Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 29, 1952 Barnið, sem aldrei varð fullorðið Framhald af bls. 13 með árunum að vera þakklát fyrir að hún verður aldrei fyrir erfiðleikum daglega lífsins. 1 þess stað nýtur hún alltaf gleði og áhyggju- leysis æskunnar. Henni þykir gaman á skaut- um og þríhjóli, að brúðum og sandkassa. Mesta ánægju hefur hún þó af tónlist. Hún á stórt safn af plötum og af eðlisávísun — hún kann ekki að lesa — greinir hún þær hverja frá annarri. Þessi gáfa, sem falin er í henni, sést af því hve rólega og hrifin hún hlustar klukkutímum sam- an á stórar sinfóníur, hún brosir, og augun leita út í fjarskann. Þetta er uppbót fyrir hana. Foreldrar slíkra barna þurfa að vita að þessi uppbót er til fyrir þessi litlu börn. Ég hafði barnið mitt hjá mér, þar til hún var níu ára gömul og þá fórum við til Banda- ríkjanna til að leita fullnaðarheimilis fyrir hana. Ríkisstofnanir stóðu mér ekki auðveldlega opn- ar, því ég bjó ekki í heimalandinu. Auk þess voru flestar þeirra ofsetnar og börnin bjuggu við strangan aga. Ó, hve ég þjáðist við að sjá þessi stóru herbergi full af börnum, sem sátu á bekkj- um og biðu, biðu! „Eftir hverju eru bau að bíða?“ spurði ég dag nokkurn leiðsögumann minn! „Þau bíða ekki eftir neinu,“ svaraði hann undr- andi. „Þau sitja bara, það er það eina, sem þau langar til að gera.“ En ég veit að börnin biðu í raun og veru eftir því að eitthvað skemmtilegt kæmi fyrir. Ef til vill vissu þau ekki að þau biðu, en það gerðu þau samt. Ég veit nú að engin sál er svo snauð, að hún finni ekki sársauka eða ánægju. Leit mín endaði í stofnun, þar sem yfirmaður- inn var elskulegur, en ekki of ákafur að taka við barninu minu. Hann sagði vantrúaður, að hann vissi ekki hvort ég yrði ánægð með skólann, en ég gæti skoðað hann. Ég sá að andlit barnanna hírnuðu, þegar hann kom inn og háværar radd- ir heilsuðu honum — þau kölluðu hann Ed frænda. Hann gaf sér tíma til að leika við þau, hossa þeim á hné sér og lofa þeim að leita að súkku- laði í vösum sinum — litlum bitum, sem ekki gátu dregið úr matarlyst þeirra. Hann þekkti öll börnin og heilsaði gæzlumönnum þeirra kurteis- lega. Og þegar hann stakk upp á einhverju sam- þykktu gæzlumennirnir það undir eins. Byggingarnar voru skemmtilegar og hentugar og ég sá að börnin léku sér i garðinum, eins og þau væru heima hjá sér. Ég las sömu setn- inguna aftur og aftur, á veggjunum og jafnvel yfir skrifborði forstöðumannsins: „Fyrst ham- ingja og svo siglir allt annað í kjölfar hennar.“ „Þetta er ekki einber væmni," sagði yfir- maðurinn. „Þetta er árangur reynslu okkar. Við höfum komizt að því, að barnið getur ekki lært nema það sé hamingjusamt." Septemberdag nokkurn kom ég með litlu stúlk- una mína á hælið, sem ég hafði valið. Við geng- um um, til að venja hana við leikvöllinn og ég fór með hana út í hornið, þar sem rúmið hennar stóð. Við hittum konuna, sem átti að sjá um hana og yfirmann stúlknadeildarinnar. Barnið ríghélt í höndina á mér. Ég