Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 33, 1952 Maðurinn sem málaði AUGLÝSINGASPJÖLDiN ÞETTA er örstutt sönn saga um mann, sem hjálpaði öðrum manni og um leið hjálpaði sjálfum sér. Joe Chulamantis heitir maður, sem hafði ofan af fyrir sér með því að selja saltaðar möndlur á Broadway í New York. Hann var búinn að koma með söluvagninn sinn á sama stað á heims- strætinu í 18 ár, þegar hann fann upp á því einn góðan veðurdag að fara inn í verzlun í nágrenninu og snúa sér þar til Godfrey S. Chapin, eins afgreiðslu- mannsins. — Mister, sagði Joe, vilduð þér nú ekki vera svo vænn að gera mér svo- lítinn greiða? Salan hefur gengið illa hjá mér upp á síðkastið. Ég held ég verði að auglýsa möndlurnar mínar, en ég kann ekki að skrifa ensku. Vilduð þér nú búa til auglýsingaspjald handa mér? Chapin, sem kannaðist við Joe og vagninn hans, gerði það af góðsemi sinni að lofa þessu. Hann hafði aldrei á æfinni borið pensil að pappír, en á heimleiðinni þetta kvöld keypti hann sér teikniblokk og liti. Og strax sama kvöldið málaði hann viðvaningslegt auglýsingaspjald, sem á var mynd af 22 möndlum í gerfi knattspyrnumanna á leikvelli, og allt í kringum völlinn fagnandi áhorfendur. Undir myndina skrifaði hann: Nýjar möndlur. Daginn eftir kom maður inn í verzl- unina, spurði um Chapin og kynnti sig sem listaverkasafnara. Hann sagði, að auglýsingaspjald Chapins væri ágætis mynd og bauð tíu dollara fyrir hana. Chapin gekk að kaupunum, og þá um kvöldið málaði hann nýtt spjald handa Joe — sveitalíf, þar sem möndlurnar voru skepnurnar. Þessi mynd seldist fyrir 15 dollara — og að ári var verðið komið upp í 25 dollara og Chapin orð- inn 500 dölum ríkari. TjETTA var 1946. Fyrir skemmstu ** voru 50 af myndum Chapins til sýnis í einu af listaverkasöfnum New York, og þá voru þær verðlagðar á 75 dollara. Þó vinnur Chapin enn í sömu verzluninni; hann er ennþá ekki al- mennilega búinn að gera það upp við sig, hvort hann sé listamaður. Og hvað um Joe? Hann er seztur í helgan stein. Hann kemur oft í félags- heimili grískættaðra Bandaríkjamanna, þar sem hann hefur um margt að spjalla við gamla innflytjendur. Hann segir oft frá því, hvernig auglýsingaspjöldin, sem vingjarnlegi maðurinn bjó til fyrir hann, þrefölduðu hjá honum söluna og- gerðu honum kleift að horfa nokkurn- veginn áhyggjulausum augum fram á elliárin. En ekkert botnar hann samt ennþá í því, hversvegna maðurinn vin- gjarnlegi var alltaf að skipta um spjöld. Trudý grunaði að hætta væri á ferðum. „Nei, nei,“ hún leit upp og kom auga á Önnu. ,,Nei, hann kom til að tala við frú Fielding. Og hvílikt rifrildi. Hún sagði: „Svo þú hefur dirfzt að elta mig hingað". Er það varðandi brottnám- ið?“ „Nei, bíðið þið," Anna flýtti sér til að loka munninum á stúlkunni. „Brottnám?" spurði maðurinn. „Já,“ sagðgi Trudý áköf. „Hann hafði numið hana á brott í nokkra daga. Ég er viss um að það var hann. Maðurinn hennar sagði mér það sjálfur. Hún kom ekki aftur fyrr en í gær.“ „Má ég tala við yður eina, frú Fielding?" spurði maðurinn. Þegjandi fylgdi hún honum upp og reyndi í ör- væntingu sinni að búa til einhverja sennilega sögu. En hann rauf þögnina. „Það er yður ef til vill viðkvæmt mál, frú Fielding, en ef þér hafið í raun og veru verið hjá honum, getið þér orðið okkur að liði," sagði hann. „Við höfum gætur á Mikael Killikk. Einn af okk- ar mönnum fylgir honum eftir. Við viljum kom- ast að því hvað kom fyrir bróður hans Gerald Killikk. Okkur hefur verið bent á að verið geti að þeir hafi lent í rifrildi. Svo að ef þér gætuð sagt okkur hvað skeði . . .“ Anna var búin að ákveða að neita öllu, en nú Horfðu I augun á giftri konu og þú munt kom- ast að því, hvernig maðurinn hennar er. — Spænskur málsháttur. hikaði hún. Þeir mundu trúa orðum hennar gegn orðum Mikaels. Þeir myndu ekki trúa manni, sem hegðaði sér þannig. Hún gat sagt hvað sem hún vildi. Hún gæti sagt. „Já, hann drap hann." Hún hafði óskað eftir hefnd og nú var stundin komin .Hún hafði sagt við Mikael að hún óskaði einskis annars en að sjá hann líða. Og nú þurfti hún ekki annað en að láta gruninn um morð falla á hann. „Viðurkennið þér að hafa verið á eynni, þegar Gerald Killikk hvarf, frú Fielding?" spurði leyni- lögreglumaðurinn. Það mundi ekki þýða að neita því — ef hún neitaði mundu þeir bara rannsaka málið og kom- ast að hinu sanna. „Já, ég var þar.