Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 31, 1952 Qósturinn Kæra Vika mín! Eg ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig. Viltu segja mér eitthvað um June Haver og helst að birta mynd af henni. Getur þú svo lika sagt mér hvar hún á heima í Hollywood. Aðdáandi. Svar: Ég er þér alveg sammála þegar þú dáist að June Haver. Hún er mjög litil, kven- leg og ein af þeim fáu kvikmynda- leikkonum, sem er eðlileg í framkomu og ekki áberandi máluð, ef maður sér hana í dags- ljósi. June er líka mjög ung, aðeins 26 ára gömul fædd í Rock Island í Illinois. Hún hefur Wá augu og ljóst hár. June spilaði opinberlega á píanó, þegar hún var 5 ára gömul og hafði sinn eigin útvarpsþátt þegar hún var 11 ára. Eftir það fór hún að syngja með hljómsveitum og í kvikmyndum 1943: Hér hafa verið sýndar margar myndir með henni í aðalhlutverkinu. Þær eru flestar í fallegum litum og iburðarmiklar og þannig gerðar að lítið reynir á leikhæfileika hennar. Því miður get ég ekki gefið þér heimilisfang hennar, ef þú ætlar að skrifa henni, þá skaltu bara senda bréfið til Hollywood, Californíu. Ég er viss um að það kemst til skila. Beztu litir þínir eru rautt, hlut- lausir dökkbláir litir, grænt, „beige"- litir og eggjaskurnslitur. June Havar Kæra Vika mín. Nú leita ég til þíp í vandræðum mínum, og vonast ég eftir að þú get- ir hjálpað mér. Ég er með svo aga- lega mikinn hármaðk! Hef ég reynt að klippa hárið jafnóðum og ég sé að það byrjar að klofna, og nú er ég komin með svo stutt hár að mér er um og ó að halda áfram að klippa meira af því. Getur þú ekki gefið mér ráð viS þessu? Hvaða litir fara mér bezt. Ég er brúnhærð með grá augu, freknótt. Með fyrirfram þakklæti fyrir svörin. Kolla. Svar: „Fegurð og snyrting" segir að bezta meðal við hármaðki sé pyro- gallólsmyrsli, en það er: Naphtoli ................ aa g 1.50 Sulfuris praecipitat 5 Vaselini ....................ad 50 Þú getur sjálfsagt fengið þetta smyrsl í næstu lyfjabúð. | Tímaritið SAMTÍDIN ( ¦ ¦ i Flytur snjallar sögur, fróðlegar ] S greinar, bráðsmellnar skopsögur, : ; iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. j ¦ 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : ¦ Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. ¦ ; Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. ¦ Kæra Vika! 1. Við erum tveir skritnir naglar að deila um það hvort Doris Day sé lifandi eða dáin. Við vonumst til að þú svarir þessu fljótt, vegna þess að það eru svo margir sem vita ekki hvort er rétt. 2. Annar naglinn er með stúlku, en hann er alltaf að kvarta um að hún sé svo stríðin og hann langar til að venja hana af því. Hvernig á hann að losna við stríðnina í henni? Og þegar hann býður henni út þá vill stúlkan alltaf hafa vinkonu sína með sér, hvað á hann að gera við því? Við þökkum þér fyrirfram fyrir svarið, vertu ævinlega sæl og blessuð. Tveir naglar með flötum haus. Svar: 1) Það er mikið spurt um það, hvort Doris Day sé lifandi eða dáin. Þess vegna hefi ég leitað upp- lýsinga hjá ungri stúlku, sem er ný- komin frá Bandaríkjunum og hefur lesið dagblöðin þar síðastliðin tvö ár. Hún segist hvergi hafa lesið dánar- fregn umræddrar leikkonu og heldur að það sé útilokað að dagblöðin hefðu ekki gert meira veður út af dauða hennar en svo að það hefði getað farið fram hjá sér. Við verðum þvi að gera ráð fyrir þvi að Doris Day sé lifandi. 2) Fólki þykir ekkert gaman að stríða þeim, sem ekki taka það illa upp. Reyndu að láta þér á sama standa, nagli minn, þó stúlkan stríði þér. Ef þú getur það ekki og stúlk- an er ólæknandi af stríðni, sé ég ekki fram á annað en að þú verðir að hætta að umgangast hana svona mikið. Ekki þykir stúlkunni gaman að fara út með þér ef hún þarf aUtaf að hafa vinstúlku sína með sér. Reyndu að segja nei einu sinni og vittu hvort hún metur meira vin- stúlkuna eða þig. DREKKIÐ mi IS-KALT Nbrge — f sland I Noregi, innan- lands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrif- ið eftir upplýsingum. BHflAKllÍBBURlNN UANDIA Reykjavík Svar til áhugamarms. Við höfum nú fengið þær upplýs- ingar til viðbótar svarinu í siðasta svo: blaði, að Selmersaxofónar fást í ____ Hljóðfæraverzlun Sigriðar Helgadótt- ur, Lækjargötu 2, og kosta 6000— 7000 krónur. Boosy Hawks klarinett fást þar líka og kosta 1860 kr. Svar til Ebbu J. 1 bókinni Fegurð og snyrting segir Framhald á bls. 13. Þú alvita Vika, vilt þú nú gera mér þann greiða að gefa mér ná- kvæmar upplýsingar um meðferð og hirðingu heimilispálma, hversu mikið er hæfilegt að vökva hann áburðargjöf o. s. frv. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. i Lesandi. Svar: Ég á sjálf ljómandi fall- egan pálma, sem hefur dafnað vel . í mörg ár, þó ég geri ekkert fyrir hann annað en skvetta úr fullri vatns- könnu yfir hann þriðja hvern dag og þvo blöðin öðru hvoru upp úr mjólk. Auk þess ver ég hann fyrir reykjandi gestum. Það er bráðnauð- synlegt að vekja athygli gesta á því, að það skaði blómin ef drepið sé í sígarettum í blómsturpottunum eða ösku dreift yfir þau. «,„_ __. _ . . ,,. • .£ ... ,, „ Það má vera annað en gaman að Þu getur líka fengið blómaáburð vera kjölturakki, sem neyddur er til í blómabúðum, en ég hefi aldrei gefið að ganga með hatt. En einmitt það mínum pálma annað en mjólk. gerði bandarísk tískudama fyrir nokkru; og ekki nóg með það, því hundsgreyið er líka með tösku. AC 109 Paá er mjög mikilvægt líggja ekki í sólinni þess fyrst að hafa smurt húðina vandlega með NIVEA cremi. Aðal? atriðið er að venja sig smátt og smátt við sólina og að vernda húðina með NIVEA cremi. Þeir sem vilja liggja lengi i sólinni og verða brúnir a skömm- um tíma, noti INIVEA ultraíolii N IVEA er sjerstætt því að það inniheldur Euzerit, sem er skylt húðfitunni. Verðið fallega brún meá N I V E A. ^HIYEA/^| 'IIIIIIIIIUI.....IIIIIHIIIIIIIIIIOIIIHIIHUMIII^ Útgefándi VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.