Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 31, 1952 HEIMIMÐ Hvað er nauðsyniegt að hafa með sér í sumarfríið? Það er alltaf mikið vandamál áður en iagt er af stað í sumarfríið hvað maður á að taka með sér. Venjulega enda þessar bollaleggingar með því að maður rogast af stað með alls konar drasl, sem „getur komið í góð- a.t þarfir ef . . ." Hér á voru ísákalda landi er ekki alltaf einhlít reglan um að taka alltaf helmingi minni farang- ur í ferðalag og helmingi meiri pen- inga en gert er ráð fyrir að þurfa á að halda. Þess vegna hefi ég átt tal við 7 yngismeyjar, sem eru alvanar alls konar ferðalögum og spurt þær hvað þær hafi tekið með sér i vikuferð upp í óbyggðir í júlímánuði. Vonandi kem- ur reynsla þeirra einhverjum að gagni þó seint sé, en sumarið er varla komið enn (þær fengu snjó- komu eina nóttina). Þær voru fluttar á hestum upp á heiðina og þess vegna þurfti fyrst að hugsa fyrir sterklegum gallabux- um. En það er bezt að byrja á byrj- uninni. Innst voru þær klæddar föð- urlandsbuxum, sem náðu niður á tær og íslenzkum ullarbolum (fengust í Framtíðinni á Frakkastíg). Næst komu litlar peysur eða köflóttar ull- arskyrtur. Ofan í tösku voru lopa- peysur, sem oft komu í góðar þarf- ír, en til að byrja með voru þær í liprum stormblússum. Fyrir aftan sig höfðu stúlkurnar spennt olíubuxur, olíustakka og sjóhatta. Á fótunum voru þær í vaðstígvélum. Ofan í tösku voru gönguklossar og striga- skór. Nýju íslenzku gönguklossarnir ¦entust þeim nákvæmlega í eina f jall- göngu og eftir það voru þær á striga- Skómnum sem allt virtust þola (háir Upp á öklann Og kosta 46.00 kr. hjá Lárusi). Auðvitað tóku þær með heil- mikið af leystum og vettlingum því ekki er alltaf hægt að fara varlega og vökna ekki þegar silungur bítur á. Tjöldin voru tvö og botnarnir ekki skildir eftir suður í Borgarfirði. Mað- ur þorir varla að nefna svo sjálf- sagðan hlut eins og svefnpoka, en ef ekki er um dúnpoka að ræða er gott að hafa í honum ullarteppi. Annars hita prímusarnir fljótt upp, já yrímusar, þeir voru tveir með í ferðinni og á þá þurfti pott af olíu á dag. Prímusarnir minna mig líka á mat- inn. Hve mikinn mat þurfa 7 stúlk- ur í 7 daga? Þessar stúlkur sváfu venjulega á morgnana, svo ekki þurfti að gera ráð fyrir morgunmat og síðdegis voru þær að príla á fjöll eða búa til kokteil úr innyflunum á sér á hest- baki og slepptu því eftirmiðdags- kaffinu. 1 tvær heilar máltíðir á dag og snarl á milli þurfti: 3 væna silunga (veiðistöngunum má undir engum kringumstæðum gleyma heima). Þeim, sem ekki eru fisknir er ráðlagt að taka með sér kjötdósir og pakkasúpur, því úr sil- ungnum fengu þær fiskisúpu. 