Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 13
• VIKAN, nr. 31, 1952 Hraust fólk í hraustu umhverfi. herferð gegn þeim. 1 Neapel var unn- ið á taugaveikisfaraldri 1944 með því að aflúsa með DDT. Þetta lauslega yfirlit sýnir greini- iega að óhreint umhverfi eykur heilsuleysi. Kostnaðurinn við að bæta umhverfið er margborgaður með minni dauðsföllum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin vinnur nú að því að „kenna" þeim þjóðum, sem þess þurfa hreinlæti og betri aðbúnað. PÓSTUKINN Framhald af bls. 2. „Líkþorn eru hornmyndanir, sem einkum koma á tærnar og eru orsak- 13 irnar ævínlega skóþrengsli. Líkþorn- in eru utan til aðeins í hornlagi húðarinnar, en í miðju ná þau ofan í dýpri lög hennar. Fyrsta skilyrði þess, að líkþorn batni er, að skór þrengi ekki að fæt- inum. Oftast reynist nægilegt að smyrja salisýlkollódíum (Acid. sali- eylic g. 15, Collodii g. 100) á líkþorn- ið daglega til að ná því burtu. En stundum þarf þó að bleyta það upp í heitu vatni. Venjulega gengur vel að lækna líkþorn með radíum." Líkþornaplástrar fást í öllum lyfjabúðum. Ör undan bólum nást venjulega með rafmagni og nuddi. En ef þér hættir til að fá ör, kreistu þá aldrei bólur í andlitinu á þér. 1 baráttunni gegn malaríu í Indlandi dreifði Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin DDT til að drepa moskítóflugur. Við rannsókn kom í ljós að DDT hafði líka drepið rottur og flær og dregið þannig úr þeirri plágu um leið, Hér sjást starfsmenn stofnunarinnar við vinnu sína. Frá sköpun heimsins hefur um- hverfið ógnað heilsunni. AUt, sem miðar að því að vernda manninn gegn slikum hættum, eykur lífsfjör hans, bætir lífsskilyrði og gerir honum líf- ið þægilegra. Þessar utanaðkomandi hættur eru ekki alltaf ósýnilegar og ófinnanleg- ar; hafa verið fundnar, flokkaðar og ráð fundin til að losna við þær eða draga úr þeim. Það er ekki síður verk hvers ein- staklings en æfðra heilsufræðinga, aS nota þessi ráð. Fyrir 100 árum benti Chadwick á að heilsuleysi er einkum að finna í lélegu húsnæði. Síðan hefur mikið verið unnið að því að bæta húsnæði fólksins. Við rannsóknir á mislingafaraldri í Glasgow, kom t. d. í Ijós, að í eins herbergis íbúðum fundust 125 tilfelli meðan á faraldrinum stóð, og þar dóu 27 af 1000, en í fjögurra her- bergja íbúðum voru tilfellin 11 og þar dóu 1 af 1000. Ef litið er á allar þær aðstæður sem myndast við ófullnægjandi íbúð- ir, hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu að lélegt húsnæði hafi í för með sér mesta hættu fyrir heils- una. Næstum daglega komast menn í snertingu hver við annan gegnum jörðina. Jörðin getur verið svo gegn- sósa af óhreinindum, að það sé blátt áfram hættulegt að ganga á henni. 1 Perú sýktust t. d. 99% af skóla- börnunum af „ormaveikinni" vegna óhrcinlætis. Innan fjögurra ára frá því að farið var að hreinsa í kring um húsin var sýkingartalan komin niður í 58%. 1 miðvestur Bandaríki- unum, þar sem þessi sjúkdómur var mjög algengur, er hann nú næstum horfinn með bættu hreinlæti. En jörðin er ekki ein um að vera hættuleg heilsu mannsins. 1 margar aldir hafa menn vitað að samband er milli góðrar heilsu og hreins lofts. Með þeirri þekkingu, sem heimurinn býr yfir nú, er hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu margra hættulegra sjúkdóma, sem berast í lofti. Á einu stað í Bandaríkjunum fundust t. d. hættulegar lofttegundir i loftinu, sem sýktu ibúana nokkurs- konar gaseitrun. Flugur bera líka oft sjúkdóma og á mörgum stöðum hefur verið hafin BIBLlUMYNDIR 1. mynd: Jesús sagði við höfðingj- ann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Og er matmálstími var kominn, sendi hann þjón sinn, til að segja þeim er boðnir voru: Komið þvi allt er þegar til- búið. Og þeir tóku allir í einu hljóði að afsaka sig. Hinn fyrsti sagði við hann: Ég hefi keypt land. 2. mynd: Annar sagði við hann: „Ég hefi keypt fimm pör akneyta, og fer nú að reyna þau; ég bið þig haf mig afsakaðan." 3. mynd: Allir gestirnir gáfu ein- hverjar afsakanir fyrir því, að þeir gætu ekki komið. Einn sagði: „Ég er nýgiftur og þess vegna get ég ekki komið." Og þjónninn kom og kunngerði herra sínum þetta. Þá, reiddist húsbóndinn. 4. mynd: Farisearnir gerðu gys að orðum Krists um að þeir gætu ekki þjónað Guði og Mammon. Jesús sagði: „Þér eruð mennirnir sem rétt- lætið sjálfa yður í augsýn manna: en Guð þekkir hjörtu yðar." Skraddarinn FRÆKNI Hann kallaði til sín skradd- arann og hét honum, að hann skvldi fá kóngsdótturina og háíft rikið, ef hann dræpi tröllin tvö, sem herjuðu á landið^ og bólstað höfðu í skógi einum skammt í burtu. Skraddarinn hugsaði sig um litla stund, það var hvorki létt né löðurmann- legt, verkið, sem fyrir hann var lagt, en að lokum lét hann til leiðast_og hét því að hætta ekki fyrr en bæði tröllin lægju dauð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.