Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 4
4 Alltof mikil reglusemi eftir ERLK THRANE. REGLUSEMI", sagði fulltrúinn. „Reglusemi getur verið marvísleg". Hann sneri sér við á stólnum, eins og hann byggist við mót- mælum frá Petersen, en hann fékk ekkert svar, af þeirri góðu og gildu ástæðu, að Petersen var ekki kominn. ,,Hm! Petersen kemur of seint eins og venju- lega", sagði fulltrúinn. „Þetta endar með skelf- ingu .... nú, já reglusemi er aðallega tvenns- konar. Það er snyrtimenskan, sem við höfum vonandi allir. Þ. e. s. við göngum vel til fara, í burstuðum skóm og velrakaðir, ef um karlmenn er að ræða. En svo er það hin mikla reglusemi, sem nær lengra. Ef maður hefir hana til að bera er klæðaskápurinn, hjónabandið, reikning- arnir og yfirleitt allt í röð og reglu. Lítið þið t. d. á borðið mitt ..." Hann færði í skyndi til dagatalið og þerri- pappírinn — „þetta er það sem ég kalla hina miklu reglusemi. Að lokum kemur svo „þriðja stigs reglusemin" eða „erfiða reglusemin" . . .“ Hann leit í flýti fram að dyrunum. „Það er reglusemin, sem forstjórinn hefir. Hann skipt- ir sér af hvemig annað fólk hegðar sér og hvað það gerir. Þetta kalla ég „erfiðu reglusemina", vegna þess að hún er erfið fyrir þá, sem hún kemur niður á. Fjórða stigs reglusemin geysar meðal kvenfólksins vor og haust. Þá verður eigin- maðurinn að borða í eldhúsinu meðan frúin og meðsjúklingar hennar æða um í borðstofunni og setustofunni. Þær rifa niður gluggatjöldin og berja teppi og púða. Þær leggja silfrið i sápu- vatn og — þið ráðið hvort þið trúið því — hella bjór í klúta og nudda með því húsgögnin og ekki nóg með það, heldur fægja þær gluggana með víni. — Góðan daginn, Olsen forstjóri", sagði hann að lokum og byrjaði taugaóstyrkur að róta í blöðunum á borðinu sínu. „Ég vildi gjaman tala við Petersen", sagði forstjórinn. „Góðan daginn, góðan daginn." „Petersen er ekki kominn." Forstjórinn tók upp úrið sitt og bar það sam- an við skrifstofuklukkuna. 9.20. „Eg vil tala við Petersen, þegar hann kemur." „Nú verð ég að fara að komast af stað," sagði Petersen við Ellen og stóð upp frá morg- unverðarborðinu. Hann leit á úrið. Klukkan var hálf níu. „Ætlarðu að stinga af“ ? sagði Ellen og nudd- aði á honum kinnina. „Heyrðu, þú getur ekki farið á skrifstofuna svona skeggjaður. Farðu strax inn á baðherbergið og rakaðu þig. Klukkan er ekki nema hálf níu." Petersen andvarpaði. Sex mánaða hjónaband hafði kennt honum að þetta var eitt af þeim viðfangsefnum, sem Ellen réði fram úr ein. Hann fór fram og tók af sér flibbann á leiðinni. „Hvar eru rakblöðin mxn," hrópaði hann, þeg- ar hann var búinn að bera á sig sápuna. „Já, en góði, ég notaði þau til að spretta sundur kjól. Hefirðu ekki keypt ný? Þú verð- ur að læra dálitla reglusemi . . . ég fékk þér minnisblað í gær. Þú lést það í innri frakka- vasann". Ellen stakk hendinni í frakkavasann. „Hreinsunarkrem, heftiplástur, joð, pennar og rakvélablöð . . ." las hún. „Viltu þá lofa mér að koma við hjá rakaranum á leiðinni í vinn- una?" Petersen lofaði því og þvoði framan úr sér sápuna, setti