Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 31, 1952 Framhaldssaga: 5 H E F N D I N ÁSTARSAGA eftir Elizabeth Peterson svo hún reyndi að losna við hann með því að segja: „Nei, ég get víst ekki flúið, er það? Þú ert hræddur um að ég afhendi lögreglunni þennan elskulega, spillta bróður þinn. Þú ert sá eini sem nokkru sinni munt trúa honum, er það ekki ? Þú hlýtur að vera mjög auðtrúa, hr. Killik. Ég trúi aðeins tveim orðum af sögu hans — þjófn- aður og morð." Mikael horfði hörkulega á hana. Augnablik hélt hún, að hann ætlaði að slá sig. En hann sagði ekkert, gerði ekkert, og samt var þögn hans geigvænlegri en orð. Þetta kvöld gerði Anna sér grein fyrir að hún gæti ekki þolað þetta lengur. Hún yrði að hætta á hvað sem væri og reyna aftur að flýja. Þegar Mikael hafði læst hurðinni að herbergi hennar, eins og venjulega, hóf hún undirbúning sinn. Hún batt saman tvö lök og festi þetta til- búna reipi í fótinn á þunga járnrúminu. Svo kastaði hún hinum endanum út um gluggann og lagði af stað. Þó lökin næðu aðeins hálfa leið, var ekki mjög langt niður, svo að þegar hún varð að láta sig detta, féll hún aðeins nokkra metra. Hún reis á fætur og flýtti sér að bugðóttum stígnum, sem lá frá húsinu niður að sjónum. Hún heyrði bylgjurnar skella við klettana meðan hún var é. leiðinni. Hún varð fyrst að læð- ast fyrir eitt hornið á húsinu og undir glugga, sem gluggatjöldin voru dregin fyrir. Mikael var i herberginu bak við gluggatjöldin. Hann var ekki enn farinn upp. Hún hrasaði og datt á stein. Henni fannst hávaðinn gifurlegur og stanzaði til að hlusta. Það var eins og stóli væri ýtt til hliðar inni í herberginu og einhver stykki á» fætur. Hún þaut áfram í örvæntingu. Hvar var stíg- urinn? Ó, hvar . . . Hurð opnaðist að baki hennar. Hún heyrði einhvern koma út. Hjartað barðist í brjósti henn- ar. Hún sá háan, grannan mann og vissi að hann hafði lika komið auga á hana. Hún gat ekki komizt undan. Hún var komin f ram á kletta- brúnina, þegar hann náði henni. Angistin greip hana. Hann hafði aðvarað hana og nú myndi hann ekki sýna henni miskun. Henni heppnaðist að losa annan handlegginn og hrinda honum frá sér af óllu afli. Anna vissi aldrei hvernig það vildi til. Hún hlaut að hafa komið honum á óvart. Hún vissi bara að hann reikaði, æpti og hvarf fram af brúninni — hann myndi lenda á stóru stein- unum í fiörunni. / "*> Anna stóð ein á brúninni. Hjartað barðist í brjóstj hennar og hún fékk svima yfir höfuðið. Hún hafði barist um til að losna við hann og nú hafði hún hrint honum út i opinn dauðann. Hún fór að staulast yfir steinana og fálmaði fram fyrir sig með höndunum. Hún varð að komast þarna'niður. Hún varð að vita hvaS hún hafði gert. AUt í einu var gripið um handlegg hennar. Hálf kæf t óp brauzt f ram á varir hennar. þegar rödd sagði: „Svo þú hefir ekki fengið nóg? Þú ætlaðir að reyna, þrátt f,yrir allt." Þettja var Mikael Killikk. Það var hann, sem .stóð við hlið hennar og talaði við hana. Járn- krumlur hans héldu um handlegg hennar. Hafði þetta allt verið hræðileg martröð, til orðin I hræddum huga hennar? „Bróðir minn hljóp fyrst út. Hvar er hann?" Bróðir hans. Það var þá bróðir hans, sem hún hafði — drepið. Tvisvar hreyfði hún varirnar, án þess að koma upp orði. Að lokum stundi hún upp: „Ég ýtti honum — fram yfir klettabrúnina. Ég vissi ekki — ég ætlaði ekki að gera það." Hún neyddi sig til að segja þetta. t Kraftar hennar voru á þrotum og hana svim- aði. Hún vissi ekki hvað skeði meira, nema að hann lyfti henni. Þegar hún kom til sjálfrar sín lá hún á köldu steingólfi og lykli var snúið í skránni. Hún var lokuð inni. Mikael hafði tekið reipi í kofanum, þar sem hann skildi Önnu eftir. Nú hljóp hann aftur að klettabrúninni, þar sem hann hafði fundið hana. „Gerald", hrópaði hann. „Gerald". Heyrði hann hljóð þarna niðri? Það var ó- mögulegt að vita vegna brimgnýsins. Hann festi reipið við klettagnýpu og byrjaði að klifra niður, fet fyrir fet í myrkrinu. Hann hafði tekið vasaljósið sitt með sér og meðan hann var að klifra niður hugsaði hann: „Hvað finn ég þegar ég kemst alla leið?" Að lokum var hann kominn niður. Hér var engin fjara og hann stóð í sjó upp að mitti. „Gerald", kallaði hann aftur. Og í þetta skipti svaraði einhver. Mikael kveikti á vasaljósinu og ljósið féll á mann, sem ríghélt sér í stein. Mikael svimaði af gleði og