Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 31, 1952 11 Fra mhaldss aga: 23 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY Árum saman hefur þetta Everdons-svín vaðið uppi og traðkað á öllum og öllu . . . Þetta er sannarlega guðsþakkaverk. Við eyðum tíman- um til einskis," sagði hann svo grimmdarlega. „Farðu frá dyrunum, nema þú viljir fá meið- ingu!" Um leið og hann sagði þetta, reiddi hann upp hnefann og sló til Konkvests högg mikið og vel útilátið, sem varð þó aðeins lofthögg. Tveir hinna hlupu nú samtímis fram og réðust á manninn í skugganum bak við vasaljósið . . . Allt var í uppnámi nokkur augnablik. Ljósið sveiflaðist til og hoppaði upp og niður. Það heyrð- ust dynkir af feiknahöggum og kvala- og sárs- aukavein. Sam Rogers reikaði aftur á bak og hélt hendinni um annan vangann, annar hinna lá á steinstéttinni og sá þriðji riðaði á fótunum og stundi hátt. Ljósið varð aftur stöðugt. „Mér þykir þetta miður, piltar," sagði Kon- kvest og þurrkaði af hægri hnúunum á treyju sinni. „En þið vilduð þetta sjálfir, — ekki rétt?" „Hver þremillinn! Hvað kom fyrir?" tautaði S&m. „Það var eins og þarna væri hálf tylft . . ." „Það var ekkert dularfult við þetta, kunningi — aðeins nokkur judo-brögð með dálitlum sam- hristingi af hnefalist," útskýrði Konkvest. „Lítið á, hvers vegna ættum við ekki að geta rætt um málin af stillingu og gagnkvæmum skilningi? Ég er aðeins að reyna að koma í veg fyrir aö' þið gerið ykkur að heimskingjum. Gleymið Ever- don lávarði; það er, hvort eð er, búið að hengja hann. Eruð þið ekki fyllilega ánægöir?" „Nei, við erum andskotann ekki ánægðir," æpti Will Freeman. „Við ætlum að ganga hreinlega frá þessu verki . . ." „Aðeins augnablik," tók Konkvest fram í hvat- skeytlega. „Enginn ykkar tók þátt í henging- unni, — var það?" „Nei, við erum ekki morðingjar." „Takið þá líka engan þátt í brennu hallarinn- ar," sagði Norman. „Langar ykkur að verða settir í fangelsi? Langar ykkur til að spilla áliti ykkar í augum allra rétthugsandi manna?" „Við verðum ekki settir í fangelsi," muldraði Sam Rogers. „Verkið, sem við erum að vinna, réttlætir sig sjálft. Littu á mannfjöldann úti- fyrir. Hundruðum saman — margt af því komið langt að, annað úr nágrenninu. Við erum engu verri en það fólk. Ekki setja þeir mörg hundnið manns í fangelsi, — heldurðu það. Hversvegna ferðu ekki og talar við það?" „Það er einmitt það sem ég ætla að gera — bráðum. En fyrst ætla ég að koma vitinu fyrir ykkur, piltar góðir. Everdon lávarður var heimskingi og ónytjungur og hinn versti spell- virki — og það er hann enn. Hann var nefni- lega ekki hengdur, eins og þið haldið . . ." „Ekki hengdur? En Tom Purkiss sagði . . ." „Tom Purkiss er fantur, og það er honum fjandans bezt að Everdon lávarður dó ekki," tók Konkvest fram í fyrir þeim. „En óverðskuld- leiki Everdons réttlætir ekki þann verknað ykk- ar að ætla að taka lögin í ykkar eigin hendur og eyðileggja eignir hans." Framkoma Normans hafði miklu meiri áhrif en orð hans í þá átt að halda aftur af sexmenn- ingunum. 1 sta* þess að skipa honum með ill- mælum að víkja til hliðar, stóðu þeir kyrrir og hiustuðu á hann — og vígreífí ofurhuginn þott- ist finna að þeir hálfskömmuðust sín. Hann not- aði sér þetta breytta viðhorf og neytti hinna sterku persónuáhrifa, sem sjaldan brugðust hon- um. ,,Ég er ekki lögreglumaður, drengir — ekki fulltrúi laganna," hélt hann áfram alvarlega. „En með velferð ykkar í huga ráðlegg ég ykkur eindregið til að hætta við þessa heimsku og hverfa aftur með kyrrð og spekt til heimila ykkar." „Það er nú gott og blessað, herra minn, en hvað mun fólkið fyrir handan hallarsíkið segja. Það væntir þess að við setjum vindubrúna niður.". „Ég skal tala við það. Ef brúin er sett niður og skríllinn kemst inn í höllina, þá er fjandinn yís." „Það væri svei mér réttast!" „I hamingju bænum hugsið um afleiðingarn- ar," flýtti Konkvest sér að segja. „Vitið þið ekki, að það er skylda hvers heiðarlegs manns að vernda eignir en valda ekki spjöllum á þeim? Þessi gamla höll hefur staðið öldum saman; hún er fö'gur og gðfug bygging og hefur veríð eign margra ágætismanna. Er það nokkur afsökun, þótt einn eigandinn breyti eins og' bófi, fyrir því að þið látið reiði ykkar bitna á þessum sögufrægu múrum? Þetta er heimska, piltar, bölvuð heimska og bjánaskapur. Á morgun mun- uð þið þakka mér fyrir að hafa varnað ykkur að gerast glæpamenn. Verið skynsamir og far- ið með kyrrð inn í höllina. Það er heitt og nota- legt í eldhúsinu og þið gctið