i annað sinn upp flibba og bindi og kom aftur fram í stofuna. Ellen var önnum kafin við að bursta jakk- ann hans. „Þú verður að vera vel til fara. Lof- aðu mér að laga bindið þitt . . . mundu að fólk dæmir hundinn eftir hárimum ... já, lagaðu hárið á þér. Hvernig stendur á því að þessum hnappi er ekki hneppt" ? Hún tók í einn vestishnappinn. Hann var laus. „Nei, ég hefi engan tíma til þess", sagði Pet- ersen. „Bíddu augnablik", sagði Ellen á leiðinni inn í svefnherbergið. Hún hafði einhvemtíma heyrt að fötin sköpuðu manninn og gleymdi því aldrei. Aftur á móti hafði Petersen heyrt: Alltaf að mæta stundvíslega á morgnana — og gleymt því. Það var stundum erfitt að komast á fætur. Fyrst hafði Ellen beðið hann um að mæta á réttum tíma, en Petersen hafði róað hana. Hann væri besti sölumaðurinn hjá Olsen h.f. og það var satt. Það skipti ekki svo miklu máli þó að hann kæmi ekki á réttum tíma. Og það var líka rétt, því forstjórinn kom mjög sjaldan fyrr en kl. 10. Ellen kom aftur og fór að sauma. „Nei, hvað sé ég . . . hinir hnappamir eru saumaðir með gráum þræði". Hún klippti hnappinn af og fór að sækja gráan enda. Sólin skein á blautar göturnar og hálfum kílometer ofar við götuna bjó forstjórinn. Stund- um vildi það til að hann fór í gönguferð áður en hann fór í vinnuna og tók þá sporvagn á leiðinni. „Hversvegna ertu að horfa út um gluggan?" sagði Ellen. „Þú virðist ekki hafa áhuga fyrir því að komast á skrifstofuna. Stattu nú kyrr." Petersen barði óþolinmóður í gluggarúðuna og starði á móti sólinni — norðureftir. „A svona fallegum degi er gott að ganga í bæinn", sagði hann þegar klukkan sló níu. „Þú ættir samt að taka sporvagninn, þó þér liggi ekki svo mikið á", svaraði Ellen. „Klukkan okkar er tíu mínútum of sein." Klukkutíma seinna kom Petersen út úr skrif- .......... | VEIZTU -? | 1. Aðeins einn af öllum forsetum Banda- [ ríkjanna hefur verið piparsveinn. Hvað | hét hann? : 2. Hver var Flóra i grískri goðafræði ? = : 3. Hvar er borgin Havana? | 4. Hvað er að vera kjabbalegur? | 5. Úr hverju er viskí framleitt? = 6. Eftir hvern er þessi vísa: I „sófanum" sat hún og brosti, i svanhvítur hálsinn og ber, hundinn við hlið sína kyssti, en höndina rétt að mér. : 7. Hverjar era Rickettsíur? | 8. Eftir hverja eru þessi leikrit? a) Það logar yfir jöklinum, b) Helgi i magri, c) Villiöndin, d) Login helgi. [ : 9. Hvort viltu heldur hangandi krang- : andi eða fult hús með meyjum? i 10. Hver nam Gilsfjörð milli Ólafsdals og I Króksf jarðarmúla ? [ Sjá svör á bls. 14. IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIItlllllillllllllllYltllll VIKAN, nr. 31, 1952 Ævilok Bjarna Grímólfssonar. Þá Bjarna Grímólfsson bar í Irlandshaf og komu í maðksjó, og sökk drjúgum skipið undir þeim. Þeir höfðu bát þann, er bræddur var með seltjöru, því að þar fær eigi sjómaðkur á. Þeir gengu í bátinn, og sá þeir þá, að þeim mátti eigi öllum vinnast. Þá mælti Bjarni: „Af því að báturinn tekur eigi meira en helming manna vorra, þá er það mitt ráð, að menn sé hlutaðir í bátirm, því að þetta skal ekki fara að mannvirðingu." Þetta