Þegar skrill á í hlut, má alltaf eiga eitt víst, Bill, — að allir séu æstir og eftirtektarlausir. Heldurðu að þeir hefðu farið að rannsaka háls- inn á mér áður en þeir smeygðu snörunni um hann — ekki aldeilis! Hann hló kankvíslega. „Ég var i þann veginn að láta mig síga til jarðar, þegar ég sá bílinn ykkar koma, svo að ég hugsaði sem svo, að öruggara væri að hanga dálitið lengur!" XIV. KAPlTULI. Umsátin um Everdon-höllina. Skelfing rikti í Everdon-höll. Everdon lávarður var sjálfur flúinn, — af hug- leysi og vanstillingu, að því er von Haupt barón sagði, — og hafði skilið gesti sína eftir í reiði- leysi. Allir rnenn með nokkra sómatilfinnipgu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.