veit ekki hvað hún hugsaði, en ég held, að hana hafi grunað hvað i vændum var. Við höfðum aldrei fyrr skilið, en nú kom skilnaðarstundin. Þennan hræðilega dag sagði forstöðumaður- inn við mig alvarlegur og blíður í máli, ég hefi aldr?i gleymt orðum hans: „Þér verðið að muna,“ sagði hann, „að þetta eru hamingjusöm börn. Þau munu aldrei kynnast skorti né erfið- leikum og þau munu heldur aldrei verða fyrir sorgum. Engar kröfur, sem þau ekki geta leyst eru gerðar til þeirra. Þau hljóta þá gleði, sem þau geta við tekið. Barnið yðar mun kom- ast hjá allri þjáningu. Viljið þér muna þetta og 632. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. mynni. — 5. prýði. — 8. mælt. — 12. sök. — 14. veður. — 15. ellilega. — 16. steinefni. — 18. veiðarfæri. — 20. leiðar. — 21. ryk. — 22. kon- ungskenning. — 25. mál- fræðiskammstöfun. — 26. eldhúsáhald. —• 28. draugsheiti, þgf. — 31. refsa. — 32. meiðsli. — 34. skel. — 36. stillur. —- 37. liggur. — 39. manns- nafn. — 40. feiti. — 41. band. — 42. fjær. — 44. haft i huga. — 46. hryllti. — 48. spjátrungur (slang- uryrði). — 50. lélegur. — 51. skelfisk. —52. gengni. — 54. óþokki. — 56. tveir eins. — 57. blíður. —• 60. klaki. — 62. flík. — 64. elska. — 65. þrír sam- stæðir. — 66. refsa. — 67. frosin. — 69. tíndum. — 71. eldstæði. — 72. leiðarvísar. — 73. lykkja. Lóðrétt skýring: 1. árna. — 2. gáfuð. — 3. for. — 4. skamm- stöfim, — 6. leikur. — 7. bráðum. — 8. tveir eins. — 9. fæða. — 10. skemmtun. — 11. bindi. — 13. skíta. — 14. duglega. — 17. keyra. — 19. á hníf. — 22. námsgrein. — 23. hreyfist. — 24. ráðsnjall, — 27. tónverk. — 29. dómur. — 30. öðlaðist. — 32. fégjafir. — 33. skrifar. — 35. vis- in. — 37. nálgaðist. — 38. forskeyti. — 43. stjórn. — 45. bókarheiti, þf. — 47. utan. — 49. í. — 51. duglegur. — 52. lélegar. -r- 53. í hús. — 54. skelfing. — 55. flatarmynd, þf. — 56. úrgangs- efni. — 58. mannsnafn. — 59. kvenmannsnafn. — 61. ekki annar. — 63. gælunafn. —- 66. flýtir. — 68. greinir. — 70. hæð. Lausn á 631. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. sótraft. — 7. skapari. — 14. ami. — 15. arar. — 17. ótamin. — 18. megn. — 20. á- kall. — 22. nefn. — 23. annar. — 25. afa. — 26. ann. — 27. rn. — 28. mis. — 30. mussa. —■ 32. ra. — 33. fis. — 35. skratti. — 36. fok. — 37. vísa. — 39. urri. — 40. varamennirnir. —• 42. báli. — 43. núið. — 45. áli. — 46. krafðar. — 48. ask. — 50. LI. —- 51. hvalr. —52. rit. — 54. pá. — 55. rak. — 56. fær. — 58. kúfur. — 60. ötul. — 62. taðan. — 64. nára. — 65. selina. — 67. iðin. — 69. auð. — 70. tilraun. — 71. atferli. Lóðrétt: 1. samarfi. — 2. ómenni. — 3. tign. — 4. aa. — 5. frá. — 6. taka. — 8. kól. — 9. at. —• 10. panna. — 11. amen. — 12. rif. — 13. inn- taki. —■ 16. rafmagnsfræði. — 19. nam. — 21. laut. — 24. rissa. — 26. asi. — 29. skammra. — 31. steinar. — 32. rorr. — 34. svali. — 36. friða. — 38. Iri. — 39. Uni. — 40. Váli. — 41. Rúrik. — 42. bálköst. — 44. skáraði. — 46. kvk. — 47. alfa. — 49. spurul. — 51. halir. — 