Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 29, 1952 13 Barnið, sem aldrei varð fullorðið Framhald af bls. 7 finna annan heim fyrir barnið mitt, heim þar sem hún yrði ekki fyrir- litin og höfð út undan, þar sem hún gæti fundið vini við sitt hæfi og við- fangsefni, sem hún gæti leyst af hendi. Mér fannst, að áður en ég léti barnið yfirgefa mig, yrði ég að gera mér grein fyrir hæfileik- um þess, svo ég gæti valið fram- tíðarheimili þess sem bezt. Ég ákvað að á næsta ári skyldi ég reyna að kenna henni að lesa, skrifa og og þekkja nóturnar og syngja smálög, fyrst henni þótti gaman að tónlist. Ég komst að raun um að litla stúlk- an min gat lesið einfaldar setning- ar, skrifað nafnið sitt, með mikilli fyrirhöfn og sungið lítil lög. Ég held að hún hefði getað haldið áfram, en dag nokkum þegar ég tók um hönd hennar til að stýra henni, tók ég eftir því, að hún var vot af svita. Ég vissi þá, að barnið lagði hart að sér við að læra eitthvað, sem hún skildi alls ekki, af löngun til að gleðja mig. Hún lærði í raun og veru ekkert. Mér fannst hjarta mitt bresta í annað sinn. Þegar ég náði stjórn á sjálfri mér, lagði ég bækumar til hliðar fyrir fullt og allt. ,,Við skul- um fara út að leika okkur við kett- lingana," sagði ég. Það birti yfir litla andlitinu henn- ar af gleði og það var mér nægilegt endurgjald. Ég gaf upp alla framfaravon, allt stolt og tók hana eins og hún var. Og ég hefi lært það Framhald á bls. 14 Til erw fjórar gerðir manna: sá, sem veit ekki og veit ekki, að hann veit ekki: hann er fífl — forðist hann; sá, sem veit ekki og veit, að hann veit ekki: hann er fávís — kennið honum; sá, sem veit og veit ekki, að hann veit: hann mókir -— vekið hann; sá, sem veit og veit, að hann veit: hann er vitur — fylgið honum. (Lady Burton). PÓSTURINN Framhald af bls. 2 reynt að koma í hennar stað og tek- izt það að mestu leyti. En nú hef ég verið trúlofuð í tvö ár og langar til að gifta mig. Hvað á ég að gera við litlu systkini mín ? Kærastinn minn vill ekki búa heima lijá mér og mig langar líka til að eignast mitt eigið heimili. Hvað á ég, að gera? Er ég eigingjörn? Ungfrú X. Svar: Nei, þú ert ekki eigingjörn, þvert á móti. Það væri til of miluls mælzt að ætlast til þess að kærastinn þinn giftist allri fjölskyldunni. Reyndu að halda tvö heimili, hafðu yfirumsjón með fyrra heimiljru i.g börnunum án þess að láta það gar.ga út yfir nýja heimilið eða skilja mann- inn þar eftir einan, þegar hann er heima. Þú verður að gera gætin, t.il að gera hann ekki afbrýðisaman við f jölskyldu þína. Reyndu að gera haun að stóra bróður, sem börnin dást að og vilja umgangast. Þá þykir hon- BIBLÍUMYNDIR 1. mynd. Og svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi; og læri- sveinar hans tóku að tína öx á leið- inni. Og Faríseamir sögðu við hann: Sjá, hví gjöra þeir á hvíldardegi það, sem ekki er leyfilegt ? Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins; svo að manns- sonurinn er jafnvel herra hvíldar- dagsins. samt Heródeasarsinnum ráð sín gegn honum, hvernig þeir fengju ráðið hann af dögum. 3. mynd. Og hann var að kenna í einu af samkunduhúsunum á hvíld- ardegi; og sjá, þar var kona, er hafði haft sjúkleiks anda í átján ár; hún vr kreppt og gat ekki rétt úr sér. Og Jesús lagði hendur yfir hana og jafnskjótt réttist hún upp og lo-- aði Guð. 2. mynd. Og hann gekk öðru sinni inn í samkunduhúsið, og var þar maður er hafði visnaða hönd. Og hann segir við Fariseana: Hvort er leyfi- legt á hvíldardegi gott að gjöra eða illt, að bjarga lífi eða deyða? Og hann segir við manninn: Réttu fram hönd þína! Og hann rétti hana fram og höndin varð aftur heil. En Faríse- arnir gengu út, og gjörðu þegar á- 4. mynd. En samkundustjóranum líkaði illa að Jesús læknaði á hvíld- ardegi. Drottinn svaraði honum og sagði: Hræsnarar, leysir ekki sér- hver yðar á hvíldardegi naut sitt eður asna af stalli og leiðir til vatns ? Og kona þessi, sem er dóttir Abra- hams og Satan hefur haldið í fjötr- um, mátti hún nú ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi? um gaman að því að hafa þau ná- lægt sér. Kæra Vika! Fyrir nokkru vakti málverkarýn- ing eftir ungan málara mikla athygli. Hann heitir Sverrir Haraldsson. Nú hef ég séð kvæði eftir mann með sama nafni. Geturðu nú ekki sagt mér hvort þetta er sami maðurinn, og ef svo er ekki, hvor er þá skáldið og hvað liggur eftir hann, og hvor er málarinn? Bíð eftir svari. Spurull. Svar: Mennirnir eru tveir. Sverrir Haraldsson listmálari er ættaður úr Vestmannaeyjum, en fluttist ungur til Reykjavíkur og stundaði listnám við Handíðaskólann og hefur kennt nokkuð, síðan hann lauk prófi. Sverr- ir Haraldsson skáld er ættaður aust- an af fjörðum, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri, nemur guð- fræði við Háskólann. Hann byrjaði ungur að yrkja og hafa kvæði hans birzt víða, svo sem í Eimreiðinni, Heimilisritinu, Lífi og list og Stú- dentablaðinu, og 1950 kom út eftir hann lítil ljóðabók, sem hét „Við bakdyrnar". Báðir eru þeir nafnarnir efnilegir, hvor á sínu sviði. Kæra Vika! Sem einlægur aðdáandi votta ég þér þá ánægju, sem ég hef haft af því að vera lesandi þinn síðustu 2 árin. Nú langar mig til að biðja þig að segja mér nokkuð, mjög áríðandi fyrir mig. 1. 1 hvaða skóla kemst maður, ef maður hefur landspróf, en ekki framhaldseinkunn ? Getur maður komizt i kennaraskólann, 1. bekk? 2. Hvað getið þið sagt mér um Mario Lanza, og helzt að birta mynd af honum. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Lif þú heil! Gudda. Svar til Guddu: 1. Það er ekki enn ákveðið, hve margir þeirra, sem náðu landsprófi síðastliðið vor kom- ast í menntaskóla eða hvaða eink- unn þeir þurfa til þess. Ef þú ætlar í Kennaraskólann, verðurðu að setj- ast í 1. bekk. 2. Mjög bráðlega verður birt hér í blaðinu grein um Maríó Lanza á- samt mynd af honum. Skraddarinn FRÆKNI „Vilt þú ganga í mína þjón- ustu?“ spurði kóngurinn skraddarann, og það vildi skraddarinn mjcg gjarnan. Siðan var skraddaranum veittur beini og hann sat til borðs með sjálfum kóngin- um, svo fékk hann indælt hús til að búa í og þjónustu- menn, og nú gat hann etið og drukkið eins og lystin leyfði. Allt fékk hann úr eldhúsi kóngsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.