Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 31, 1952: Nú fannst henni ekkert verra geta komið fyrir hana; einhvern veginn skipti ekkert lengur máli. Hún settist við morgunverðarborðið gegn Mikael. Hún horfði sljóu augnaráði á diskana fyrir framan sig. Eftir nokkra stund greip ótt- inn hana aftur. Ef hún borðaði ekki myndi Mikael neyða hana til þess. En í þetta skipti hafði hann ekkert sagt. Anna leit óttaslegin upp og sá að hann horfði á hana, en hann virtist samt ekki sjá hana. hann hafði víst annað að hugsa um. Allt í einu stóð hann upp og gekk út að glugganum. Hann stóð þar enn þegar mótor- bátur lagði af stað út í eyjuna. Anna sá að hann starði á eitthvað og hún hljóp hrædd út að glugganum til að sjá hvað um væri að vera. „Ég fæ aldrei heimsóknir", sagði Mikael hægt. „Þrír menn. Það hljóta að vera lögreglumenn, sem koma til að leyta að Gerald. Þeir hafa rakið spor hans hingað". Hjarta Önnu virtist stanza eitt augnablik. Hún hafði haldið að ekkert verra gæti komið fyrir, en nú kom það. Hún hafði verið altekin hugsun- inni um að hafa drepið mann, að henni hafði ekki döttið afleiðing þess í hug. Lögreglan — hún yrði að reyna að útskýra að hún hafði ekki gert þetta af ásettu ráði. En ef þeir tryðu henni ekki?" „Hvað á ég að segja?" stamaði hún. „Hvað gera þeir?" Hún gerði sér grein fyrir því, að nú sneri hún sér biðjandi að Mikael, manninum, sem hún hat- aði. Hann sneri sér við og horfði á hana. Það væri ágætt ráð að afhenda hana lög- reglunni, hugsaði hann. Ágætt ráð til að vernda Gerald. Hún hélt að hann væri dáinn og að hún hefði drepið hann. Lögreglan myndi hafa einhver ráð með að fá hana til að meðganga og hvort sem þeir tryðu því að þetta væri óvilja- verk eða ekki, myndu þeir að minnsta kosti álíta að Gerald væri látinn. Þeim myndi aldrei detta í hug að brögð vaeru í tafli. Og Þó Þao* kæmist upp að hann hefði flutt Önnu hingað nauðuga, þá kæmist það hvort sem er upp fyrr eða síðar. Það skipti engu máli. Það eina sem skipti máli var Gerald og að hann fengi að byrja nýtt líf. „Já, þetta hefði verið auðveldast, bara að láta önnu játa. Hann bölvaði sjalfum sér, Þvi hann vissi að Það myndi hann aldrei gera. Hann vissi ekki hversvegna heldur aðeins að hann gat ekki látið hana gera það. „Þú segir alls ekki neitt", sagði hann stutt- lega. „Þú skiptir þér ekki af þessu. Ég ætla að fela þig einhversstaðar, svo þeir geti ekki spurt þig. Ég skal útskýra allt, sem með þarf." Hún starði á hann stórum augum. „Það mun taka þá fimm —ef til vill sex mín- útur að koma hingað og klifra upp stíginn", hélt hann áfram. „Farðu upp og taktu saman fötin þin og allt sem þú komst með. Gættu þess að ekkert verði eftir. Pakkaðu því niður í töskuna og komdu með hana niður. Ég veit hvar ég get falið þig, svo þeir finni þig ekki." Anna hreyfði sig ekki, en hélt áfram að stara á hann. „Flýttu þér, hver f jamiinn er að þér", sagði hann hvasst. Hann mætti stóru dökku augunum hennar. Þau virtust spyrja hvers vegna hann gerði þetta. Þessi augu höfðu einhver undarleg áhrif á hann. Hann talaði reiðilega og reiðinni var ef til vill mest beint gegn honum sjálfum. Hann vissi það ekki. „Ég