Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 29, 1952 hefðu fyrst hugsað um öryggi gesta sinna, áður en þeir hugsuðu um eigið öryggi. En Everdon sá ekki sóma sinn í því; hann hirti aðeins um að koma sjálfum sér úr klípunni. Hann mundi ekki fá minnsta samvizkubit, þótt gestir hans yrðu fyrir barðinu á skrílnum. Ástandið var enn verra fyrir það að vinnu- fólkið hafði allt farið, í einum hóp, er það frétti um hina yfirvofandi aðför að höllinni. Flestir gestanna höfðu einnig ákveðið að fara. Þeir vissu að húsbóndinn hafði flúið frá þeim og þeir skelfdust af fréttunum, sem þeim bár- ust. Þeir bjuggust því til brottferðar. En af þvi að flestir þeirra voru kjarklausar skræfur, urðu þeir fyrst í stað flaumósa og allt fór í handaskolum fyrir þeim. Þeir eyddu tímanum í bollaleggingar og ráðagerðir og voru svo lengi að koma farangri sínu í ferðaskrínin, að þegar loksins kom að burtförinni var undankomuleið- in lokuð. Fjarvera vinnufólksins var líka að nokkru leyti orsök þessa seinlætis. Ýmsir hinna ungu manna, er áttu bíla, höfðu aldrei snert þá til annars en aka þeim. Nú urðu þeir að fara sjálfir í vagnskýlin og ná þeim út. Og þegar þeir höfðu loksins lokið þessu og bílarnir stóðu tilbúnir með hreyfana í gangi, barst illsvitandi háreysti til þeirra með kvöldblænum, frá mann- fjöldanum, er nálgaðist. Og til þess að bæta gráu ofan á svart og auka á skelk vesaling- anna, var sá maður horfinn, sem þeir báru mest traust til — von Haupt barón fannst hvergi. ,,Við komumst ekki burtu!“ sagði einn ungu mannanna skjálfraddaður og starði fram yfir vindubrúna. „Þeir hafa umkringt höllina. Fólkið kemur úr öllum áttum." „Hvað segirðu ?“ „Bókstaflega — hundruðum saman! Eftir ak- brautinni, gegnum trjágarðinn — allstaðar. Lítið á kyndlana og skriðljósin. Þrjótarnir eru vopnaðir hrifum og heykvíslum . . . Þeir ætla að drepa okkur." „Vertu ekki með þessa heimsku, Fruity," and- mælti ein stúlkan. „Þeir ætla að stúta Buppy, en ekki okkur.“ „En Buppy er ekki héma — og dettur þér í hug að þeir fari i manngreinarálit?" sagði Fruity með hrellingi. „Þegar svona stendur á, munu hinir saklausu líða fyrir þá seku. Ef skrillinn nær okkur, verðum við hart leikin. Við neyð- umst til að vera kyrr. Við kæmumst ekki hálfa leið niður akbrautina áður en við yrðum stöðv- uð og dregin út úr bílunum." Ofboð og skelfing. „Aðeins einn hlut getum við gert," hélt Fruity áfram og hristi af sér slenið. „Við verðum að draga upp vindubrúna. Það stöðvar þá!“ „Við guð og allar góðar vættir, já, auðvitað," sagði einn hinna. „Þegar vindubrúin er uppi, getur enginn komizt yfir síkið, — og það nær alveg kringum höllina. Einhver sagði mér, að staðurinn væri i raun og veru gamall kastali — margra alda gamall — og við vitum að vegg- irnir eru fjandi þykkir og þola allan skramb- ann. Það sljákkar í dónunum, ef við náum vindu- brúnni upp.“ „En hvernig eigum við að draga hana upp?“ spurði ein stúlknanna. „Veit ekki einhver hvemig þetta er gert?“ spurði Fmity og leit í kringum sig. „Fjárans vandræði! Allir þjónamir farnir . . . Við verð- um víst að gera þetta sjálf. Veit ekki einhver, hvernig á að hreyfa brúarskömmina?" „Við getum komizt að því," anzaði ein stúlkan. „Við verðum að komast að þvi," bætti hún við með ákafa. „Getið þið ekki gert eitthvað, pilt- ar, í stað þess að standa þarna aðgerðarlausir eins og sauðir? Lögreglan hlýtur að koma bráð- lega og þá er okkur borgið. Þið þurfum aðeins að tefja fyrir skrílnum." Fruity starði út í trjágarðinn, þar sem sífellt birti meir og meir af fleiri og fleiri blysum. „Skríll!" sagði hann óstyrkri röddu. „Vopn- aður skríll í friðsælum skógarlundi eins og þess- um! Ég get naumast trúað þessu. Það er . . . líkast atriði úr æsandi kvikmynd. Ef til vill óttiunst við að ástæðulausu," bætti hann við hughreystandi. „Það getur verið að þeir komi aðeins til þess að æpa og gera háreysti." „Við skulum draga vindubrúna upp engu að síður!" „Já, það er vissára!