Vikan


Vikan - 04.09.1952, Qupperneq 2

Vikan - 04.09.1952, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 34, 1952 í FRÁSÖGLR FÆRANDI Þa» byrjar ný framhalds- saga hjá okkur eftir lielgina, og í tilefni að því langar mig að spyrja lesendur VIRUNNAB, hvort þeir séu spenntir í fram- haldssögum svona almennt. Ég geri raunar ráð fyrir, að svarið verði afdráttarlaust já — styðst þar við reynslu kollega okkar Simvinnunnar. Þeir á Sam- vinnunni feUdu víst niður fram- haldssögu í einu blaði eða svo einhvemtíma í fyrra, en þá kom það nærri þvi samstundis á dag- inn, að þetta væri óviturlegt upp- átæki. Meirihluti lesenda lét þann vUja skírt í ljós, að hann vUdi fá sína framlialdssögu. SöMXJ fréttir berast af er- lendum blöðum, sem á annað borð fást eitthvað við framhalds- sögur: drjúgur hluti lesendanna viU hafa þessar sögur og tekur ekki í mál að láta þær þoka fyrir öðru efni. En gaman væri samt að fá um þetta línu frá kaupend- um VIKUNNAR, og helzt skyldu þeir skjóta því að okkur um leið, hverskonar framhaldssögur séu þeim bezt að skapi. Ur því byrjað er að tala um framhaldssögur, má ég til að segja örfá orð um söguna, sem við byrjum á í næstu viku. Þetta er spennandi róman, sem gerist í Holly- wood, Cali- forníu. Höf- undur sögunn- ar er þaul- kunnugur kvikmynda- bænum, heíur enda samið mörg kvik- myndahandrit fyrir kvikmyndafyrirtæki á staðn- um. Auk þess var búin til mynd um þessa sögu hans, með þau Lizabeth Scott og Dick Pow- ell í aðalhlutverkunum. Myndin, sem þessum línum fylgir, á þó ekki að vera af þeim. Hún er af einum Iesanda að rabba við ann- an lesanda um kosti og lesti á framhaldssögum. Þad hefur komið til umræðu í dagblöðum Reykjavíkur, að nú ætti kannski að setja upp fjári mikinn gosbrunn í Tjörninni. Og það er eins og gengur: siunir vilja hafa þennan gosbrunn og siunir vilja alls engan gosbrunn sjá. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur stendur framarlega í flokki þeirra síðarnefndu. Hann er búinn að skrifa að minnsta kosti tvær greinar gegn gosbrunnum í tjörn- um, heldur því fram (ef mig misminnir ekki), að gosbrunna- menn eigi að minnsta kosti og fjandakomið að sýna fólki þá kurteisi að koma sínum gosbmnn- um fyrir á þurru landi. UnDIRRITAÐUR er Sigurði innilega sammála. Þó ber ekki að skilja þetta svo, að VIKAN ætli að hefja áróður fyrir staðsetn- ingu gosbrunna. En þegar blaða- dálkar em merktir með stöfum þess, sem þá dálka skrifar, þá er það regla erlendis, að höfund- urinn þurfi ekki endilega að vera gjörsamlega skoðanalaus. Þetta er góð regla, sem vafa- laust á eftir að ná vinsældum hér heima. Þeir uppgötvuðu hana í útlandinu fyrir eitthvað um þrjátiu árum. SlGURÐI finnst Tjörnin í Reykjavík falleg eins og hún er. Og afstöðu minni til gos- brunna er á- gætlega lýst á meðfylgj- andi mynd af branaliðs- manni, sem er að sprauta vatni úr slöngu. Það er eitt- hvað við svona vatnsflaum út úr slöngu. Það er einkar spennandi að sjá beljandi vatn spýtast út úr slöngu. Það er svo mikill kraftur í fyr- irtækinu. Við hliðina á því er gosbrunnur hreinasti barnaleik- ur. Og svo nær það auðvitað ekki nokkurri átt að fara að setja gosbrann út i Tjöm. Gosbrunn- ar eiga heima á þurra landi. Það stendur