tókst að brjótast til bróður síns. Hann greip undir hendur hans og hnésbætur og dró hann þannig meðfram klettunum, þar til hann kom að mjórri sand- strönd, sem ekki lá undir vatni. Þar lagði hann Gerald á grúfu, því hann barðist við að ná andanum og hafði vafalaust drukkið sjó. Hann þreifaði varlega á honum og fann sér til undrúnar að ekkert bein var brotið. „Er allt í lagi?" spurði hann, þegar andar- dráttur Geralds varð eðlilegri. „Já", svaraði Gerald lágt. „Sjórinn var djúp- ur þar sem ég kom niður. Ég veit ekki hvernig stóð á þvi. Vatnið hlýtur að að hafa náð % upp klettinn, þegar ég datt." Stór bylgja hlaut að hafa skolast upp að klettunum á réttu- augnabliki til að taka við Gerald þegar hann kom niður. Það fór hrollur um Mikael, þegar hann hugsaði um hvað hefði getað komið fyrir. Gerald var aðeins hálfbróðir hans, en honum þótti mjög vænt um hann. Mikael hafði verið 16 ára gamall, þegar þeir stóðu einir uppi í heiminum og Gerald aðeins átta ára. Hann hafði tekið litla bróður sinn að sér og verið honum eins og faðir. Árum saman átti hann ekki annan að en Gerald, og ást hans á honum átti sér djúp- ar rætur, nógu djúpar til að gera hann blindan á veikleika hans og illsku, ncgu djúpar til að hann bar enn traust til hans. Gerald greip skyndilega í handlegg Mikaela. „Unga stúlkan gerði þetta. Við flugumst á og hún hrinti mér fram af brúninni. Hún ætlaði að flýja." „Hún er vel geymd", svaraði Mikael rólega. „Ég náði henni og við verðum að gera ráð fyrir að hún hafi ekki ætlað að hrinda þér." Meðan hann sagði þétta, hafði Mikael tekið ákvörðun um, hvað hann ætlaði að gera við Gerald. „Gerald", sagði hann. „Ég ætla að fara heim og*sækja þér þurr föt og svo ræ ég í land með þig. Nei, mótmæltu því ekki", sagði hann, þegar Gerald gerði sig líklegan til, að taka fram í fyrir honum." Enginn veit annað en að þú hafir dottið f ram af klettunum og beðið bana, og þann- ig verður það. Það er bezta leiðin til að þú kom- ist undan. Þú byrjar svo nýtt líf undir gerfinafni." Gerald hlustaði með vaxandi áhuga, meðan bróðir hans hélt áfram að útskýra ráðagerð sina. Jú, þetta virtist ágæt lausn á málinu. Nokkrum mínútum seinna hélt Mikael áfram meðfram klettunum, að annarri vik, þar sem lítill bátur var bundinn. Hann hafði gætt þess vandlega að Anna fyndi hann ekki. Hann ýtti frá landi og réri þeim megin á eygjuna, sem stígurinn lá upp að húsinu. Þar batt hann bátinn og flýtti sér heim. Hann tók þurr föt handa Gerald og alla þá peninga, sem hann gat án verið. Svo fór hann aftur niður að bátnum. Hálftíma síðar setti hann Gerald á land — í þurrum fötum og með svo mikla peninga, að hann gæti séð um sig sjálfur í dálítinn tíma. Síðan réri hann til baka og batt bátinn neð- - an við stíginn. Þega'r bjart væri orðið gæti hann róið bátnum á sinn stað og klifrað upp eftir reipinu. Hann skundaði að útihúsinu. önnu leið betur, en hún lá enn magnlaus á steingólfinu. Hún hafði drepið mann — drepið hann. Þessi hugsun braust um i höfðinu á henni. Anna hreyfði sig ekki þegar dyrnar opnuðust og hún sá skuggamynd Mikaels Killikks í tungs- ljósinu í dyrunum. Hún gat ekki lengur orðið hrædd. Ef til vill ætlaði hann að drepa hana fyrir að hafa hrint bróður hans. Mikael beygði sig niður og lyfti henni á fæt- ur. Hún hallaði sér sljólega upp að veggnum, og heyrði rödd sina eins og i fjarska. „Hann kom á eftir mér og greip í mig. Ég reyndi bara að sleppa. Ég vissi ekki að hann myndi detta . . . ." röddin sveik hana. „Eg hefi leitað fyrir neðan", sagði Mikael eftir stutta þögn, „en hann er þar ekki." Hann þagði aftur, en hélt svo miskunarlaust áfram. „Bylgjurnar hafa skolað — líki hans burtu." Anna beið og hallaði sér upp að veggnum. Hvað mundi hann nú gera? „Ég ætlaði ekki að gera honum mein," neyddi hún sig til að segja. „Komdu heim", svaraði hann aðeins. Hún undraðist hve rólegur hann var. Hafði dauði Geralds ekki haft nokkur áhrif á hann ? Gat það verið, að honum hefði létt. Bróðir hans var afbrotamaður, sem hafði eyðilagt heiður hans — fannst honum það ? Hugsunarlaust fylgdi hún honum inn — til að verða aftur lokuð inni sem fangi. Hún svaf ekki þá nótt — hugsunin um mann- inn, sem hún hafði drepið hélt fyrir henni vöku. Samt sem áður fór hún á fætur næsta morg- un, lagaði sig til af gömlum vana og gekk niður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.