Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 31, 1952 3 Upphaf kvikmyndanna Fyrstu kvikmyndatækin. Ef við horfum á 24 — eða jafn- vel ekki nema 17 — myndir á sek- úndu í kvikmyndahúsi, sýnast mynd- irnar hreyfast vegna þess að mynd- in afmáist ekki strax af net- himnu augans. Þetta fyrirbrigði var þekkt í fornöld og mikið rannsakað á 17. og 18. öld. En það var ekki fyrr en um 1830 að fyrsta hreyfi- myndatækið kom fram. Þetta var hið svokallaða „töfratæki", sem var þannig gert að myndir voru dregnar á báðar hliðarnar á pappaspjaldi, sem síðan var snúið hratt, svo myndirnar skiptust á að birtast auganu. Þannig fór fugl, sem teiknaður var öðru- megin á spjaldið inn í búr, sem teiknað var hinumegin, þegar spjald- inu var snúið. 1 Belgíu og Austurríki voru ,,Faradayhjólin“ fundin upp. Þau voru uappaspjöld, sem flett var hratt og horft á í spegli. Þessi tæki komu samtímis fram i báðum lönd- unum, án áhrifa hvort frá öðru. Þau voru árangur fyrri athugana. Sömu myndirnar voru endurteknar á þessum spjöldum, svo hægt var að horfa t. d. á mann ganga. Þessi tæki urðu mjög vinsæl leikföng og geysilega dýr. En til kvikmyndagerðar þurfti að nota ljósmyndir. Belgíumaður nokk- ur byrjaði á því, en hann varð blindur og gat ekki haldið áfram tilraunum sínum. Og þó hann hefði getað það hefði hann rekið sig á tæknislega erfiðleika. Ljósmyndatækninni var enn of á- bótavant. 1 fyrstu tók það 14 klukku- tíma að taka eina mynd, og um þetta leyti þurfti að sitja fyrir í hálftíma. Það vakti enga undrun, því litið var á ljósmyndina sem nýja aðferð til að mála myndir. Þangað til 1840 höfðu eingöngu verið teknar landslagsmyndir eða myndir af dauðum hlutum, en þá voru mynda- vélarnar orðnar svo góðar að ekki þurfti að sitja lengur fyrir en 20 mínútur. Árangurinn varð sá að farið var að taka myndir af stúlk- um í glampandi sólskini, svo að þær gátu ekki haldið augunum opnum og urðu að hafa þau lokuð. En ljós- myndavélinni fór hratt fram, svo að um 1850 er hægt að taka myndir á nokkrum sekúndum. Þá var fyrst hægt að nota ljós- myndir til hreyfimyndagerðar, en það var ýmsum erfiðleikum bundið. Ef maður átti að leggja niður hand- legginn, varð að taka þrjár myndir af honum í þrem stellingum. Um 1870 vildi amerískur miljóna- mæringur fá hreyfimyndir af hest- um á stökki. Englendingurinn Muy- bridge tók þessar myndir. Við hlaupa- brautina, þar sem hestarnir hlupu, var komið fyrir 24 ljósmyndaklefum með dimmum herbergjum og þar undirbjuggu 24 ljósmyndarar mynda- tökuna um leið og flautað var. Hest- arnir tóku svo sjálfir myndirnar með því að slíta bönd, sem lágu yfir brautina. Þessi myndataka tók nokk- ur ár. Alls konar erfiðleikar komu i ljós, böndin slitnuðu t. d. ekki öll og hestarnir drógu þá með sér klef- ana, ljósmyndatækin og ljósmynd- arana. 