1 kg. af kartöflum á dag, iy2 brauð á dag, 3 kg. af smjöri fyrir allan timann, 1 stór dós af kakói, 1 kg. af sykri, neskaffi (ákaflega' gott með brenni- víni þegar kalt er á kvöldin), 4 pottar af mjólk og 4 dósir (ný- mjólkin geymist ekki), 1 kg. af matarkexi, ostur, kæfa, tómatar, gúrkur og „samviskubreiðsla" ofan á brauðið, 2 pottar af tilbúnum ávaxtagraut (hann höfðu þær í mjólkurbrúsa), haframél og sveskjur i fiskisúpuna, salt, ef það gleymist er allur mat- seðillinn ónýtur, spaghetti, það er fyrirferðarlítið þangað til búið er að sjóða það og fljótsoðið, rúsínur og súkkulaði í nestið, þeg- ar þær fóru í fjallgöngur og eins segja þær það sérlega styrkjandi í slíkum þrekraunum að hrista rúsinur, sykur og kakó saman í krukku og táka það inn við og við eins og Skipper Skræk gerir við spínatið. Þar sem silungur og fiskisúpa voru aðalrétturinn fylgir hér með aðferð þeirra við 'að búa það til: Silungurinn soðinn, veiddur upp úr, hnefa af haframéli og slatta af sveskjum og rúsínum skellt út í soðið. Ákaflega einfalt! Flugnanet fást nú hvergi, en þau eru alveg nauðsynleg í slíkum fera- lögum. Flugnaáburðurinn, sem þær voru fullvissaðar um að fældi burtu allar flugur gagnaði ekkert, svo þær urðu að notast við fyrirhugaða borð- tusku (sem var úr gasi), þunnan silkibol, sem klipptur var í tvennt og slæður, sem þær bundu fyrir andlit- ið. Ekki má heldur gleyma apótekinu (sinkpasta, píástri og vasilíni, ör- yggisnælum, nál og tvinna, spegil- broti (í svona ferðalagi er e. t. v. betra að sjá ekki framan í sjálfan sig, því þá getur maður með góðri samvizku gert grín af hinum) hand- sápu, borðtusku og sólskinssápu. Af eldhúsáhöldum þarf að hafa emeleraða diska, bolla, potta og hnífapör (plastik vill brotna) og það er líka óþægilegt að hafa ekki ein- hverja litla fjöl til að skera brauðið á. Nú hugsið þið vafalaust: „Eitthvað hefur þetta ferðalag kostað". En all- ur ferðakostnaður, þar með talin far- gjöld, hestar í tvo daga, 3 trússhest- ar, fylgdarmaður og eitthvað lítils- háttar af vínföngum, var 460 kr. á mann. Láttu barnið sitja kyrrt í fyrir- fram ákveðinn tíma. eftir Garry Cleveland Myers Ph.D. Eg held að ég hafi verið meðal þeirra fyrstu, sem ráðlögðu for- eldrum að láta börnin sitja kyrr á stól til að kenna þeim snemma að hlýða og ég er viss um að ég hefi árum saman skrifað meira um það en nokkur annar. Ég vildi langt- um heldur láta tengja nafn mitt við ráðleggingar um að láta börnin sitja kyrr en að flengja þau, þó ég mæli með hinu siðarnefnda í einstöku til- fellum. En í kyrrsetum sé ég einfalt og áhrifaríkt ráð til að draga mjög úr eða hætta allveg við flengingar áður en barnið er orðið 4—5 ára gamalt. Enfremur gerir slík hegning foreldr- unum kleyft að leiðbeina börnum sín- um, án þess að ávíta þau mikið eða hegna' þeim á annan hátt. Með kyrrsetum á ég við það, að barnið sé látið sitja á stól (þrepi, kassa eða öðrum ákveðnum stað) í fyrirfram ákveðinn tíma án nokkurs leikfangs til að stytta sér stundir, ef það hefir gert það sem þvi hafði verið bannað að gera. Eins og við allar aðrar hegningaraðferðir, ætti að takmarka þessa hegningu við þau brot, sem strax hefir verið tek- ið eftir, einkum meðan barnið er yngra en 5 ára. Auk þess verður hegningin að fara strax fram og án undantekninga. Svo að hegningin verði áhrifarík ætti að láta barnið, sem „dæmt er á. stólinn", sitja þar ákveðinn tíma, 2 ára barn, í 15 mín., 3—4 ára í 20 mín., 5—6 ára í 