Vikan


Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 14.08.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 31, 1952 Alltof mikil reglusemi Frarrihald af bls. 4. Þegar Ellen var tilbúin með morgunmatinn var hún að hugsa um að vekja Petersen. En hann hafði farið of snemma á fætur síðasta mánuð og hertSi gott af að hvíla sig einu sinni. Hún lagði sig á legúbekkinn og dró teppið upp fyrir höfuð. Það var eins gott að maður hafði ekki kveðjuveizlu á hverjum degi. Klukkan níu fékk hún sér kaffi, klukkan hálf tíu las hún blöðin og hálf ellefu kom Petersen fram. Hann íttaði sig fljótt á hvað um var að vera Ellen hafði ekki vakið hann, af því hann hafði látið hana halda að það væri ekki nauðsynlegt. Nú væri íiamtíð hans rokin út í veður og vind. Það versta væri, að nú kæmist hún að því, hvernig í öllu lægi. Hann gat ekki komið nokkr- um bita niður og gekk fram í baðherbergið til að fá sér vatnssopa. Hann heyrði að hún bar fram matarleyfar og nú var hún farin að gefa máfunum. En mitt í skrækjum þeirra, heyrði hann: „Þér verðið að afsaka" og hún hrópaði til einhvers fyrir utan. „Þetta er hræðilegt. Nei, snertið það ekki með vasaklútnum, nú skal ég strax koma og ná því úr með votum klút." Hún kom þjótandi inn í baðherbergið til Pet- ersens og rennbleytti handklæði. „Hamingjan góða", sagði hún. „Ég held að þetta sé Olsen forstjóri. Einn af máfunum dritaði .... „Hún hljóp út." „Olsen, svona seint. Klukkan var hálf ellefu". „Stattu nú kyrr, forstjóri", heyrði hann Ellen segja, „og ég skal bæta úr óhappinu." Petersen þaut fram í anddyrið, greip frakka og hatt og hvarf út um eldhúsdyrnar. Þetta var eina von hans. Ef hann kæmist fyrir hornið, og að bílastæðinu næði hann til skrifstofunnar á undan forstjóranum. Hann heyrði í lirukassa bak við grindurnar, en hann varð að stökkva yfir þær— honum datt í hug að læðast út um aðaldyrnar án þess :að Olsen sæi hann, en þó forstjórinn sneri baki við honum, slyppi hann áreiðanlega ekki fram hjá Ellen. Hann vonaði að snyrtimennska hennar brygð- ist nú ekki og að hún hreinsaði yfirfrakka for- stjórans með sinni alkunnu vandvirkni, þá slyppi hann áreiðanlega ekki í bráð. Petersen sveiflaði sér yfir grindurnar. Líru- kassaspilarinrt hætti í miðju „Blátt litið blóm eitt er" og börnin sem sátu i kring héldu að þetta tilheyrði laginu. Mörg andlit birtust I gluggunum, því hann Varð að klifra yfir bilskúr, ef hann ætlaði ekki að ganga út á götuna sem forstjórinn stóð við. Hann stökk upp á öskutunnuna fyrir augunum á nágrönnum sínum, því næst upp á skúrinn og niður hinu megin. „Þetta er Petersen á nr. 7", heyrði hann eitt af börnunum útskýra þegar hann hljóp áfram að bílastæðinu. Það var enginn bíll á stæðinu. Hann hljóp niður á næsta horn og stóð þar og veifaði. Petersen kom lafmóður á skrifstofuna. Hann var rykugur og með bindið hangandi yfir frakk- anum. „Petersen", sagði fulltrúinn og lagði símtólið á. „Ég átti að biðja þig um að flýta þér . . . en hvað er að sjá þig — geturðu aldrei lært reglu- semi?" „Kbnan mín er reglusöm fyrir okkur bæði", sagði Petersen hlægjandi og sagði sigri hrós- andi frá hvað hafði komið fyrir . . ." og nú get ég þakkað stöðu mína reglusemi hennar." „Og hvað um ókunna manninn, sem hún vildi ekki sleppa." „Ókunna manninn?" „Húsbóndi okkar var að hringja frá Kolding og fyrirskipaði að nýi fulltrúinn yrði sendur þangað með 11.45 lestinni", sagði hann. 634. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. farsótt. — 5. frísk- ur og frár. — 7. kven- mannsnafn. — 11. hljóð. — 13. sljó. — 15. fljót. — 17. orka. — 20. smá- krabbar. — 22. ó- skemmtilegur eiginleiki. — 23. jarða. — 24. kona. — 25. keyri. — 26. þannig. — 27. tölu. — 29. leiði. — 30. smá- fleinn. — 31. til útlanda. — 34. sveik. — 35. skrif- ar. — 38. vindkenning. — 39. merki. — 40. mjög gott. — 44. lin hold. — 48. þorskurinn (skáldamál). — 49. böhd. — 51. kví. — 53. beita. — 54. skrift. — 55. sorg. — 57. væta. — 58. leiði. — 60. jurt. — 61. fugla. — 62. ófús. — 64. verk- ur. — 65. sveit. — 67. blása. — 69. meltingar- vökvi. — 70. skógarguð. — 71. kvöl. Hi r i" po LH' r r lh !