1878 vakti þessi hreyfimynd mikla athygli meðal vísindamanna, en listamennirnir urðu ákaflega hneykslaðir, því þeir héldu því fram að ljósmyndir „sæju ekki rétt." Um 1887 hóf svo Edison endur- bætur og fullkomnun þessara hreyfi- mynda og gerði úr þeim kvikmynd- ina. Hann neitaði í fyrstu að sýna almenningi myndir sínar, og áleit að með því „dræpi hann gullhænuna", því fólk myndi ekki fá áhuga fyrir þögulum kvikmyndum, en 1894 setti hann á markaðinn stóra kassa og horft var í þá gegnum nokkurskonar gleraugu. Nú hafði hann leyst eitt aðalvanda- málið í kvikmyndagerð: að sýna myndir í sterku ljósi og hreyfa þær, og menn kepptust um að notfæra sér það. Fjöldi uppfindingamanna í Evrópu og Ameríku reyndu nú að sýna myndir á sýningartjaldi. Sá, sem fyrstur gæti haldið fyrir almenn- ing sýningar sem borguðu sig, hlyti að sigra í þessu kapphlaupi. Þessir uppfinningamenn unnu næstum allir án þess að vita hver af öðrum og við það verða fyrstu sýningamar mjög fjölbreyttar. Ameríkumennirn- ir, sem fyrstir höfðu fengið tæki Edisons, voru í byrjun á undan. En engin mynd vakti jafn mikla athygli og kvikmynd Lumieres í París 1895. Lois Lumiere rak stóra myndavéla- verksmiðju og hafði byrjað tilraunir sínar þegar fyrstu tæki Edisons komu til Evrópu. Eftir 1895 lét hann búa til í verksmiðjum sínum vél, sem bæði tók myndir og sýndi þær. Tsarinn i Rússlandi, konungur Englands, keisarafjölskyldan í Aust- urríki og yfirleitt allar tignustu fjöl- skyldur álfunnar vildu nú sjá þessi nýju tæki og útbreiddu þau í lönd- um sínum. 1 árslok 1896 má segja að kvik- myndin sé uppfundin. 1 Frakklandi höfðu Lumiere, Mélies, Pathé og Gaumond hafið kvikmyndaiðnað, í Ameríku voru það Edison og Bio- graph, og William Paul í London, og á hverju kvöldi streymdi fólk í „dimmu salina.“ Fyrstu kvikmyndirnar. Fyrsti vottur hreyfimynda var t. d. fuglinn öðru megin á pappaspjald- inu og búrið hinumegin eins og áður er sagt. Þegar Faradayhjólið var fundið upp var hægt að sýna fleiri, stig myndarinnar en hreyfinguna varð alltaf að endurtaka t. d. hund á stökki. Þó ljósmyndir væru notaðar, var ekki hægt að bæta úr þessu og al- gengustu viðfangsefnin voru boxarar, danspar að dansa vals, drykkjumenn o. fl. Um 1877 tókst Reynaud bæði að láta dansara og trúða nálgast og fjarlægjast og stundum sýndi hann svipbrigði. Hann gerði margar ein- faldar myndir, sem tóku allt að 15 mínútur. 1 teiknimyndum hans sjá- um við fyrirboða Walt Disneys myndanna, en hjá honum eru allar persónur mannlegar og eiga ekkert skylt við Andrés önd. Hann sér þær með kímni og háði, án þess að af- skræma þær. En við getum í raun og veru ekki kallað þetta kvikmynd- ir, í þeirri merkingu, sem við nú leggjum í orðið. Það er samt ekki fyrr en um 1895 sem við getum farið að tala um kvikmyndir. Þá er farið að taka myndir af verkamönnum, sem ýta áfram hjólunum sinum, fjölskyldu við matborðið o. fl. Um þetta leyti gerir Louis Lumiére hina merkilegu mynd, sem svo oft hefur verið notuð í síðari tíma myndir, „Koma lestar- innar“. Lestin kemur æðandi beint á áhorfendurna, svo þeir stökkva upp í sætunum. Fyrst sést maður á stöðinni (í fullri stærð) og burð- armaður ekur vagni. Því næst sést út við sjóndeildarhringinn svartur puntur, sem breytist í æðandi lest. Farþegar stíga út og meðal þeirra sveitastúlka og ung, hvítklædd og falleg dama. Andlit þeirra beggja sjást vel. 1 þessari mynd koma fram flestar þær aðferðir, sem notaðar eru við kvikmyndatöku en i dag. Mynd- irnar eru tengdar saman af einum efnisþræði, þar leikur í fyrsta skipti ein „aðalstjarna". Myndavélin hreyf- ist ekki, heldur leikendurnir. Auk þess sést ýmist andlit leikaranna eða þeir í líkamsstærð. Lumiere tók líka fréttamyndir og ferðamyndir. 