sjálfir náð ykkur í eitthvað að borða." Mennirnir færðu sig dálítið, á báðum áttum, störðu á hina ógreinilegu mannveru í skugganum bak við Ijósið og hlustuðu á sciðandi málréminu. „Hvað lengi hugsið þið að þetta ástand hald- ist? Lögreglan kemur fyrr cða síðar og tekur einhverja fasta. En ef þið hagiO ykkur vcl og siösamlega þá handtekur hún ykkur ekki. Þið hafiO ekki brotið lögin — cnnþá." Sexmenningarnir urðu sífellt óákveGnari og kindarlegri. Æsingarhitinn var gufaður upp og þeir fóru að finna til hrolls og kuldaskjálfta. Utanfrá bárust Cþolinmæðisköll frá múgnum. Þessi óskiljanlega tC-í á því að vindubrúin kæmi niður var að reita múginn til reiði. „Ef til vill hefur hann rétt fyrir cér, piltar," tautaði Will Frceman og leit til hinna óákvcð- inn. „Við óskum ekki eftir aO brjóta af okkur við lögregluna, er það?" Hinir tautuðu eitthvað sín á milli og gcngu í hóp yfir aO hinni hlið hallargarðsins . . . Vindubrúin stóö uppi óhögguð. XV. KAPlTULI. Veltur a. ýmsu. „Stórstökkvandi steinbítur!" I'etta áhrifamikla orðatiltæki notaOi Dill Williams til að lýsa undrun sinni er þcir félagar komu í sjónmál viO Everdonhöllina. Hann stanz- aOi forviða. „Stökkvaridi steinbítar?" spuröi Davidson undirforingi. ,,Er þetta tími eOa tæklfæri fyrir hcira3Ícu- lega fyndni?" sagOi WiAiams' höstuglcga. „Líttu á hópinn, Mac! Hamingjan góða! Hétna er helmingur allra íbúa Surrcy! Þcir hljóta að hafa sent hingað skemmtiferða-eimlestir! Hvern and- skotann eigúm við að taka til bragðs?" Eftir að Konkvest hafði skilið við þá, á staðn- um sem „hengingin" hafði farið fram, höfðu þeir félagarnir frá Scotland Yard farið inn í bíl- inn og haldið áfram ferð sinni gegnum trjá- garðinn í áttina til hallarinnar. Vegna myrkurs og ókunnugleika höfðu þeir ekið út í mýrlendis- blett og billinn setið svo fastur að þeir gátu ekki losað hann úr íhlaupinu. Þeir skildu því við hann og héldu áfram gangandi. Þeir villtust aftur í skógarþykkni og eyddu um það bil tutt- ugu mínútum £ að komast á rétta leið. Þegar þeir komust út úr skóginum blasti höll- in við sjónum þeirra miklu nær en þeir höfðu búizt við. Þeir stóðu á ágætum stað til að fá greinilega yfirsýn yfir þetta furðulega sjónsvið. Stórir hópar reiðra manna flykktust æpandi að síkinu við framhlið hallarinnar og aðeins vatniö í síkinu kom í veg fyrir að þeir ryddust lengra. Fleiri blys höf ðu nú verið tendruð og lýstu rauðu skini yfir þessa furðusýn, sem lýktist helzt at- riði úr „Víti" Dantes. „Hvað eigum við að gera?" endurtók undir- foringinn. „Ef þú vildir hafa mín ráð, Bill, mundi ég ráða til að við hyrfum af sviðinu sem fyrst. Þetta skiptir okkur ekki, hvort sem er. Þetta er fyrst og fremst verk lögreglunnar hér á staðn- um. Hversvegna ættum við að skipta okkur af þessu?" „Af því að við erum lögreglumenn líka — ef þú vildir minnast þess," sagði Williams höstug- lega. „Þessi skríll er hamslaus og mun reyna. að vinna einhver spellvirki. Guð sé oss næst- ur! Ég sagði Konkvest að svona mundi fara. Hann olli þessu öllu — hann kom því af stað — og hann mun fá að standa reikningsskap á. þessu." Eitt augnablik skein fagnaðarblossi i augum yfirforingjans. „Ég skal láta hann sæta ábyrgð fyrir þetta spellvirki, þótt það verði mitt cíö'asta verk — og þegar búið er að loka hann inni í fangaklefa, skal ég skellihlægja inn um skráargatið." „Það gætu orðið örðugleikar á að lögsækja hann . . ." „Eg skal dkæra hann!" sagði Williams digur- barkalega. „Að æsa múg til spellvirkja á eign- um er alvarleg dkæra, Mac — og hann fær líka arciöanlcga þungan dóm fyrir þetta. Kærulausi hcimckinginn! Honum hefði átt að skiljast að svona mundi fara. En því er ekki að fagna — nei, nei, hann cr svo skrambi skynsamur, aiS sinni eigin hyggju; heldur að uppgerð henging só nægilegt ráO til aO stöðva þetta brjálæði." „Kannskc hann sá að gera eitthvað í málinu, mcOan viö stöndum hérna gasprandi* skaut Davidson inn í mcO hægO. „Jæja, crum við ckki aO því — og ef ég mætti cejaa mitt ti't: getum viO nokkuð annað?" sagði Davidson. „Við tveir á móti öskrandi, hamslaus- um múgi manns! Hvað getum við svo sem gert ¦— annað en láta berja okkur og henda okkur í síkið ? Gætum jafnvel búizt við verri útreið. ViS yrðum sjúkravhússlimir á stuttu augat>ragði, ef við réðumst inn í þessa iðandi mergð reiOra manna. Þú þekkir betur til þessara djöfullegu múgæsinga en ég, Bill, en ef þú hefur sjálfs- morö í huga þá ..." „Þú hefur auðvitað alveg rétt fyrir þér," tók

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.