53. tún. — 55. bull. — 57. raða. — 59. fáar. — 61. tei. — 62. tau. — 63. nit. — 66. na. — 68. nf. láta það verða yður til huggunar? Auðvitað get- ur barn yðar ekki lifað nákvæmlega eins hér og það hefur gert heirna," hélt hann áfram. „Það er satt, að það verður séð um hana og henni kennt sem einstakling, en hér er hún ein af mörg- um. Hún missir nokkuð af frelsi sinu. Þetta tap verður að vega á móti vinningnum. Því þér get- ið ekki verndað hana fyrir öllu. Hún er mann- leg vera og hún verður líka, að bera örlítið af þeim byrðum, sem sameiginlegar eru öllu lífi. Þegar hún hefir fellt sig við þær reglur, sem eru nauðsynlegar í stórri fjölskyldu, mun hún hafa ánægju af því, að vera með hópnum." Þegar hann lauk máli sínu, fann ég að honum hafði tekizt það sem hann ætlaði sér — hann hafði gefið mér styrk til að hugsa um velferð barnsins. Svo ég skildi hana eftir. Ég mun aldrei gleyma því, hvernig ég varð að losa hendur henn- ar, sem héldu um háls mér og ég þorði ekki að líta til baka. Ég vissi að umsjónarkonan hélt henni fast og ég vissi að ég mátti ekki sjá það, ef hugrekki mitt átti ekki að bresta. Mörg ár eru liðin síðan þetta var. Ég heim- sæki hana oft og hún er vön þvi að ég komi og fari, en hún heldur enn svolitla stund fast í mig þegar ég fer. „Ég vil fara heim,“ hvíslar hún aftur og aftur. Hún kemur líka stundum heim og er himinglöð í nokkra daga. En þegar hún hefur verið heima í viku, fer hún að sakna hins heimilisins. Hún spyr um „stúlkurnar" og biður um eitthvert leikfang eða plötu, sem hún skildi eftir. Að lokum fer hún næstum fúslega aftur, þegar ég hefi lofað henni að koma fljótlega í Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Við Verkhoyansk í Norður-Síberíu. Mesti kuldi á pólnum, sem mælzt hefur, er 60° kuldi, en í Verkhoyansk 67°. 2. Jóhannes úr Kötlum. 3. Það er að vera haltur af vana einum saman. 4. Samkvæmt fornum lögum (Grágás) skyldi enginn fastna heimasætu nema faðir hennar. 5. Það er kristallað kolefni, óbræðanlegt og nær óuppleysanlegt í sýrum. Blý í blýöntum er mestmegnis búið til úr grafíti. 6. Þeir urðu báðir brjálaðir. 7. Hann heitir Jean Delannoy. 8. Þá spáir hann úrkomu. 9. Beinakerling er varða sem vísar veg. Nafn- ið kom til af þvi að ferðamenn stungu legg í vörðuna, og með fylgdi oft mergjuð vísa, ort fyrir munn vörðunnar og ætluð þeim, sem eftir kæmu. Þess konar vísur hétu beina- kerlingarvísur og nutu mikilla vinsælda. 10. a) Edmond Dantes, b) Marguerite Gautier, c) Finnbogi rammi, d) Gunnar Hámundar- son. heimsókn. Baráttunni er lokið. Jafnvægi er kom- ið á. Hvað eftir annað, síðan ég kom barninu mínu fyrir þar sem hún á heima, hefi ég huggað mig við, að líf hennar hafi aukið þekkingu okkar. Ekkert barn er eingöngu til þess að vernda og sjá um. Það getur miðlað einhverju, þó það sé hjálparlaust. Það eru einhverjar ástæðu fyrir vöntun þeirra og ef hægt er að finna þær, get- ur það gert önnur börn heilbrigð. ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.