30 mín. og 8—9 ára í 40 mín. Ung börn má ekki dæma til að sitja í óákveðinn tíma. Góður áraiigur. Ef þú skipar barni að setjast á stól án þess að taka fram hve lengi það á að sitja kyrrt, situr það ef til vill ekki nægilega lengi til að það hafi nokkur áhrif. Barnið biður lof- ar, grætur og æpir til að þú látir fljótt undan og leyfir því að standa upp. En það fer eftir tilfinningum þínum í hvert skipti og gerir þig ó- ákveðna. Vegna þess hve oft þú skiptir um skoðun og breytir eftir hegðun barnsins á stólnum, heldur það áfram þangað til þú lætur undan. En ef það veit að klukkan ákveð- ur hve lengi það þarf að sitja kyrrt eftir að þú hefir ákveðið dóminn, sættir það sig við hið óhjákvæmi- lega. Það veit að klukkan hefur engar tilfinningar; að hún kærir sig kollótta þótt það gráti, æpi, biðji og lofi. Hún er aldrei þreytt eða tauga- óstyrk og hefir aldrei höfuðverk. Hún lætur aldrei undan en heldur áfram sínu eilifa tik-tak. Vill ekki vera kyrr. Sumir foreldrar segja um 2, 3 og 4 ára gamalt barn sitt: „Það vill ekki sitja í stólnum nema ég standi yfir því", sem þýðir það að barnið- hefur ekki enn lært þýðingu orðs- ins „nei". Slíkt barn getur enn ekki haft gagn af því að sitja kyrrt. Það er heimskulegt að standa yfir því, æpa að því og hóta að taka í það ef það situr ekki kyrrt. Þegar það hefur lært það að strax og það stend- ur upp áður en tíminn er úti, verður það fyrir sársauka, tekur það mögl- unarlaust út hegningu sína. Segðu barninu þegar tíminn er úti, en taktu þá ekki af því nein loforð. Ef það vill tala við þig með- an það er í stólnum, gerðu það ef það hentar þér, en forðastu að tala um hegningu þess og óhlýðni, hver sem hún hefir verið. Matseðillinn Djöflaterta: 2 bollar hveiti, y2 bolli kakó, 1% bolli sykur, 1 tsk. sódaduft, 1 tsk. salt, 2 egg, % bolli smjör- líki, y2 bolli mjólk. Hveitinu, kakóinu, sykrinum, salt- inu og sódaduftinu er fyrst blandað saman, síðan er smjörlíkinu og eggj- unum bætt út i og hrært í þrjár mín- útur. Að lokum er mjólkinni hellt í. Deiginu er skipt á tvær plötur og þessir tveir botnar settir saman með kremi. Sama kremi er líka smurt yfir alla kökuna. zy2 bolli flórsykur, y2 bolli kakó, 2 msk. smjörliki, 2 msk. kaffi (lag- að), örlítið salt. Flórsykri, kakói og salti blandað saman. Þetta er síðan hrært út með smjörlíkinu og kaffinu. Eggjamjólk: 1 msk. smjörliki, 2 msk. hveiti, iy2 dl. mjólk, y2 1. vatn, 1 tsk. salt, 2 egg, 1 msk. sykur, sveskj- ur. Sveskjurnar soðnar í 20 minútur í vatninu. Smjörlíkið er brætt, hveitið hrært út i og sjóðandi mjólkinni bætt í smátt og smátt. Vatninu, sveskjun- um og saltinu er því næst bætt í. Eggin eru aðskilin og rauðurnar hrærðar vel með sykrinum, dálitlu af súpunni ausið upp í skálina, síðan hellt aftur út í súpuna og hrært vel í á meðan. Súpan má ekki sjóða eftir að eggjarauðurnar eru komnar í pottinn. Dýragarðurinn t -3=D Sumir ungir menn eru alltaf á hlaupum og hegða sér eins og litlir, hreyknir hundar. Þeir eru ágætir í sendiferðir!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.