_ i XT_X Lóörétt skýring: 2. aðgæzluleysi. — 3. tónn. — 4. for. — 6. hrósa. — 7. til þessa. — 8. svik. — 9. lítilsvirða. — 10. ná sér í. — 12. söngvinn. — 13. sá vondi. — 14. framför. — 16. mannskenning, þf. — 18. kuldi. — 19. að nýju. — 21. autt. — 26. berja. — 28. op. — 30. ásynja. — 32. verkfæri. — 33. henda. — 34. hrökk við. — 36. gangur. — 37. málmur. — 41. heiður. — 42. iðnaðarmaður. — 43. steiti- tegund. — 44. hreinsuð. — 45. ljúkum. — 46. skjól. — 47. ekki margar. — 50. sofa. — 51. matreiðsla. — 52. hreinsa. — 55. sá illi. — 5'.V hljóð i klukku. — 59. sjúkdómur. — 62. verk- færi. — 63. umgangur. — 66. tveir eins. — 68. stöðugt. Lausn á 633. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1, agg. — 4. fordild. — 10. fræ. — 13. klof. — 15. korða. — 16. klif. — 17. röðul. — 19. tón. — 20. slota. — 21. París. — 23. stíga. — 25. rakarastofa. — 29. át. — 31. na. — 32. örk. — 33. fa. — 34. kk. — 35. frá. — 37. með. — 39. ólu. — 41. ala. — 42. rúmast. — 43. — ágætar. — 44. æða. — 45. haf. — 47. óða. — 48. arð. — 49. ði. — 50. 11. — 51. ask. — 53. NK. — 55. au. — 56. nautstungan. — 60. metta. — 61. auðar. — 63. ieiti. — 64. orm. — 66. ratar. — 68. eini. — 69. arkar. -— 71. Laki. — 72. ann. — 73. aðfarir. — 74. nit. Lóðrétt: 1. akr. — 2. glöp. — 3. goðar. — 5. Ok. — 6. rot. — 7. drósar. — 8. iðn. — 9. la. — 10. floga. — 11. rita. — 12. æfa. — 14. furan. — 16. klífa. — 18. lfkamshluti. — 20. stofugang- ur. — 22. S.A. — 23. — st. — 24. fáfræði. — 26. röð. — 27. skó. — 28. skarður. — 30. trúði. — 34. Klara. — 36. áma. — 38. eta. — 40. láð. — 41. ata. — 46. fas. — 47. óku. — 50. latti. — 52. storka. — 54. kaðal. — 56. neinn. — 57. ta. — 58. na. — 59. Natan. — 60. mein. — 62. raki. — 63. Lea. — 64. orf. — 65. mar. — 67. rit. — 69. að. — 70. ri. „Já, en konan mín sagði . . ." Fulltruinn bandaði frá sér með hendinni: „Þú hefir 5 mínútur til að ná lestinni", sagði hann. „Vertu ánægður að konan þín sagði, að maðurinn gæti ekki farið fyrr en blettinum væri náð . . . annars veit ég hver sæti nú heima og gréti tapað tækifæri". „Ef til vill Petersen", sagði Petersen. Endir. Örlítill áherzlumunur — líf eða dauði. Plugmenn hafa sitt eigið tungumál. Þúsundír fag-orða hafa orðið til á þeim fáu áratugum, sem við höfum flogið og fagmál flugmanna er orðið einn mikill hrærigrautur, sem jafnvel reyndur flugmaður getur auðveldlega ruglazt í. Menn, sem daglega tala sama tungumál, eru ekki öruggir um að skilja hverja aðra í lofti. 1 ensku og ame- rísku er tíðum áhrezlumunur eða merkingamun- ur á sama orðinu og sá munur getur skilið milli lifs og dauða. Flugmálastofnun S.Þ. ICAO hefur nú gefið út ensk-fransk-spánska orðabók yfir talmál flugmanna, en í því eru um 2.500 orð. Skarlatssótt tíðust í Evrópu. Vísindin geta nú ráðið við æ fleiri sjúkdóma, en samt sem áður er það staðreynd, að skar- latsótt hefur verið tíðari en áður í mörgum lönd- um eftir styrjöldina. Miklu fleiri hafa tekið þessa veiki en á tímabilinu milli heimstyrjaldanna tveggja. Nokkuð bætir þó úr skák, að sjúkdóm- urinn er nú vægari «n áður. Skarlatsóttin er tíðust í Evrópu samkvæmt hagskýrslum. 1 skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni WHO er greint frá því í all- mórgum Evrópulöndum hefur veikin gengið á árunum 1946—1951. A síðastliðnum þremur árum hefur veikin gert vart við sig bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Árið 1949 gekk veikin sem landfar- sótt í Svíþjóð, þvínæst í báðum löndunum árið 1950, en einungis í Finnlandi í fyrra. Svör við „Veiztu —?" á bls. 4: 1. Hann hét James Buchanan og var uppi 1791 1868. 2. Hún var blómagyðja. 3. Hún er höfuðborg Kúbu, sem er stærsta eyja í Vesturindíum. 4. Það er að vera klunnalegur. 5. Það er framleitt úr korni eða malti,, hveiti, maís eða byggmalti. 6. Hún er eftir Káinn. 7. Það eru lífverur, sem skipað er niður á milli gerla og vírusa. Af þeim flokki er sýkillinn, sem veldur útbrotataugaveiki. 8. a) Sigurð Eggerz, b) Matthías Jochums- son, c) Hinrik Ibsen, d) Somerset Maugham. 9. Það fyrra er hangikjötskrof, það síðara flugur. 10. Gils skeiðarnef.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.