1 fyrstu vöktu kvikmyndirnar geysimikla athygli, allir vildu fá að sjá þessa furðulegu nýjung, en brátt urðu menn leiðir á þessum stuttu senum, sem aðeins stóðu í nokkrar mínútur og líktust hver annarri. Kvikmyndatökumennirnir urðu að læra að segja sögur, ef þeir áttu að draga fólkið að. Reynt var að ráða bót á þessu með því að setja leikrit á svið og kvikmynda þau. Árangurinn varð miðlungsgóður, því leikendurnir sá- ust illa á hinu stóra leiksviði, sem myndað var í heilu lagi. En 250 metra löng mynd, sýnd í 13 hlutum var á þessum tíma undraverð fram- för. Æfi Krists var í flestum löndum fyrsta viðfangsefnið. Og kvikmyndunum fer hratt fram, stundum af tilviljun, eins og þegar verið var að taka mynd af torgi einu * * * ¥- -¥- ■¥■ Eins og gengur — Maður nokkur steig út úr áætlun- arbilnum náfölur í framan. Vinur hans spurði hann hvað væri að hon- um. ,,Bílveiki“, svaraði sá nýkomni. „Ég verð alltaf bílveikur, ef sætið mitt snýr aftur.“ „Hversvegna baðstu ekki mann- inn, sem sat á móti þér 'að skipta við þig?“ spurði vinurinn. „Mér datt það í hug, en það sat enginn, á móti mér.“ ★ ★★★★★ 'k ★ ★ i París og á myndinni breyttist strætisvagn skyndilega í líkvagn. Orsökin var sú, að vélin hafði bilað í nokkrar mínútur, en umferðin ekki stanzað á meðan. Þegar vélin svo fór aftur af stað var kominn líkvagn þar sem strætisvagninn var áður. Kvikmyndastjórinn, sem þetta kom fyrir, varð siðar sérfræðingur í sjónhverfingum á léreftinu. Nú var farið að stöðva myndatök- una á einum stað og hefja hana aftur annarsstaðar, þannig að ösku- buska fer t. d. beint úr eldhúsinu á ball í höllinni. Rétt fyrir aldamótin hóf Edison baráttu sína fyrir einkaréttinum á uppfiningu sinni og gekk milli bols og höfuðs á flestum andstæðingum sínum í Ameríku. Vegna samkeppnis- leysis héldu myndirnar áfram að vera miðlungsgóðar. 1 Frakklandi hafði slys nokkurt mikil áhrif. Sýn- ingarlampi kveikti í góðgerðarbasar vegna óaðgæslu. Þetta atvik gerði menn hrædda við kvikmyndir. Auk þess var fólk nú orðið leitt á þess- um sífelldu endurtekningum í kvik- myndunum, sem ekki voru lengur neitt nýnæmi. Nú voru kvikmyndir aðallega sýndar á stórum mörkuðum úti í sveitunum, því sveitafólkið var enn ekki búið að fá nóg af þeim. Þannig stóð á því að aldamótin átti kvikmyndagerð við mikla erfiðleika að stríða og hrakaði mjög. Ef við lítum yfir síðustu 5 árin fyrir aldamótin, getum við ekki annað en undrast hina öru þróun kvikmynd- anna. Louis Lumiere gerði myndina „Koma lestarinnar á stöðina" 1895. Þess- ar fjórar myndir sýna vel dýptina sem honum tókst að fá í myndirnar og hvernig hann batt efnið saman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.