í ensku tíma- riti, að maður hafi búið sér til sumarbústað úr tómum ginflösk- um. Maðurinn hlóð húsið úr flösk- unum, sem vora ferstrendar, og notaði sement sem bindiefni. Svo lét hann botnana snúa inn, til þess að fá slétta innveggi, og hann hafði tappa í flöskunum, til þess að skorkvikindi gerðu sig ekki of heimakomin. Það er svosem ekki nein sér- stök ástæða til að segja frá þessu hérna, nema hvað maður hefur heyrt, að einhver skortur væri enn orðinn á byggingarefni. Hins- vegar mun Áfengisverzlun ríkis- ins vera vel byrg af vörum. Vii) höfum verið að vona á VIKUNNI, að einhver yrði til þess að skrifa okkur og spyrja, hvað og-in væru mörg í Biblíunni. Svo er mál með vexti, að við getum svarað þessu. Eða svona hér um bil. Það eru annaðhvort 46,277 „og“ í Biblíunni eða 46,219. Þessar upplýsingar komu fram í ensku blaði nýlega, þegar tveir lesendur þess deildu um málið. Sá, sem hélt fram síðari tölunni, sagði, að hann hefði allt- af heyrt að orðið kæmi fyrir 35,535 sinnum í Nýja testament- inu og 10,684 sinnum í Gamla testamentinu. G.J.Á. Pósturinn hárið með hreinni greiðu á eftir. Þá "streymir blóðið um hársræturnar án þess að fitan burstist úr. Kcera ViJca! Við erum héma tveir að rífast um Jivort nylon sjáist á filmu. Við biðjum þig um að svara oJck- ur sem f yrst. Hörður og Gylfi. Svar: Þið þurfið ekkert að vera hræddir við að framkalla myndirnar af vinkonum ykkar, þó þær hafi ver- ið í nælon yst sem innst. Fötin koma með á myndinni. Kœra ViJca, Nýlega réðir þú mér til að bursta Jiárið á Jiverju kvöl<H, en i Jivert skipti sem ég geri það verður það feitt og greiðan fyllist af Juírum á eftir. Eg vil ógjaman missa allt Jiár- ið, Jivað á ég að gera? Svar: Það er ekki gott að bursta mjög fínt hár. Ef þú hefur of þunnt hár, skaltu nudda hársvörðinn með fingurgómunum á kvöldin. Nuddaðu í litlum hringjum og greiddu svo j ÞUSUNDIR MANNA j : lesa með sívaxandi ánægju skop- : S sögur SAMTlÐARINNAR. 10 : ■ hefti (320 bls.) árlega fyrir aðeins S 5 35 kr. Sendið áskriftarpöntun 5 ■ strax, og þér fáið tímaritið frá ■ « síðustu áramótum. Árgjald fylgi ■ : pöntun. Svar til F.F.M.A.R.X.U.: 1. Til að komast í 3. bekk Mennta- skólans þarftu að hafa staðizt lands- próf. Vegna plássleysis í Menntaskól- anum verður auk þess oft að vísa þeim unglingum frá, sem lægstu landsprófseinkunnimar hafa. 2. Þú átt að vega 59.08 kg. Kaera Vilca! Viltu gjöra svo vel, að frceða mig á því Jivað kenndar eru margar iðn- greinar Jiér á Islandi, og telja þœr upp fyrir mig i Vikunni. ÁJiugasamur. Svar: Fáðu lánaða bókina „Lög og reglur um skóla og menningarmál á Islandi" í næsta bókasafni. Þar er á blaðsíðu 125 kafli um próf í 32 iðn- greinum. Vonandi finnurðu einhverja við þitt hæfi. Kodak og Brownie eru skrásett vörumerki. Biðjið jafnan um ,KODAK‘ filmur EinJcaumboð fyrir KODAK Ltd.: VERZLUN HANS PETERSEN H.F. BanJcastrœti Jf — Reykjavík Börnin breytast á skömmum tíma, en ljósmyndirnar breytast ekki. Á þeim varðveitist æskan. Hættið því engu þegar verið er að taka þessar dýrmætu myndir. Notið ,Kodak‘ íilmur, það má reiða sig á þær. Þær stuðla að því að þér náið skýrustu og björtustu myndunum sem völ er á. Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.