“ „Má ég spyrja yður hvers vegna þér komuð ekki til lögreglunnar af sjálfsdáðum?" Anna starði á gólfið og barðist við að koma skipulagi á hugsanir sínar. „Ég hafði mjög óþægilega aðstöðu," sagði hún. „Mér var haldið þar gegn vilja mínum og ég vildi ekki að úr því yrði opinbert hneyksli. Ég vissi, að ef lögreglan fengi að vita það, yrði fréttin á forsíðum blaðanna." Maðurinn virti hana fyrir sér með meðaumkun og áhuga. „Þér hafið auðsjáanlega haft mikil óþægindi Þeir, sem færa öðrum lífshamingjuna, geta ekki sjáifir farið á mis við hana. — James Barrie. af þessu, frú Fielding. Auðvitað getið þér lagt fram sérstaka kæru á manninn, ef þér viljið. En ég fæst aðeins við mál bróður hans, Geralds. Hvað getið þér sagt mér í því sambandi?" Hverju átti hún að svara? Ef Mikael hefði drepið bróður sinn, hefði hún haft ánægju af því að koma upp um hann, hugsaði hún með sjálfri sér. En það hafði hann ekki gert. Og hún — hún hafði drepið Gerald. Þetta verkaði á hana eins og ískalt steypubað og hún áttaði sig. „Voruð þér viðstödd, þegar Killikk, eins og hann segir sjálfur, sá bróður sinn steypast fram af klettunum?" spurði maðurinn. Skyndileg hræðsla greip Önnu. Hvað hafði Mikael sjálfur sagt? Hún vissi það ekki. Yrði hún spurð nánar, segði hún eitthvað annað en hann. Það væri betra að segja að hún hefði ekki vcrið viðstödd." „Nei,! ég var inni í húsinu." „Heyrðuð þér þá rífast?" „Nei.“ „Höfðuð þér heyrt þá rífast áður en þeir fóru út.“ „Nei." Anna neri saman höndum meðan á yfirheyrsl- unni stóð. Hún gat ekki hugsað skýrt. Þetta kom svo óvænt. Hún gat aðeins sagt að hún hefði verið alveg utan við sig þegar þetta gerðist og hefði litla hugmynd um hvað kom fyrir. Henni til mikils léttis fór maðurinn að lokum. Jæja, hún hafði að minnsta kosti ekki sagt neitt, sem gat skaðað Mikael Killikk, hugsaði hún. Sama kvöld komu tveir lögregluþjónar á hótel- ið, þar sem Mikael var vanur að búa þegar hann var í London. Þeir voru ekki einkennisklæddir og töluðu kurteislega við hann. Samt sem áður voru þeir þangað komnir til að taka hann fastann. Hann átti að koma með þeim á lögreglustöðina til nánari yfirheyrslu og honum yrði haldið þar, þangað til nýrri rannsókn væri lokið. Þetta kom Mikael á óvart. Hún hafði enga hug- mynd um yfirlýsingu vinar Geralds og vissi ekki að honum hafði verið fylgt eftir og að hann lá undir grun. En það þýddi ekkert að mögla, svo hann borg- aði hótelreikninginn sinn og fór með mönnunum. Þeir fóru með hann á lögreglustöðina, þar sem hann var settur á stól, ljósið skein framan í hann og hverri spurningunni af annarri var slöngvað framan í hann. Hann svaraði hægt og með varúð. Morð — þeir voru að reyna að ásaka hann um morð. Það var hræðilegt. Hann var ásakaður um að hafa myrt Gerald. Myrt mann, sem enn var á lífi. En ef hann léti lögregluna komast að því, mundu þeir leyta um allt land, þangað til þeir finndu Gerald. Rán og morð. Gerald fengi 10 ára fangelsi fyrir það. Beztu árum drengsins yrði eytt í fangelsi og framtíð hans eyðilögð. Svo Mikael sagði ekkert og hélt fast við fyrri yfirlýsingu sína. „Hvers vegna sögðuð þér ekki frá því, að þér hefðuð unga konu hjá yður á eynni, þegar lög- reglan kom?“ Enn kom Mikael ekki upp um sig, heldur hélt sér fast í stólinn. Svo þeir vissu um önnu Field- ing. „Af einkaástæðum," svaraði hann kuldalega. „Ég vildi fela það. Úr því að þið hafið komizt að því að hún var þar þá hafið þið vafalaust líka komist að því, af hverju og hvernig hún var þangað komin." „Hún segir að þér hafið farið þangað með hana með valdi."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.