vil ekkí meiri óþægindi í bili, það er eina skýringin. Það kemur sér betur fyrir mig, að þeir finni þig ekki hér, svo þetto. er bezt fyrir báða aðila. Farðu upp og gerðu eins og ég segi þér." Anna hljóp upp stigann. Hún hafðí mæstum ekkert átt viS töskuna sina, síðan hún kom og cftir þrjar míaútur kom hún niður með hana. Hann tók við töskunni og fór með hana inn í rannsóknarstofuna. Hún hafði aldrei komið þar inn, en hún hafði ekki tima til að líta í kring- um sig. Hann dró þykka gúmmímottu til hliðar og hlemmur kom í ljós. Hann tók járnkrók og lyfti honum. Stórt herbergi kom í ljós, höggvið í klöppina. „Hérna geymi ég efnið mitt", muldraði hann." Þ. e. s. hættuleg og leynileg efni. Meg veit ekki einu sinni að þetta herbergi er hér, svo að ef þú segir einhverntíma f rá því, hálsbrýt ég þig. Farðu niður." Anna gekk niður mjóar tröppur og Mikael rétti henni töskuna og lokaði á eftir henni. Þvínæst gekk hann út til að taka á móti lög- reglumönnunum, sem voru á leiðinni upp stíginn. Þetta voru lögregluf oringi f rá London og lögreglu- stjórinn í næsta bæ. „Við erum að leita að Gerald nokkrum Killikk/ sem flúði frá lögreglunni í London," sagði lög- regluforinginn. „Spor hans hafa verið rakin á ströndina hérna. Geturðu gefið okkur nokkrar upplýsingar." „Já, ég ætlaði að gefa upplýsingar, hvort sem ég yrði spurður um það eða ekki. Hann kom hér í gærkvöldi og fórst, þegar hann féll fram af klettunum." Rödd hans var róleg og tóm. Mennirnir litu hver á annan og lögregluforinginn tók upp vasa- bókina sína. „Hvað heitirðu?" spurði hann. „Mikael Killikk. Ég er bróðir hans." „Jæja," rödd lögregluforingjans varð samúð- arfull." Viltu skýra okkur frá því hvernig það vildi til?" Mikael byrjaði. Hann útskýrði hvernig Gerald hefði komizt út í eyna, beðið hann um hjálp og hvernig hann hefði neitað. Hann hefði sagt honum að hann yrði að fara og gefa sig fram við lögregluna. Gerald hafði farið og dottið fram af klettunum í myrkrinu. „Hann hlýtur að hafa verið mjog þreyttur," bætti Mikael við." Annað hvort gcetti hann sín ekki nógu vel eða . . . hann gerði það með vilja. Hann var mjög æstur og ég, sem var hans siðasta von, vísaði honum á bug." Lögregluforinginn leit ekki af honum, en lög- reglustjórinn skrifaði ákaft. „Ég gekk' út á eftir honum, til að segja hon- um að hann gæti verið hérna í nótt", útskýrði Mikael, ,,og ég kom nógu snemma til að sjá . . . sjá það vilja til. Ég hljóp aftur inn til að ná í reipi og seig niður á eftir honum. Sjórinn náði upp að klettunum og hlýtur að hafa tekið lík hans, því ég fann ekkert." „En þú áleizt hann dáinn"? Undanfarið hefur farið fram viðgcrð á Hvíta b/tsinu í Washington. Efsta myndin er tekin af húsinu að utan, eftir að pallarnir voru teknir niður. Myndin neðst til vinstri er tekin úr einu af herbergjunum a 2. hæð og sést fram á aðalganginn. Fyrir ofan hurðina er innsigli forsetans skorið út í tré. Annar veggur þessa sama hcrbcrgis er á myndinni til hægri og þar sést nýr spegill. Enn hefir ekki verið gengið frá gólfinu. Búizt cr við því að forsetinn geti flutt í hið nýviðgerða hús á næstunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.