“ „Þvi fyrr þvi betra." Allir vom á einu máli um þetta. Enginn vissi hvemig átti að draga upp brúna, en það var nóg af sjálfboðaliðum að hjálpa til við þetta. Þegar öryggi þessara samkvæmis-ónytjunga sjálfra var í hættu, uppgötvuðu þeir að þeir gátu orðið að gagni. Nauðsynin er ekki aðeins móðir hugkvæmninnar, heldur einnig faðir fram- kvæmdanna. Ein stúlknanna hafði verið nægilega bjartsýn til að láta í ljós þá trú sína, að lögreglan myndi fljótlega birtast og bjarga þeim, en það var at- hyglisvert, að ekkert sást til hennar. Veitinga- maðurinn í Kóngshöfðinu virtist sannspár. Það var svo að sjá — eins og hann spáði — að þorps- lögreglan hefði farið að leita að ímynduðum veiði- þjófúm, einmitt um sama leyti og uppreisnin hófst. Þetta voru hörð orð, og ef til vill óréttmæt. Það gat alveg eins verið að sveitarlögreglan hefði ekki getað safnað nægilegu liði til þess að koma til hjálpar. Það vom aðeins tveir eða þrír lögregluþjónar í Litla Everdon, og þegar uppþotið hófst, höfðu þeir verið á varðgöngu sinni. Og það hefði verið verra en ekki, ef fá- liðuð lögreglusveit hefði farið að skipta sér af þessu. Að líkindum var verið að ná saman lið- sterkari lögreglusveit . . . 1 sterklegum tumi, er stóð við aðalinngang- inn, fannst einhver vélaútbúnaður. Frekar af heppni en snilli uppgötvuðu tveir ungu mann- anna að vindubrúin var hreyfð með rafmagni. Eftir að þrýst hafði verið á ýmsa takka, heyrði Fruity einhverja lága suðu — og nokkrir hinna kölluðu til hans að brúin væri að byrja að lyft- ast. „Hamingjan góða! Það ætlar að muna mjóu," sagði einhver, áhyggjufullur. „Sko! Þeir eru að átta sig á, hvað við erum að gera — og taka til fótanna." Unga fólkið stóð með öndina í hálsinum og horfði á óvanalega sjón. Allsstaðar að úr trjá- garðinum komu menn á hlaupum og stefnu á vindubrúna, eins og þegar herlið sækir að vígi. Oft hafði lík sjón sézt þama fyrr á tímum, er höll Everdonanna hafði verið eitt af sterkustu vígjum Englands. En þessi sjón var svo nýstár- leg, að áhorfendurnir ætluðu varla að trúa eug- um sinum. ,,Ó, við skulum fara inn," æpti ein stúlkan, gripin skyndilegum ótta. Allur hópurinn fór að orðum stúlkunnar og flýtti sér inn i höllina. Á meðan fólkið var að tínast inn, hélt vindubrúin áfram að lyftast hægt og hægt. Þegar allir voru komnir inn, var hurð- inni- skellt aftur og læst innan frá. Það var tal- að um að brjóta upp vopnasalinn, svo menn gætu vopnazt gömlu sverðunum, sem héngu þar á veggjunum. En menn minntust þess að þar var líka annað geymt, svo að þessi ráðagerð féll niður, því enginn vildi taka verkið að sér. Innan hinna þykku múra hallarinnar heyrðust einstök hróp múgsins ekki, en samt sem áður var hávaðinn uggvekjandi. Nokkrir hinna kjark- meiri meðal gestanna hlupu upp á loft til að fylgjast með athöfnum múgsins úr efri gluggun- um. Þeir höfðu varla komið sér fyrir á þessum útsýnisstað áður en einn gestanna hrópaði upp og benti á ákveðinn stað fyrir utan. „Guð sé oss næstur! Þeir eru að elta einhvern!" „En hvem? Ekkert okkar fór burtu . . .“ „Von Haupt." Það var rétt. I flöktandi skini blysanna sást maður á hlaupum í áttina að vindubrúnni, sem nú var komin hátt á loft — svo hátt, að hinn upphaflegi ásetningur aðsækjendanna var ónýtt- ur. Á eftir þessum einmana flóttamanni kom allstór hópur öskrandi reiðra manna á hlaupum. Til vinstri: John Grey var síðasti eftirlifandi borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Hann dó 29. marz 1868, þá 104 ára að aldri. Efst til hægri: „Cactus", köttur í eign Paul Florio-Scottsdale í Arizona, hefur 15 tær á framfótunum. Neðst til hægri: Hve mikið af sólarljósinu endurkastast, þeg- ar það fellur á snjó? 75 af hundraði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.