þótti öllum svo drengilega boðið, að eng- inn vildi móti mæla. Þeir gerðu svo, að þeir hlut- uðu mennina, og hlaut Bjarni að fara í bátinn og helmingur manna með honum, því að báturinn tók ekki meira. En er þeir voru komnir í bátinn, þá mælti einn íslenzkur maður, er þá var í skipinu og Bjarna hafði fylgt af Islandi: „Ætlar þú, Bjarni, hér að skiljast við mig?" Bjarni svaraði: „Svo verður nú að vera." Hann svaraði: „Öðru hézt þú föður mínum, þá er ég fór af Islandi með þér, en skiljast svo við mig, þá er þú sagðir, að eitt skyldi ganga yfir okkur báða." Bjarni svaraði: „Eigi skal svo vera. Gakk þú hingað í bátinn, en ég mun upp fara í skipið, því að ég sé að þú ert svo fús til fjörsins." (Úr Eiríks sögu rauða.) stofu húsbónda síns. Hárlokkur féll fram á ennið á honum og hann reyndi að losa flibban með einum fingri. Fyrrverandi samverkamenn hans voru allt of kurteisir til að stara á hann. Þetta litla orð „rekinn" fyllti eyru hans eins og baðmull — og komst ekki alla leið inn á einkaskrifstofu Petersens: heilann. Þegar það hafði komizt í gegnum hljóðhimnuna, var það gripið af nokkurskonar hvirfilvindi, sem nátt- úrufræðin tekur alls ekki fram að sé þarna og þar snerist það, svo hann gat alls ekki skilið það og horfði til baka á hurð forstjórans. Hann var allveg orðlaus. Bezta sölumanni fyrirtækisins sagt upp. Hann gat þó næstum selt hitapoka til Abessinyu og ísskápa til Grænlands. Launahækkun stóð fyrir dyrum og hann hafði augastað á fulltrúastöðunni í einu af útibúunum, þegar hann hefði verið hjá fyrirtækinu í fimm ár, eftir nokkrar vikur. Einmitt þegar hann ætlaði að fara að berja að dyrum hjá forstjóranum og biðja hann um að fá að vera kyrr, opnaðist hurðin. „Petersen", kallaði forstjórinn. 1 matartímanum uppfyllti Petersen fyrstu skipunina, sem hann hafði fengið í einkaskrif- stofu forstjórans: að kaupa sér vekjaraklukku. Hann mundi einkum þessar setningar úr við- ræðum þeirra: „mánaðar rejmslutími, síðan staða í Kolding með 500 kr. launum, bezti sölu- maður fyrirtækisins og fyrsta skiptið sem þér komið of seint er samningurinn úti“. Fyrsta morguninn sem klukkan hringdi, stökk Ellen fram úr rúminu og hélt að eldur hefði komið upp í húsinu. Úr því Petersen vildi endi- lega vakna klukkutíma fyrr en hann þurfti, vildi hún ekki hindra það, en hún vandi sig á að vakna áður en klukkan byrjaði að hringja. Petersen óskaði sjálfum sér til hamingju fyrir að hafa varðveitt leyndarmálið — í þrjár vikur hafði hann komið fyrir níu á skrifstofuna þó húsbóndi hans kæmi sjaldan fyrir txu. 1 síðustu viku reynslutímans hafði Petersen kveðjuveizlu. Morguninn eftir rigndi svo mik- ið að droparnir sem féllu á rúðuna deyfðu hljóðið í vekjaraklukkunni. Það var líka eins og droparnir féllu í höfðinu á Petersen, meðan hann beið eftir þvi að klukkan hætti að hringja. Hann reis upp við dogg, en seig aftur á bak aftur. „Ég ætla að telja upp að 20", hugsaði hann. „Ég sef ekki meðan ég tel . . . og það var líka hárrétt, því um leið og hann sofnaði, hætti hann að telja. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.